Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010
✝ Kristín Jóna Jóns-dóttir var fædd í
Reykjavík 30. sept-
ember 1924. Hún lést
á hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ 12. ágúst sl.
Kristín var dóttir
Jóns Helgasonar, f.
1892 á Ósabakka á
Skeiðum, d. 1964,
verkamanns hjá
Kveldúlfi í Reykjavík,
og k.h. Valdísar Jóns-
dóttur húsmóður, frá
Seljatungu í Flóa, f.
1897, d. 1984. Aðrar
dætur þeirra voru Jenný, f. 5.3.
1922, d. 23. maí sl., gift Antoni G.
Axelssyni flugstjóra, f. 1920, d. 1995,
en þau áttu fjögur börn; og Krist-
jana Esther, f. 5.3. 1927, gift Hlöðver
Kristjánssyni rafvirkja, f. 1925, d.
2003, bónda í Skálmholti í Flóa og
Ey í Landeyjum, síðar öryggisfull-
trúa; þau áttu níu börn.
Kristín ólst upp í foreldrahúsum á
Hverfisgötu, gekk í Ingimarsskól-
ann við Lindargötu, lauk þaðan
gagnfræðaprófi. Hún fór ung að
vinna í verzlun VBK á Vesturgötu
og hjá Eiríki Hjartarsyni, en veiktist
18 ára af berklum, lá heilt ár á Vífils-
stöðum, en náði fullum bata. Vann
Þau Kristín áttu fyrst heimili á
Miklubraut 9 og sex ár á Shellvegi
8B, en á Langholtsvegi 8 frá 1954,
þar sem þau byggðu nýtt hús á
næstu árum. Síðustu árin var hún á
Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ og
naut þar góðrar aðhlynningar í veik-
indum sínum.
Börn Jens og Kristínar: 1) Jón
Valur, f. 1949, guðfræðingur, ætt-
greinir og prófarkalesari. Fyrri k.h.:
Elínborg Lárusdóttir blindraráð-
gjafi (skildu). Börn þeirra: a) Katrín,
f. 1976, MA í alþjóðasamskiptum,
var gift Quincy Uzo sjúkraliða, dótt-
ir þeirra: Chinyere Elínborg, f. 2001.
b) Þorlákur, f. 1978, stúdent. Stjúp-
sonur Jóns, sonur Elínborgar, er
Andri Krishna Menonsson, f. 1968,
tannlæknir í Ósló, í sambúð með
Ritu Jörgensen tölvunarfr. – Seinni
kona Jóns: Ólöf Þorvarðsdóttir fiðlu-
leikari (nýskilin). Börn þeirra: c) Sól-
veig, dó á 2. degi, 1998, d) Ísak, f.
1999, e) Sóley Kristín, f. 2001. 2)
Karitas Jensdóttir, f. 1952, bóka-
safnsfræðingur, var gift Agli Harð-
arsyni verkfræðingi. Synir þeirra: a)
Axel Viðar, f. 1977, MA í Evr-
ópufræðum, kvæntur Katherine
Anne Brenner nema. b) Pétur Már, f.
1983, bílstjóri hjá Póstinum, í sam-
búð með Guðrúnu Helgu Guðmunds-
dóttur. 3) Kolbrún Jensdóttir, f.
1952, hjúkrunarfræðingur.
Útför Kristínar fer fram frá Ás-
kirkju í Reykjavík í dag, 27. ágúst
2010, og hefst athöfnin kl. 15.
síðar í hálfri og heilli
vinnu sem verzl-
unarkona í Umboðs-
sölunni o.fl. fata- og
vefnaðarvörubúðum
og í söluturnum, einn-
ig mikla sjálfboðaliða-
vinnu eftir miðbik æv-
innar, mest í
Rvíkurdeild Rauða
kross Íslands, á Grens-
ási og Borgarspítala
og við skipulag heim-
sóknarþjónustunnar.
Félagsstörf stundaði
hún í Keðjunni, félagi
vélstjórakvenna, og Safnaðarfélagi
Ásprestakalls.
