Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 10
Töff, töff, töff Elaine í víðri dragt síns tíma.
Ungar konur í New York eru í auknum mæli farnar að
klæða sig í gólfsíða, munstraða kjóla, í stóra jakka og við
þetta klæðast þær grófum stígvélum og eru með hárið tekið
upp í rytjulegan snúð. Það er því kannski ekki að undra að
blaðið New York Times spyrji hvort Elaine Benes, persón-
an úr Seinfeld, sé orðin nýjasta tískufyrirmyndin þar í borg.
Elaine, sem var leikin af Juliu Louis-Dreyfus, var iðulega
klædd í síð pils með blómamynstri, stóra jakka með axlap-
úðum og hvíta bómullarsokka við ömmuskó. Í grein NYT
segir að í gegnum árin hafi Elaine verið táknmynd löngu lið-
ins stíls og í þáttunum hafi hún iðulega verið svo mikið
klædd, ólíkt þeim persónum sem nú sjást á sjónvarps-
skjánum, að nær hvergi sást í bert hold og var engu líkara
en húð hennar væri viðkvæm fyrir ljósi. Það var með ráðum
gert á sínum tíma að fylgja engum sérstökum tískustraum-
um og elta engar tískubylgjur í Seinfeld-þáttunum en séu
gamlir þættir skoðaðir nú smellpassar Elaine inn í tísku nú-
tímans.
Blúndublússur og jakkar með kögri
„Hún var tvímælalaust kvenleg,“ segir Louis-Dreyfus,
„en hún átti engar vinkonur. Hún var ein af strákunum.
Þetta snerist ekki um að reyna að líta kynþokkafull út. Þetta
snerist um að líta út eins og stelpa sem ráðskast með fólk.“
Louis-Dreyfus segir að stíll blússanna sem Elaine klæddist
gjarnan hafi verið úthugsaður. „Það var oft dálítið af blúndu
í þeim og þær voru með penum kraga og oft voru þær not-
aðar undir einhverju töffaralegra, t.d. leðurkápu eða galla-
jakka. Raunar átti ég þennan gallajakka lengi vel. Þetta var
Ralph Lauren-kúrekajakki með kögri. Ég á hann einhvers
staðar enn. Hann var stór hluti af heildarútlitinu og einnig
kúrekastígvél. Á sínum tíma hélt ég að fólk klæddi sig
svona. Annaðhvort það eða bara ég og fjórir vinir mínir. Það
er líka möguleiki,“ segir Louis-Dreyfus.
Anne Slowey, tískufréttaritstjóri hjá tímaritinu Elle, seg-
ir að það séu nokkrar tískustefnur sem enginn geti ímyndað
sér að verði aftur vinsælar en svo verði þær það, öllum að
óvörum. „Maður sér einhvern eins og Cloë Sevigny klæðast
svona og hugsar að maður vilji klæða sig svona líka. Chloë
Sevigny-útgáfan er hins vegar styttri og sætari. Hún er dað-
urslegri og stílhreinni en ekki frumleg. Hverjum hefði dott-
ið í hug að Elaine úr Seinfeld-þáttunum yrði tískufyr-
irmynd?“
New York-konur inn-
blásnar af Elaine
Sæt og prúð Í rósóttu pilsi og jakka með axlapúðum.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010
10 Daglegt líf
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Viðskiptavinir mínir hafabrugðist mjög jákvæðir viðþessu óvenjulega húsnæðiog umhverfi. Ég átti alveg
eins von á að fólk færi að kvarta yfir
staðsetningunni, en öllum finnst
þetta bara frábært,“ segir Katrín Ósk
Alexandersdóttir Bridde sem opnaði
hárstofuna Pelo á loftinu í vélsmiðj-
unni Prófílstál við Smiðshöfða.
Fyrir utan smiðjuna er mikið af
járni, dekkjum og öðru eins og búast
má við og starfsmenn smiðjunnar eru
líka oft að vinna á planinu þar sem
gengið er inn á hárstofuna. Aðkoman
og stemningin fyrir viðskiptavini
Katrínar er því sannarlega óvenjuleg.
