Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 41
Menning 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010
Leikfélag Akureyrar
Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is
Rocky Horror (Hamraborg)
Fös 10/9 kl. 20:00 Frums Fös 24/9 kl. 20:00 4.sýn Fös 8/10 kl. 20:00 8.sýn
Fös 17/9 kl. 20:00 2.sýn Lau 25/9 kl. 20:00 5.sýn Sun 10/10 kl. 20:00 9.sýn
Lau 18/9 kl. 20:00 3.sýn Fim 30/9 kl. 20:00 6.sýn
Sun 19/9 kl. 20:00 Aukasýn Fim 7/10 kl. 20:00 7.sýn
Atriði úr sýningum, opnar æfingar, skoðuna
rerðir,tónlist , heitar vöfflur,
tæknifikt, búningamátun, óvæntar uppákom
ur ofl.. Skoppa og Skrítla mæta,
trúðarnir skemmta og NýDönsk og Sniglaba
ndið spila.
Opiðhús á sunnudag
– allir velkomnir
Leikhúsið að springa af lífi kl 13-16
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Gauragangur - sýningar hefjast 3. sept
Gauragangur (Stóra svið)
Fös 3/9 kl. 20:00 1.k Fös 10/9 kl. 20:00 3.k Fös 17/9 kl. 20:00 5.k
Lau 4/9 kl. 20:00 2.k Lau 11/9 kl. 20:00 4.k
Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk
Harry og Heimir (Litla sviðið)
Fim 9/9 kl. 20:00 1.k Fim 16/9 kl. 20:00 3.k Fös 24/9 kl. 20:00 5.k
Sun 12/9 kl. 20:00 2.k Sun 19/9 kl. 20:00 4.k Lau 25/9 kl. 20:00 6.k
Einnig sýnt á Akureyri í nóvember
Enron (Stóra svið)
Mið 22/9 kl. 20:00 Fors Fös 24/9 kl. 20:00 2.k Fim 30/9 kl. 20:00 4.k
Fim 23/9 kl. 20:00 Frums Lau 25/9 kl. 20:00 3.k Fös 1/10 kl. 20:00 5.k
Stórsýning um brjálæðislegt dramb og fall
Horn á höfði (Litla svið)
Lau 18/9 kl. 14:00 1.k Lau 25/9 kl. 14:00 3.k
Sun 19/9 kl. 14:00 2.k Sun 26/9 kl. 14:00 4.k
Gríman: Barnasýning ársins 2010!
Villidýr / Pólitík eftir Ricky Gervais (Litla svið)
Fös 17/9 kl. 20:00 1.k Fim 23/9 kl. 20:00 3.k
Lau 18/9 kl. 20:00 2.k Sun 26/9 kl. 20:00 4.k
Gróft gaman flutt af mikilli snilld, PBB Fbl
Lei
khú
sko
rtið
201
0/2
011
www
.leikh
usid.i
s I
Gildir
ágúst
2010
til j
Lei
khú
sko
rtið
201
0/2
011
OPIÐ
KO
www
.leikh
usid.i
s I mi
dasal
a@le
ikhus
id.is I
s
Lei
khú
sko
rtið
201
0/2
011
www
.leikh
usid.i
s I mi
d
ÞJÓÐLEIKHÚSI
SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS
Ð
Fíasól (Kúlan)
Lau 4/9 kl. 13:00 Sun 12/9 kl. 13:00 Sun 19/9 kl. 13:00
Lau 4/9 kl. 15:00 Sun 12/9 kl. 15:00 Sun 19/9 kl. 15:00
Lau 11/9 kl. 13:00 Lau 18/9 kl. 13:00
Lau 11/9 kl. 15:00 Lau 18/9 kl. 15:00
50 sýningar fyrir fullu húsi á síðasta leikári!
Hænuungarnir (Kassinn)
Fös 10/9 kl. 20:00 Fös 17/9 kl. 20:00 Fös 24/9 kl. 20:00
Lau 11/9 kl. 20:00 Lau 18/9 kl. 20:00 Lau 25/9 kl. 20:00
Sun 12/9 kl. 20:00 Sun 19/9 kl. 20:00 Sun 26/9 kl. 20:00
Fim 16/9 kl. 20:00 Fim 23/9 kl. 20:00
5 stjörnur Fbl. 5 stjörnur Mbl.