Árið 1947 lauk hún námi við Hús-
mæðraskólann á Ísafirði og hélt síð-
an fjölskyldu sinni fallegt heimili.
Kristín giftist 21. október 1947
Jens Hinrikssyni, f. í Reykjavík
21.10. 1922, d. 2.8. 2004. Foreldrar
hans voru Hinrik Hjaltason, vélstjóri
og járnsmíðameistari á Norðfirði, og
k.h. Karitas Halldórsdóttir. Var Jens
vélstjóri á togurum, lengst yfirvél-
stjóri á Úranusi, en kom í land 1953,
var vaktstjóri í Áburðarverksmiðj-
unni um áratuga skeið, en síðast
safnvörður í Sjóminja- og vélsmiðj-
umunasafni Jósafats bróður síns.
Samferð okkar var að ljúka. Nú
sat ég hjá henni síðustu stundina.
Hún hafði borið mig undir belti, ég
lifði af aðgerð góðs læknis, Gunnars
Cortes, er stórt æxli hjá mér í móð-
urlífi var fjarlægt; mamma blessaði
hann æ síðan eins og Helga lækni á
Vífilsstöðum þar sem hún frelsaðist
frá berklum 19 ára.
Margir höfðu komið að sjúkra-
beðnum dag hvern, eftir að hún lam-
aðist öðrum megin og missti málið.
Um miðnætti eftir vinnu komst ég
aftur til hennar, hélt um hönd henn-
ar, strauk ennið á þjáðri ásjónu
hennar, ræddi okkar einkamál, las
úr tveimur Davíðssálmum, söng Ó,
Jesú bróðir bezti. Þar missti ég af
henni, var orðinn einn í myrkrinu.
Mamma var minn trúnaðarvinur,
gaf svo margt af sér. Öruggt skjól
fyrir lítinn dreng að koma úr skóla
eða frá leik, vakandi umhyggja,
bezta atlæti, í mat og drykk sem
öðru. Oft vorum við systkinin ein
með mömmu, meðan pabbi vann
langar stundir, spiluðum spil eða
hlustuðum í stofunni á útvarpsleikrit
og þætti Svavars Gests og Sveins
Ásgeirssonar. Í húsinu nutum við
þess að hafa afa minn og ömmur
tvær, foreldrar hennar áttu íbúð þar.
Af myndarskap var um það hugsað,
húsið sem pabbi lagði svo mikið í og
garðinn sem mamma ræktaði. Bjart
var yfir staðnum, ekki sízt á svöl-
unum á sólskinssumrum.
Yndislegt var seinna að fá þau til
mín og minna í Englandi, þau buðu
okkur til Cornwall í sumardvöl við
ströndina. Þar og seinna nutu þau
sín í afa- og ömmuhlutverkinu.
Mamma var slegin þunglyndi á
bezta aldri, var um tíma á geðdeild,
náði sér á ný, unz það leitaði á löngu
seinna með þrálátum kvíðaköstum
sem komu og fóru, með sjúkrahús-
vist, en helzta líknin rafmagnsmeð-
ferð. Pabbi var hjá henni daglega,
umvafði með ást og fagnaði henni, er
hún kom heim á ný, oft full af þrótti,
vaknandi fyrir sjö, búin að baka og
fara í sund áður en margir byrja dag-
inn.
Myndarskapur einkenndi hana og
glatt á hjalla þegar tveir sauma-
klúbbar samlyndra systra, frænkna
og beztu vina komu saman í stofunni
og nutu hennar góðu veitinga. Hún
var listakokkur, kökurnar bráðna
enn í munni manns.
