Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010 Töðugjöld verða haldin í Viðey á sunnudag nk. Í Viðeyjarstofu verð- ur boðinn vandaður kostur í anda haustsins og uppskera sumarsins verður aðgengileg öllum á græn- metismarkaði. Haldin verður upp- skriftarsamkeppni. Eina skilyrðið er að uppskriftin innihaldi eitthvað sem vex í Viðey, t.d. kartöflur, njóla eða kúmen. Enn er hægt að skrá sig á videy@reykjavik.is. Þá opnar Viðeyingafélagið fé- lagsheimili sitt almenningi svo gestum býðst að sjá þá merku gripi sem félagið á og kaupa kaffihress- ingu. Þórir Stephensen leiðir stað- arskoðun í nágrenni Viðeyjarstofu og Örlygur Hálfdánarson leiðir göngu um austurhluta eyjarinnar. Fjölmargir gestir hafa heimsótt Viðey í góða veðrinu í sumar. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Viðey Margt að gerast um helgina. Töðugjöld í Viðey Framhaldsskólar og grunnskólar á Reykjavíkursvæðinu eru teknir til starfa eftir sumarleyfi og má því búast við þyngri umferð á álags- tímum. Lögreglan mun því kapp- kosta að vera sýnileg á helstu um- ferðaræðum og grípa inn í til aðstoðar þegar þess er þörf. Þá mun lögreglan vera við grunn- skóla í umdæminu til að minna ökumenn á aðgæslu enda margir vegfarendur þar að stíga sín fyrstu spor í umferðinni. Lög- reglan hefur fengið ábendingar um hraðakstur við nokkra grunn- skóla og mun af þeim sökum vera þar með ómerktan bíl við hraða- mælingar, auk hins sýnilega eft- irlits. Þeir ökumenn sem aka of hratt miðað við aðstæður mega búast við sektum. Lögreglan vaktar grunnskólana Árleg kaffisala sumarbúðanna í Kaldárseli fyrir ofan Hafnarfjörð verður haldin á sunnudag nk. kl. 13:00-18:00. Í tilefni af 85 ára af- mæli verður fjölbreytt dagskrá fyr- ir alla fjölskylduna, m.a. hoppkast- alar, andlitsmálun, söngur, ratleikur með verðlaunum og mót- orhjólaprestar koma í heimsókn. Einnig verður farið í sögugöngu undir leiðsögn Þórarins Björns- sonar sem hefst kl. 13:00 og stendur í um klukkustund. Allir eru vel- komnir í Kaldársel. Afmæli Kaldársels Ólína Þor- varðardóttir alþingismaður var kosin for- maður Vestnor- ræna ráðsins á ársfundi þess sem fram fór í Tasilaq í Græn- landi dagana 23.-26. ágúst sl. Ólína sagði í ræðu þegar hún tók við embætt- inu að hún legði höfuðáherslu á að styrkja samstarf landanna í sjávarútvegsmálum. Hún sagðist jafnframt leggja áherslu á að löndin efldu samstarf sitt í menntamálum. Formaður ráðsins er kjörinn til eins árs. Ráðið er samstarfsvett- vangur Alþingis, Landsþings Grænlands og Lögþings Færeyja. Nýr formaður Vest- norræna ráðsins Ólína Þorvarðardóttir STUTT STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Eystri-Rangá varð fyrst laxveiði- ánna til að rjúfa 4.000 laxa múrinn; þegar 55 laxar veiddust á morgun- vaktinni í gær fór veiðin í 4.010 laxa. „Hér hefur verið mjög góð veiði undanfarið, eftir að það kólnaði. Síð- ustu daga hafa veiðst 100 til 200 lax- ar á dag,“ sagði Einar Lúðvíksson umsjónarmaður Eystri-Rangár í gær. Veitt er á 18 stangir í ánni. Fjöldi veiddra lax í Eystri-Rangá nálgast þar með heildarveiðina í fyrra en Einar segir heimtur hafa vera mjög góðar í sumar. Eystri- Rangá er hafbeitará eins og systurá hennar, sú Ytri. „Þetta hefur gengið miklu betur en á horfðist. Fyrst var það eldgosið og svo öskufjúkið. Í júlí gekk veiðin illa á morgnana því askan sem skol- aðist af jöklunum á sólbjörtum dög- um litaði ána á morgnana. Seinni vaktin var því alltaf betri, þegar skolið minnkaði. Veiðin hefur hins- vegar verið mjög flott eftir að það fór að rigna eitthvað hér, þá er eins og askan hafi skolast niður og áin hefur verið góð síðan,“ sagði Einar. Hann segir veiðina vera á því róli sem hann vonaðist eftir. „Nú er þetta í 2% heimtum því sleppt var 200.000 seiðum. Það stefnir því í 3% heimtur áður en yfir lýkur í haust, í 6.000 laxa eða meira.“ 30 laxa dagur í Affallinu Í sumar hefur Einar einnig haft umsjón með Affallinu í Landeyjum, sem er ólíkt minna vatnsfall en Eystri-Rangá en veiðin hefur þó verið ævintýraleg, segir hann. „Þar er veiðin að fara í 600 laxa og heimtur eru komnar í þrjú prósent. Veiðin mun fara yfir 1.000 laxa,“ sagði Einar. Hann sagði sögu af veiðimanni sem fékk 30 laxa í Affall- inu í vikunni og sagðist aldrei hafa séð annað eins. Veitt er á fjórar stangir í Affallinu. 