Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 38
38 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
HVAÐ ÁTTU
VIÐ MEÐ AÐ
ÞAÐ GERIST
EKKERT Í ÞESSU
SAMBANDI? ÞAÐ
Á EKKERT AÐ
GERAST Í ÞESSU
SAMBANDI!
HELDUR ÞÚ AÐ
FÓLK LJÚGI OFT
HVORT AÐ ÖÐRU?
JÁ, ÉG HELD
AÐ FÓLK LJÚGI
AÐEINS TIL AÐ
AUÐVELDA
SÉR LÍFIÐ
ÉG REYNI SAMT
ALLTAF AÐ VERA
HREINSKILIN
ÁTTU
NOKKUÐ
KLINK?
NEI,
ÞVÍ
MIÐUR
VARSTU EKKI AÐ ENDA
VIÐ AÐ SKIPTA SEÐLI?
HVAÐ ÁTTU
EIGINLEGA VIÐ?
ÉG HEYRÐI EKKI HVAÐ
ÞÚ SAGÐIR... EINHVER
ÖSKRAÐI ÞEGAR ÖLL
LJÓSIN SLOKKNUÐU
MÉR
TÓKST
ÞAÐ!
ÉG SOGAÐI Í MIG ALLT
RAFMAGNIÐ Í BORGINNI!
ÉG ER Í RAUN
KÓNGU
KALLI, VIÐ
ERUM BÚIN
AÐ RÆÐA
ÞETTA
EF ALLIR VITA ÞAÐ,
AF HVERJU ÞURFTIR ÞÚ
AÐ SEGJA MÉR ÞAÐ?
ÞAÐ ER VITAÐ MÁL AÐ
ÞÚ ERT BARA ANNARS
FLOKKS MANNESKJA!
HRÓLFUR, VIÐ ÞURFUM
AÐ TALA SAMAN! UM
HVAÐ?
UM
DRYKKJUNA
ÞÍNA!
ALLT Í
LAGI...
EN FYRST ÆTLA ÉG AÐ
NÁ MÉR Í MEIRI BJÓR
Berjatínsla til
fjáröflunar
Mig langar til að benda
strákum og stelpum í
björgunarsveitum að
koma á Snæfellsnesið
og tína ber til að selja
sér til fjáröflunar. Hér
er allt blátt og svart af
berjum.
Gréta, Arnarstapa,
Snæfellsnesi.
Gleraugu í óskilum
Síðan á Menningarnótt
eru gleraugu í leður-
hulstri í óskilum í af-
greiðslu Listasafns Íslands. Upplýs-
ingar í síma 515-9620.
Góð viðskipti
Þann 3. ágúst sl. keypti ég fisk í mat-
inn í Hagkaup í Kringlunni. Hann
reyndist svo skemmdur en versl-
unarstjórinn var sérstaklega al-
mennilegur og vildi allt fyrir mig
gera, ég fékk að skila honum.
Ánægður viðskiptavinur.
Kisa er saknað
Svalur er týndur.
Hann er loðinn, koks-
grár og hvítur, blanda
af skógarketti og
persa. Hann týndist í
landi Skálabrekku í
Þingvallasveit í júlí.
Hann er örmerktur og
gæti verið með bláa ól.
Valur, bróðir Svals, er
leiður og hálf-
þunglyndur, ekki sjálf-
um sér líkur; hann
saknar vinar. Verði
einhver var við Sval,
vinsamlega hringið í
síma 847-4970. Guðrún
svarar.
Ást er…
… þegar auglitið segir
allt sem segja þarf.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-16,
bingó kl. 13.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans í
Ásgarði, Stangarhyl 4, sunnudagskvöld
kl. 20, Sighvatur Sveinsson leikur fyrir
dansi.
Félagsheimilið Gjábakki | Kynning á
vetrarstarfseminni kl. 14. Þar munu hin-
ir ýmsu hópar, FEBK og Glóð kynna
fyrirhugaða starfsemi í sept.-des. Allar
ábendingar og óskir vel þegnar. Skrán-
ing á námskeið á sama tíma. Heitt á
könnunni. Félagsvist kl. 20.30.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Félagsvist FEBG kl. 13, innritun í
íþrótta- og tómstundanámskeið á
haustönn lýkur í dag. Opið í Jónshúsi
kl. 9.30-16.