Eftir mikla baráttu, fyrir og eftir
andlát pabba 2004, þar sem skiptust
á skin og skúrir, m.a. erfiðir dval-
artímar á geðdeild LSH, þar sem
hún naut þó ómetanlegrar hjálpar
Gísla Þorsteinssonar læknis, starfs-
manna hans og góðra og gefandi
vistmanna eins og Helgu I., bless-
aðrar minningar, fékk hún nýtt at-
hvarf í Skógarbæ. Þar var þakksam-
lega vel að henni hlúð. Fékk þar
brátt eigið herbergi, svo að gera
mátti heimilislegt í anda fyrri heim-
kynna, með fjölskyldumyndir uppi
við, málverk hennar og stóra vef-
verkið frá Ísafirði, úr skólanum sem
hún minntist með gleði. Aldrei þurfti
hún aftur á spítaladvöl að halda eftir
komuna í Skógarbæ, þótt þunglyndi
leitaði á með vanlíðan. Við þökkum
góðu stundirnar á milli. Sterk voru
beinin, hún á 86. ári, hafði þolað mik-
ið.
Kæru Ester og frændfólk, Daja,
Hilda, Ósk og aðrir, við systkinin er-
um þakklát fyrir alla ykkar um-
hyggju.
Guð blessi móður mína, minningin
um gæzku hennar og mildi sé með
okkur öllum.
Jón Valur Jensson.
Elsku mamma, okkur langar til að
minnast þín í fáum orðum þegar þú
nú hefur kvatt þetta líf.
Mamma var jákvæð og bjartsýn
að eðlisfari. Hún var einnig hlý per-
sóna og nutum við þess mjög í fjöl-
skyldunni. Það var því alltaf gott að
leita ráða hjá henni þegar á þurfti að
halda. Var hún einnig sérstaklega
góður hlustandi og gaf mikið af sér
til annarra. Á kveðjustund leita á
hugann ótal góðar minningar.
Mamma var laghent við sauma-
skap og saumaði flíkur á okkur í fjöl-
skyldunni á yngri árum og sparaði
því fjölskyldunni mikið. Hún var hin
hagsýna húsmóðir.
Mamma var félagslynd og naut
þess að starfa með konum í kven-
félaginu Keðjunni, sem er fé-
lagsskapur vélstjórakvenna. Einnig
með Rauða krossinum, en þar starf-
aði hún í mörg ár sem sjálfboðaliði í
heimsóknarþjónustu.
Mamma átti traustar og góðar vin-
konur. Teljum við að öðrum ólöst-
uðum að þar megi nefna Hildu, Daju
og Mundu, systur hennar Jennýju og
Ester og frænkurnar í móðurætt.
Mamma hafði yndi af ferðalögum
og fóru þau pabbi saman ófáar ferðir
innanlands sem utan og á efri ár-
um til Kanaríeyja. Mamma hafði
einnig ánægju af orlofsferðum hús-
mæðra, og nutum við systurnar þess
að fara með henni í sumar þeirra.
Mamma og pabbi voru góðir fé-
lagar í gegnum lífið og studdu hvort
annað þegar veikindi eða aðrir erf-
iðleikar steðjuðu að. Það reyndist
mömmu því þungbær reynsla þegar
pabbi lést fyrir sex árum. Þar missti
hún sinn góða lífsförunaut um 57 ára
skeið. Átti hún fáar ánægjustundir
eftir að pabbi lést, en átti þó góða
daga öðru hvoru þess á milli. Þung-
lyndi, sem hafði áður herjað á hana,
glímdi hún við í nokkur ár og fluttist
á hjúkrunarheimilið Skógarbæ fyrir
fjórum árum. Þar naut hún góðrar
umönnunar, þótt hún hafi ekki getað
notið þess sem skyldi þegar þung-
lyndið sótti á hana.
Það var svo 12 dögum áður en hún
lést að hún fékk heilablóðfall og al-
varleg líkamleg veikindi fylgdu í
kjölfarið. Teljum við það því Guðs
blessun að hún fékk að fara þetta
fljótt og þurfti ekki að þjást lengur
andlega sem líkamlega.
Elsku mamma, hvíl þú í friði.
Minningin lifir í hjörtum okkar.
Þínar dætur,
Kolbrún og Karitas.
Það er komið að kveðjustund að
sinni.
