Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 31
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010
✝ Jón Stefánssonfæddist á Hrísum
í Fróðárhreppi 10.
nóvember 1926.
Hann lést 18. ágúst
2010 á Landspít-
alanum í Fossvogi.
Foreldrar hans
voru Stefán Ólafur
Bachmann Jónsson,
f. 16.1. 1891, d. 20.2.
1964 og Kristín El-
ínborg Sigurð-
ardóttir, f. 9.10.
1884, d. 29.8. 1966.
Þau eignuðust 11
börn, en þau eru: Sigrún, f. 1917,
Karl Bachmann, f. 1918, d. 1973,
Lúðvík, f. 1920, d. 1940, Unnur, f.
1922, d. 2009, Sigurður, f. 1923, d.
1977, Ingveldur, f. 1925, d. 2002,
Jón, sem hér er minnst, Laufey, f.
1928, Hallfríður, f. 1930, d. 2002,
Reimar, f. 1932, Erla, f. 1942.
Uppeldisbróðir þeirra og sonur
Karls Bachmanns er Hjörtur Haf-
steinn, f. 1942.
Jón kvæntist 28.8.
1958 Steinunni
Sveinsdóttur, f. 28.8.
1933 frá Kollabæ í
Fljótshlíð. Foreldrar
hennar voru Sveinn
Sigurþórsson og
Ingileif Steinsdóttir.
Steinunn og Jón
eignuðust þrjú börn.
Þau eru: 1) Laufey, f.
1955, eiginmaður
hennar er Birgir
Árnason, f. 1955,
eiga þau fjögur börn
og tvö barnabörn. 2) Ingileif, f.
1957, eiginmaður hennar er Rüdi-
ger Þór Seidenfaden, f. 1956, og
eiga þau tvær dætur og eitt barna-
barn en eignuðust að auki eina
dóttur sem lést í frumbernsku. 3)
Sveinn Jónsson, f. 1967.
Útför Jóns fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 27. ágúst
2010, kl. 13.
Látinn er elsku pabbi minn eftir
erfiða undanfarna mánuði.
Nú ertu þó laus undan veik-
indum og þeim erfiðleikum er því
fylgja. Það átti aldrei við þig að
kvarta eða vera veikur. Alltaf
stefndirðu að því að komast heim
aftur á þann stað sem þér var svo
kær og þú byggðir upp með eigin
höndum og dugnaði fyrir tæpum
50 árum ásamt móður minni en var
þó orðið óraunhæft að þú myndir
snúa til baka. Því miður leið eitt
besta sumar Íslandssögunnar hjá
án þess að þú gætir notið þess ut-
andyra. Jafn mikið náttúrubarn og
þú varst alla tíð elsku pabbi minn.
En ég veit að þar sem þú ert núna
er sumar og veikindi þín frá. Ég
trúi því að nú séu góðir endur-
fundir með þeim sem voru þér svo
kærir og fallnir frá. Þú átt það svo
sannarlega skilið góði pabbi.
Hjá þér stóð móðir mín eins og
klettur og hetja í þessum erfiðleik-
um síðustu mánaða. Hún var hjá
þér þegar þú síðan kvaddir okkur.
Þú sagðir líka undir það síðasta að
þú ættir svo góða konu. Þið voruð
líka frábær saman.
Þetta er rosalega skrítin tilfinn-
ing að vera búinn að missa þig úr
tilverunni og stjórnlaust streyma
fram í huga mínum myndir úr
samverustundum okkar í gegnum
tíðina. Þær voru óteljandi og ómet-
anlegar minningar sem ég varð-
veiti að eilífu. Þú varst mér af-
skaplega góður og sannur faðir.
Ég er virkilega stoltur af að hafa
átt þig sem pabba.
Allar veiðiferðirnar, ferðalögin
hér heima, fyrsta utanlandsferðin,
Hvalvatn og Krókatjarnir eru
dæmi um það sem við eigum sam-
an í minningunni. Allt var þetta
dýrmætt barni að fá að alast upp
með sem og umhyggja þín. Þú
varst kominn af góðum foreldrum
sem gáfu þér stórkostlegt vega-
nesti út í lífið þótt aldrei fengi ég
að kynnast þeim því þau voru bæði
látin er ég fæddist. En ég sé þau í
systkinum þínum og þínu fólki.
