Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 29
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010
✝ Guðrún Vilmund-ardóttir fæddist í
Kaupmannahöfn 7.
desember 1918, dótt-
ir hjónanna Vil-
mundar Jónssonar
landlæknis (1889-
1972) og Kristínar
Ólafsdóttur læknis
(1889-1971), og and-
aðist á Droplaug-
arstöðum í Reykja-
vík 15. ágúst 2010.
Systkini Guðrúnar
voru Ólöf tann-
smiður (1920-1998),
gift Þorsteini Ólafssyni tannlækni,
og Þórhallur prófessor (f. 1924),
kvæntur Ragnheiði Torfadóttur
fyrrum rektor Menntaskólans í
Reykjavík. Guðrún lauk stúdents-
menntaskólakennari og ráðherra
(1948-1983) og Þorvaldur Gylfa-
son prófessor (f. 1951). Vilmundur
var kvæntur Valgerði Bjarnadótt-
ur viðskiptafræðingi, nú alþing-
ismanni. Börn þeirra voru Bene-
dikt (1966-1970), sveinbarn
(1973-1973), Guðrún (f. 1974),
Nanna Sigríður (1975-1976) og
Baldur Hrafn (f. 1981). Börn Guð-
rúnar yngri eru Gylfi Þorsteinn
Gunnlaugsson (f. 1997) og Eyja
Sigríður Gunnlaugsdóttir (f.
2000). Þorvaldur er kvæntur
Önnu Karitas Bjarnadóttur ráð-
gjafa. Börn hennar og fósturbörn
Þorvalds eru Jóhanna Andrea
Jónsdóttir (f. 1972) og Bjarni
Jónsson (f. 1976). Dóttir Jóhönnu
er Andrea Elisabeth Gavern (f.
1999). Bjarni er kvæntur Þór-
laugu Einarsdóttur, synir þeirra
eru Eiður Snorri (f. 2003) og Kon-
ráð (f. 2007).
Guðrún verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í dag, föstudaginn
27. ágúst 2010, og hefst athöfnin
kl. 15.
prófi frá Mennta-
skólanum í Reykja-
vík 1938, starfaði
sem blaðamaður um
tíma, giftist 1939
Gylfa Þ. Gíslasyni
prófessor og ráð-
herra (1917-2004) og
stofnaði með honum
heimili í Reykjavík,
þar sem þau bjuggu
fyrst í Garðastræti
13a (1939-1948) og
síðan að Aragötu 11.
Foreldrar Gylfa voru
Þorsteinn Gíslason
skáld og ritstjóri og Þórunn Páls-
dóttir húsmóðir.
Synir Guðrúnar og Gylfa voru
Þorsteinn Gylfason prófessor
(1942-2005), Vilmundur Gylfason
„Átt þú strák,“ spurði hana nýr
nágranni hennar í Aragötunni þegar
hún var á sextugs- eða sjötugsaldri.
Nei, svaraði hún, en ég á þrjá karla.
Sá stutti hefur séð sérfræði hennar í
að tala við stráka og ekki dottið í
hug að strákarnir hennar væru
orðnir að körlum – létt á fæti og
skemmtileg sem hún var. Þegar ég
kynntist henni fyrir meira en fjöru-
tíu árum komu litlu strákarnir í göt-
unni gjarnan í spjall á tröppunum
einhvern tíma dagsins. – Ef karl-
arnir hennar voru sammála um eitt-
hvað var það að þeir áttu einstaka
móður.
Hún reyndist okkur sem komu
inn í fjölskyldu hennar með strákun-
um líka einstaklega vel. Brandarar
um tengdamömmu áttu aldrei við
hana – hún var hvorki tannhvöss né
afskiptasöm, en hún hafði vakandi
auga með öllu. Þegar ég lá á spítala
um nokkurt skeið fyrir mörgum ár-
um sá hún til þess að ekki leið mín-
úta af heimsóknartíma án þess að
einhver væri mættur. Ef hallæris-
brandari hætti skyndilega að heyr-
ast kom síðar í ljós að hún hafði vak-
ið athygli brandarakarlsins á
ofnotkun glettninnar.
Hún var fínleg og nett, greind og
gáfuð. Hún hafði ákveðnar skoðanir
á mönnum og málefnum og hikaði
ekki við að láta skoðanir sínar í ljós.
Ég held að ráðherrafrúin hafi á
stundum ekki þótt mjög diplómat-
ísk, en alltaf held ég að hún hafi hitt
í mark.