Amma Stína er komin á betri stað
þar sem hún hittir Jens afa fyrir.
Amma átti erfitt uppdráttar eftir
að afi dó fyrir sex árum, en það
gladdi ávallt hjarta mitt þegar ég
hitti á hana á góðum degi þessi síð-
ustu ár og hún var eins og hún átti að
sér að vera.
Amma Stína var ótrúlega seig
kona og ósérhlífin og hún vann ef til
vill sinn stærsta sigur í lífinu þegar
hún var 18 ára, er hún vann bug á
hinum mikla skaðvaldi berklum eftir
ársdvöl á Vífilsstöðum. Sú reynsla
hafði eflaust mikil áhrif á allt hennar
líf eftir það og mótaði hana sem
manneskju. Amma var mjög gefandi
manneskja og sinnti sjálfboðastörf-
um á vegum Rauða kross Íslands í
mörg ár, og var hún mjög stolt af því
starfi sínu. Einnig var hún feikilega
listræn, án þess að monta sig af því,
en amma var líklega hógværasta
manneskja sem ég hef kynnst. Hún
stundaði sund til margra ára og lifði
heilbrigðu lífi og lét afa eftir að
keyra heimilisbílinn. Maður gat ekki
annað en brosað þegar maður spurði
ömmu Stínu hvort hún ætlaði ekki að
taka bílpróf, en þá svaraði hún að
bragði: „Jú, ef ég vinn bíl í happ-
drætti!“
Ég á ótal margar og góðar minn-
ingar um ömmu, þessa hlýju og
sterku konu. Við mynduðum strax
náin tengsl þegar hún passaði mig
þegar ég var lítill, og átti ég oft eftir
að fara í heimsókn til hennar og Jens
afa sem barn, unglingur og loks full-
orðinn maður. Ég man eitt sumarið
að ég ákvað að heimsækja hana
reglulega til þess að læra að baka
vöfflurnar hennar víðfrægu sem ein-
att var notið með góðri heimalagaðri
rabarbarasultu. Bakstur og elda-
mennska lá vel fyrir henni og hún
hélt sérlega glæsilegt heimili á
Langholtsvegi 8 í Reykjavík, í hús-
inu sem hún og afi reistu fyrir um
hálfri öld. Amma Stína og Jens afi
voru höfðingjar heim að sækja og
hlýja þeirra endurspeglaðist í hinu
fagra heimili sem fyllt var ýmsum
munum sem þeim áskotnuðust á
ferðalögum þeirra um heiminn. Það
var alltaf gott að heimsækja gömlu
hjónin, skoða með þeim myndir frá
gömlum tíma og spjalla saman yfir
kaffi og heimalöguðu góðgæti. Ég á
kærar minningar um ferðalag okkar
saman til Skotlands fyrir sléttum
tveimur áratugum þegar við geyst-
umst um landið á hinum ýmsu far-
arskjótum og lentum í ýmsum æv-
intýrum.
Amma og afi voru ætíð hvort öðru
mikil stoð og stytta. Nú eru þau sam-
einuð á ný en minningin um ömmu
Stínu og Jens afa mun áfram lifa í
hjörtum okkar.
Megi Guð blessa ömmu Stínu.
Axel Viðar Egilsson.
Amma Stína, þín verður sárt sakn-
að.
Þú varst amma eiginmanns míns,
dóttursonar þíns, en mér fannst sem
þú værir einnig amma mín. Ég vildi
óska að við hefðum átt fleiri stundir
saman á þeim árum sem þú varst heil
heilsu. En þú varst mér góð og
elskurík fram undir það síðasta. Síð-
ustu orð þín til mín voru: „Þú ert svo
góð stelpa.“ Þessi orð yljuðu mér um
hjartarætur … létu mér finnast sem
ég væri elskuð. Ég þakka þér fyrir
þessi orð og ég mun ávallt geyma
þau.
Þú bauðst mig velkomna inn í fjöl-
skylduna og lést mér finnast eins og
ég ætti minn sess þar.
Ég sakna vafflanna þinna og rab-
arbarasultunnar.