Íslandsklukkan (Stóra sviðið)
Fim 9/9 kl. 19:00 Sun 19/9 kl. 19:00 Fös 1/10 kl. 19:00
Fös 10/9 kl. 19:00 Fös 24/9 kl. 19:00 Lau 2/10 kl. 19:00
Lau 18/9 kl. 19:00 Lau 25/9 kl. 19:00
Leikhúsveisla sem allir verða að upplifa! Sýningarnar hefjast kl. 19:00
Hamskiptin (Stóra sviðið)
Fös 27/8 kl. 20:00 Fim 2/9 kl. 20:00 Sun 12/9 kl. 20:00 Síðasta
sýn.
Lau 28/8 kl. 20:00 Fös 3/9 kl. 20:00
Sun 29/8 kl. 20:00 Lau 11/9 kl. 20:00
Rómuð sýning Vesturports í Þjóðleikhúsinu. Aðeins þessar sýningar.
Nígeríusvindlið (Kassinn)
Fös 27/8 kl. 20:00 Lau 4/9 kl. 20:00
Lau 28/8 kl. 20:00 Sun 5/9 kl. 20:00
Aðeins sýnt til 5. september!Írska stórsveitin U2 hélt sína fyrstu tónleika í Rússlandi
á miðvikudaginn og stóð rússneska lögreglan í ströngu
meðan á tónleikunum stóð.
Lögreglan handtók sjálfboðaliða frá mannréttinda-
samtökunum Amnesty International áður en tónleikarn-
ir hófust. Talsmaður lögreglunnar sagði að fólkið hefði
ekki haft leyfi til að dreifa bæklingum fyrir utan viðburð-
inn. Yfirmaður mannréttindasamtakanna í Moskvu sagði
að umboðsmenn U2 hefðu fullvissað þau um að öll leyfi
fyrir þessu lægju fyrir. Amnesty International hefur
fylgt U2 eftir á Evróputúrnum og kynnt starfsemi sína.
Samtökin hafa hvergi lent í veseni vegna þess fyrr en í
Rússlandi, ekkert var samt gert öðruvísi þar.
Samkvæmt fréttamiðlinum AFP rak lögreglan sjálf-
boðaliða frá góðgerðarsamtökum U2, ONE-baráttunni
gegn AIDS, út af Luzhniki-leikvanginum í Moskvu þar
sem tónleikarnir fóru fram. Tjöld sem Greenpeace-
samtökin í Rússlandi höfðu sett upp voru einnig tekin
niður. Samtökin máttu ekki safna undirskriftum og tala
við fólk. Hljómsveitin hafði gefið þeim leyfi til að koma
málefnum sínum á framfæri á staðnum.
Á tónleikunum bauð Bono rússneska rokkaranum og
andófsmanninum Yuri Shevchuk að taka „Knockin on
Heaven’s Door“ með sér á sviðinu og sagði hann frábær-
an mann. Síðastliðinn sunnudag kom Shevchuk fram á
ólöglegum tónleikum í miðborg Moskvu til að mótmæla
fyrirætlunum um að leggja hraðbraut í gegnum skóg-
lendi.
Það hefur ekki allt gengið eins og í sögu upp á síðkast-
ið hjá U2 því yfirvöld á Spáni sektuðu hljómsveitina fyrir
að spila of hátt og of lengi á tónleikum þeirra í Barcelona
á síðasta ári, en U2 kom þar fram á 360-tónleikatúrnum.
Þeir eru sektaðir um 14.723 pund fyrir að fara yfir há-
vaðamörk og spila fram yfir miðnætti.
Stillir til friðar Bono blessar mannfjöldann í hellirign-
ingu á tónleikunum í Rússlandi í vikunni.
