Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010 Færanlegar kennslustofur voru fluttar á skóla- lóð Vesturbæjarskóla í fyrrinótt en nota á þær til að leysa húsnæðisvandræði frístundaheimilis skólans. Nemendum hefur fjölgað mikið milli ára og núverandi húsnæði skólans dugar ekki. For- eldrum líst ekki á skúrana og gagnrýndu þetta fyrirkomulag harðlega í samtölum við mbl.is. Slæm skilaboð Foreldrarnir segjast ætla að berjast fyrir því að fundin verði önnur lausn á húsnæðisvand- anum strax. Þórhildur Elín Elínardóttir segir ástandið ótækt og ef þetta séu skilaboð frá menntasviði Reykjavíkurborgar séu það ekki góð skilaboð. Hún segir það ekki koma til greina að þessir kofar hýsi börn sín og vonar að skúr- arnir verði fjarlægðir í skjóli nætur. Hún bendir á að á næstu lóð sé fyrrverandi húsnæði Byko sem hafi staðið autt í marga mánuði og auðvelt ætti að vera að innrétta það fyrir starfsemi frí- stundaheimilisins. Á fundi menntaráðs Reykjavíkur sl. miðviku- dag óskaði Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, eftir því að leitað yrði ann- arra leiða til að bæta úr húsnæðisþörf frístunda- heimilisins en að skerða leikaðstöðu nemenda og benti á aðstöðu í skólahúsnæðinu eða í lausu hús- næði í grenndinni. Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri Reykjavíkurborgar, sagðist ekki hafa áhyggjur af húsunum en hefði skilning á því að leiksvæðið væri aðþrengt. Foreldrar vilja skúrana af lóðinni  Færanlegar kennslustofur fluttar í skjóli nætur á lóð Vesturbæjarskóla í Reykjavík  Móðir segir það ekki koma til greina að skúrarnir hýsi börn sín og bendir á lausn Morgunblaðið/Jakob Fannar Kennstustofur við Vesturbæjarskóla Lóðin er lítil og stofurnar bæta ekki úr skák. Egill Ólafsson egol@mbl.is Geysir Green Energy hefur neitað að veita nefnd sem rannsakar kaup Magma Energy og HS Orku neinar upplýsingar um viðskiptin. Fyrir- tækið hefur óskað eftir að umboðs- maður Alþingis fari yfir stjórnsýslu- lega meðferð málsins sem og lagalegar heimildir að baki störfum rannsóknarnefndarinnar. Forsætisráðherra skipaði fyrr í þessum mánuði nefnd sem vinna á óháða og sjálfstæða rannsókn sem lýtur að kaupum Magma Energy Sweden AB á hlutabréfum í HS Orku. „Það er óskýrt í hvaða umboði þessi nefnd starfar því hún starfar ekki eftir neinum lögum. Við teljum þess vegna að við getum ekki tekið afstöðu til þess hvort hún fái aðgang að upplýsingum um þessi viðskipti eða ekki. Við höfum jafnframt lagt áherslu á að þau gögn sem við af- hendum nefnd um erlenda fjárfest- ingu, sem voru öll gögn um viðskipt- in og allt sem nefndin bað um, séu bundin trúnaði. Sú nefnd hefur lokið störfum og skilað niðurstöðum til okkar,“ sagði Alexander Guðmunds- son, forstjóri Geysis Green Energy. Meirihluti nefndar um erlenda fjárfestingu komst að þeirri niður- stöðu að kaup Magma á hlut í HS Orku hefðu farið fram í samræmi við lög. Geysir Green Energy hefur óskað eftir því við umboðsmann Alþingis að hann kanni og fari yfir stjórn- sýslulega meðferð málsins sem og lagalegar heimildir að baki störfum rannsóknarnefndarinnar enda sé ljóst að niðurstaða nefndarinnar geti ekki haft nokkur áhrif á viðskipti milli einkaaðila og framkvæmda- valdið geti ekki aðhafast með lög- mætum hætti gagnvart þeim einka- aðilum sem um ræðir á grundvelli niðurstaðna nefndarinnar. Alexander sagði að þótt stjórnvöld hefðu ekki enn sem komið er gripið inn í þetta mál þá hefði verið hætta á því og sú hætta væri kannski ekki liðin hjá. „Yfirlýsingar stjórnvalda hefðu getað sett þessi viðskipti í upp- nám, þ.e.a.s. gert okkur ókleift að ljúka viðskiptum upp á 16 milljarða í okkar helstu eign. Ef svo hefði farið hefðum við verið skilin eftir í um- hverfi sem er það óvíst og óöruggt að það væri erfitt að finna nýja kaup- endur fyrir einhvers konar sann- virði.