Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 21
Fréttir 21ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010 „Lifandi gyðja“, Kumari, tekur hér þátt í pílagrímsferð í Katmandú, höfuð- borg Nepals. Hefð er fyrir því í Katmandú-dal að velja Kumari-gyðju úr röðum ungra stúlkna. Kumari þýðir „hrein mey“ og stúlkan sem verður fyrir valinu er álitin holdtekja gyðjunnar Taleju þar til hún byrjar að hafa tíðir. Þá er gyðjan talin fara úr líkama stúlkunnar og ný Kumari-gyðja er valin. Gyðjan dvelur í nær algerri einangrun í lítilli höll í Katmandú og fær aðeins að fara út á hátíðisdögum þegar hún er höfð til sýnis í vagni sínum á götum Katmandú, með þykkan farða og í skrautbúningi. Reuters „Lifandi gyðja“ til sýnis Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Olíurisinn BP hefur neyðst til að hætta við að sækja um leyfi til að bora eftir olíu undan vesturströnd Grænlands vegna álitshnekkisins sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna olíumengunarslyssins í Mexíkóflóa. Breska dagblaðið The Guardian skýrði frá þessu í gær og hafði eftir heimildarmönnum sínum að græn- lenska landstjórnin og stjórnendur BP hefðu sammælst um að olíurisinn sækti ekki um olíuleitarleyfi. „Allir áttuðu sig á því að það væri pólitískt brjálæði að veita BP leyfi til olíuleit- ar,“ hafði blaðið eftir einum heimildarmannanna. Umhverfisverndarsamtök hafa miklar áhyggjur af áformum um að bora eftir olíu undan ströndum Grænlands. Þau segja að lífríkið þar sé afar viðkvæmt og hugsanleg mengun vegna olíuleitar geti stefnt hvölum, fiski og sjófuglum í hættu. Landstjórnin í Nuuk kveðst hafa sett strangar reglur til að koma í veg fyrir að mengun frá borholum geti valdið fiskum og dýrum tjóni. Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace hafa sent skip sitt Esperanza að borpalli skoska olíu- leitarfyrirtækisins Cairn Energy sem hefur þegar hafið olíuleit undan vesturströnd Grænlands. Myndi ógna fiskum og sjófuglum Danski sjávarlíffræðingurinn og prófessorinn Hans Ulrik Riisgård segir að olíumengunarslys myndi hafa miklu alvarlegri afleiðingar á norðurslóðum en í Mexíkóflóa. Riis- gård segir að uppgufunin og niður- brotið sé fjórum sinnum hægari þeg- ar hitastigið lækki um aðeins 20 gráður. Líkurnar á því að olían ber- ist að ströndinni eða í dýr og plöntur séu því miklu meiri á norðurslóðum. Riisgård segir að verði sjófuglar fyrir olíu á norðurslóðum veiti fiðrið þeim ekki lengur einangrun fyrir kulda. Tiltölulega lítill olíublettur í fiðrinu yrði til þess að fuglinn dræp- ist á nokkrum dögum og það þjónaði engum tilgangi að reyna að hreinsa hann. „Jafnvel minni háttar olíulek- ar við strönd Danmerkur hafa orðið til þess að allt að 10.000 fuglar hafa drepist,“ hefur danska dagblaðið Politiken eftir Riisgård. Rannsóknir á olíulekum, sem þeg- ar hafa orðið á norðurslóðum, hafa leitt í ljós að mengunarinnar hefur gætt í 20-30 ár og hún er ekki enn horfin. „Það er við þessar aðstæður sem við sjáum verstu tilfelli langvar- andi olíumengunar, vegna þess að þegar kuldinn er svo mikill og olían kemst í hafsbotninn helst hún þar og seytlar mjög hægt upp. Ef plöntur og dýr verða nógu lengi fyrir menguninni geta þau orðið fyrir alls konar skaða eins og krabbameini og æxlunargeta þeirra gæti minnkað.