Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010 Draumur Svo virðist sem draumurinn um lest frá Reykjavík til Keflavíkur sé orðinn að veruleika, að minnsta kosti hjá þeim sem gerði skiltið á mótum Austurstrætis og Lækjargötu. Eggert Það er ómögulegt að átta sig á Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar. Flestir skildu að það væri stefna ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að ganga í Evrópusambandið þegar þau fengu samþykkt að fara í aðildarviðræður við ESB. Það hlýtur að vera misskilningur! Á þriðjudag tók Stein- grímur J. Sigfússon af all- an vafa um þetta mál: „Það er ekki þannig að það sé stefna þessarar ríkisstjórnar að sækja um aðild að Evrópusamband- inu og þaðan af síður að ganga í Evrópusam- bandið. Það er ekki svo.“ Það er gott hjá Stein- grími að skera úr um þetta mál með jafn afger- andi hætti. Misskilning- urinn var orðinn það yf- irgripsmikill að jafnvel ráðherrar voru farnir að taka þátt í undirbúningi fyrir aðildarviðræður. Jón Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra hafði t.d. af því miklar áhyggjur að hann þyrfti að laga íslenska sjávarútvegsstefnu að reglum ESB. Það er misskilningur hjá Jóni eins og Jóhanna for- sætisráðherra, Steingrímur fjármálaráðherra og Öss- ur utanríkisráðherra hafa öll bent á. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar þurfa þess vegna ekki að hafa fyrir því að undirbúa aðlögun laga- og reglu- umhverfis okkar að regluverki ESB. Því það er ekki stefna ríkisstjórnarinnar að ganga í ESB. Og ef þau gera það þá er það algjör misskilningur. Eftir Guðlaug Þór Þórðarson »Misskilning- urinn var orðinn það yf- irgripsmikill að jafnvel ráð- herrar voru farnir að taka þátt í undirbún- ingi fyrir aðild- arviðræður. Guðlaugur Þór Þórðarson Höfundur er alþingismaður Reykvíkinga. Hver sótti um aðild að ESB fyrir hönd Íslands?Málflutningur ríkisstjórnarvinstriflokkanna í Icesave-málinu hefur frá upphafi einkennst af hræðsluáróðri. Því miður hefur ríkisstjórnin reynt að telja fólki trú um að endurreisn efnahagslífsins hangi föst við þá samninga sem hún hefur skrifað undir í Icesave- málinu. Það er rangt. Ísland hefur fengið fyrirgreiðslu hjá AGS, krón- an hefur styrkst, skuldatrygginga- álag hefur lækkað og það sem nú fælir erlenda fjárfesta frá Íslandi er ekki Icesave-málið heldur óstöðugleiki ríkis- stjórnarinnar sjálfrar. Það er öllum ljóst að heimsendaspádómar ríkisstjórnarinnar voru rangir. Árangurinn af innihalds- lausum hræðsluáróðrinum er skýr: Ice- save-samningum fjármálaráðherra var hafnað með 98% atkvæða í þjóðaratkvæða- greiðslu. Íslenska þjóðin lét ekki blekkjast. Skýrari skilaboð er ekki hægt að hugsa sér. Icesave er ekki skuld Íslands En fjármálaráðherra reynir enn að hræða landsmenn til fylgilags við sig. Nú er það áminningarbréf Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og EFTA-dómstóllinn sem eru hinir illu fyrirboðar. Hann segir að skelfilegt væri að tapa máli fyrir EFTA- dómstólnum því „öll skuldin væri þá gjald- fallin með öllum áföllnum kostnaði og við án nokkurra samninga um hvernig ætti að leysa úr því“. En Icesave er ekki skuld ís- lenskra skattgreiðenda. Það staðfestir framkvæmdastjórn ESB í nýlegum svörum til fjölmiðla. Þar segir að engin ríkisábyrgð sé á innistæðutryggingum í Evrópusam- bandinu og þar með á EES-svæðinu. Sam- kvæmt tilskipun ESB um innistæðutrygg- ingar skuli bankarnir sjálfir sjá um fjár- mögnun innistæðutrygginga. Ekkert í tilskipun ESB um innistæðutryggingar gefur því til kynna að íslenskir skattgreið- endur beri ábyrgð á Icesave-reikningunum. Það er með ólíkindum að ríkisstjórn Íslands skuli ekki nýta yfirlýsingu ESB til að styrkja stöðu landsins í Icesave-málinu og knýja fram samninga sem hæfa fullvalda þjóð eða láta