Þú varst sprottinn úr hinu gamla
íslenska samfélagi þar sem mönn-
um var uppálagt að bjarga sér
sjálfir á öllum sviðum með útsjón-
ar-, samvisku- og nægjusemi að
leiðarljósi. Þú barst mikla virðingu
fyrir heiðarleika og dugnaði. Vildir
sjá Ísland sem velferðarsamfélag
og virðing væri borin fyrir heið-
arlegu fólki hvar í stétt sem það
væri en aldrei vissi ég nákvæmlega
hvar þú varst staddur í pólitík. Þér
sárnaði hvernig menn fóru með
þjóðfélagið síðustu árin. Þar voru
gömlu íslensku gildin ekki höfð að
leiðarljósi heldur óheiðarleiki,
græðgi, óhóf og eigingirni, nokkuð
sem þú áttir ekki til. Þú vildir
rækta vel skyldur þínar til þjóð-
félagsins og annars fólks og það
gerðirðu með heiðri og sóma þori
ég að segja. Ég er heppinn að eiga
jafn samstillta og samtaka fjöl-
skyldu sem stendur þétt saman.
Það er ekki síst þér að þakka og
gerðirðu það meðal annars með því
að byggja upp fjölskyldureit með
sumarbústað þegar líða tók að
starfslokum hjá þér og fram undir
það síðasta. Þar sýndirðu svo um
munar snilli þína og verkvit á öll-
um sviðum. Það var unun að sjá
hvert handtak svo vel vandað.
Þú kvartaðir aldrei eða kveinaðir
og ég man ekki eftir að þú hafir
verið frá vinnu vegna veikinda. Ég
kveð þig nú með þakklæti fyrir
allt. Hvíl í friði og sjáumst síðar.
Þinn sonur,
Sveinn Jónsson.
Nú er komið að kveðjustund,
elsku tengdafaðir minn. Ég þakka
fyrir að hafa fengið tækifæri til að
kynnast þér og vera hluti af þínu
lífi. Ég var velkominn hjá þér frá
fyrstu kynnum. Þá heilsaðir þú
mér með handabandi eins og alltaf
þegar við hittumst. Ég áttaði mig
strax á því að þú værir með hjart-
að á réttum stað. Þú tókst á móti
mér opnum örmum í faðmi fjöl-
skyldu þinnar.Við eigum svo marg-
ar góðar minningar á okkar sam-
leið sem ég geymi ætíð í hjarta
mínu en það væri ekki í þínum
anda að telja þær upp hér. Ég er
þér mjög þakklátur fyrir að hafa
skapað sælureit fyrir fjölskyldu
okkar á Lækjarhvammi í Fljóts-
hlíð.
Þú varst duglegur maður og
gafst þér sjaldan hvíld. Hógværð,
stundvísi, snyrtimennska og heið-
arleiki einkenndu þig. Ég er viss
um að heimurinn væri betri ef
fleiri hefðu hugsunarhátt eins og
þú. Útsjónarsemi þín kom stöðugt
á óvart og allt var auðveldara eftir
að hafa talað við þig. Þú hug-
hreystir alla og minningin um þig
hjálpar okkur að mæta komandi
stundum. Þú varst og verður alltaf
sannur vinur minn. Guð blessi og
varðveiti þig.
Þinn
Rüdiger.
Elsku afi, strax frá upphafi fann
ég að þú elskaðir mig og vildir allt
fyrir mig gera. Þú gafst mér fyrsta
hjólið mitt, byggðir handa mér
dúkkuhús og kenndir mér að
smíða. Ég fann að þú varst stoltur
af mér og það var góð og líka
gagnkvæm tilfinning sem ég met
mikils.
Ég minnist þess að í grunnskóla
var mér falið það verkefni að
skrifa um einhvern fjölskyldumeð-
lim. Þú varðst fyrir valinu hjá mér
og þegar ég spurði hvort ég mætti
taka viðtal við þig tókst þú mig af-
síðis inn í stofu. Þú svaraðir öllum
mínum spurningum um uppvaxt-
arárin á Hrísum, sjómennsku sem
hófst þegar þú varst ungur að ár-
um og lífið almennt. Ég man enn
hve stolt ég var, því þú talaðir við
mig líkt og við fullorðinn einstak-
ling.
Þú hafðir gaman af hinum ýmsu
prakkarastrikum og skemmtilegast
var þegar þú laumaðir möndlunni
úr möndlugrautnum (en hún lenti
ótrúlega oft hjá þér) yfir á diskana
hjá okkur barnabörnunum. Það var
því alltaf vinsælt að sitja nálægt
þér.
Nú ert þú kominn á betri stað og
færð loks að hvílast. Ég veit að það
var vel tekið á móti þér, enda átt
þú það skilið. Ég er þakklát fyrir
þær góðu stundir sem við áttum
saman og veit að þú munt vaka yf-
ir okkur og vernda.
Blessuð sé minning þín.
Silvia Seidenfaden.
Í dag kveðjum við afa.
