Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010 –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Þann 10.september gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað börnum og uppeldi. Víða verður komið við í uppeldi barna bæði í tómstundum þroska og öllu því sem viðkemur börnum. MEÐAL EFNIS: Öryggi barna innan og utan heimilis. Barnavagnar og kerrur. Bækur fyrir börnin. Þroskaleikföng. Ungbarnasund. Verðandi foreldrar. Fatnaður á börn. Gleraugu fyrir börn. Þroski barna. Góð ráð við uppeldi. Umhverfi barna. Námskeið fyrir börnin. Barnaskemmtanir. Tómstundir fyrir börnin. Barnamatur. Barnaljósmyndir. Ásamt fullt af spennandi efni um börn B0r n og upp eldi NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 6. september. Börn & uppeldi Íslenskt hagkerfi varð fyrir áfalli þegar krónan hrundi og hag- kerfið í leiðinni. Skyndilega urðu út- gjöld þess miklu hærri en tekjur. Mörg heimili lentu illa í hruninu og enn fjölgar í hópi þeirra sem sjá fram á að missa húsnæði og launatekjur og lenda í kæfandi faðmi opinberrar fram- færslu. Viðbrögð hins opinbera við hruninu hafa verið einföld: Hækka skatta og auka skuldir. Bæði rík- isstjórnin og flest sveitarfélög hafa gripið til þessa ráðs. Hugsunin er sú að með því að taka lán til að halda veisluhöldunum áfram megi koma í veg fyrir timburmenn fyrri veisl- unnar. Skuldsett neysla með notkun fleiri og fleiri kreditkorta er eina ráð íslenskra stjórnmálamanna til að bregðast við tekjumissinum eftir hrunið. Útsvarið í Reykjavík verður bráð- um skrúfað í botn og þar á bæ hafa menn tekið stórt lán til að dæla fé í framkvæmdir og viðhald. Rík- isstjórnin hefur tekið mörg risastór lán og gjalddögum þeirra slegið á frest eins og frekast er unnt. Háreist- ar vatnsrennibrautir prýða ótal lítil sveitarfélög sem einskonar tákn fyrir hallarekstur þeirra. Gjaldþrota ein- staklingar eru skattp- índir til hins ýtrasta til að halda alltof mörgum opinberum starfs- mönnum við skrifstofu- borð sín. Atvinnulausu fólki er boðið upp á flest nema atvinnutækifæri, t.d. námskeið, nám, sjálfboðavinnu, tóm- stundir og sundlauga- kort. Á meðan blæðir hagkerfinu út, hratt og örugglega. Skynsamt fólk veit að til að rétta af fjárhaginn þarf tvennt að gerast: Út- gjöld þurfa að vera lægri en tekjur og skuldir þurfa að minnka. Íslenskir stjórnmálamenn halda hins vegar að til að rétta af fjárhaginn þurfi að taka fleiri lán og kreista seinasta blóð- dropann út úr þurrum æðum skatt- greiðenda. Hækkun skulda og skatta er eina ráðið sem þeir hlusta á. Hve- nær ætlar almenningur að setja spurningarmerki við það? Hækkum skatta og aukum skuldir Eftir Geir Ágústsson Geir Ágústsson » Ólíkt stjórnmála- mönnum veit skyn- samt fólk að til að rétta af fjárhaginn þurfa út- gjöld að vera lægri en tekjur og skuldir þurfa að minnka. Höfundur er verkfræðingur. Íslenskt heilbrigð- iskerfi er meðal þeirra bestu í öllum heiminum. Þessi frá- bæra staðreynd ætti að gleðja okkur, en svo fáum við launa- seðilinn og sjáum hversu háa tekju- skatta við greiðum, svo fáum við strim- ilinn hjá Bónus, eða Krónunni og við átt- um okkur á að það situr ekki mikið eftir í veskinu. Reikningurinn er of hár. Hvar eru þá hvatarnir í kerfinu? Við viljum gjarnan halda gæð- unum, en lækka reikninginn (skatt- ana). Þá þarf að leita að hvötunum í kerfinu sem ná því markmiði. Hvar eru þeir? Fá þeir sem hugsa um heilsuna og mataræðið lægri skattprósentu en maður eins og ég sem er 30 kg of þungur? Tölfræðin segir að líkurnar á þjónustu aukist eftir því sem þessi massi eykst. Eru innbyggðir hvatar fyrir not- endur þessa rándýra heilbrigðis- kerfis okkar einhvers staðar sýni- legir? Hvað þá með þá sem þjónustuna veita, eru hvatar fyrir þá? Fá heim- ilislæknar hærri laun ef þeim tekst að tryggja heilsu sinna skjólstæð- inga, eða eru laun þeirra tengd heimsóknum heilsulítilla sjúklinga? Hvað er hægt að gera til að halda kostnaði niðri en tryggja áfram- haldandi gæði? Of þungir einstaklingar, eins og ég, ættu til dæmis síður að njóta af- sláttar af heilsugæslunni. Menn eins og ég ættu að fá að greiða hærra hlutfall skatta en menn eins og nágranni minn, sem sannanlega sinnir sinni heilsu með réttara mataræði og reglulegri hreyfingu. Nágranni minn ætti að fá afslátt af sínu skatthlutfalli. Hann fjárfestir í sínum tíma til að minnka þörf sína á dýrri þjónustu. Hann ætti að njóta þess. Eins ættu heim- ilislæknar eins og minn að njóta þess ef þeir snúa væntanlegum kostnaði manna eins og mín, með mín 30 aukakíló, til heilsu. Læknisfræðin er meira og minna töl- og faraldsfræði. Það má meta líkur á hinum og þessum sjúkdómum eftir líkamsþyngd og hreyfingu hvers og eins. Læknar ættu því að fá árangurs- tengdar tekjur. Heimilislæknar þurfa að leggja hart að sínum sjúk- lingum svo þeir rækti sína heilsu. Það þarf að finna hvatana í kerfinu og það þarf að finna hvatana fyrir almenning sem þarf að finna auk- inn tilgang með heilbrigðara líf- erni. Við þurfum að fá stuðning í leið okkar frá ríkisforsjá og frá meðvitundarleysi okkar fyrir því hversu dýrt ríkisbáknið er. Þetta er okkar fé, finnum leiðir eins og þessa til að minnka ríkisreksturinn og finnum leiðir frá forsjárhyggj- unni. Tímasprengja töl- fræðinnar – Heil- brigðiskerfi án heilsu Eftir Harald Baldursson Haraldur Baldursson »Hvar liggja hvatar heilbrigðiskerfisins – Ekki ég sagði svínið, ekki ég sagði hund- urinn … Höfundur er tæknifræðingur. Nú eru enn á ný til umræðu svokallaðar „forvirkar rannsókn- arheimildir“ lögreglu og virðist jafnvel hilla undir að þær kunni að verða að veruleika í ná- inni framtíð, nái frum- varp dómsmálaráð- herra þar að lútandi fram að ganga. Fyrir vikið verðum við sömu- leiðis enn á ný vitni að skoðanaskiptum þeim er slík umræða vekur og er það í sjálfu sér vel. Við slíka umræðu vilja þó á tíðum heyrast raddir sem virðast fyrst og fremst lúta fyrirfram mótuðum skoðunum fremur en rökhyggju. Þetta mátti t.d. heyra á sínum tíma þegar greining- ardeild Ríkislögreglustjóra var í burðarliðnum og hún uppnefnd „leyniþjónusta“ eða jafnvel „öryggis- lögregla“. Ámóta tón má heyra í nú- verandi umræðu, en hann virðist fela í sér einhvers konar æðri sannleik þess að slíkar stofnanir séu í eðli sínu illar, stórhættulegar almennum borgurum og lýðræðinu sjálfu. Slíkt er vissulega reginfirra, enda er hlutverk þeirra í hinum vestræna heimi einmitt hið gagnstæða. Óttinn má aldrei verða drífandi afl, hvort heldur hjá ein- staklingum eða heilu samfélögunum. Þannig má ótti við skipulagða glæpa- starfsemi, hryðjuverk eða annað ekki verða til þess