Hún var stúdent, sem var mikil
menntun fyrir konur fæddar 1918.
Mamma hennar var læknir en sjálf
valdi hún sér starf húsmóðurinnar.
Alltaf var borðað saman í borðstof-
unni í hádeginu og á kvöldin. Oft
voru vinir teknir með í hádegismat-
inn eða Gylfi kom með nemanda
sinn heim. Ég er ekki viss um að
alltaf hafi verið látið vita af þessum
viðbótarmunnum – hún lét okkur
finnast þetta alveg sjálfsagt.
Hún las reiðinnar býsn, leysti
krossgátur í dönsku blöðunum –
jólamyndagátuna kláraði hún yfir-
leitt á jóladag á meðan aðrir lágu yf-
ir henni fram yfir nýár og margir
gáfust þá upp og svo lagði hún kap-
al.
Hún ól ekki bara upp synina þrjá,
heldur að miklum hluta einnig al-
nöfnu sína, dóttur mína. Þegar sú
stutta byrjaði í skóla var hún hjá
ömmu sinni þann hluta dagsins sem
skólinn var ekki – það var mestur
hluti dagsins. Þær gerðu sér ým-
islegt til dægrastyttingar – spiluðu
kotru og fóru í bíltúr með strætó inn
í Voga, ef þannig lá á þeim. Guðrún
var svo unglingsárin fram til tvítugs
á menningarheimili föðurforeldra
sinna.
Baldur Hrafn sem bjó sín upp-
vaxtarár í Belgíu átti vináttu ömmu
sinnar. Mér hefur fundist skemmti-
legt að horfa á glettnina og vænt-
umþykjuna í samskiptum þeirra nú
síðustu árin – hefur minnt mig á
samband hennar við strákana henn-
ar þegar hún var upp á sitt besta.
Barnabörnin mín hafa haft þau for-
réttindi að eiga einstaka langömmu
og njóta samvista við hana sem þau
munu aldrei gleyma.
Við tengdamæðgurnar gengum
saman í gegnum sætt og súrt í fjöru-
tíu og fimm ár, aldrei bar þar alvar-
legan skugga á. Hún er sú sem
ásamt Kristófer hefur mest hvatt
mig til dáða í því sem ég hef tekið
mér fyrir hendur. Við hjónakornin
þökkum henni það og allt annað gott
sem hún hefur gert okkur.
Valgerður Bjarnadóttir.
Guðrún Vilmundardóttir, ekkja
hagfræðingsins og stjórnmála-
mannsins Gylfa Þ. Gíslasonar, er
látin í hárri elli. Maður hennar var
föðurbróðir þess, sem þetta skrifar,
og þannig stóð á fyrstu kynnum við
Guðrúnu á síðustu árum fjórða ára-
tugarins. Þau Gylfi giftu sig í árslok
1939 og settu saman bú í Garða-
stræti 13. Ég leit á mig sem sér-
stakan aðstoðarmann húsfreyjunnar
ungu og hélt áfram að vera heima-
gangur hjá henni lengi.
Gylfi lauk stúdentsprófi 1936 og
hélt til náms í Vínarborg þá um
haustið, en Guðrún lauk sínu
menntaskólanámi 1938. Hún var eft-
ir það blaðamaður við Vikuna um
hríð. Oft gaf hún mér blaðið og mér
þótti það merkilegt, enda vikið að
ýmsu mikilvægu eins og tæknifram-
förum. Tel ég mig muna, að því hafi
verið spáð að blaðaútburður yrði
brátt óþarfur, þar sem blöðin yrðu
send kaupendum með sérstökum
tækjum. Enn eru blöðin borin út eða
send í pósti, en þráðlausar sending-
ar á sumu frétta- eða fræðsluefni
eru nú tíðkaðar. Ekki hefur þó bor-
ist út að þekking Guðrúnar Vil-
mundardóttur frá fjórða áratugnum
hafi stuðlað að tæknilegum breyt-
ingum á þessu sviði.
Foreldrar Gylfa höfðu búið í Þing-
holtsstræti 17 frá 1904 og þar ólst
hann upp, en Guðrún í næstu götu,
Ingólfsstræti 14, eftir að faðir henn-
ar, Vilmundur Jónsson, tók við land-
læknisembættinu og fluttist frá Ísa-
firði. Faðir Gylfa, Þorsteinn
Gíslason, lést 1938, en móðir Gylfa,
Þórunn Pálsdóttir, lifði til 1966.
