Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 33
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010
✝ Sævar EiríkurGuðlaugsson
fæddist 8. febrúar
1931 í Hafnarfirði.
Hann lést á krabba-
meinsdeild Landspít-
ala við Hringbraut 16.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
laugur Ásgeirsson, f. í
Bolungarvík 27.6.
1904, d. 30.10. 1940,
matsveinn á togurum,
og Valgerður Hildi-
brandsdóttir, f. í
Hafnarfirði 2.9. 1906, d. 1.3. 1995,
fiskverkakona og húsmóðir. Systk-
ini Sævars eru Gunnhildur, f. 8.12.
1927, d. 25.6. 2000, Ásgeir Beck
Guðlaugsson, f. 18.12. 1929, d. 1.11.
2008 og Gísli Hildibrandur Guð-
laugsson, f. 15.3. 1933, d. 10.6. 1997.
Árið 1958 kvæntist Sævar Ind-
íönu Sólveigu Jónsdóttur, f. 2. mars
1932, þau skildu. Dætur þeirra eru
Thelma Rós, f. 1986, Tinna, f. 1987,
Tara Ósk, f. 1997 og Belinda Sól, f.
1998. Sonur Karenar og fóstur-
sonur Sævars er Anton Pétur
Gunnarsson, f. 5.5. 1965. Kona hans
er Elsa Inga Konráðsdóttir, f. 1.4.
1967. Börn Antons eru Ingibjörg, f.
1989, Konráð Karl, f. 1993, Mar-
teinn Már, f. 1996 og Erika Eik, f.
2003.
Sævar lauk fiskimannaprófi 1953
og farmannaprófi 1955 frá Stýri-
mannaskóla Íslands. Hann var há-
seti hjá Eimskipafélagi Íslands
1953-1960 og skipstjóri og stýri-
maður þar frá 1960 til 1976. Hann
var varaformaður í Stýrimanna-
félagi Íslands og formaður þess
1976. Hann var einn af stofnendum
Íslenskra kaupskipa hf. 1976 og
vann þar sem skipstjóri til 1981.
Hann var framkvæmdastjóri véla-
deildar Heklu frá 1982 til 1988, en
eftir það sinnti hann eigin fyrir-
tækjarekstri allt til dauðadags, m.a.
í fasteignafélaginu Rok ehf. og
myndbanda- og söluturninum King
Kong.
Útför Sævars fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, föstudaginn 27.
ágúst 2010, og hefst athöfnin kl. 15.
Sigrún og Sólrún. 1)
Sigrún, f. 20.6. 1954,
gift Jouke Bouius, f.
24.7. 1933, d. 7.10.
1994. Synir þeirra eru
Ari Jouke, f. 1984 og
Veigar Gerrit, f.
1987. 2) Sólrún, f.
23.8. 1958, gift Guð-
mundi Sigurðssyni, f.
31. 7. 1956. Börn
þeirra eru Sævar, f.
1984, Guðný Indíana,
f. 1987, Sólveig Ind-
íana, f. 1990 og Guð-
jón, f. 1997.
Árið 1976 kvæntist Sævar eftir-
lifandi eiginkonu sinni, Karenu
Ólafsdóttur, f. 1. 2. 1944. Foreldrar
hennar eru Ólafur Sigurbjörn Ing-
ólfsson, f. 19.11. 1919, d. 16.1. 1981
og Katrín Vilhelmsdóttir, f. 6.8.
1923, d. 19.3. 2005.
Sonur Karenar er Ólafur S.
Ólafsson, f. 24.12. 1961. Kona hans
er Mari Sampu. Dætur Ólafs eru
Öll þurfum við að elska. Öll þurfum
við að elska og vera elskuð. Oft nem-
um við ást og kærleika út frá orðum
og gjörðum annarra. Oft myndast
vonbrigði þegar orð og gjörðir eru
ekki í samræmi við væntingar okkar.
Sár myndast. En þá kemur fyrir-
gefningin okkur til hjálpar og kennir
okkur um óskilyrtan kærleika. Kær-
leika sem ekki þarf orð né gjörðir.
Kærleika sem einungis er og aldrei
fer. Kærleika sem alltaf var til stað-
ar.
Þetta lærði ég á samleið minni við
hann pabba. Ekki alltaf auðvelt
ferðalag en kenndi okkur um lífið og
tilveruna.
Umvafin þessum kærleika minnist
ég síðustu ára með pabba sem okkar
besta tíma saman. Þó svo ég byggi í
Ameríku þá gerði tæknin okkur
kleift að hittast á skype og tala sam-
an í síma og netpósti. Ég kom til Ís-
lands árlega og stundum oftar. Þá
mætti ég á Byggðarendann og sat
með pabba og Karen eiginkonu hans
yfir kaffi og spjalli. Hans aðaláhuga-
mál var ávallt vinnan og svo hand-
boltinn og fótboltinn. Hann átti það
til að hringja til að benda mér á að
horfa á íslenska landsliðið spila á Ól-
ympíuleikunum eða annars staðar.
Eftir að pabbi greindist með
ólæknandi krabbamein fyrir meira
en fimm árum vissum við aldrei
hversu langan tíma hann ætti eftir.