Lögreglan stórtæk
á tónleikum U2
Reuters
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Akureyrarvaka er orðin fastur liður í
lífi íbúa höfuðstaðar Norðurlands og
nærsveitunga síðustu helgina í
ágúst, í tilefni afmælis bæjarins. Nú
ber hann upp á sunnudag en hátíða-
höldin, þessi „menningarnótt“ norð-
anmanna standa frá föstudegi til
sunnudags í þetta skipti.
Akureyri verður 149 ára á sunnu-
daginn en flestir eru á því að hún
beri aldurinn vel; sé ungleg, fjörug
og síbrosandi. Það er a.m.k. örugg-
lega skoðun íbúanna!
Akureyrarvakan er óvenju glæsi-
leg að þessu sinni enda verður menn-
ingarhúsið Hof vígt á morgun.
Upptaktur að vígslu Hofs verður í
kvöld þegar tónlistarkonan Lay Low
kemur þar fram ásamt fjölda ey-
firskra músíkanta á öllum aldri á
tvennum tónleikum þar sem lögð
verður áhersla á eyfirsk skáld og
gamlar perlur.
Setning Akureyrarvöku verður í
Lystigarðinum í kvöld, hefst kl. 20,
og þar er lofað rómantískri stemn-
ingu. Bærinn iðar svo af lífi fram á
nótt: boðið er upp á söng og dans í
Lystigarðinum auk þess sem ýmsar
verur eru sagðar bregða á leik.
Hefð er orðin fyrir því að ljós eru
slökkt í Innbænum seint á föstudags-
kvöldi þessa helgi og draugalegt um
að litast, á meðan svonefnd Drauga-
slóð stendur yfir. Fólk safnast saman
við Minjasafnið, sem stendur fyrir
samkomunni, og gengið verður út að
Samkomuhúsi í myrkrinu. Aldrei að
vita hvað gerist þá!
Til að kóróna kvöldið verður
hljómsveitin Myrká (alveg satt!) með
tónleika í Rýminu frá miðnætti og að
þeim loknum verður enn draugalegt
þar fyrir utan og gjörningahópurinn
Orkidea á sveimi.
Þétt dagskrá er í boði allan morg-
undaginn; myndlist og tónlist af
ýmsu tagi fyrir alla aldurshópa,
íþróttir, flugdrekahátíð og ljós-
myndasýningar svo eitthvað sé
nefnt.
Vígsluathöfn Hofs verður kl. 16 og
opið hús fyrir almenning frá kl. 21 til
1 eftir miðnætti. Auk vígslu Hofs má
gera ráð fyrir að hápunktur helg-
arinnar verði samkoma í Listagilinu
sem hefst kl. 21 annað kvöld: Bryn-
dís Ásmundsdóttir leik- og söng-
kona, sem verður við stjórnvölinn
kallar það „taumlaust karnival“ enda
kemur þar fram mikill fjöldi lista-
manna.
Á Græna hattinum verður tónlist-
arhátíð í samstarfi við Iceland
Airwaves og vert er að vekja athygli
á atriði kl. 23.30 við Hof. Þangað eru
bæjarbúar hvattir til að flykkjast þar
sem Kristján Ingimarsson leikari,
„Byltingarhetjan KINGIMARS fær
bæjarbúa til að stoða sig við að yf-
irtaka menningarhúsið og leysa
slaufuna sem bundin verður um hús-
ið,“ eins og segir í kynningu. Á
sunnudagsmorgun verður dagskrá
fyrir börn í Hofi, pönktónleikar í
Sundlaug Akureyrar síðdegis en
segja má að Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands og píanóleikarinn Vík-
ingur Heiðar Ólafsson slái botninn í
Akureyrarvöku á sunnudaginn, á há-
tíðartónleikum SN.
Draugaslóð Margar kynjaverur eru jafnan á ferli í Innbænum á föstudags-
kvöldi Akureyrarvökunnar. Þessar voru þar í hitteðfyrra.
„Taumlaust karnival“ í
höfuðstað Norðurlands
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Nóg pláss Gera má ráð fyrir fjölmenni í Kaupvangsstræti annað kvöld eins og þegar þar fóru fram óperutónleikar
Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á Akureyrarvöku fyrir fjórum árum.
www.visitakureyri.is
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn