Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þjóðkirkjan áum sárt aðbinda. Ekki vegna máls sem rekja má til henn- ar sem slíkrar, en máls sem snýr að einstaklingi sem varð biskup landsins, kjörinn til þess af prestastétt- inni, mörgum árum og jafnvel áratugum eftir að þeir atburð- ir áttu að hafa gerst, sem voru prestinum til áfellis. Enginn maður hefur efni til að rengja þær sakargiftir sem settar hafa verið fram. Sá eini sem hugsanlega gat það er farinn. Ólafur Skúlason vísaði ein- dregið á bug þeim ásökunum sem fram voru komnar op- inberlega á meðan hann gat enn varið sig. Hinar nýrri sak- argiftir, miklu sárari og alvar- legri en hinar fyrri, án þess að lítið sé úr þeim gert, hafa óneitanlega veikt þær varnir mjög. Núverandi biskup segist ekki rengja þær sem báru sak- ir á fyrirrennara hans og þykir framburður þeirra vera trú- verðugur. En hann ætlar sér ekki þá dul enda ekki þess um- kominn, þótt í trúarlegum há- stól sé, að kveða upp lokadóm um þá sök, þótt þess sé krafist að einmitt það geri hann. Þeir sem lengi hafa verið í andstöðu við þjóðkirkjuna og jafnvel hatast við hana finna að nú liggur hún vel við höggi. Aðrir sem hafa efast um til- verurétt hennar sem stofn- unar og jafnvel efast um sjálf- an grundvöll hennar hafa ákveðið að skrá sig nú úr kirkjunni. Sú umfjöllun sem nú fer fram reyn- ist dropinn sem fyllir þeirra mæli. Við því er ekkert að segja. Jafnvel má orða það svo að við því sé ekki nema gott eitt að segja. Fátt er persónulegra en trúin, hver hún sé og innan hvaða vébanda hún er iðkuð. En hinu má ekki gleyma að kirkjuna má einnig hafa fyrir rangri sök. Þjónum hennar hefur heldur ekki alltaf tekist vel að taka hennar svari, virð- ist stundum skorta til þess þrek og jafnvel sannfæringu. Einkum þegar andróðurinn er mestur og mest á ríður. Og þeir leikmenn sem ættu að hafa stöðu, burði og vilja til að hvetja til sanngjarnrar um- ræðu, svo fjarlæg sem hún virðist, þegar tilfinningaöld- urnar rísa hæst, hafa einnig brugðist. Þegar stormurinn næðir ákaft um kirkjuna ákveður forsætisráðherrann að gera sitt til að auka í vind- inn og ýta undir flótta úr þjóð- kirkjunni með athugasemdum og ummælum á reglulegum blaðamannafundi um þau mál sem voru á dagskrá ríkis- stjórnar. Sú framganga var sjálfsagt í góðu samræmi við stóryrðin og öfgarnar sem ein- kenndu bloggheima þann dag- inn. En hún var fjarri því að vera samboðin forsætisráð- herra landsins. Og hún var ekki drengileg. Í gerningaveðrum er lítið gagn í léttvigt- armönnunum} Liggur vel við höggi Fólk sýnirgjarna fyr- irhyggju og tekur sjúkdóma- tryggingar til að standa betur ef fjölskyldan lendir í óláni. Það er með öðrum orðum gert til að tryggja velferð fjöl- skyldunnar. Áður en iðgjöldin af þessum tryggingum eru greidd greiðir fólk skatta af tekjum sínum og meðal annars þess vegna hafa bæði almenn- ingur og tryggingafélög geng- ið út frá því að útgreiddar slysabætur væru skattlausar. Í Morgunblaðinu í gær er frásögn af ungri fjölskyldu þar sem alvarleg veikindi komu upp og eiginkonan missti sjö mánuði úr vinnu. Sjúkdó- matryggingin kom þá að góð- um notum, eða svo hélt fjöl- skyldan. Síðar kom í ljós að skatturinn hugsaði sér gott til glóðarinnar og í haust þarf fjölskyldan að greiða háar fjár- hæðir til skattsins vegna tryggingarinnar. Athygli vekur að rukkunin frá skatt- inum kemur þrátt fyrir að nú er fyrir Hæstarétti tekist á um einmitt svona mál, það er að segja hvort slíkar greiðslur eru skattskyldar. Skatturinn sýnir oft ótrú- lega hörku í innheimtu og fólk getur lent í alvarlegum vand- ræðum í samskiptum sínum við skattinn, jafnvel á meðan deilt er um hvort um skattskyldu er að ræða. Stundum kann þetta að vera óhjákvæmilegt en það getur tæpast átt við í tilviki eins og þessu. Sú stjórn sem