Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 48
FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 239. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Íslendingur í haldi 2. Útför Hannesar Þórs Helgasonar 3. Öruggur sigur KR í Árbænum 4. Enn lýst eftir Jóni Helga »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ottó Ingi Ottósson vinnur sem meðframleiðandi hjá tölvuleikjafram- leiðandanum Relic Entertainment í Vancouver í Kanada. Hann vinnur þessa dagana að þriðju persónu skot- leiknum Warhammer 40,000: Space Marine, sem er væntanlegur í byrjun næsta árs. »40 Alltaf haft áhuga á tölvuleikjum  Hljómsveitin Of Monsters and Men, sem vann Músíktilraunirnar í ár, flýgur til Rotterdam í Hol- landi í dag. Sveitin fer út á vegum Stage Eu- rope network og Hins hússins og spilar á fernum tón- leikum; Westerpop Festival, Exit Rott- erdam, Koornbeurs og Rottepop. Of Monsters and Men spilar í Hollandi  Í ár mun Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík veita myndum um um- hverfismál sérstaka athygli í flokki sem kallast Nýr heimur og er unninn í sam- vinnu við Nature.is. Sjö myndir verða í flokknum og verður sú besta verð- launuð. Boðað verður til málþings um um- hverfismál, auk þess sem leikstjórar tveggja mynda í flokknum koma til landsins, þau Marc Wolfensberger og Sylvie Van Brabant. Umhverfismyndir í öndvegi á RIFF Á laugardag Norðvestan 3-8 m/s, en hvassari NA-lands. Léttir til S- og V-lands, en rign- ing fram eftir degi á norðaustanverðu landinu. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast S-lands. Á sunnudag Suðlæg átt og lítilsháttar væta SV-til, annars skýjað með köflum. Hiti yf- irleitt 8 til 13 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæglætisveður. Skýjað með köflum og þurrt að mestu. Hiti 7 til 14 stig að deginum, hlýj- ast sunnantil. VEÐUR KR-ingar eru komnir að hlið Breiðabliks og eru tveimur stigum á eftir toppliði ÍBV eftir öruggan sigur á Fylk- ismönnum í Árbænum í gær, 4:1. Þeir hafa unnið sex leiki í röð undir stjórn Rún- ars Kristinssonar og eru til alls líklegir í lokaslagnum um Íslandsmeistaratitilinn. Tvö stórglæsileg mörk í við- bót litu dagsins ljós á Fylk- isvellinum. »4 KR komið í slag- inn um titilinn Einar Hólmgeirsson mætir til leiks með nýju liði í þýska handboltanum í kvöld. Hann spilar nú með nýliðunum Ahlen-Hamm, og fyrsta verkefnið er að spila gegn gömlu félögunum í Grosswallstadt. Einar lenti á dög- unum í vandræðum vegna meiðsla einu sinni enn en sagði við Morgunblaðið að hann væri að lík- indum búinn að hrista þau af sér. »3 Einar byrjar á að mæta gömlu félögunum Efnilegasta frjálsíþróttafólk landsins verður flestallt á Akureyri um kom- andi helgi. Þar fer fram Norður- landamótið fyrir 19 ára og yngri, á laugardag og sunnudag, og 33 ís- lenskir keppendur taka þar þátt. Ís- land og Danmörk tefla fram sameig- inlegu liði í baráttu við sterk lið Norðmanna, Svía og Finna. »2 Þau efnilegustu verða á Akureyri um helgina ÍÞRÓTTIR Kristján Jónsson kjon@mbl.is Þarf klukka endilega að vera bara klukka? Ekki endilega og Þórunn Árnadóttir hefur hannað nýja, skrítna klukku, Sasa Clock. „Þetta er tannhjól á vegg, það snýst og á hjól- inu hvílir perlufesti,“ segir Þórunn. „Á fimm mínútna fresti dettur perla niður af hjólinu, niður strenginn og maður les á litnum á henni hvað klukkan er. Það er líka hægt að stöðva alger- lega tímann, losna undan klukkunni, þá tekur maður perlufestina af og hefur hana um hálsinn. Þá er bara farið eftir sínum eigin tíma! Festina má miða við 12 stundir eða 24 stund- ir, fólk getur valið.“ Þórunn er 27 ára gömul, hún lauk BA-námi í vöruhönnun við Listaháskólann hér heima og er nú á öðru ári í meistaranámi við Royal College of Arts í London. Hún hlaut nýlega verðlaunin Best Product fyrir klukkuna á stórri sýningu er nefnist New York International Gift Fair og nú þegar er fyrirtæki að undirbúa framleiðslu á klukkunni. Þórunn fékk einnig nýlega við- urkenningu á sýningunni Oslo Tri- ennale 2010 fyrir hugmynd að sér- stökum hanska sem nota mætti í kerfi, Hitchhiker, þar sem keppt væri að því að nýta betur laus sæti í einkabílum í umferð stórborga. Fólk á puttanum getur veifað sjálflýsandi hanskanum og sýnt með merkjamáli hvert það sé að fara. Hún fékk hugmyndina að klukk- unni með því að kynna sér tímaskyn margra Afríkuþjóða, a.m.k. eins og það var. Þær hafi ekki verið þrælar einhverrar tifandi klukku. „Þetta er eiginlega vestræna tímahugtakið sem mætir því afríska, tannhjól iðnmenningarinnar er á veggnum. Perlurnar eru úr tré og lit- irnir innblásnir af afrískum stíl. Þetta er málamiðlun milli þessara tveggja heima. Í Eþíópíu telja menn ennþá tímann ekki nákvæmar en í fimm mínútum.“ Klukka sem ekki stýrir okkur  Íslenskur vöruhönnuður hlaut verðlaun á stórri sýningu í New York Ljósmynd/ Dan Koval Hönnuðurinn Þórunn undir Tré, veggskrauti/ hillu sem hún hannaði, efnið í kössum og skúffum er krossviður og vegglímmiðar. Hægt er að fá verkið í gráum tónum, þá nefnist það Ský; pakka má öllu saman í stærsta kassann. Fæ ég far? Teikningar sem eiga að skýra merkjamál Hitchhiker. Tíminn Sasa Clock, mismunandi litir á perlunum segja til um tímann. Ljósmynd/Þórunn Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.