Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 25
Umræðan 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010
Pakistanskur al-
menningur þarf á
manngæsku okkar og
gjafmildi að halda.
Hin þrúgandi þögn
sem lengi vel umlukti
hörmungarnar vegna
ofsaflóðanna í Ind-
usfljótinu er loksins
tekin að rofna, og
fjölmiðlar, almenn-
ingur og ríkisstjórnir
um heim allan hafa lagt við hlust-
ir. Þeir sem hafa sperrt eyrun
kunna að hafa heyrt Ban Ki-Moon,
framkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna, lýsa flóðunum sem
verstu náttúruhamförum sem
hann hafi séð. Mannúðarskrifstofa
sömu stofnunar áætlar að flóðin
hafi valdið meiri skaða en jarð-
skjálftinn á Haítí 2010, jarðskjálft-
inn í Pakistan 2005 og flóðbylgjan
á Indlandshafi 2004 til samans.
Allt að 20 milljónir Pakistana
hafa orðið að flýja heimili sín og
hafast við hvar sem þurrt land er
að finna, sem er óvíða í Ind-
usdalnum: Fimmtungur Pakistans
fór undir vatn þegar hæst stóð.
Sjúkdómar og hungursneyð ógna
öllum, þó sérstaklega milljónum
barna, sem yfirvöld óttast að verði
veik fyrir ef faraldrar breiðast út.
Stórfelldur uppskerubrestur og
gereyðing á heilum þorp-
samfélögum þýðir að jafnvel þegar
flóðin dvína munu milljónir ekki
eiga afturkvæmt til sinna lífshátta.
Sykurreyrsuppskeran í október
þessa árs mun mörgum fjöl-
skyldum ekkert gefa í aðra hönd,
og þær horfa jafnvel fram á að
hafa engar tekjur fyrr en á næstu
uppskerutíð í október 2011 – eftir
fjórtán mánuði. Fróðir
menn á sviði þróun-
araðstoðar spá því að
það gæti tekið fimm
ár eða meira að
byggja upp landið á
nýjan leik eftir vatna-
vextina.
Vissulega hafa orðið
mun færri dauðsföll
hingað til af völdum
flóðanna en í jarð-
skjálftanum hörmu-
lega á Haítí, sem opn-
aði hjörtu og pyngjur
heimsbyggðarinnar
með svo afgerandi hætti í janúar
þessa árs. En það þýðir einfald-
lega að það eru fleiri hrjáðir ein-
staklingar á lífi sem við getum
hjálpað. Því fagna ég ákvörðun ut-
anríkisráðuneytisins 17. ágúst síð-
astliðinn að gefa 23 milljónir
króna til hjálparstarfsins.
En betur má ef duga skal. Pak-
istanar þurfa á okkur öllum að
halda, eins og fjórföldun Al-
þjóðlega Rauða krossins á neyð-
arbeiðni sinni, í 8,2 milljarða
króna, sýnir glöggt.
Í ljósi þess vil ég hvetja al-
menning til að leggja sitt af mörk-
um, hver eftir eigin getu. Vissu-
lega eru þetta erfiðir tímar fyrir
marga á Íslandi, en þó erum við
flestöll svo lánsöm að eiga þak yf-
ir höfuðið og hreint vatn í kran-
anum og við þurfum ekki að óttast
kólerufaraldur í bráð. Þótt fram-
lagið sé ekki nema að drekka vatn
með kvöldmatnum þessa vikuna
og spara aurinn sem annars hefði
farið í drykkjarföng, þá verður
einhvers staðar þakklát pak-
istönsk fjölskylda með sekk af
hrísgrjónum eða tjald fyrir vikið.
Ég vil þá sérstaklega skora á
mína eigin kynslóð, fólk á mennta-
og háskólaaldri, að beisla sköp-
unargleðina og atorkuna til góðra
verka. Nú í skólabyrjun er upp-
lagt að fá nemendafélög eða vina-
hópa til að standa að fjáröflun.
