Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 32
32 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010
✝ Ævar HeiðarJónsson fæddist á
Akureyri 4. ágúst
1945. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 19. ágúst 2010.
Foreldrar hans
voru Hólmfríður
Guðnadóttir, f. 9.
mars 1907, d. 2. febr-
úar 1984 og Jón Þór-
arinsson, f. 26. febr-
úar 1907, d. 19.
desember 1991.
Systkini Ævars eru:
Þórarinn, fæddur 14.
ágúst 1931, dáinn 8. júlí 1951.
Guðný Halla, f. 16. mars 1933, d. 14.
apríl 2003. Þráinn, f. 23. ágúst 1935,
d. 22. febrúar 2006. Herdís Guðrún,
f. 15. maí 1938. Þórey Jarþrúður, f.
14. júní 1940. Guðni Örn, f. 14 febr-
úar 1943, d. 1.10. 1997. Sæbjörn, f.
6. nóvember 1949.
Ævar kvæntist 31. desember 1967
eftirlifandi eiginkonu sinni, Helgu
Jóhannsdóttur, f. 17. júlí 1947. Börn
Ævars og Helgu eru: 1) Jóhann Val-
ur Ævarsson, f. 4.
september 1968, sam-
býliskona Jóna Ragú-
els Gunnarsdóttir, f.
22. október 1971.
Börn þeirra Arnar, f.
1988, Helga, f. 1994,
Elva Hrund, f. 1995 og
Atli Fannar, f. 2004. 2)
Halla Sif Ævarsdóttir,
f. 14. febrúar 1974,
sambýlismaður Sverr-
ir Guðmundsson, f. 10.
júní 1972. Synir
þeirra eru Sindri, f.
1994 og Sölvi, f. 2000.
Ævar ólst upp í Fjólugötu á Ak-
ureyri. Hann lauk námi frá Iðnskól-
anum á Akureyri sem múrari og
vann við þá iðn alla sína tíð. Síðustu
árin rak hann sitt eigið fyrirtæki í
samvinnu við Pétur Sigurðsson.
Ævar var mikill íþróttamaður á
yngri árum. Hann var Þórsari af lífi
og sál.
Útför Ævars fer fram 27. ágúst
2010 frá Akureyrarkirkju og hefst
athöfnin kl. 13.30.
Það er með mikilli sorg sem ég
skrifa kveðjuorð um Ævar Jónsson,
móðurbróður minn sem látinn er
langt fyrir aldur fram eftir erfið
veikindi. Í huga mér hefur Ævar
alltaf verið svolítill uppáhalds-
frændi. Við strákarnir litum ávallt
upp til hans og var hann okkur ætíð
góð fyrirmynd. Tengslin voru líka
mikil því alltaf hafa fjölskyldur okk-
ar verið nánar og ófáar voru ferð-
irnar í kaffi til Ævars og Helgu,
hvort sem var á heimili þeirra eða í
sumarbústaðinn, Heiðarbæ. Ævin-
lega var mikið hlegið og hafði Ævar
sérstakt lag á að gera grín að sjálf-
um sér og „óförum“ þeirra hjóna.
Ævar var hafsjór fróðleiks um allt
sem tengdist fjölskyldunni. Hann
var ættrækinn mjög og var sá sem
hélt utan um ættartölu fjölskyld-
unnar eftir að afi dó. Hann þekkti
vel til forfeðranna, kunni allar sög-
urnar og geymdi hjá sér ótrúlegt
magn af vísum, sögum og ýmsum
mismikilvægum upplýsingum
tengdum fjölskyldunni. Það var æv-
inlega gaman að heyra frásögur
hans sem gjarnan voru skreyttar
kímni og vísum.
Við Bára vorum svo lánsöm að
hafa Ævar og Helgu hjá okkur um
tíma á meðan hann sótti sér lækn-
ingar í Reykjavík. Þá áttum við sam-
an alveg sérlega skemmtilegan tíma
sem einkenndist af gleði og hlátri.
Við héldum veislur af öllum gerðum
okkur sjálfum til heiðurs á hverju
kvöldi, en að njóta matar hafa þau
hjónin alltaf kunnað. Var mikið
hlegið að því, að eftir 20 ára búskap
okkar Báru gat Helga loksins kennt
henni að brúna kartöflur. Á kvöldin
fórum við svo í ísbíltúra og skoð-
uðum allar helstu perlur borgarinn-
ar. Þetta voru sannkallaðar gæða-
stundir sem við höfum öll
margvitnað í, vika sem verður okkur
ávallt dýrmæt og við geymum minn-
ingar um.
Aðdragandi að kveðjustundinni
var nokkur og erum við Bára afar
þakklát fyrir að hafa átt notalega
stund með Ævari og Helgu á
sjúkrahúsinu í sumar. Jafnvel þá
var stutt í brosið og hláturinn og
sem fyrr hafði hann lag á að sjá
spaugilegu hlutina í lífinu.