nú situr kenn- ir sig við velferð en þó sjást engin merki þess að reynt sé að hemja ákafa innheimtu- menn ríkisins. Þvert á móti virðist sem þeim hafi verið gef- in fyrirmæli um að setja auk- inn kraft í innheimtu og beita sem mestri hörku. Tekjuöflun ríkisins nýtur jafnan vafans ef einhver er. Skattheimtumenn beita sér af mikilli hörku gagnvart almenningi} Velferð í verki H afi einhver velt því fyrir sér undanfarna mánuði hvort hann ætti að draga aðeins úr áfeng- isdrykkju eða hvort hann ætti að fá sér eitt rauðvínsglas í við- bót – þú veist, hjartans vegna – þá hefur þess- um spurningum nú verið svarað. Nei við báð- um spurningum. Heilbrigðisráðherra, Álfheiður Ingadóttir, hefur nefnilega ákveðið að við Íslendingar drekkum of mikið áfengi. Ekki hefur almenni- lega komið fram hvaðan í ósköpunum hún tel- ur sig hafa vald eða umboð til þess að slengja fram þessari fullyrðingu, en í krafti valds síns sem ráðherra ætlar hún að refsa þeim ís- lensku áfengisframleiðendum enn meira en áður sem voga sér að vekja athygli á fram- leiðslu sinni. Allt til þess að draga úr áfeng- isneyslu íslensks almennings. Það er eins og hún geri sér ekki grein fyrir því að hún er að tala um fullorðið, sjálfráða fólk í lýðræðisríki og það hve mikið það drekkur af fullkomlega löglegum vökva. Kannski er henni alveg sama. Það hefur jú lengi verið eitt af slagorðum vinstrimanna að allt mannlegt sé pólitískt. Kynlíf er pólitískt, fjölskyldulífið er pólitískt, barnauppeldi er pólitískt, samskipti fólks á vinnustað eru pólitísk. Það er ekki til sá litli afkimi í mannlegu sam- félagi sem vinstrimenn telja ekki pólitískan og réttmætt skotmark reglugerðasmiða. Starfssystir hennar í menntamálaráðuneytinu, Katrín Jakobsdóttir, vill einnig sökkva klóm rík- isvaldsins dýpra í annan þátt samfélagsins. Í hennar tilviki eru það fjölmiðlar. Ný fjöl- miðlalög eiga að setja á stofn svokallaða fjöl- miðlastofu sem mun halda fastar utan um fjölmiðla á Íslandi en Álfheiður vill halda um hálsa áfengisframleiðenda. Áhugaverð er sú nálgun Katrínar að með því að láta alla fjöl- miðla, smáa sem stóra, skrá sig hjá ríkinu og neyða þá til að fylgja nákvæmum og íþyngj- andi reglum um hvað má og má ekki birta í fjölmiðlunum sé verið að ýta undir meira frelsi og fjölbreytni í íslenskri fjölmiðlun. Áhugavert er einnig að sjá að þeir sem börðust hvað harðast gegn fjölmiðlalögum, þegar þau voru lögð fram árið 2004, skuli ekkert sjá athugavert við þessa nýju útgáfu af þeim. Það var slæmt að setja lög sem áttu að takmarka eignarhald á fjölmiðlum, en það er gott að hóta smáum vefmiðlum mörg hundruð þúsund króna sekt ef þeir fylgja ekki fyrirskipunum ríkisins? Taka ber fram að ég var á móti fjölmiðlalögunum 2004, en þessi nýja útgáfa þeirra er mun verri en sú fyrri. Allir þessir tilburðir Katrínar, Álfheiðar og annarra af sama sauðahúsi bera einfaldlega vott um það hve litla trú þau hafa á einstaklingunum sem byggja þetta land. Okk- ur er ekki einu sinni treystandi til þess að meta það sjálf hvenær við erum búin að drekka nóg af bjór. Mikið vildi ég óska að við fengjum bara að vera í friði fyrir þessu liði. bjarni @mbl.is Bjarni Ólafsson Pistill Láttu okkur í friði, Álfheiður STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Fjöldi sjúklinga gæti fengið bakreikning FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is F jöldi fjölskyldna er í óvissu með fjármál sín á meðan ekki hefur verið skorið endanlega úr um skattskyldu bóta sjúk- dómatrygginga. Ef Hæstiréttur stað- festir dóm héraðsdóms um skatt- skyldu bótanna og lögum verður ekki breytt er líklegt að fólk sem fengið hefur bætur síðustu árin fái háa bak- reikninga. Á síðasta ári voru um 44 þúsund virkar sjúkdómatryggingar. Þegar litið er til þess að einungis fólk á aldr- inum 18 til 65 getur tryggt sig gegn sjúkdómum sést að drjúgur hluti landsmanna á þessum aldri hefur keypt sér viðbótarvernd. Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabba- meinsfélags Íslands, neitar því að það sé velmegandi minnihluti lands- manna sem notfæri sér þessa þjón- ustu, heldur þverskurður þjóð- arinnar. Fólk með ýmsar aðstæður geri þetta einmitt til að tryggja stöðu sína sem ef til vil er ekki góð fyrir. Hundrað mál á ári Tryggingafélögin hófu að selja þessar tryggingar á árinu 1995 og hefur alla tíð verið gengið út frá því að útgreiddar bætur falli undir und- anþáguákvæði tekjuskattslaga. Sú túlkun virðist ekki eiga sér stoð í lög- um, samkvæmt úrskurði yfir- skattanefndar á síðasta ári og dómi héraðsdóms frá því í vor. Málinu hef- ur verið áfrýjað til Hæstaréttar og er búist við að það verði á dagskrá rétt- arins í byrjun næsta árs. Á undanförnum árum hafa orðið um 100 bótaskyld tjónstilvik á ári vegna sjúkdómatryggingar sem leitt hafa til útgreiðslu bóta, samtals 350 til 400 milljónir. Það þýðir að hver einstaklingur hefur tryggt sig fyrir að meðaltali 3,5 til 4 milljónir kr. Ekki eru sérgreindar upplýs- ingar hjá skattyfirvöldum um það hversu margir hafa talið þessar bæt- ur fram en þeir sem það hafa gert hafa fengið rukkun frá skattinum og þurft að greiða skattinn. Það er engin miskunn hjá Magnúsi, fólk þarf að greiða þótt málið sé fyrir dómstólum. Ragnheiður segist hafa verið að hlusta eftir því hvernig þessi mál horfa við skjólstæðingum Krabba- meinsfélagsins. Hún segist hafa heyrt margar sorgarsögur. Fólk hafi keypt tryggingar og fengið bætur á þeim grundvelli að þetta væru skatt- frjálsar bætur. Það valdi því erf- iðleikum og hugarangri þegar bak- reikningar komi eða fólk telji hættu á því að þeir berist. Tryggingafélögin virðast ekki hafa sent skattyfirvöldum upplýs- ingar um útgreiðslu bóta vegna sjúkdómatrygginga, þótt yfirvöld telji þeim það skylt, óháð skatt- skyldu, og að skattyfirvöld hafi ekki gengið sérstaklega eftir því. Ef það hefði verið gert hefði reynt á þessi mál fyrr. Ef tryggingafélag hefur selt sjúkdómatryggingu sem skattfrjálsa tryggingu vaknar spurning um rétt tryggingatakans gagnvart félaginu. Var hann að kaupa köttinn í sekknum þegar hann fær aðeins tvo þriðju af þeim bótum sem honum var talin trú um? Á fund fjármálaráðherra Krabbameinsfélag Íslands og fleiri samtök sem vinna í þágu sjúk- linga hafa vakið athygli efnahags- og skattanefndar Alþingis, allra þing- manna og ráðherra á málinu, án þess að það hafi leitt til breytinga á lögum. Krabbameinsfélagið hefur nú óskað eftir fundi með fjármálaráðherra til að gera grein fyrir sjónarmiðum skjólstæðinga sinna og vonast Ragn- heiður til þess að það leiði til breyt- inga. Morgunblaðið/Eggert Hjartaþræðing Fjölmargir Íslendingar hafa keypt sér tryggingar til að eiga betra með að kljást við alvarlega sjúkdóma en geta fengið bakreikninga. Sjúkdómatrygging er frjáls við- bótartrygging. Trygginga- fjárhæðin er greidd út sem bætur þegar hinn tryggði greinist með sjúkdóm sem hann er tryggður fyrir eða þarf að gangast undir aðgerð. Bæt- urnar eru greiddar út í formi eingreiðslu. Tryggingarnar geta verið mismunandi en þær taka yf- irleitt til helstu stóráfalla sem fólk verður fyrir vegna sjúk- dóma, svo sem hjartaáfalls, heilaáfalls, krabbameins, MS, alzheimersjúkdóms og park- insonssjúkdóms, svo nokkur dæmi séu nefnd. Fólk sem keypt hefur sjúk- dómatryggingu greiðir iðgjöld- in af tekjum sem það er búið að greiða skatt af. Því má halda því fram að fólk sé að tvígreiða skatt af bótunum, verði það niðurstaðan. Það yrði þó ekki eina dæmið um að ríkið seilist oftar en einu sinni í sama aurinn. Tekur til helstu sjúkdóma FRJÁLS VIÐBÓTARTRYGGING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.