Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 11
Nýlega var vefverslunin Kolors opn- uð en hún selur handunnar og um- hverfisvænar hliðar- og handtöskur. Töskurnar, sem eru framleiddar af bandaríska fyrirtækinu Ecoist, skera sig úr að því leyti að þær eru búnar til með því að endurvinna t.d. sælgætisbréf, gosflöskumiða, strika- merki, dagblöð og tímarit sem ann- ars hefðu endað sem landfylling og er þannig stuðlað að hreinni nátt- úru. „Ecoist er með samning við Coca Cola Company, Disney, Aveda og fleiri fyrirtæki og fá frá þeim hráefni sem hefði annars verið hent, misprent o.fl., og er það notað í tösk- urnar. Það er búið að bjarga mörg- um tonnum af rusli og nota í tösk- urnar en það hefði annars verið notað í landfyllingu,“ segir Jónína Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Kolors. Umhverfisvænt frá a til ö Áætlað er að samstarf Ecoist og fyrrnefndra fyrirtækja hafi í gegn- um árin komið í veg fyrir að um 15 milljónir af sælgætis- og gos- umbúðum væru urðaðar. „Þetta er umhverfisvænt frá a til ö,“ segir Jónína. „Ecoist er í samvinnu við náttúruverndarsamtökin Trees for the Future sem gróðursetja tré fyrir hverja selda tösku og er gróðursett á svæðum sem hafa orðið fyrir náttúruhamförum. Svo eru tösk- urnar framleiddar í Mexíkó og Perú eftir Fair Trade-stefnunni,“ segir Jónína en stefnan gengur í grófum dráttum út á sanngjörn laun og vinnutíma starfsfólks. Að sögn Jónínu hafa umhverfis- vænar vörur verið að sækja mjög í sig veðrið undanfarið og þykja tösk- urnar flottar. T.a.m. má í myndinni Sex and the City 2 sjá Samönthu (Kim Cattrall) skarta silfurlitaðri tösku frá Ecoist en að auki hafa fjöl- margar stjörnur í Hollywood keypt sér umhverfisvæna tösku frá Ecoist, t.d. Cameron Diaz, Paris Hilton o.fl. „Sjálf hef ég fengið mjög góð við- brögð við töskunum. Fólk spyr hvar ég hafi fengið þær og úr hverju þær séu. Þegar ég svara ætlar fólk varla að trúa mér,“ segir Jónína. Töskur úr sælgætis- umbúðum Skemmtileg Taskan er endurunnin úr Diet Cherry Coke flöskumiðum. www.kolors.is Litrík Taska úr sælgætisumbúðum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Járn Alexander og Katrín utan við Prófílstál og Pelo. Á þakinu má sjá sólpallinn góða fyrir viðskiptavinina. Útsýnið er ekki amalegt þegar setið er í sófanum á Pelo og beðið eftir að komast í klipp- istólinn, þar er horft yfir Sundahöfn og fjallahring- urinn tignarlegur: Esjan, Akrafjallið, Skálafellið, Móskarðahnjúkar og Úlf- arsfellið njóta sín vel og eru eins og lifandi málverk. „Fólk gleymir alveg að skoða blöðin sem liggja hér á borð- inu, það fer alltaf að horfa út um gluggana,“ segir Katrín og bætir við að hægt sé að smeygja sér út um stóran glugga hlé- megin og út á þak, þar sem er sólríkur pallur, borð og stólar og þar geti kúnnarnir setið og fengið sér kaffi á meðan þeir bíða. Katrín segir að margir þeirra fastakúnna sem voru vanir að koma til hennar á þeim stað sem hún vann áður á hafi fylgt henni og komi nú á Pelo, en hópur við- skiptavinanna fer sístækkandi. „Gamlir skólafélagar hafa verið að bætast í hópinn og eftir að ég setti stofuna á Facebook hefur fjölgað enn frekar í kúnnahópnum.“ Karlarnir sem starfa í hverfinu hafa verið duglegir að koma á stofuna og láta Katrínu snyrta sinn koll og Al- exander pabbi hennar játar fúslega að hann hafi stundum hvatt við- skiptavini vélsmiðjunnar til að láta klippa sig á loftinu og það hefur geng- ið eftir. Alexander er líka alsæll með það hversu stutt er fyrir pabba gamla að fara í heimsókn til dótturinnar og fá kaffisopa. Klipp Alexander smíðaði þennan grip handa Katrínu og gaf henni. Facebook: Pelo hárstofa MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ - ÞAÐ ER TENGI Eigum mikið úrval af hreinsiefnum fyrir heita potta HEILSUNUDDPOTTAR Daglegt líf 11 Óformleg könnun var gerð á því hvað körlum þætti kynþokkafullt við konur sínar. Eftirtalið er það sem komst á topp tíu listann:  Þegar þú ert án farða. Margir nefndu að þeim þætti kona sín falleg- ust þegar hún er nývöknuð eða með lágmarks farða: Fersk, hrein og nátt- úruleg.  Maginn. Flestar konur eyða mörg- um stundum í að hafa áhyggjur af maganum og í að gera magaæfingar með von um að slétta hann aðeins. En svo virðist sem karlar séu mjög sáttir við að konan sé ekki með þvottabretti. Þeir vilja hafa magann mjúkan og kvenlegan.  Þegar þú gerir þessa hluti sem þú gerir. Rétta manninum finnst skrítnu venjurnar þínar dásamlegar. Hann brosir þegar laglausa konan hans syngur eða þegar hún snýr upp á hár- ið á sér þegar hún hugsar.  Þegar þú sleppir því að nota hár- blásarann og sléttujárnið. Margir karlmenn nefndu í könnuninni hvað þeim þætti fáránlegt hvað konan þeirra eyðir miklum tíma í að blása og slétta á sér hárið þegar þeim finnst þær líta best út með það eins og það er frá náttúrunnar hendi.  Augnhárin. Körlum þykir kyn- þokkafullt þegar kona lítur á þá und- an augnhárunum og hvernig hún not- ar þau til að senda skilaboð.  Leggirnir. Allar gerðir og stærðir af fótleggjum heilla karlmenn. Ef þeir elska konuna, elska þeir leggina.  Þinn stíll. Hvort sem þú ert í tísku eða ekki þá þykir körlum ekkert eins kynþokkafullt og kona sem er hún sjálf. Haltu þig við þinn stíl og hættu að reyna að vera einhver önnur. Maki þinn fílar það ef þú veist hvað virkar vel fyrir þig.  Lyktin af þér. Körlum finnst konan sín nánast alltaf lykta vel.  Þegar þú biður um það sem þú vilt. Lykillinn að farsælu sambandi er að segja frá því sem maður vill eða finnst.  Vinnan þín. Sérstaklega ef þú hef- ur ástríðu fyrir því sem þú gerir og ert ánægð í starfi. Sambönd Reuters Ást Hvort ætli Keith Urban vilji hafa Nicole Kidman með slétt eða krullað hár? Tíu hlutir við þig sem gaurnum þínum finnast kynþokkafullir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.