Elsku Helga, Jói, Halla og fjöl-
skyldur, ykkar missir er mikill og
tilfinningarnar sárar. Það er hins
vegar gott til þess að vita að þær
tilfinningar sem við göngum í gegn-
um nú eru sprottnar af kærleika,
ást og söknuði til þess sem var. Við
biðjum algóðan Guð um að veita
ykkur styrk á þessari erfiðu
stundu. Minningin um hlýjan, ást-
ríkan og sérlega skemmtilegan
mann mun lifa með okkur um
ókomna tíð.
Ómar Þór, Bára og synir.
Tæplega fjörutíu ár síðan við
kynntumst, alltaf jafn góð og hlý
vinátta. Virðing, væntumþykja,
umhyggja. Börnin okkar kærir vin-
ir. Skemmtileg jólaboð, allir hlakka
til, eru svo glaðir. Sagðar sögur,
sannar og lagaðar til. Borðaður
góður matur. Velst um af hlátri.
Allir búnir að borða yfir sig. Samt
haldið áfram að borða. Spilin tekin
upp og spilað fram eftir nóttu. Allir
með. Fleiri boð, alltaf jafn
skemmtilegt.
Fjölskyldurnar stækkuðu og
urðu eldri. Boðin urðu strjálli. En
alltaf kemur glampi í augun þegar
þau eru rifjuð upp. Ekki er langt
síðan við vorum að tala um hvað
yrði nú gaman ef við myndum snara
í eitt. Hver veit. Alla vega vitum við
að vinur okkar Ævar yrði með okk-
ur. Sæti við endann. Ævar og
Helga, Helga og Ævar, þau voru
eitt. Við sem fylgdum erum heppin.
Heppin að hafa fengið að kynnast
jafn góðum manni og Ævari. Hann
var sannur vinur. Hlýjar kveðjur
frá Höllu Báru og Gunnari. Við
kveðjum kæran vin.
Elsa og Gestur.
Kveðja frá Íþróttafélaginu Þór
Mikill félagi og vinur hefur verið
kallaður af leikvangi lífsins. Ævar
Heiðar Jónsson, heiðursfélagi
Íþróttafélagsins Þórs, er látinn eftir
erfið veikindi 65 ára að aldri, og
verður lagður til hinstu hvílu í dag.
Ævar Jónsson ólst upp á Oddeyr-
inni sem var vagga Íþróttafélagsins
Þórs og hóf snemma iðkun íþrótta.
Sem krakki lagði hann stund á nær
allar íþróttagreinar sem í boði voru
en þekktastur varð hann fyrir iðkun
knattspyrnu og körfubolta. Sam-
hliða því að leika með meistara-
flokkum Þórs í knattspyrnu, körfu-
bolta sem og ÍBA í knattspyrnu tók
hann virkan þátt í stjórnum Þórs.
Ævar sat um árabil sem formaður
körfuknattleiksdeildar auk þess
sem hann sat í aðalstjórn Þórs um
árabil á 7. og 8. áratug seinustu ald-
ar. Auk þess að vera félagsmála-
maður mikill og íþróttamaður tók
Ævar mjög virkan þátt í margvís-
legu starfi innan félagsins. Þegar
Þór flutti í Glerárhverfið og hóf upp-
byggingu á félagssvæðinu lá Ævar
ekki á liði sínu. Ævar var iðnmennt-
aður í múrverki svo þegar kom að
uppsteypu, flísalögnum og öðrum
tilheyrandi verkum sem eru í verka-
hring múrara kom sér vel fyrir fé-
lagið að hafa menn eins og Ævar.
Ævar var mikill áhugamaður um
sögu Þórs og á undanförnum árum
lagði hann mikla vinnu í að flokka
gamlar myndir úr starfi Þórs og að-
stoða við að nafngreina fólk á þeim
og flokka eftir atburðum. Var hann
búinn að flokka mikið magn mynda,
myndir sem margar hverjar voru
mun eldri en hann sjálfur. Við þá
vinnu nýtti hann sér það til hins ýtr-
asta að leita til sér eldri manna sem
þekktu sitt samtíðarfólk.
Allar götur frá árinu 1993 eða í
hartnær 17 ár hefur stór hópur
manna hist á föstudagsmorgnum í
kaffi í Hamri og var Ævar einn
þeirra sem hafa verið fastagestir
allt frá upphafi. Ævar og góðvinur
hans og vinnufélagi í áratugi, Pétur
eða Dresi eins og hann er alltaf kall-
aður, létu sig nánast aldrei vanta.