Hálfgerð New York-stemning
„Hljóðin úr vélsmiðjunni berast
stundum hingað upp, sérstaklega
þegar pabbi er að nota stóru vél-
arnar, klippa plötur og annað slíkt.
En kúnnunum finnst það bara
skemmtilegt, það gefur stundinni í
stólnum hjá mér viðbótarvídd. Sumir
segja að þetta sé hálfgerð New York-
stemning en í þeirri heimsborg er
ekki óalgengt að alls konar fyrirtæki,
verslanir og heimili séu í iðnaðar-
hverfum,“ segir Katrín sem lauk
sveinsprófi árið 2007 og var búin að
vinna á sömu stofunni lengi þegar
löngunin til að breyta til sótti á hana.
„Þegar ég ræddi við pabba um
að mig langaði til að láta drauminn
um eigin stofu rætast, þá spurði hann
mig hvernig mér litist á að hann inn-
réttaði loftið í vélsmiðjunni sinni sem
hárstofu. Mér leist nú ekkert á það og
fussaði bara. En ég var fljót að sann-
færast um að þetta væri bæði spenn-
andi og skemmtilegt. Svo við létum
vaða. Pabbi er handlaginn og innrétt-
aði stofuna, braut veggi og gerði það
sem þurfti með litlum tilkostnaði. Ég
er svo heppin að eiga góða að sem
hafa aðstoðað mig í að gera þetta að
raunveruleika. Vinkona mín sem er
grafískur miðlari hefur gert öll
merki, skilti og auglýsingar fyrir mig
og ég hef ekki þurft að leita langt eft-
ir iðnaðarmönnum, það er nóg af
þeim í fjölskyldunni. Svo fá bara allir
fría klippingu í staðinn fyrir unnið
verk. Þetta hafa verið farsæl vöru-
skipti og mér finnst æðislegt að vera
búin að eignast mitt eigið fyrirtæki.
Sumir hafa spurt mig hvort ég vilji
ekki bara búa hérna, af því það er svo
kósí, en ég hef nú ekki hugsað mér
það.“
Klippir kolla við
undirleik vélsmiðju
Þau dóu ekki ráðalaus feðginin Alexander og Katrín þegar dótturina langaði að
opna sína eigin hárstofu. Pabbi gekk í málið og innréttaði loftið í vélsmiðjunni
sinni og nú klippir Katrín kolla við undirleik vélsmiðjuhljóða og fólkið í stólnum
nýtur glimrandi fjallasýnar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Inni á Pelo Andrúmsloftið er notalegt og Katrín greiðir með bros á vör.
Fyrir þá sem eru sjúkir í sokkabuxur
og sokka er um að gera að kíkja inn á
þessa síðu, annaðhvort bara til að
gleðja augað því úrvalið er gríðarlegt,
eða þá til að festa kaup á því sem
hugurinn stendur til. Þetta er sem
sagt vefverslun með sokkabuxur í öll-
um mögulegum litum og gerðum og
það er sérlega ánægjulegt að finna
sokkabuxur fyrir þær konur sem hafa
mjúkar línur undir flipanum SPECI-
ALIST. Þar eru líka sokkabuxur fyrir
mjög leggjalangar konur, sokkar fyrir
brúðkaupið, fyrir barnshafandi konur
og fyrir þær sem vilja láta líta út fyrir
að þær séu berleggjaðar (en eru þó í
sokkabuxum).
En þarna eru líka sokkar, stuttir,
upp á miðjan legg, undir hné eða yfir
hné og líka karlmannssokkar.
Og svo er hellingur af aðhalds-
buxum og strokkum og auðvitað líka
sokkabönd, alveg sjóðheit.
Þarna má líka finna hin ýmsu ráð
sem tengjast sokkabuxum og fóta-
klæðum og svo er líka hægt að
blogga um sokkabuxur!
Skemmtið ykkur vel.
Vefsíðan www.mytights.com
Fyrir sokkabuxnabrjálæðinga
Það er erfitt að horfast í augu við
staðreyndir en raunin er því miður sú
að sumarið er að renna sitt skeið.