Þú varst ein blíðasta manneskja
sem ég hef kynnst og sannarlega
góð.
Ástarkveðjur,
Katherine Anne Brenner.
Hugurinn reikar til baka til ársins
1966. Ég er á sjötta ári og fæ að fara
í langa heimsókn til Stínu frænku og
ömmu Valdísar á Langholtsvegi 8.
Ég er í nýjum hvítum kjól sem
mamma hafði heklað fyrir ferðalag-
ið. Jódís systir er með mér, líka í
hvítum hekluðum kjól. Mamma á von
á barni og okkur komið fyrir á Lang-
holtsveginum um tíma, tilhlökkunin
er mikil. Það var sko dekrað við okk-
ur krakkana á Langholtsveginum og
þar gerðust ævintýr. Hjá ömmu fékk
maður kók í gleri og kleinu við rauða
eldhúsborðið í kjallaranum og Stína
sem bjó á efri hæðinni átti alltaf góð-
gæti að lauma að svöngum krökkum.
En hún hafði líka alltaf tíma til að
spjalla, var svo róleg og yfirveguð,
þolinmóð og ráðagóð. Hún spáði í
bolla og kenndi mér að drekka kaffi,
sagði sögur frá í gamla daga, hló og
skellti sér á lær þegar vel lá á henni.
Með Stínu, Jens og börnum þeirra
fórum við Jódís systir í ferðalög um
landið. Það var farið á Þingvelli í litla
bústaðinn, í Garðinn að heimsækja
ömmu og Einar frænda, í fjöruferðir
að tína sprek og steina og út í Viðey á
flotta loftpúðaskipinu. Það var aldrei
dauð stund og alltaf eitthvað
skemmtilegt að nostra við. Þannig
man ég eftir Stínu frænku minni. En
hún átti líka margar erfiðar stundir.
Lífið var henni ekki alltaf auðvelt og
heilsan ekki alltaf eins og best verð-
ur á kosið, einkum síðustu árin.
Núna eru báðar systur hennar
mömmu fallnar frá á sama árinu og
söknuður mömmu er mikill eftir ævi-
langa samveru og góða vináttu systr-
anna þriggja.
Ég vil með þessum orðum þakka
elsku góðu frænku minni samfylgd-
ina og allar samverustundirnar í
gegnum árin um leið og ég votta Jóni
Val, Kolbrúnu, Karitas og öðrum af-
komendum hennar samúð mína.
Bryndís Hlöðversdóttir.
Elskuleg frænka mín hefur kvatt.
Ég vil minnast Stínu frá því ég var
barn. Mikill samgangur var á milli
mömmu, Stínu og Jennýjar systur
þeirra. Ég man heimili frænku í
Skerjafirðinum og ferðir þeirra
systra með okkur börnin í Nauthóls-
vík þar sem við byggðum sand-
kastala, busluðum og mauluðum
nesti.
Skærari eru minningar frá pínu-
litla húsinu á Langholtsvegi 8: Sól,
litir, kjólar, þolinmæði og hlýja
frænkan sem var alltaf tilbúin að
greiða flókið hár, leysa hnúta í slauf-
um, laga rennilása og annað sem
mæddi á hjá litlum manneskjum.
Allt var svo ilmandi hreint og fallegt
á heimili þeirra hjóna; suðrænir
plastávextir í vírkörfu á eldhúsborð-
inu, gómsæt rúllutertan, litlar smá-
kökur með málsháttum í afmælum
barna hennar og ekki má gleyma vit-
anum hans Jens! Þá voru gleði og
glettni í hásæti. Seinna var „stóra“
húsið reist og þá áttu amma og afi
þar heima ásamt móður Jens, Kar-
ítas.