Systkini hans bjuggu í Þingholts-
stræti til 1978 og varð að fastri
venju að stórfjölskyldan hittist á
sunnudagskvöldum og snæddi sam-
an lambalæri í gamla fjölskylduhús-
inu. Guðrún tók þátt í þessum sam-
fundum og synir þeirra Gylfa er
tímar liðu.
Guðrún og Gylfi byggðu sér hús í
háskólahverfinu við Aragötu 11 og
bjuggu þar meðan hann lifði, en
hann féll frá 2004. Nokkrum árum
síðar flutti Guðrún á Droplaugar-
staði. Hún hafði verið heimavinn-
andi húsmóðir í 65 ár. Sá langi tími
færði henni ríka gleði en einnig
margt sem var erfitt og hörmulegt.
Hún unni mjög sonum sínum, en
missti tvo hinna eldri, Þorstein
heimspekiprófessor og Vilmund
sagnfræðing og ráðherra. Á lífi er
Þorvaldur hagfræðiprófessor.
Fyrsta barnabarnið, Benedikt Vil-
mundarson, fórst í Þingvallabrunan-
um mikla 1970, en við bættist að tvö
systkini Benedikts dóu síðar í frum-
bernsku. Tvö börn Vilmundar eru á
lífi og aðrir afkomendur.
Samband Guðrúnar við syni sína,
barnabörn, barnabarnabörn og allt
hennar fólk var náið og henni afar
kært. Auk húsmóðurstarfs sköpuðu
umsvif manns hennar margvísleg
verkefni, hann var þingmaður, ráð-
herra og háskólamaður sem fyrr
segir. Hann var formaður Alþýðu-
flokksins í sex ár og Norræna fé-
lagsins í sjö ár. Guðrún studdi mann
sinn í þessum og öðrum störfum
hans og fylgdu því margs konar um-
svif. Hún hafði jafnan þann eigin-
leika að horfast beint í augu við
veruleika stundarinnar. Hún var
hrein og bein.
Nú er löngu, litríku og fjölbreyttu
lífi lokið en góðar minningar og
þakklæti geymast meðal vina Guð-
rúnar Vilmundardóttur.
Þór Vilhjálmsson.
Já blessuð vertu, vina mín,
og vertu sæl um skeið.
Svo vitja ég þín um þungan veg,
um þúsund mílna leið.
Þessar ljóðlínur eftir Robert
Burns í þýðingu Þorsteins Gylfason-
ar koma mér í hug, þegar ég kveð
móðursystur mína, Guðrúnu Vil-
mundardóttur.
Gurra var tveimur árum eldri en
móðir mín. Ekki er sjálfgefið að
systur eða systkini verði bestu vinir.
Þær systur Gurra og Labba áttu
hins vegar einstakt samband, í blíðu
og stríðu. Betri vini er vart hægt að
hugsa sér. Saman gátu þær hugsað
upphátt.
Þær ólust upp á Ísafirði og flutt-
ust til Reykjavíkur 10 og 12 ára
gamlar. Við frændsystkinin vorum
ekki gömul, þegar við skynjuðum, að
árin þeirra systra á Ísafirði voru
dýrðleg. Þær voru grallarar. Yngri
bróðir þeirra fór ekki varhluta af
því. Frægar eru sögurnar af systr-
unum, þegar önnur tók um fætur
hans og hin undir armana og svo var
teygt, og teygt meira á Hadda
frænda. Þær voru að reyna að
lengja bróður sinn.
Þær systur töluðu saman í síma
daglega, stundum oft á dag. Það
voru löng símtöl og sem krakki lét
maður þau ekki framhjá sér fara,
sat og hlustaði af eftirtekt, skrifaði
jafnvel niður helstu tilsvör. Þegar
samtalinu lauk voru setningar og til-
svör úr samtalinu tekin og spurt,
hvað var Gurra að segja, þegar þú
sagðir þetta?
Þær voru líkar á velli og oft rugl-
aðist fólk á, hvor var hvor. Börnin
mín kölluðu frænku sína aldrei ann-
að en ömmu Gurru, sennilega voru
það áhrif frá barnabörnum hennar,
Gurru og Baldri Hrafni. Þau tvö
sinntu ömmu sinni af þvílíkri alúð,
að leitun hlýtur að vera á öðru eins.