að við köstum mann- réttindum okkar á glæ. Að sama skapi má óttinn við að glata mann- réttindum okkar ekki verða til þess að við þorum ekki að verjast ágangi glæpamanna. Frelsandi englar? Eðli skipulagðrar glæpastarfsemi er að vera ekki sýnileg. Hún er flest- um hulinn heimur og því kannski auðvelt að freistast til að láta eins og hún sé ekki til staðar. Því verðum við ple- beiarnir að leyfa okkur að treysta þeim sem sérhæfðir eru til þess- ara starfa, án þess þó að við eigum að gera það í blindni. Ítrekaðar við- varanir íslenskra lög- regluyfirvalda, með samhljóm í hliðstæðum viðvörunum í nágranna- löndunum, ættu að vekja okkur til umhugsunar. Frétta- flutningur sem endurómar þá þróun sem ítrekað hefur verið varað við ætti að styrkja þá skoðun að hér sé eitt- hvað óæskilegt í gangi. Er t.d. mikil fjölgun erlendra ríkisborgara í ís- lenskum fangelsum til marks um það að erlend glæpasamtök séu að hasla sér hér völl? Eru nýfallnir dómar í mansalsmálum vísbending um að slíkt þrífist á litla Íslandi? Er yfirvof- andi innganga Vítisengla í íslenskt samfélag fagnaðarefni, þar sem þeir eru svo duglegir við að gefa veikum börnum dót? Eða eru kannski ein- hverjar ástæður fyrir því að téð sam- tök eru víða skilgreind sem skipulögð glæpasamtök? Áhugasamir eru hvatt- ir til að kynna sér málið, t.d. má mæla með bókum kanadíska rithöfundarins Yves Lavigne um Vítisengla og starfshætti þeirra. Breyttir tímar Íslenskt samfélag stendur á ákveðnum tímamótum og þau eru því miður ekki gleðileg. Þeir tímar eru að baki að íslenskir lögreglumenn séu í notalegheitum að eltast við góðkunn- ingja sína, menn sem eru sjálfum sér verstir og stunda afbrot til að fjár- magna eigin ógæfu. Hér hafa nú skot- ið rótum harðsvíraðir hópar atvinnu- glæpamanna sem víla ekkert fyrir sér, menn sem stunda afbrot af ásettu ráði og með skipulögðum hætti. Slík samtök eru ekki hópamyndanir ógæfumanna, heldur miðstýrð fyr- irtæki með starfsstöðvar í mörgum heimsálfum. Hefðbundin löggæsla er algerlega vanmáttug gagnvart slíkri brotastarfsemi og því á umræðan alls ekki að snúast um hvort lögleidd verði hér sérstök úrræði gagnvart slíkri vá, heldur hvernig hún skal útfærð. Að sjálfsögðu kemur ekki til greina að lögreglumenn eða aðrir fái heimild til að gera nokkurn veginn hvað sem þeim sýnist, svo fremi að málstað- urinn sé góður. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra enda heyrist mér flutn- ingsmenn frumvarpsins vera mjög meðvitaðir um þá staðreynd. Þannig eru uppi hugmyndir um að sérstakur dómstóll og/eða þingnefndir muni hafa stíft eftirlit með starfseminni, nokkuð sem er í takt við það sem ger- ist erlendis. Það er virðingarvert og nauðsyn- legt að standa vörð um einstaklings- frelsið. Varðstaðan má hins vegar ekki úreldast og staðna heldur verður hún að þróast í takt við þróun sam- félagsins, jákvæða sem neikvæða. Að öðrum kosti heggur sá að lokum er hlífa skyldi, þótt með aðgerðarleysinu sé. Fasískar rannsóknarheimildir? Eftir Þórarin Þórarinsson » Að sama skapi má óttinn við að glata mannréttindum okkar ekki verða til þess að við þorum ekki að verjast ágangi glæpamanna. Þórarinn Þórarinsson Höfundur er B.Sc.-nemi í Intelligence Management og fyrrverandi lögreglumaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.