Farið er að kólna í veðri og skólarnir
eru byrjaðir. Það er því tilgangslaust
að láta sem enn sé hátt í tuttugu
stiga hiti úti og geyma alla sum-
arlegu sandalana og þunnu jakkana
inni á gangi þar sem þeir taka dýr-
mætt pláss. Það býður bara kvefinu
heim að ætla að streitast við að vera
léttklæddur þegar hitamælarnir sýna
lægri tölur dag hvern.
Nú er tíminn til að skjótast inn í
geymslu og ná í kassann sem geymir
úlpurnar og þykku stígvélin og raða
sandölunum og jökkunum þar ofan í í
staðinn.
Endilega …
… pakkaðu sumardótinu niður
Sandali Á heima inni í geymslu.
Mig langar að vera ungurog villtur, svo vil égverða miðaldra og rík-ur og síðast vil ég
verða gamall og fara í taugarnar á
fólki með því að þykjast vera
heyrnarlaus.“ Með þessum orðum
viðraði uppdiktuð ensk sagnaper-
sóna ákjósanlegt lífshlaup sitt.
Verði honum að því, þetta er ekki
ónýt stefna.
Ég hlakka ótæpilega til að verða
gamall. Þá má maður allt. Bók-
staflega allt. Ég sé fyrir mér í hill-
ingum að ég búi í blokk þar sem
íbúarnir kalla mig „Skunka gamla
á þriðju“ og ég geri fátt annað en
að lesa bækur og sötra viskí.
Gauka stundum brjóstsykri að
börnunum í blokkinni og segi „fyr-
irgefðu“, mjög skömmustulegur.
Müllers-æfingar, gönguferðir,
sund og allur sá djass þegar ég
hætti mér út úr húsi með stafinn
minn. Humma allt fólk vinalega
fram af mér og tala helst ekki við
aðra en gamla vini og nána ætt-
ingja. Þegar maður er gamall þarf
maður ekki að púkka upp á minni
spámenn, maður kemst upp með
vingjarnlegan, senílan dónaskap.
Nátengdur þessari sýn er
blautur draumur um að
banka upp á í öllum partíum
í téðu fjölbýlishúsi með bók
og flösku af viskíi, segja
„hér sé gvuð“ við húsráð-
anda, skálma inn og
hlamma mér í stól,
helst hæginda-,
inni í stofu. Þar
myndi ég lesa og
sötra viskíið
mitt, totta pípu,
tala við sjálfan
mig og almennt
taka illa í að ræða við
annað fólk nema það
þéraði mig. Þeir sem
þéruðu fengju í nefið, og þá segði
ég „grefillinn maður! Seiseijá. Og
bittinú“.
„Ungi maður“ og „gæskan“ eru
orð og orðasamband sem í vit-
urlegum umvöndunartón myndu
reglulega hrjóta af vörum mér.
„Hverra manna ert þú, ungi mað-
ur?“ og „hvað hyggstu fyrir, gæsk-
an?“ Maður undir sextugu yrði ein-
faldlega lokaður inni á hæli ætluðu
sturluðum sósíópötum segði hann
þetta við nokkurn lifandi mann.
Einna mest hlakka ég til að
þykjast ekki heyra það sem fólk
segir við mig, eins og sagnapersón-
an enska: „Myndirðu vera svo
vænn að fara út með ruslið?“ …
„Skunki?“ … „Skunki minn!?“ „Já,
ljúfan. Hvað var það?“ „Viltu
fara út með ruslið fyrir
mig?“ „Nei, ómögulega
takk – mér verður illt af
ropvatni.“ „Nei, ruslið!
Út með ruslið!“ …
„Skunki!?!“ „Það er
óþarfi að æpa, ég
er ekki heyrn-
arlaus.“
Lyktir máls-
ins yrðu
óhjákvæmi-
lega þær að ég
færi ekki út með
ruslið. Score!
Skúli Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
»„Mig langar að veraungur og villtur, svo
vil ég verða miðaldra og
ríkur og síðast vil ég verða
gamall og fara í taugarnar
á fólki með því að þykjast
vera heyrnarlaus.“
HeimurSkunka