Félagsstarf Gerðubergi | Opið kl. 9-
16.30, m.a. prjónakaffi kl. 10, stafganga
kl. 10.30. Postulínsnámskeið hefst
þriðjud. 7. sept., kennari Sigurbjörg Sig-
urjónsd. Unnið er að haust- og vetrar-
dagskrá, ábendingar óskast. Fyrirhuguð
er haustlitaferð mánud. 13. sept., nánar
kynnt síðar. Uppl. á staðnum og í s.
5757720.
Háteigskirkja - starf eldri borgara |
Dömubrids, aðstoð kl. 13 og kaffi.
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, mat-
ur kl. 11.45, bingó kl. 13.30.
Hraunsel | Opið kl. 9-16. Morgunrabb
kl. 9, brids kl. 12. Haustdagskráin kem-
ur í september. Sími 555-0142.
Hvassaleiti 56-58 | Bingó kl. 13.30.
Kaffisala kl. 14.30-15.30.
Norðurbrún 1 | Þriðjudaginn 31. ágúst
kl. 14 verður kynning á frístundastarfinu
í vetur. Starfið hefst miðvikudaginn 1.
sept. Nánari upplýsingar í s. 411-2760.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaað-
gerðir kl. 9-16, matur kl. 11.45-12.45,
sungið við flygilinn kl. 13.30-14.30, kaffi
kl. 14.30-14.45, dansað í aðalsal kl.
14.30-16.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Morgun-
stund kl. 9.30, Boccia kl. 10, handa-
vinnustofan opin, framh.sagan kl. 12.30,
stóladans kl. 13.15, frjáls spilamennska.
Bingó kl. 13.30. Uppl. í síma 411-9450.
Guðmundur Stefánsson heyrðiþað í fréttum að mannasæði
væri flokkað sem landbúnaðarvara
við innflutning og því bæri að
greiða af því viðeigandi tolla. „Það
ætti að gera íslenska bændur sam-
keppnisfærari í þessum bransa,“
segir hann og bætir við:
Starfið ætti að gleðja geð
og gróða úr tapi venda.
Sæðisskammtinn myndi með
mjólkurbílnum senda.
Ármann Þorgrímsson var ekki
lengi að bæta við:
Fortíðar ég fyllist þrá,
frelsis vonir dvína,
kemur bráðum kvóti á
karlmennskuna mína.
Þá bætti Jón Arnljótsson við í
léttum dúr:
Hamast við að hugsa „ljótt“,
svo heftist ekki flæði.
Guðmundur mun geldast fljótt,
gefi hann mikið sæði.
Helgi Zimsen lagði orð í belg:
Á vaxtarsprota vert ég tel
verklag nýtt að kynna.
Nota mætti mjaltavél
svo minnki handavinna.
Sigrún Haraldsdóttir benti á að
það væri um að gera að nýta eldri
búnað, sem til væri á bæjum, áður
en framleiðslan yrði send í sam-
lagið:
Vökvann þarf að vakta heima
og verja fyrir músunum,
afurðina er gott að geyma
í gömlu mjólkurbrúsunum.
Björn Ingólfsson taldi að það
þyrfti frekari verklýsingu:
Að nota sér róbot er nútímalag
með nýtingu og afköst á hreinu.
Þannig er mjaltað þrisvar á dag
og þar komast fjórir í einu!
Óttar Einarsson kom í sumar á
kaffistofu Samkaupa í Hrísalundi á
Akureyri og fannst áberandi hve
margir gestanna voru með sixpens-
ara sem svo voru kallaðir.
Þarna situr lúið lið,
laust frá ævistraffi,
sixpensarasambandið
og sötrar Bragakaffi.
Hann tekur fram að Bragakaffi
var brennt og malað á Akureyri og
tengdist KEA og Framsókn í gamla
daga.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af sæði og landbúnaði
Fáðu úrslitin
send í símann þinn