110 cm lax úr Kirkjuhólmakvísl Þessa dagana berast fréttir af hverjum stórlaxinum á fætur öðrum sem veiðimenn ná að hafa hendur á, ekki síst í Laxá í Aðaldal. Áin er um það bil að ná lokatölum síðasta sum- ars. Á svæðum Laxárfélagsins og í Nesi eru stórlaxar sagðir í flestum hyljum. Holl sem lauk veiðum á Nessvæðinu í vikunni var samtals með 40 laxa og þar af voru 102, 104, 106 og 110 cm laxar. Þann síðast- nefnda veiddi Geir Gunnarsson í Kirkjuhólmakvísl. Er það stærsti lax sumarsins, rúm 26 pund sam- kvæmt viðmiðunarkvarða Veiði- málastofnunar. Hópur sem kallar sig Mokveiði- félagið var með tvær stangir og veiddi 14 laxa, alla á bilinu 70 til 85 cm, utan einn, 103 cm hæng sem vó 24 pund er hann var vigtaður í háfn- um. Þorsteinn Frímann Guðmunds- son fékk laxinn á Skrögg-túpu. Stefnir í 6.000 laxa sumar  Þegar hafa veiðst yfir 4.000 laxar í Eystri-Rangá  100 til 200 laxar veiðast þar daglega  600 laxar veiddir í Affallinu  Sannkallaðir stórlaxar í Aðaldalnum Fyrsti 20-pundarinn Þorsteinn Frímann Guðmundsson veiddi þennan 103 cm hæng við Knútsstaði í Laxá í Aðaldal í vikunni. Laxinn vó 24 pund. Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is 4.229 10.749 2.371 2.413 4.004 2.408 1.993 1.622 2.254 1.339 1.117 880 1.430 2.019 1.404 Staðan 25. ágúst 2010 3.116 3.117 3.107 2.739 2.125 1.897 1.468 1.502 1.205 1.434 1.005 1.060 630 805 850 Eystri Rangá (18) Ytri Rangá & Hólsá (20) Þverá + Kjarará (14) Blanda (12) Miðfjarðará (10) Norðurá (14) Selá í Vopnafirði (7) Haffjarðará (6) Langá (12) Grímsá og Tunguá (8) Laxá í Aðaldal (18) Elliðaárnar (6) Laxá í Dölum (6) Víðidalsá (8) Laxá í Kjós (10) Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Lokatölur 2009 Veiðin 18. ágúst 3.955 3.584 3.333 (18. ág.) 2.739 2.724 2.080 1.694 1.660 1.523 1.523 1.164 1.100 1.001 950 930 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ráðgefandi stjórnlagaþing á að hefja störf í febr- úar á næsta ári. Aldrei fyrr hefur verið kosið þing með þessum hætti hér á landi en landið verður eitt kjördæmi í þessum kosningum. Fullyrt hefur ver- ið að frambjóðendur sem búi á höfuð- borgarsvæðinu, séu í sveigjanlegri vinnu, þekktir í þjóðlífinu og ráði yfir miklu fé hafi óeðlilega stórt forskot á aðra, m.a. vegna þess hve tíminn er naumur en kosið verður 27. nóvember. Guðrún Pétursdóttir er formaður stjórnlaga- nefndar sem ætlað er að undirbúa stjórnlagaþing- ið í febrúar. „Allir geta boðið sig sig fram og í lög- unum er hvatt til þess að menn stilli kostnaði vegna kynningarmála sinna í hóf,“ segir Guðrún. „Hið opinbera mun gangast fyrir kynningu á öll- um frambjóðendum. Stjórnlagaþingið gæti staðið í fjóra mánuði en þingmenn eru á fullu þingfar- arkaupi á meðan, sem eru um 520 þúsund á mán- uði. En fólk þarf að fá sig laust úr annarri vinnu, það er rétt. En hvað annað er hægt að gera?“ -En hvað með forskot þekktra og efnaðra ein- staklinga þegar undirbúningstíminn er svona stuttur? „Ef menn teldu sig þurfa meiri tíma mætti ætla að þeir væru komnir á fullt að kynna sig. Það lá ljóst fyrir frá því að frumvarpið var til umfjöllunar að þetta stæði til. Lögin voru samþykkt í júní og þar komu tímarammar fram. En ég held að þetta sé allt í takti við íslenska þjóðarsál. Við erum áhlaupafólk. Sjálf hefði ég kosið að menn mættu ekki kosta neinu til við að kynna sig sjálfir, hefði viljað að hið opinbera tæki að sér alla kynningu. Það hefði verið ávísun á jafn- ari aðstæður, mér finnst tvær milljónir of há fjár- hæð.“ Þingfulltrúar verða minnst 25 en gætu orðið allt að 31. Kjósandi skal merkja við minnst eitt nafn eða fleiri og má að sjálfsögðu velja alls 25. Guðrún segir að nokkur misskilningur hafi ríkt því hafa verði í huga að fara verði eftir núgildandi stjórn- arskrárákvæðum varðandi breytingar á stjórnar- skrá. En verði breytingar á tilhögun endurskoð- unar stjórnarskránni samþykktar í vor og þær verði síðan hluti af nýrri stjórnarskrá geti stjórn- lagaþing verið meira en ráðgefandi í framtíðinni. „Í takti við íslenska þjóðarsál“  Formaður stjórnlaganefndar segir frambjóðendur til þingsins hafa nægan tíma til að kynna sig fyrir kosningar  Telur tveggja milljóna hámark of háa fjárhæð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.