Heimilið á Aragötu var fallegt og
þar var gestkvæmt. Mér eru sér-
staklega minnisstæð aðfangadags-
kvöldin, en frá því ég man eftir mér
fórum við fjölskyldan á Aragötu og
heimsóttum Gurru og Gylfa og
frændur mína þrjá. Fyrir mér var
þetta hluti af jólunum. Eftir að ég
eignaðist fjölskyldu héldum við
áfram að fara á Aragötu á aðfanga-
dagskvöld.
En nú skilur leiðir.
Ég sakna Gurru og heimsóknanna
til hennar. Ég kveð góðan vin og
móðursystur. Ég mun ylja mér við
minningarnar um ókomna tíð.
Kristín Þorsteinsdóttir.
Enginn fullorðinn utan nánustu
fjölskyldu minnar hefur haft meiri
áhrif á mig á uppvaxtar- og mót-
unarárum mínum en Guðrún Vil-
mundardóttir. Hún tók verulegan
þátt í uppeldi mínu, og ég hygg að
slíkt samband eins og okkar sé afar
fágætt. Ég missti móður mína, Að-
alheiði Sæmundsdóttur, þegar ég
var rúmlega þriggja og hálfs árs, en
átti því láni að fagna að tveimur ár-
um seinna gekk faðir minn, Símon
Jóh. Ágústsson, að eiga Steinunni
Bjarnadóttur frá Steinnesi, sem
reyndist mér og Hákoni heitnum
bróður mínum framúrskarandi
stjúpmóðir. Kannski var Gurra
þriðja mamman í lífi mínu.
Gurra sótti margt til föður síns,
en ég hygg að hún hafi líkst móð-
urfólki sínu meira. Á heimili Krist-
ínar og Vilmundar í Ingólfsstræti 14
kynntist ég Hjarðhyltingum, en
þekkti þá ekki síður frá heimsókn-
um í Brautarholt á Kjalarnesi. Þar
bjuggu hjónin Ólafur Bjarnason,
bróðir stjúpu minnar, og Ásta, móð-
ursystir Gurru, fágætu rausnarbúi.
Gurra var listakokkur, og hún
kunni hlutverk gestgjafans út í
hörgul. Tilsvör hennar, hversdags
sem í mannfögnuðum, voru hnyttin
og mörg ógleymanleg. Oft var samt
erfitt að halda uppi léttu hjali við
hana, jafnvel fyrir nákunnuga. Hún
ekki alltaf allra og hleypti sumum
ekki í mikla nálægð við sig. Ég held
að undir niðri hafi hún verið örlítið
feimin.
Á fullorðinsárum og í ellinni varð
hún fyrir þeirri þungu raun að missa
syni sína, Vilmund og Þorstein, í
blóma lífsins. Dauða Vilmundar
byrgði hún mikið til innra með sér,
en hún var opnari fyrir því að ræða
fráfall Þorsteins.
Hjónaband Gylfa og Gurru var
einstaklega ástríkt og farsælt. Vera
má að lykillinn að hamingju þeirra
hafi verið að þau voru um margt ólík
hvað varðaði skapgerð, viðhorf og
áhugamál.
Ég var heimagangur á Aragötu 11
frá 1948, þar til Gurra fluttist þaðan
fyrir tveimur árum. Síðan naut hún
góðrar aðhlynningar á Droplaugar-
stöðum. Ég þakka af heilum hug
fyrir rúmlega sextíu ára ógleyman-
lega samfylgd.
Baldur Símonarson.
„Þú myndir ekki fá stuðning við
þessar áhyggjur að handan,“ sagði
sonardóttir og alnafna Guðrúnar
Vilmundardóttir þegar ég var að
vandræðast yfir því, að líklega
myndi ég ekki ná að skrifa um
ömmu hennar. Og ég sá Gurru fyrir
mér fussa yfir öðrum eins hégóma
og vissi að þetta var rétt. Hvers kon-
ar tildur og smjaður var eitur í
hennar beinum. En kannski einmitt
þess vegna verð ég nú að gera upp-
reisn og segja það, hvort sem henni
líkar betur eða verr, að hún var stór-
brotin kona hún Gurra og góður vin-
ur. Hvergi var betra að leita ráða en
hjá henni þó að hún væri komin á tí-
ræðisaldur.