Ævar og félagi hans áttu föst sæti
við kaffiborðið og það datt ekki
nokkrum manni í hug að taka þeirra
sæti nema ljóst væri að þeir kæmust
ekki. Strax við fráfall Ævars var lát-
ið lifa kertaljós við sæti hans í föstu-
dagskaffinu honum til heiðurs.
Ævar hafði um tíma átt við erfið
veikindi að stríða og háði hetjulega
baráttu en eins og svo oft áður þeg-
ar slíka gesti ber að garði verður
eitthvað undan að láta.
Spor Ævars Jónssonar liggja víða
í sögu Þórs. Ævari hafði verið veitt
bæði silfur- og gullmerki félagsins
og hinn 27. apríl 2010 var hann á
fundi aðalstjórnar Þórs kjörinn
heiðursfélagi. Ævar var afar vel að
því kominn. Ævar var mikill Þórs-
ari, hann bar ætíð hag félagsins
mjög fyrir brjósti, allt til hinstu
stundar. Íþróttafélagið Þór hefur
misst einn sinn mætasta son og vill
nú þegar komið er að leiðarlokum
þakka honum af alhug fyrir þau
miklu störf sem hann innti af hendi í
þágu félagsins. Íþróttafélagið Þór
sendir eiginkonu Ævars, Helgu Jó-
hannsdóttur, börnum sem og öðrum
ástvinum innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hver minning er sem dýrmæt
perla.
Blessuð sé minning Ævars Jóns-
sonar, hvíli hann í friði.
Sigfús Ólafur Helgason, for-
maður Íþróttafélagsins Þórs.
Ævar Heiðar
Jónsson
✝ Bjarndís Bjarna-dóttir fæddist 16.
júlí 1927 í Reykjavík.
Hún lést 20. ágúst sl.
Bjarndís var dóttir
hjónanna Camillu
Jónsdóttur, f. 24. des-
ember 1900, d. 24.
janúar 1947 og
Bjarna Ólafssonar, f.
17. maí 1892, d. 5. júlí
1927. Systkin hennar
eru Bryndís Bjarna-
son, f. 11. febrúar
1926, Hörður Bjarna-
son, f. 1920, d. 29.
janúar 2001, sammæðra eru Helga
Ólafsdóttir, f. 14. ágúst 1940 og
Jón Ólafsson, f. 1. júlí 1942 en
seinni eiginmaður Camillu var
Ólafur B. J. Guðjónsson, f. 26. febr-
úar 1893, d. 23. nóvember 1970.
Eiginmaður Bjarndísar var Ey-
vindur Ólafsson, f. í Reykjavík 1.
apríl 1926, d. 25. apríl 1996, þeirra
börn eru Ólafur Eyvindsson, f. 3.
september 1951, d. 3. nóvember
1965. Brynjólfur Eyvindsson, f. 8.
desember 1953, kvæntist Ástu
Ingvarsdóttir, f. 4. nóvember 1955,
d. 13. mars 2008, þeirra börn eru
Auður Brynjólfs-
dóttir, Inga Lillý
Brynjólfsdóttir og
Bjarni Brynjólfsson.
Sambýliskona Brynj-
ólfs er Soffía Arn-
ardóttir. Bjarni Ey-
vindsson, kvæntur
Bergljótu Erlu Ingv-
arsdóttur, þeirra
dóttir er Ásta Bjarnd-
ís Bjarnadóttir og
fósturdóttir Bjarna,
dóttir Bergljótar, er
Steinunn G. Mark-
úsdóttir. Camilla Ása
Eyvindsdóttir, gift Pétri Ólafi Pét-
urssyni, börn Camillu og fóstur-
börn Péturs eru Ólafur Ingi Heið-
arsson og Ásta Camilla Harðar-
dóttir, dóttir Péturs Óla er
Svanhildur Sigríður. Barnabörn
Bjarndísar eru 7 og barnabarna-
börnin eru orðin 5. Bjarndís vann
nokkur ár hjá Morgunblaðinu,
sinnti húsmóðurstörfum og stund-
aði verslunarstörf eftir að börnin
uxu úr grasi.
Útför Bjarndísar fer fram í dag,
27. ágúst 2010, frá Digraneskirkju
kl. 13.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þín dóttir,
Camilla.
Mig langar í nokkrum línum að
minnast hennar Bæju tengdamóður
minnar. Okkar kynni hófust á því að
ég og Camilla dóttir hennar fórum að
rugla saman reytum en þar sem
Bæja var búsett á Spáni þá varð okk-
ar fyrsta samtal í gegnum sæstreng.
Vitanlega vildi hún vita allt um þenn-
an fáráð sem var að gera hosur sínar
grænar fyrir dóttur hennar. Upp frá
þessu samtali urðum við Bæja bestu
vinir og var það töluverður léttir fyrir
mig vegna þess að synir hennar Binni
og Bjarni höfðu strítt mér á því að ég
ætti ekki von á góðu frá þeirri gömlu.