Prófið að halda kökubasar, safna
dósum og flöskum, selja inn á tón-
leika, eða hvað annað sem ykkur
dettur í hug. (Nemendahópur í
skólanum mínum safnaði 440
Bandaríkjadölum fyrir Haítí á ein-
um morgni með því að selja kaffi
og bakkelsi á einn dal stykkið –
það er allt hægt!) Síðast en ekki
síst: Hvetjið vini og fjölskyldu til
að vera með og hafið hátt um mál-
efnið á netinu eins og ykkur ein-
um er lagið! Samvinnan gerir
verkið gleðilegra og skilar meiru
hinum bágstöddu til handa.
Á vef Rauða kross Íslands,
www.rki.is, má millifæra inn á
söfnunarreikning Rauða krossins
til styrktar Pakistönum. Barna-
hjálp SÞ stendur sömuleiðis fyrir
neyðarsöfnun á www.unicef.is/
neydarsofnun. Þeim sem vita af
öðrum góðgerðarsamtökum á Ís-
landi sem standa að söfnun fyrir
Pakistan er bent á að nota Fa-
cebook eða aðra samskiptamiðla
til að vekja athygli á þeim.
Hjálpum Pakistan
Eftir Maríu Helgu
Guðmundsdóttur
María Helga
Guðmundsdóttir
» Pakistanskur al-
menningur þarf á
manngæsku okkar og
gjafmildi að halda.
Leggjum þeim lið, ungir
sem aldnir, hver með
sínum hætti og eftir
sinni getu.
Höfundur er meistaranemi í jarð-
fræði við Stanfordháskóla í Banda-
ríkjunum.
Fyrstu greinar í
blöð og tímarit skrif-
aði ég 1974. Ég er
enn að læra íslensku.
Í skóla hafði ég
marga íslenskukenn-
ara. 3 kenndu mér að
gagni – hefði getað
lært meira af þeim
hefði þroskinn verið
meiri. Þeir voru Er-
lendur Jónsson og
Hjálmar heitinn Ólafsson í gagn-
fræðaskóla og seinna Bjarni heitinn
Einarsson í Vélskólanum. Kennsla
Bjarna var óhefðbundin og jók
áhuga manns á móðurmálinu.
Sem greinahöfundur í Dag-
blaðinu (og DV) um árabil naut ég
leiðsagnar Hauks heitins Helgason-
ar hagfræðings og aðstoðarrit-
stjóra; lærði margt af honum og
lærði jafnframt af vönduðum próf-
arkalestri á þeim bæ. Sem blaða-
maður og ritstjóri hjá Frjálsu
framtaki, Fjölni og Fróða naut ég
leiðbeininga og átti góða samvinnu
við þær stöllur, sem lásu prófark-
irnar af kunnáttu og kostgæfni, ís-
lenskufræðingana Þórunni Hafstein
og Guðlaugu Konráðsdóttur.
Ekkert kemur í stað próf-
arkalesturs. Fáum textahöfundum
tekst að hreinsa eigin texta nægi-
lega vel með yfirlestri. En þrátt
fyrir prófarkalestur verða slys:
Skrár geta víxlast, týnst, skemmst
o.s.frv. Verst er þó þegar einhver,
sem kann minna í íslensku en höf-
undur og prófarkalesari, breytir
texta á síðasta stigi fyrir prentun –
stundum án nokkurs samráðs. Nöt-
urlegast er þegar fyrirsögnum er
breytt án samráðs þannig að þær
missa gildi sem hluti textans.
Ég hef það á tilfinningunni að
sparnaður í rekstri prentmiðla bitni
á prófarkalestri og kvíði afleiðing-
unum sem mér finnst þegar sjáan-
legar, ekki síst á spjallrásum. Leið-
réttingarforrit hjálpa mörgum en
þau þarf að vanda þannig að þeim
sé treystandi. Mér finnst málfar í
útvarpi hafa snarversnað og giska á
að það sé vegna sparnaðar í leið-
sögn/yfirlestri.
Lengi hef ég þýtt tæknitexta og
samið leiðbeiningar. Sumir kvarta
undan meintri orðafæð íslensku við
þýðingu fagmáls. Hlut-
verk þýðanda er að
skila skiljanlegum
texta. Mælikvarði á
gæðin er hve vel text-
inn skilst – en síðan
má deila um málfarið.