“ Prófessorinn bætir við að mengunarslys geti haft mjög alvar- legar afleiðingar fyrir sjávarútveg Grænlendinga, til að mynda rækju- veiðar þeirra. Olíuleit BP væri „pólitískt brjálæði“  Grænlendingar og stjórnendur BP sagðir hafa sammælst um að olíurisinn hætti við að sækja um leyfi til olíuleitar  Mengunarslys myndi hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir sjávarútveg Grænlands Reuters Umdeild leit Danska varðskipið Vædderen fylgist með skipi Greenpeace við borpall olíuleitarfyrirtækisins Cairn Energy undan strönd Grænlands. Eftir miklu að slægjast » Auðlindaskrifstofa græn- lensku landstjórnarinnar hefur staðfest að tilkynnt verði eftir tvær vikur hvaða fyrirtæki fái leyfi til olíuleitar við strönd Grænlands. Olíuleitarleyfi verða boðin út aftur á næsta ári og eftir tvö ár. » Jarðfræðistofnun Bandaríkj- anna sagði í fyrra að ef til vill væru allt að 90 milljarðar tunna af olíu á norðurskauts- svæðinu. Ríkisstjórnin á Kúbu hefur tilkynnt að eldri borgarar fái ekki lengur niðurgreiddar sígarettur frá og með næsta mánuði. Allir Kúbumenn, sem náð hafa 55 ára aldri, hafa átt rétt á fjórum sígarettupökkum á mánuði fyrir 25% af venjulegu verði. Stjórnin kveðst hafa ákveðið að afnema þessi réttindi til að minnka útgjöld ríkisins. Málgagn stjórnarinnar, Granma, sagði þetta lið í þeirri stefnu hennar að „afnema niðurgreiðslur í áföng- um“ en ekkert var minnst á skaðsemi reyk- inga. „Sígarettur eru ekki nauð- synjavara,“ sagði blaðið. Sumir aldraðir Kúbumenn, sem reykja ekki, hafa keypt niður- greiddar sígar- ettur og selt þær til að drýgja rýran ellilífeyri sinn. Aldraða fólkið fær ekki lengur niðurgreitt tóbak Reykingakona í Havana. Hópur námumanna, sem hafa hírst í 50 fermetra rými á 700 metra dýpi í kolanámu í þrjár vikur, fengu þá dapurlegu frétt í gær að þeir gætu þurft að vera þar í fjóra mánuði til viðbótar. Embættismenn í Chile höfðu leynt því fyrir námu- mönnunum að þeir gætu þurft að þrauka í fjóra mánuði til viðbótar í svækjunni í námunni af ótta við að þeir myndu taka fréttinni illa og missa alla von um að kom- ast lífs af. Jaime Manalich, heilbrigðisráðherra Chile, sagði að námumennirnir hefðu tekið tíðindunum með stillingu en viðbúið væri að við tæki „tímabil þunglyndis og sálarkvalar“. Yfirvöld í Chile hafa með aðstoð sérfræð- inga sett saman áætlun um hvernig hjálpa eigi mönn- unum að standast þá líkamlegu og andlegu þolraun sem þeir standa frammi fyrir næstu mánuði. Meðal annars verður lögð áhersla á að sjá til þess að menn- irnir verði örugglega nógu grannir til að hægt verði að hífa þá alla upp mjó göng sem ráðgert er að bora niður til þeirra á næstu mánuðum. Áður höfðu námumennirnir sent forseta Chile, Seb- astian Pinera, örvæntingarfulla áskorun um að sjá til þess að þeim yrði bjargað eins fljótt og auðið væri og komið „út úr þessu helvíti“. 1 2 3 4 Estudio R. Carrera fyrir 38 cm 66 cm BJÖRGUNARGÖNG BORUÐ Strata 950-borinn Ath.: Hlutföllin í teikningunni eru ekki rétt Tækið vegur um 40 tonn og notar steyptar plötur. Verið er að setja borinn saman og borunin ætti að geta hafist í næstu viku Borar fyrst lóðrétt göng í gegnum fast berg, niður að athvarfi námu- mannanna Þegar borinn kemur að athvarfinu verða aðrir borar notaðir til að víkka göngin þannig að hægt verði að hífa mennina upp Námumennirnir verða hífðir upp í hylki þegar göngin eru orðin nógu breið NÁMUMÖNNUM Í CHILE BJARGAÐ Björgunarmenn eru að koma fyrir bor sem nota á til að bora göng til 33 námumanna sem hafa verið innlyksa í kolan ámu í Chile í þrjár vikur. Talið er að það taki allt að fjóra mánuði að bjarga mönnunum. Inngangur Gull- og kopar- vinnslusvæði 0 m 10 0 20 0 30 0 40 0 50 0 60 0 70 0 80 0 SAN JOSE GÖNGIN Aðalgöng Loftræstistokkur Aðalgöngin hrundu hér 5. ágúst Athvarf Mennirnir hafa dvalist í 50 fm athvarfi eftir hrunið Verkstæði Heimildir: El Mercurio, La Tercera Bortæki Opnaði stokk sem notaður er til að hafa samband við námumennina og senda þeim matvæli. Fyrsti fjarstýrði gangakanninn kom um 20 metra frá athvarfi mannanna á sunnudag Annar kanni Komst að athvarfinu á mánudagskvöld. Notaður til fjarskipta Ný borhola Það gæti tekið þrjá til fjóra mánuði að grafa hana Verða í „helvíti“ í fjóra mánuði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.