Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010 Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Undanfarið hefur átakið „Á allra vörum“ staðið yfir til styrktar Ljós- inu sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabba- meinsgreinda og aðstandendur þeirra. Ljósið fagnar fimm ára af- mæli á þessu ári og er tilgangur átaksins að safna fyrir framtíð- arhúsnæði undir starfsemina. Söfn- unarátakið nær svo hápunkti með skemmtiþætti sem hefst klukkan 21 í kvöld og verður í opinni dagskrá á Skjá 1. Einstaklingar sem nýta sér þjónustu Ljóssins kallast ljósberar og eiga allir það sameiginlegt að hafa persónulega reynslu af krabba- meini. Annað hvort sem sjúklingar eða sem aðstandendur. Þegar blaðamaður og ljós- myndari Morgunblaðsins kíktu í heimsókn til Ljóssins var þar nóg um að vera, matarilm lagði um hús- ið og iðnir ljósberar voru í óða önn að undirbúa söfnunarþáttinn. Greinileg stemning var í hópnum og ekki var laust við að eftirvænting lægi í loftinu. Ekki mátti sjá bölmóð eða neikvæðni á nokkrum manni. Efla lífsgæði fólks Erna Magnúsdóttir er forstöðumaður og stofnandi Ljóss- ins. Hún segir markmið Ljóssins vera að efla lífsgæði fólks sem greinist með krabbamein og blóð- sjúkdóma og aðstandendur þeirra. „Endurhæfingin snýst meðal annar um að styrkja andlegan, fé- lagslegan og líkamlegan þrótt fólks en kyrrseta og innilokun geta verið verstu fylgifiskar krabbameins“. Erna segir starf Ljóssins ekki síst snúast um að styrkja aðstand- endur þeirra sem greinist með krabbamein en sá hópur á það til að gleymast. Stuðningurinn er í boði frá greiningu og eins lengi og þörfin er. Heilsuefling og handverk Fjölmargt er á boðstólum hjá Ljósinu svo sem heilsuefling, hand- verkstímar og sjúkraþjálfun. Sem dæmi um handverk sem ljósberum stendur til boða eru fluguhnýtingar, trévinna, ullarþæfing og útskurður. Ljósið á einnig í samvinnu við lík- amsræktarstöð Hreyfingar í Glæsi- bæ þar sem ljósberar fá aðgang að bæði tækjum og leikfimitímum. Starfsemin er nú til húsa á Langholtsvegi 43 og þar er alltaf heitt á könnunni. Hjá Ljósinu má meðal annars fá hollan hádegisverð gegn vægu gjaldi og svo er þar handverk og skartgripir til sölu fyr- ir þá sem vilja styrkja starfið. Þó svo meirihluti ljósbera séu konur þá er starfið hugsað fyrir bæði kynin. Erna segir að mikið kapp sé lagt á að hvetja karla sem greinist með krabbamein til að koma og taka þátt í starfinu. Þeir séu oft feimnari við að leita sér að- stoðar þegar áföll ríði yfir. Ljósið stendur því fyrir sérstökum fræðslufundum fyrir karlmenn og hafa slíkir fundir notið vaxandi vin- sælda. Háð styrkjum og framlögum Starfsemi Ljóssins er að mestu háð styrkjum og frjálsum fram- lögum. Starfið hefur vaxið mjög undanfarin misseri og nú þarf að tryggja þjónustuna til frambúðar. „Við höfum alltaf bjargað okk- ur sjálf en nú er komið að þeim tímapunkti að við þurfum að tryggja framtíð Ljóssins. Það er okkur mikilvægt að eignast eigið húsnæði,“ segir Erna Magnúsdóttir og leggur áherslu á að umhverfið þurfi að vera heimilislegt og nota- legt. Meginfjáröflunarleið „Á allra vörum“ átaksins hingað til hefur verið sala á Dior varaglossi sem varla hefur farið fram hjá mörgum. Salan fór kröftuglega af stað 13. ágúst síðastliðinn þegar Dorrit Mo- ussaieff, forsetafrú, festi kaup á fyrsta varaglossinu en þau seldust svo upp á undraskömmum tíma. Söfnunarátakið nær svo hámarki með sjónvarpsþættinum „Á allra vörum“ sem verður sendur út beint, í opinni dagskrá, á Skjá einum klukkan níu í kvöld. Meðal þeirra sem leggja út- sendingunni lið eru fjölmargir af vinsælustu listamönnum þjóð- arinnar. Má þar nefna hljómsveitir á borð við Reiðmenn vindanna, Diktu, Hjaltalín og Pál Óskar. „Okkur mikil- vægt að eignast eigið húsnæði“  „Á allra vörum“ safnar nú fyrir framtíðarhúsnæði Ljóssins, sem er stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda Morgunblaðið/Eggert Útileikfimi Ljósið leggur mikið upp úr hollu líferni, hreyfingu, útiveru og góðum félagsskap. Þessar hressu konur iðkuðu leikfimi og jóga í samræmi við það þegar ljósmyndara bar að. Hjólatúr Ljósberarnir Magnús og Valgý á leið í hjólatúr. Nákvæmni Sólveig og Nína Karen sauma hér slæður sem Ljósið selur. List Sigríður Erna Einarsdóttir ljósberi mundar pensilinn listamannslega. Ljósberar » Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og að- standendur þeirra. » Ljósið fagnar fimm ára af- mæli á þessu ári. » Söfnunarátakinu „Á allra vörum“ er ætlað að tryggja Ljósinu framtíðarhúsnæði. » Söfnunin nær hámarki í opinni dagskrá á Skjá 1 í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.