Menntun á viðkomandi
tækni- eða fræðasviði
sakar ekki en mér hafa
dugað best einfaldar
reglur til að koma inn-
taki texta til skila:
Í fyrsta lagi nota ég
mælt mál en sleppi slettum.
Í öðru lagi forðast ég nýýrði sem
ekki eru gegnsæ.
Í þriðja lagi reyni ég að forðast
teprulegt málfar (bíll er betra en
bifreið eða bifvél, bolti betra en
knöttur, rör betra en pípa/æð, kúp-
ling skilst betur en tengsli, glussi
betur en þrýstivökvi o.s.frv.).
Kennsla og/eða málhreinsun er
ekki hlutverk þýðanda – til þess
eru íslenskukennarar. Æstum mál-
hreinsunarmönnum má benda á að
orðið „háskóli“ mun vera danska!
Gagnrýnendur, sem hamast gegn
tískubylgjum í málfari yngri kyn-
slóðarinnar, eru á villigötum.
Reynslan sýnir að lítilli hættu staf-
ar úr þeirri átt. Engu er líkara en
að áberandi kverúlantarnir hafi
fæðst gamlir með fullnaðarpróf í
málinu! Hlutverk þýðanda, sem at-
vinnumanns, er að breyta upplýs-
ingum á erlendu máli í skiljanlega
íslensku. Atriði sem stundum
gleymist er að þýðandi þarf að
gæta þess að flytja ekki lagalega
ábyrgð frá framleiðanda yfir á selj-
anda með óheppilegu orðavali, ný-
yrðum eða óljósri meiningu en það
á sérstaklega við tæknilegar leið-
beiningar um samsetningu, notkun
og öryggismál.
Hve lengi mun
íslenskan lifa?
Eftir Leó M.
Jónsson
Leó M. Jónsson
» Víða verður þess
vart að hópur fólks
telji íslensku standa við-
skiptum fyrir þrifum.
Hvenær nær þessi
þrýstihópur markmiði
sínu?
Höfundur er iðnaðar- og
vélatæknifræðingur.
Því miður hefur
ekki tekist að viðhalda
þeim góða árangri,
sem náðist fyrir um
15 árum hérlendis,
þegar ástand tanna
barna og unglinga
batnaði um 75% á 10
árum og varð álíka
gott og jafnaldra
þeirra á hinum Norð-
urlöndunum.
Ég tel að eitt af þeim atriðum
sem bæta mundi tannheilsu barna
og unglinga hérlendis, sé að öll
börn hafi sinn ábyrgðartannlækni
sem sér um að kalla þau inn til
reglubundins eftirlits og lagfær-
ingar á tönnum sínum með árs eða
hálfs árs millibili eftir þörfum hvers
og eins, eins og gert er á hinum
Norðurlöndunum. Þetta var prófað
á vegum Tannverndarráðs fyrir um
20 árum í nágrannabyggðum
Reykjavíkur en tókst því miður
ekki fullkomlega, aðallega vegna
þess að sumir tannlæknar treystu
sér ekki til að kalla til sín skóla-
börnin nema hið op-
inbera greiddi kostn-
aðinn og meðhöndlunin
yrði börnunum að
kostnaðarlausu.
Samkvæmt rann-
sóknum hafa íslensk
börn nú um tvöfalt
fleiri skemmdar tennur
en jafnaldrar þeirra á
hinum Norðurlönd-
unum. En þrátt fyrir
tímabundna erfiðleika
megum við ekki skila
Íslendingum framtíðarinnar með
skörðóttar tennur.
Tennur skóla-
barna hérlendis
Eftir Magnús R.
Gíslason
Magnús R. Gíslason
» Samkvæmt rann-
sóknum hafa íslensk
börn nú um tvöfalt fleiri
skemmdar tennur en
jafnaldrar þeirra á hin-
um Norðurlöndunum.
Höfundur er fyrrverandi yfirtann-
læknir og deildarstjóri í heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytinu.
Þau tíðindi bárust
með sumarblænum að
ríkisstjórnin væri að
leggja á ráðin um að
hækka virðisaukaskatt
á bækur og aðra menn-
ingartengda starfsemi.