Minningar um veröld sem var
leita líka á hugann: Gurra í sófanum
á Aragötu með svart kaffi og sígar-
ettu, og dagblöðin, full af áhuga á
mannlífinu þó að mannamót þættu
ekki endilega eftirsóknarverð,
snögg upp á lagið en alltaf skemmti-
leg, dálítið kaldhæðin en með mikla
elsku. Ég lærði margt af Gurru og
naut margra góðra stunda yfir him-
neskum réttum sem hún töfraði
fram. Ég þakka fyrir mig.
Hjördís Hákonardóttir.
Mörg góð hnoss hefur lífið fært
mér á minni löngu ævi, en eitt af því
besta sem mér barst upp í hendur
var að eiga kost á því að leigja um
fjögurra ára skeið á Aragötu 11, hjá
því heiðursfólki sem þar bjó. Þar var
gott að eiga heima, lærdómsríkt og
ánægjulegt. Ég man að mér fannst
strax þegar ég kom á tröppurnar til
að líta á herbergið og hitti Guðrúnu
að gott mundi vera að búa undir
sama þaki og hún. Hún var látlaus í
framgöngu sinni, einlæg og bauð af
sér góðan þokka og sérstaka per-
sónutöfra.
Húsbændurnir Guðrún og Gylfi
stóðu í eldlínu þjóðmálanna og höfðu
margvíslegum hnöppum að hneppa
á opinberum vettvangi og störfum
að gegna sem kölluðu á þau, en
höfðu samt ætíð tíma til að tala við
venjulegt fólk, jafnvel leigjandann í
kjallaraherberginu. Margs er að
minnast nú að leiðarlokum og margt
að þakka. Oft sátum við saman og
spjölluðum um daginn og veginn við
eldhúsbekkinn eða inni í stofu. Guð-
rún leit svo raunsæjum og heilbrigð-
um augum á alla hluti, þess vegna
var svo lærdómsríkt að spjalla við
hana og bera undir hana hitt og
þetta, sem á döfinni var eða hvíldi á
manni. Hún sá hlutina oft í gam-
ansömu ljósi, gerði góðlátlegt grín
að öllu, hafði spaugsyrði á vörum og
létti þannig andrúmsloftið í kringum
sig. Það er ómetanlegt að eiga slíka
vini og slíkt fólk að.
Hún átti líka til merkisfólks að
telja, foreldrar hennar bæði þjóð-
kunnir læknar og rithöfundar. Og
systkinin voru henni mjög kær, og
þau hvert öðru gamansamara í eðli
sínu. Það var því oft glatt á hjalla er
fundum þeirra bar saman. Meiri
háttar hlátrasköll bárust úr eldhús-
inu þegar bróðir hennar leit inn til
hennar. Á seinni árum hafa margs
konar erfiðleikar og þrautir lagst á
hana, en hún hefur borið það með
miklu þolgæði. Hún hefur orðið fyrir
margvíslegum beinbrotum og tekið
öllu með æðruleysi. Þá mátti hún sjá
á eftir tveim sonum sínum á besta
aldri og einnig ástkærum eigin-
manni, og aðdáunarvert var hve
mikið hugrekki og þrek hún sýndi
þá. Hún hefur jafnan borið sínar
þrautir með höfðinglegri ró og reynt
að láta ekkert buga sig. Gætu marg-
ir af því lært. En afkomendur henn-
ar, Þorvaldur og Guðrún yngri og
bróðir hennar og börn, og svo systk-
inabörnin hafa jafnan verið henni
miklir gleðigjafar, stoð og styrkur
og ómetanleg hjálp á ellidögunum.
Síðast þegar ég kom til hennar
nokkrum dögum áður en hún dó var
friður og ró yfir svip hennar, hún
brosti til mín og spjallaði og þannig
vil ég minnast hennar. Við hjónin
sendum fjölskyldu hennar innilegar
samúðarkveðjur.
Sigríður Kristjánsdóttir.
Guðrún
Vilmundardóttir
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁGÚSTA JÓNASDÓTTIR BERGMANN,
áður til heimilis að,
Ljósvallagötu 24,
lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund miðviku-
daginn 25. ágúst.
Jarðsett verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 2. september kl. 11.00.
Jón G. Bergmann,
Andreas Bergmann, Guðrún Gísladóttir Bergmann,
Ingibjörg Bergmann, Þorbergur Halldórsson,
Halldór Bergmann, Anna Lára Kolbeins,
Guðrún Bergmann, Gísli G. Sveinbjörnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.