Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010
SÝND Í KRINGLUNNI
SPARBÍÓ 950 krkr á allar sýningar merktar með grænu
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
7
Ef þú fílar So You Think You Can Dance
þá áttu eftir að ELSKA STEP UP
Twitch ásamt
öðrum dönsurum
úr So You Think
You Can Dance
sýna hæfileikana
sýna í nýjustu og
bestu Step Up
myndinni til þessa
og nú í 3D
BESTA DANSMYND SEM GERÐ HEFUR
VERIÐ SÍÐAN DIRTY DANCING VAR OG HÉT...
STEP UP 3 - 3D kl.3:203D -5:403D -83D -10:203D 7 LETTERS TO JULIET kl.5:50-8-10:20 L
HUNDAR OG KETTIR 2 - 3D m. ísl. tali kl.43D -63D L THE SORCERERS APPRENTICE kl.8 -10:20 7
HUNDAR OG KETTIR 2 m. ísl. tali kl.4 L SHREK: FOREVER AFTER m. ísl. tali kl.4 -6 L
INCEPTION kl.7 -8-10 12 LEIKFANGASAGA 3 m. ísl. tali kl. 4:20 L
INCEPTION kl.4 -7-10 VIP-LÚXUS
/ ÁLFABAKKA /
STEP UP 3 - 3D kl. 5:403D -83D -10:203D 7
LETTERS TO JULIET kl. 8 L
HUNDAR OG KETTIR 2 - 3D m. ísl. tali kl. 43D - 63D L
THE LAST AIRBENDER kl. 5:50-10:50
The Human Centipede(First Sequence) er við-bjóðsleg hryllingsmynd.En hún er líka hlægileg og
spaugið af allra dekkstu tegund. Í
myndinni leikur handritshöfundur
og leikstjóri myndarinnar, Tom Six,
sér að þekktum stefum hryllings-
myndanna og gengur afar langt í
hryllingi og viðbjóði. Þeir sem
kunna að meta slíkar myndir (Saw
og Hostel falla t.d. í sama flokk)
munu án efa fagna The Human
Centipede. Þeir sem lítt eru hrifnir
af slíkum myndum munu halda sig
heima. Eftir að hafa setið undir
hryllingnum í 92 mínútur velti und-
irritaður því fyrir sér af hverju í
ósköpunum menn væru að gera
svona myndir. Hér er verið að
pynta fólk, halda því föngnu, fremja
á því skurðaðgerðir og þannig
mætti áfram halda. En slíkur hryll-
ingur er ekki skáldskapurinn einn,
eins og aðalleikari myndarinnar,
Dieter Laser, benti á í viðtali við
Morgunblaðið í vikunni. Nasistar
gerðu jú tilraunir á gyðingum í út-
rýmingarbúðum svo hryllilegar að
best er að lýsa þeim ekki frekar.
Enda sagði Laser að Engill dauð-
ans, læknirinn Joseph Mengele,
væri fyrirmyndin í túlkun hans á að-
alpersónunni, Dr. Heiter, illmenni
sem er álíka skelfilegt og Hannibal
Lecter.
Myndin segir af tveimur banda-
rískum stúlkum um tvítugt sem eru
á ferðalagi um Evrópu, staddar í
Þýskalandi. Þær eru á leið í teiti
eina sem sætur þjónn bauð þeim í.
Önnur stúlkan tekur að sér að finna
leiðina í teitina en ekki fer betur en
svo að þær villast og enda úti í
skógi. Það springur á bílaleigu-
bílnum, þær kunna að sjálfsögðu
ekki að skipta um dekk og ná ekki
farsímasambandi. Þær taka því þá
kolvitlausu ákvörðun að halda inn í
skóg í leit að hjálp. Eftir langa
göngu átta þær sig á því að ógjörn-
ingur er að finna bílinn aftur en þá
sjá þær ljóstíru í fjarska og ganga í
áttina að ljósinu, að húsi í miðjum
skóginum. Þar kemur til dyra
skuggalegur maður, Dr. Heiter,
sem býður þeim inn og býðst til að
hringja í viðgerðarþjónustu. Hann
gerir það auðvitað ekki, byrlar þeim
ólyfjan og bindur við sjúkrarúm í
kjallara hússins. Nokkru síðar bæt-
ist í hóp fórnarlamba ungur jap-
anskur ferðamaður og þá er þrenn-
an fullkomnuð, hráefnið komið í
mennska margfætlu. Dr. Heiter
kynnir fórnarlömbunum fyrirætl-
anir sínar af mikilli nákvæmni,
hvernig hann hyggist tengja þau
saman með fjölda skelfilegra skurð-
aðgerða. Lengra skal ekki haldið í
að lýsa söguþræðinum enda væri
það ekki birtingarhæft. Framan af
er myndin hlægileg, Dr. Heiter í
túlkun Lasers hlægilegur og skelfi-
legur í senn og á hann hrós skilið
fyrir leik sinn. Ungu leikararnir
þrír standa sig ekki síður enda erf-
itt að öskra af skelfingu út heila
kvikmynd og stóran hluta hennar
eru þeir á fjórum fótum. Kvikmynd-
in er dæmigerð fyrir hryllings-
myndir að nær öllu leyti, fórn-
arlömbin ungar og léttlyndar
stúlkur sem gera kjánaleg mistök,
pyntingakjallari og þar fram eftir
götunum. Þá er spilað með áhorf-
andann með skemmtilegum hætti,
spenna byggð upp en þó er deginum
ljósara að illa fer fyrir fórnarlömb-
unum. Að sjálfsögðu er vakin von
Algjör hryllingur
Græna ljósið og SkjárBíó
The Human Centipede (First
Sequence)
bbm nn
Leikstjóri: Tom Six. Aðalhlutverk: Dieter
Laser, Ashley C. Williams, Ashlynn
Yennie, Akihiro Kitamura. 92 mín. Hol-
land, 2009.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYND
Ógeð „Á köflum er myndin svo viðbjóðsleg að maður þarf að líta undan,“ segir Helgi Snær Sigurðsson m.a. um
hryllingsmyndina The Human Centipede eða Mennsku margfætluna.