Slík tíðindi láta illa í
eyrum. Það er sama
hvernig við horfum á
málið – það er óeðlilegt
að skattleggja tungu-
mál okkar. Það er óeðlilegt að skatt-
leggja bókmenntir sem berjast fyrir
tilveru sinni ár frá ári í litlu landi.
Hærri skattar efla ekki menningar-
starfsemi heldur þvert á móti veikja
hana. Það má vel vera að ríkiskass-
inn fitni um nokkur kíló til skamms
tíma en það yrði bara stundargróði.
Baklandið brynni furðu hratt og á
endanum myndum við ekki bara
segja færri og færri orð heldur
skrifa og gefa út færri og færri bæk-
ur. Þetta er heimskulegasta hug-
mynd sem hægt er að láta sér detta í
hug, hvað þá framkvæma.
Ísland er lítið land. Það er stað-
reynd sem allir vita en margir
gleyma, ekki bara bankamenn. Við
þurfum að verja málsvæði okkar.
Við erum alltaf í vörn gagnvart
ágangi sjávar og yfirgangi annarra
tungumála. Bretar skattleggja ekki
bækur og tala þeir þó tungu sem
flyst auðveldlega á milli heimsálfa.
Það gerir okkar tunga ekki í alveg
sama mæli. Því væri nær að verja
hana með ráðum og dáð. Það getum
við gert með ýmsum hætti, en fyrsta
skref er að láta af þeirri fólskulegu
árás sem felst í því að skattleggja
bækur enn frekar. Ég trúi ekki að
jafn menningarlega sinnaður
menntamálaráðherra
og við eigum í dag láti
þetta yfir sig ganga.
Skamm, Steingrímur,
að sýna þá skammsýni
að láta þessa hugmynd
sleppa út í sumarblíð-
una, þó svo skömminni
sé komið á AGS. Nema
það sé gömul erfðasynd
Indriða H. Skal ekki
segja. Hann er nefni-
lega óþægilega hug-
myndaríkur þegar
kemur að skattpíningu.
Fólk stendur ef til vill í þeirri trú
að bækur séu sjálfsagðar á Íslandi.
Það er hættulegur misskilningur,
sem ef til vill ræðst af óskhyggju, en
nú eru blikur á lofti. Viljum við efla
menningu á Íslandi með því að halda
úti bókaútgáfu? Hvernig höldum við
tungumálinu án bóka?
Katrín, það verður Kata-strófa af
stærri gerðinni ef tungumálið verð-
ur pínt með aukinni skattlagningu
bóka. Ætlarðu að láta það gerast á
þinni vakt? Er ekki betra að eiga 7%
í einhverju heldur en 100% í engu?
Kata-strófa í
menningarmálum
Eftir Helga
Jónsson » Það er sama hvernig
við horfum á málið –
það er óeðlilegt að
skattleggja tungumál
okkar.
Helgi Jónsson
Höfundur er rithöfundur
og bókaútgefandi.
Morgunblaðið birtir alla út-
gáfudaga aðsendar umræðugrein-
ar frá lesendum. Blaðið áskilur
sér rétt til að hafna greinum,
stytta texta í samráði við höfunda
og ákveða hvort grein birtist í um-
ræðunni, í bréfum til blaðsins eða
á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki
greinar, sem eru skrifaðar fyrst
og fremst til að kynna starfsemi
einstakra stofnana, fyrirtækja
eða samtaka eða til að kynna við-
burði, svo sem fundi og ráð-
stefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Formið er undir liðnum
„Senda inn efni“ ofarlega á for-
síðu mbl.is. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/senda-
grein
Ekki er lengur tekið við grein-
um sem sendar eru í tölvupósti.
Í fyrsta skipti sem formið er
notað þarf notandinn að nýskrá
sig inn í kerfið, en næst þegar
kerfið er notað er nóg að slá inn
netfang og lykilorð og er þá not-
andasvæðið virkt.
Ekki er hægt að senda inn
lengri grein en sem nemur þeirri
hámarkslengd sem gefin er upp
fyrir hvern efnisþátt en boðið er
upp á birtingu lengri greina á
vefnum.
Nánari upplýsingar gefur
starfsfólk greinadeildar.
Móttaka aðsendra greina