Stína hafði einstaka frásagnar-
gáfu og var hrein unun að vera þátt-
takandi í minningum hennar! Prakk-
arastrik þeirra systra á Hverfis-
götunni, „hælið“, Húsmæðraskólinn,
hvernig þær kynntust sínum eigin-
mönnum og svo margt annað
skemmtilegt. Fyrir fáum árum átt-
um við nokkrar frænkur ógleyman-
legar samverustundir í bústaðnum
mínum þegar Stína las úr sendibréf-
um og rifjaði upp löngu liðnar stund-
ir – þá var glatt á hjalla!
Því miður átti frænka mín ekki
ánægjuleg ár seinni hluta ævinnar.
Þunglyndi fór illa með hana og
dimmir, djúpir dalir voru ráðandi.
Laugardaginn eftir lát Stínu fórum
við hjónin í langa gönguferð í Þórs-
mörk. Í hughrifum mínum yfir allri
þeirri fegurð, þeim gljúfrum, dölum,
fjallstindum, ám og jöklum, fann ég
sárt til söknuðar. Þær systur gleðin
og sorgin eru oft samferða.
En ég er viss um að Stína frænka
þráði hvíldina og ég vona að hún
njóti nú fegurðar og gleðin sé aftur
hennar. Stór hlekkur er farinn í okk-
ar fjölskyldukeðju, Nína frænka og
Jenný móðir hennar og nú Stína
frænka, allar látnar á þessu ári.
Megi þær hvíla í friði. Við fjölskyld-
an vottum fjölskyldu Stínu samúð
okkar sem og hennar traustu vin-
konum sem ekki gleymdu henni og
voru henni svo góðar.
Blessuð sé minning kærrar
frænku.
Dýpsta sæla og sorgin þunga,
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.)
Erna.
Síðastliðið vor sá ég að baki bæði
systur og móður og nú í byrjun
hausts kveður elskuleg frænka þessa
jarðvist. Undanfarin ár hafa sam-
skiptin ekki verið mikil enda hafði
Stína frænka lokast dálítið inni í
sjálfri sér í sínum sjúkdómi og þess
vegna var erfitt að halda uppi orð-
ræðu. En minningarnar um Stínu
spanna lífið og þegar maður horfir til
baka er maður þakklátur fyrir að
hafa átt slíkan velgjörðarmann sem
Stína var.
Um síðustu helgi keyrði ég upp að
Þingvallavatni með erlenda gesti og
fór ósjálfrátt að horfa eftir húsinu
þeirra Stínu og Jens sem stóð áður
við Langholtsveg 8. Í minningunni
var húsið höll en ég er alltaf jafn
hissa hvað húsið er lítið, bara kofi. Í
minningunni var alltaf ævintýri að
fara í heimsókn á Langholtsveginn.
Þetta litla hús ævintýraheimur með
fullt af furðulegum hlutum og
skúmaskotum. Þarna þeyttumst við
um í ærslagangi og ekki var hún
Stína að hafa óþarfa áhyggjur af því.
Fljótlega hófst Jens handa við að
byggja stærra hús yfir fjölskylduna
og á meðan bjó hún í litla ævintýra-
húsinu við hliðina. Afi Jón og amma
Valdís fluttu í kjallarann ásamt móð-
ur Jens. Langholtsvegur 8 varð
þannig smám saman miðpunktur í
tilveru fjölskyldunnar. Þegar farið
var í heimsókn til ömmu og afa var
alltaf hlaupið upp á loft til Stínu og
Jens og krakkanna.
Þær systur Stína, Jenný og Ester
voru einstaklega samrýmdar í gegn-
um allt lífið. Þótt þær hafi ekki alltaf
búið nálægt hver annarri þá voru
þær í stöðugu sambandi. Í æsku,
þegar mikið lá á að hringja í vin eða
félaga, man ég eftir löngum símtöl-
um þar sem móðir mín var að ræða
við Stínu eða Ester. Bíddu bara ró-
legur, ég er að verða búin.
Nú skilur leiðir, ég þakka Stínu
frænku fyrir samfylgdina og sendi
mínar innilegustu samúðarkveðjur
til frændsystkina minna og fjöl-
skyldna þeirra.
Úlfar Antonsson.
Kristín J. Jónsdóttir