Söknuður einkennir þessa stund
en ekki síður þakklæti. Það er ótal-
margt sem hægt er að þakka hon-
um fyrir. Hann sýndi því mikinn
áhuga sem við systkinin vorum að
fást við hverju sinni. Afi var
áhugasamur þegar kom að bíla-
kaupum og bílaviðgerðum sem er
kannski ekkert óeðlilegt þar sem
hann starfaði stóran hluta starfs-
ævinnar í þeim geira.
Afi var lúmskur húmoristi. Hann
hafði undarlegan hæfileika til að fá
gæludýrin okkar upp á móti sér.
Um tíma bjuggum við bræðurnir
ásamt foreldrum okkar hjá þeim
ömmu í Hvassaleitinu. Á þeim tíma
áttum við páfagauk. Páfagaukurinn
skeytti skapi sínu á afa með skipu-
lögðum loftárásum. Mörgum árum
síðar eignaðist Berglind læðu. Sú
gerði hljóðlátar skyndiárásir á
hann úr launsátri. Líklega átti afi
sinn þátt í átökunum enda hafði
hann lúmskt gaman af þessu öllu
saman.
Afi var okkur góð fyrirmynd.
Hann var harðduglegur, nægju-
samur og kenndi okkur að eyða
ekki um efni fram. Fyrir það verð-
um við honum ævinlega þakklát.
Minningin um afa lifir.
Allt er geymt
allt er á vísum stað
engu gleymt,
ekkert er fullþakkað.
(Oddný Kristjánsdóttir.)
Jón Brynjar, Grétar,
Steinunn og Berglind
Birgisbörn.
Jón Stefánsson
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
PÁLÍNA JÓNSDÓTTIR,
sem lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum laugar-
daginn 7. ágúst, verður jarðsungin frá Landakirkju
þriðjudaginn 31. ágúst kl. 11.00.
Þeim sem vilja minnast hennar láti Hraunbúðir og
líknarfélög njóta þess.
Sigríður Ragnarsdóttir,
Ragna Kristín, Hafþór og Bryndís,
Þórunn Ragnarsdóttir, Matthías Magnússon,
Pálína Björk, Sigmar Þór og Ragnheiður.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓNÍNA JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR,
(Adda Massa),
Hlíf II – Ísafirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði þriðjudaginn
24. ágúst.
Útförin verður auglýst síðar.
Helga Sveinbjarnardóttir, Kristján Kristjánsson,
Kristján Sveinbjörnsson,
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Selma Antonsdóttir,
Berta Sveinbjarnardóttir, Auðunn Hálfdanarson,
Halldór Sveinbjörnsson, Helga Einarsdóttir,
Marzellíus Sveinbjörnsson, Margrét Geirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, systir og tengda-
dóttir,
ÓLÖF KRISTÍN INGÓLFSDÓTTIR,
Álftamýri 37,
Reykjavík,
lést á krabbameinsdeild Landspítala miðvikudag-
inn 25. ágúst.
Hannes Ragnarsson,
Ragnar Már Hannesson,
Björg, Birna og Unnur Ingólfsdætur,
Ragna Gamalíelsdóttir.
✝
Elsku mamma, tengdamamma, amma og
langamma,
SIGURÍNA FRIÐRIKKA FRIÐRIKSDÓTTIR,
frá Görðum,
Vestmannaeyjum,
Fellsmúla 20,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn
22. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Grensáskirkju miðvikudaginn
1. september kl. 13.00.
Árni Friðrik Markússon,
Ásta Hulda Markúsdóttir,
Guðrún Kristín Markúsdóttir, Þór Fannar,
Bryndís Markúsdóttir, Sigurður Konráðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR
á Kirkjubæjarklaustri,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum
miðvikudaginn 18. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Prestbakkakirkju laugar-
daginn 28. ágúst kl. 14.00.
Lárus Valdimarsson, Sólrún Ólafsdóttir,
Einar Ólafur Valdimarsson, Jóhanna Sigurðardóttir,
Elín Anna Valdimarsdóttir,
Haukur Valdimarsson, Hrefna Sigurðardóttir,
Trausti Valdimarsson, Gréta Fr. Guttormsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
KRISTÍN JÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis á
Langholtsvegi 8,
Reykjavík,
sem lézt á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 12. ágúst,
verður jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík í dag,
föstudag 27. ágúst, kl. 15.00.
Jón Valur Jensson,
Karitas Jensdóttir,
Kolbrún Jensdóttir,
Andri Krishna Menonsson,
Katrín María Elínborgardóttir,
Þorlákur Jónsson,
Axel Viðar Egilsson, Katherine Anne Brenner,
Pétur Már Egilsson, Guðrún Helga Guðmundsdóttir,
Ísak Jónsson,
Sóley Kristín Jónsdóttir,
Chinyere Elínborg Uzo.