að öðrum kosti reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum. Það er vandséð alls ekki svartara en nú. Þá myndi Ísland þurfa að semja við Breta og Hollendinga um Icesave-greiðslur með vöxtum. En það er ríkisstjórnin nú þegar að gera undir for- ystu fjármálaráðherra. Því virðist versta niðurstaðan sem gæti komið út úr tapi fyrir EFTA-dómstólnum vera sú að Ísland greiddi fyrir Icesave-reikningana sam- kvæmt samningum svipuðum þeim sem Steingrímur J. Sigfússon hefur skrifað und- ir í tvígang og hann virðist einbeittur ætla sér að skrifa undir í þriðja sinn. Nái samn- inganefnd okkar ekki að semja við Breta og Hollendinga á allt öðrum og sanngjarnari nótum en ríkisstjórninni hefur tekist er ljóst að í dómsmáli fyrir EFTA-dóm- stólnum um það hvort Ísland beri ríkis- ábyrgð á Icesave-reikningunum er allt að vinna og engu að tapa. Eftir stendur einföld spurning: Mun ríkisstjórn Íslands loks treysta sér til að standa með hagsmunum þjóðarinnar gegn kúgunartilburðum þeirra sem ætla sér að leggja lamandi byrðar á Ís- lendinga? Eða mun hún áfram einbeita sér að því að hræða eigin landsmenn til hlýðni? Aðeins ein leið fær Ríkisstjórn Íslands á aðeins eina leið færa ætli hún sér að standa með eigin þjóð: Að hafna algerlega rökum og niðurstöðu áminningarbréfs ESA og byrja strax að búa sig undir dómsmál fyrir EFTA- dómstólnum. Dómsmál sem getur kippt stoðunum undan þeirri kúgun og misrétti sem erlend ríki hafa beitt íslensku þjóðina í Icesave-málinu. Dómsmál sem getur komið í veg fyrir að framtíðarkynslóðir Íslendinga sitji uppi með kæfandi byrðar vegna skulda einkafyrirtækis. hvernig fjármálaráð- herra getur komist að þeirri niðurstöðu að Ís- land muni tapa dómsmáli þar sem fjallað væri um það hvort Icesave- reikningarnir séu á ábyrgð skattgreiðenda, þegar sjálf framkvæmda- stjórn ESB hefur sýnt fram á að svo sé ekki. Niðurstaða og rök ESA vafasöm ESA byggir niður- stöðu sína um ábyrgð Ísands á því að gallar hafi verið á innleiðingu tilskipunar ESB um innistæðutryggingar, þ.e. að innistæðu- tryggingum á Íslandi hafi verið hagað á annan hátt en í öðrum ríkjum Evrópu. Það er rangt, íslenska innistæðutrygginga- kerfið var fyllilega sambærilegt við inni- stæðutryggingar í ríkjum Evrópusam- bandsins. Frá því tilskipunin var innleidd á Íslandi árið 1999 hafa engar athugasemdir borist frá ESA, sem bar ábyrgð á því að fylgjast með innleiðingunni. Einföld könn- un á skýrslum ESB um innistæðutrygg- ingar í sambandinu sýnir að íslenski inni- stæðutryggingasjóðurinn var ekki verr og í sumum tilfellum betur staddur en sjóðir ESB-ríkjanna. Enda viðurkennir fram- kvæmdastjórn ESB að eini munurinn liggi í því að það reyndi á íslenska kerfið en hin ekki. Rökfærsla ESA virðist sett fram til að styðja fyrirfram ákveðna niðurstöðu. Ríkis- stjórninni stendur því til boða tækifæri til að styrkja stöðu Íslands í Icesave-málinu. Það er ljóst að áminningarbréfi ESA verður að svara þannig að Íslendingar hafni alfarið rökum stofnunarinnar. Það er eina svarið sem í boði er. Allt annað gengur gegn skýr- um vilja þjóðarinnar. Slíkt svar mun mögu- lega leiða til þess að ESA höfðar mál fyrir EFTA-dómstólnum gegn Íslandi vegna Icesave-málsins. Og það hræðir fjár- málaráðherra. Engu að tapa í EFTA-dómsmáli Það sem fjármálaráðherra virðist ekki skilja er annars vegar að Ísland á ágætar líkur á að vinna slíkt dómsmál og hins vegar að ef Ísland tapar slíku dómsmáli er útlitið Eftir Bjarna Benediktsson »Ekkert í tilskipun ESB um innistæðutrygg- ingar gefur því til kynna að íslenskir skattgreiðendur beri ábyrgð á Icesave- reikningunum. Bjarni Benediktsson Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Dómsmál um Icesave: Ekki hættulegt heldur æskilegt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.