“ Ríkinu boðin aðkoma Alexander sagði að Geysir Green hefði í vor boðið ríkinu aðkomu að formlegu söluferli í HS Orku. Lífeyr- issjóðirnir hefðu komið að málinu, en ekkert hefði orðið af viðskiptunum. Geysir Green hefur sent við- skiptaráherra bréf þar sem vinnu- brögðum stjórnvalda er mótmælt og félagið áskilur sér allan rétt til bóta verði það fyrir tjóni af völdum að- gerða ríkisvaldsins. Í tilkynningu frá félaginu segir að það harmi þær neikvæðu móttökur sem fyrsti erlendi fjárfestirinn eftir hrun fær af hálfu stjórnvalda. Afhenda nefndinni ekki upplýsingar Ljósmynd/Víkurfréttir Viðskipti Ásgeir Margeirsson, Ross J. Beaty og Alexander Guðmundsson.  Geysir Green segir að nefnd sem rannsakar kaupin á HS-Orku hafi enga stjórnskipulega stöðu  Fyrirtækið hefur óskað eftir að umboðsmaður Alþingis skoði stjórnsýslulega meðferð þeirra á málinu Geysir Green » Geysir Green Energy er fyr- irtæki á sviði sjálfbærrar orku- vinnslu. Helstu eignir Geysis nú eru Jarðboranir hf., meiri- hluti í Envent Holding Phil- ippines og hlutur í Enex China. » Geysir er einn af stofn- aðilum Keilis, menntastofn- unar á háskólastigi á Suð- urnesjum. Íslandsmeistaramótið í fjallahjólreiðum fór fram í við Rauðavatn í fyrrakvöld. Hringurinn var sjö kílómetra langur og bauð upp á venjulega mal- arvegi, skógarstíga, rótarkafla, malarstíga, gras- stíga og grófa moldarstíga innan um lúpínu og annan gróður, eins og segir á heimasíðu hjólreiða- manna. Þetta var síðasta fjallahjólakeppni sum- arsins og keppnisdagskránni lýkur um helgina með fjallabrunmóti í Hlíðarfjalli á Akureyri. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjallahjólreiðar á fjölbreyttum stígum Kennslustofurnar eru tíma- bundin lausn, segir í tilkynn- ingu frá Reykjavíkurborg. Innrétta á stofurnar, lagfæra þær og bæta aðgengi að þeim. „Starfsemi hefst ekki í húsnæðinu fyrr en að eftir- litsaðilar, eins og heilbrigðis- og eldvarnareftirlit, hafa gengið úr skugga um að það uppfylli þær kröfur sem gerð- ar eru til skólahúsnæðis,“ segir jafnframt. Lausn til bráðabirgða KRÖFUR UPPFYLLTAR Vegna áframhaldandi verkefnaskorts hafa Jarðboranir neyðst til að segja upp 20 starfsmönnum og taka upp- sagnirnar til allra deilda félagsins. Meginástæðan fyrir þessum upp- sögnum er sá dráttur sem orðið hefur á fyrirhuguðum framkvæmdum við orkuöflun í tengslum við álverið í Helguvík, segir í frétt frá Jarðbor- unum. Í fréttinni kemur fram að félagið hafi neyðst til að fækka starfsmönnum úr 210 niður í 90 á tveimur árum. „Ljóst er að áframhaldandi frestun jarðhitaverkefna hérlendis veldur örð- ugleikum í starfsemi félagsins. Enn er þó haldið í þá von að verkefnastaðan glæðist á næstu mánuðum, sem gerði kleift að draga einhverjar uppsagnir til baka.“ Í fréttinni segir að í ljósi breyttrar stöðu hafi félagið lagt enn meiri áherslu á verkefnaöflun erlendis, ekki aðeins á sviði jarðhita sem hafi verið sérgrein Jarðborana fram að þessu, heldur einnig á sviði borana eftir olíu og gasi. Þessi nýja áhersla hafi þegar skilað dótturfélagi Jarðborana í Þýskalandi, Heklu Energy, verkefni við borun eftir gasi í Sviss. Langt sé þó í land að verkefnaöflun ytra vegi upp hinn mikla verkefnamissi hér heima. Segja upp 20 manns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.