Bæja var ákaflega hreinskilin kona
og lét engan eiga neitt hjá sér ef
henni fannst hallað á sig eða sína og
hefði sómt sér vel í lúkarsspjalli á
hvaða síldardalli sem væri, enda
Vestfirðingur í húð og hár. Ekki
lækkaði ég í áliti hjá henni þegar við
buðum henni í skötu og hákarl. Eftir
að Bæja fluttist aftur til Íslands bjó
hún hjá okkur um árabil og var þá oft
kátt í Bakkastöðunum því það var
ákaflega auðvelt að fá hana til að
hlæja. Það var ósjaldan að við sátum
á síðkvöldum spjallandi um liðna
tíma, Vestfirði og snjóalög því Bæja
var mikil skíðakona á sínum yngri ár-
um. Þá bera einkunnaspjöld hennar
úr Barnaskóla Ísafjarðar þess merki
að hún hafi verið einkar góður náms-
maður, margfalt betri en hún vildi
sjálf viðurkenna. Einnig var Bæja
listræn, hafði fallega rithönd og ákaf-
lega fær teiknari.
Oft þegar við sátum að spjalli og ég
tók upp neftóbaksdósirnar og fékk
mér í nefið þá kom ræðan: „Þú ert al-
veg eins og Binni frændi, hann tók
alltaf í nefið.“ Sagði hún þetta alltaf í
miklum virðingartón af því að Brynj-
ólfur móðurbróðir hennar var víst
mikið hörkutól, stundaði sjómennsku
og var einfættur um áratugaskeið og
var mér ljóst að henni hafði þótt ákaf-
lega vænt um þennan frænda sinn
enda skírði hún næstelsta son sinn
eftir honum. Oft hef ég velt því fyrir
mér hvað það var sem varð til þess að
við Bæja urðum svo miklir mátar.
Hvort það var ég sem var svona gam-
all í hugsun og tali eða Bæja svona
ung í anda er ekki gott að segja. Taka
má fram að slétt 40 ár voru á milli
okkar. Einnig hefur það hvarflað að
mér að ástæðan væri sú að ég ber
sama nafn, að hluta til, og frumburð-
ur hennar sem féll frá aðeins 14 ára,
og var það henni einkar mikið áfall.
Sennilega er það sambland af þessu
öllu hví við náðum svo vel saman.
Það má öllum vera ljóst að Bjarn-
dís skilaði frábæru ævistarfi sem sést
best á afkomendum hennar en þeir
voru hennar líf og yndi.
Minningar um frábæra tengda-
móður munu lifa og gera alla tengda-
mömmubrandara að engu.
Pétur Óli Pétursson.
Elsku amma, ég mun aldrei
gleyma þeim frábæru stundum sem
við áttum saman. Þær munu fylgja
mér alla ævi. Spánarferðirnar eru
mér ofarlega í huga og þegar þú tókst
mig alltaf með þér í bæjarferðir. Ég
gleymi heldur aldrei þegar ég var í
pössun hjá þér og afa og þeim tíma
sem við eyddum saman við að spila.
Mér þykir svo vænt um þig, elsku
amma mín, og ég mun sakna þín sárt.
En tíminn deyfir öll sár og ég veit að
við munum hittast á ný. Hér er fal-
legt ljóð sem er tileinkað þér.
Standið ekki við gröf mína og fellið tár.
Ég er þar ekki.
Ég sef ekki.
Ég er vindurinn sem blæs.
Ég er demanturinn sem glitrar á fönn.
Ég er sólskin á frjósaman akur.
Ég er hin milda vorrigning.
Þegar þú vaknar í morgunkyrrð,
er ég vængjaþytur fuglanna.
Ég er stjarnan sem lýsir á nóttu.
Standið ekki við gröf mína og fellið tár.
Ég er þar ekki, ég lifi.
(Höf. ók.)
Þín,
Ásta Camilla.
Bjarndís
Bjarnadóttir
✝
Elskuleg móðir okkar,
REBEKKA JÓNSDÓTTIR,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði
24. ágúst, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju
laugardaginn 28. ágúst kl. 14.00.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Baldvin Jóhannesson,
Halldór H. Guðmundsson, Þórdís Guðmundsdóttir,
Guðríður G. Guðmundsdóttir, Róbert Mellk,
Friðgerður Guðmundsdóttir.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
JÓHANNS A. GUNNLAUGSSONAR
fyrrv. kaupmanns,
Skúlagötu 40,
Reykjavík.
Ása Jónsdóttir,
Ingi Valur Jóhannsson, Ragnheiður Harðardóttir,
Jón Friðrik Jóhannsson, Guðrún Geirsdóttir,
Gunnlaugur Helgi Jóhannsson, Áslaug Einarsdóttir,
Gunnar Einar Jóhannsson, Linda Björk Bentsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.