Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010 SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI Sýnd kl. 6 og 10:15 POWE RSÝN ING Á STÆ RSTA DIGIT AL TJALD I LAN DSINS KL. 10 :15 HHHH -Þ.Þ., FBL HHH -M.M., Bíófilman Human Centepide kl. 5:50 - 8 - 10:50 B.i. 18 ára Expendables kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára Salt kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 14 ára Karate Kid kl. 6 - 9 LEYFÐ Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Sýnd kl. 3:50 (3D) og 8 (2D) SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLA- HHH S.V., MBL Sýnd kl. 3:50, 6, 8 og 10:15 (POWER) HHHHH Fyrir alla KARLMENN í heiminum þá er þessi mynd mesta veisla sem hægt er að fara á. Það er einfaldlega upplifun að sjá þessa mynd. Gillz - DV HHH T.V - Kvikmyndir.is HH E.E., DV HHHH „Magnad madur, magnad” ÞÞ-FBL HHH The Expendables uppfyllir það sem hún lofar... S.V. - MBL SÝND Í SMÁRABÍÓ SÝND Í SMÁRABÍÓ TOPPMYNDIN Í DAG Á ÍSLANDI OG USA! ALLAR SVÖLUSTU HASARHETJURNAR Í EINNI FLOTTUSTU MYND ÁRSINS Sýnd kl. 3:40, 5:45, 8 og 10:15 FRÁ LEIKSTJÓRA HOT FUZZ OG SHAUN OF THE DEAD KEMUR EIN FYNDNASTA OG FRUMLEGASTA MYND ÁRSINS 2 VIKUR Á TOPPNUM Í USA! SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SVAKALEG HRYLLINGSMYND SEM HEFUR VAKIÐ ÓMÆLDA ATHYGLI UM ALLAN HEIM UNDANFARIÐ „Meistaraverk, stútfullt af sjúkum og kolsvörtum húmor!” - EfilmCritic.com Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum www.laugarasbio.is 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 Kreditkorti tengdu Aukakrónum! Geturðu lýst þér í fimm orðum? Hvers manns hugljúfi og yndi. Ef þú vildir láta minnast þín fyrir eitt lag sem þú hefðir samið, hvaða lag væri það? (spyr síðasti að- alsmaður, Skúli Gautason, verkefnastjóri Menn- ingarnætur) The Irish Ballad eftir Tom Lehrer. Hver er þín heimspeki í lífinu? Lífið er eins og holræsi: Þú færð út úr því það sem þú setur í það. Útvarp eða leikhús? Útvarp í leikhúsi. Uppskrift að hlýlegri gleði og skemmtun. Ertu góður í scrabble? Heitir það ekki skrafl? Verðurðu tapsár ef þú vinnur ekki í scrabble? Þori ekki að spila það einmitt af ótta við það. Er hins vegar ansi góður í Kollgát- unni. Áttu þér tvífara? Mér er sagt að Pierce Brosnan leggi sig fram við að líkjast mér. Stundum tekst honum ágætlega upp. Pylsa eða pulsa? Pylsa. Hitt er náttúrlega bara danska. Hvað er best á morgnana? Er þetta ekki fjölskyldublað? Stundarðu íþróttir? Jájá, spila ólsen-ólsen öllum lausum stundum. Hvað er skraufla? Hljómar eins og eitt af gleymdu börnunum hennar Grýlu. Hvaða bók hefur þú lesið oftast? Góða nótt, Einar Áskell. Hvaða orð fær þig til að skella upp úr? Skrýtið. Það er mjög skrýtið orð. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Heimspekingur og búa í tunnu. Það er ekki fullreynt. Hvernig er best að slappa af? Að sitja með kaldan Bríó á Ölstofunni og hlusta á lífsspekina renna upp úr vinum mínum. Færðu orðavitjanir í draumi? Í draumi er ég alltaf orðlaus af undrun yfir því sem ber fyrir augu. Hvað myndirðu gera við hundrað milljónir? Bjóða öllum ókeypis á Orð skulu standa í Borgarleikhúsinu. Býrðu yfir leyndum hæfileika? Ég á heila fjöldagröf af leyndum hæfileikum. Þeir eru reyndar flestir best geymdir þar. Botnaðu setninguna úr þekktu dægurlagi; Hann býr við fræga götu, hef- ur sungið inná plötu … Eitthvað um fullt af lögum sem fjalla ekki um neitt. Ingó hefur gert betur. Hvers viltu spyrja næsta aðalsmann? Af hverju er ekki til orð á íslensku yfir „prinsipp“? Hefurðu tillögu? Verður orðlaus í draumi Aðalsmaður vikunnar að þessu sinni er hinn orðheppni Karl Th. Birgisson sem í haust fer með útvarpsþátt sinn „Orð skulu standa“ á fjalir Borgarleikhússins. Hann spilar hvorki scrabble né skrafl en spilar þó ólsen-ólsen öllum stundum. Hjónakornin Kelly Preston og John Travolta eiga von á strák í haust. Tilkynnt var í maí síðast- liðnum að Preston, 47 ára, væri barnshafandi og nú segir á vefsíðu People að von sé á dreng, er það haft eftir upplýsingafulltrúa hjónanna. Fyrir eiga þau dótt- urina Ellu Bleu sem er tíu ára og Jeff sem lést vegna flogakasts í janúar 2009, þá sextán ára. Í byrjun ágúst héldu þau upp á að von væri á þriðja erfingjanum með vinum og vandamönnum á heimili sínu í Los Angeles. Það var ánægjuleg samkoma fyrir Pre- ston og Travolta sem hafa látið lít- ið fyrir sér fara síðan Jeff, sonur þeirra, lést. Reuters Hamingja Travolta og Preston. Eiga von á strák í haust

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.