Auðvitað gat hver sem er farið á und-
an honum yfir móðuna miklu. En við
hin vorum ekki búin að fá fréttatil-
kynninguna um dauðann eins og
hann. Þetta minnir mig á það sem
kennari minn, Ohki S. Forest, kenndi
mér: „Mundu ávallt að ganga með
dauðann á öxlinni sem samferða-
félaga því þá er ekkert að óttast.“
Það er eins og pabbi hafi vitað þetta
og gengið með dauðann á öxlinni því
hann var óhræddur. Alla vega vottaði
aldrei fyrir kvíða hjá honum, jafnvel
ekki þegar við töluðum um dauðann
fljótlega eftir að hann greindist með
krabbann. Æðruleysi hans, kjarkur
og þor virtist óþrjótandi. Hann
kvartaði aldrei. Sagðist alltaf vera
svipaður þegar á hann var gengið en
viðurkenndi þó þróttleysi og vanlíðan
þegar hann var lágur í blóði. Mestu af
hinu hélt hann fyrir sig og Karen,
Karen sem var með honum í gegnum
öll veikindin og hjálpaði honum eins
og hún sjálf hafði þrótt til. Þakkir
sendi ég þér Karen mín. Og innileg-
ustu þakkir til hjúkrunarkvenna
Líknarsamtakanna Karitas.
Síðasti spretturinn kom óvænt og
tók fljótt af. Pabba líkt að drífa þetta
af þegar halla tók undan fæti og hann
varð að takmarka vinnuna. Það hent-
aði honum ekki. Systir mín Sólrún
stóð í baráttunni með honum síðustu
vikurnar og dagana og á hún þakkir
skilið fyrir allt og allt. Þú ert engri lík
elsku systir. Þegar útséð var að
stundin væri að koma en ég enn í
Ameríku að bíða eftir flugi þá kvaddi
ég pabba í símann en spurði hvort
hann gæti beðið eftir mér. Hann
sagðist skyldu gera það og notaði
sinn sterka vilja þrátt fyrir miklar
þjáningar. Ég náði til hans þremur
tímum fyrir andlátið og vitnaði skipt-
in ásamt Sólrúnu, Karen og öðrum
fjölskyldumeðlimum. Mikil fegurð og
friðsæld kom yfir hann og okkur öll
og er það okkar fararnesti brautina
fram á við án pabba.
Þín
Sigrún.
Á fallegum morgni eftir tveggja
daga snögg veikindi lagði pabbi upp í
ferðina sem við vitum að bíður okkar
allra. Hann hafði síðustu fimm ár háð
snarpa og erfiða baráttu við illvígan
og óvæginn sjúkdóm af fullkomnu
æðruleysi og eftirtektarverðum
hetjuskap. Hann fékk ósk sína upp-
fyllta um að vera heima fram á síð-
ustu stundu og var að færa bókhald
kvöldið áður en hann veiktist.
Pabbi missti föður sinn níu ára
gamall. Móðir hans flutti þá með
fjögur börn, sjö til 13 ára, í tveggja
herbergja íbúð ásamt móður sinni á
Selvogsgötuna í Hafnarfirði. Oft var
þröngt í búi og amma sjúklingur.
Pabbi sagði mér frá því þegar hann
fór með ömmu að fletja saltfisk og
síðar þegar hann var sendur vestur á
Suðureyri við Súgandafjörð til sjós
hjá Ásgeiri afa sínum á opnum ára-
báti fyrst 12 ára gamall. Á haustin fór
hann heim með lokað umslag með
sumarlaununum og færði móður
sinni. Aldrei vissi hann hvað hann
fékk í laun, heldur þótti sjálfsagt að
bera björg í bú. Samband pabba og
ömmu var ákaflega gott og sterkt.
Sjórinn freistaði, en pabbi var oft
að heiman á tímamótum. Hann
gleymdi ekki að senda kveðjur og ég
á mörg kort frá honum, og á sumum
stóð bara „kveðja pabbi“ sem sagði
allt. Bestu samverstundir okkar þeg-
ar ég var barn voru þegar ég fór með
honum í siglingar til Evrópu og Am-
eríku eða umhverfis Ísland. Við átt-
um margar góðar stundir og spjöll-
uðum mikið. Ég gat dvalið hjá honum
í brúnni endalaust og fylgst með þeg-
ar hann var að stinga út í kort, gera
mælingar, fylgst með á radarnum og
bara setið og horft á sjóinn og spjall-
að. Þegar ég kem á sjó fyllist ég
ávallt sælutilfinningu og fortíðarþrá
og læt mig dreyma um ævintýri mín
með pabba.
Pabba var kaupmannseðlið í blóð
borið. Hann var alltaf að bera björg í
bú og hugsa til framtíðarinnar og um
fjölskylduna. Líklega hefur æska
hans verið þar mikill áhrifavaldur.
Vinnan var hans yndi og áhugamál
og hann fylgdist vel með öllu sem var
að gerast í þjóðfélaginu.
Pabbi var mjög stoltur maður og
bar veikindi sín ekki á borð fyrir
aðra. Oft var hann miklu veikari en
við gerðum okkur grein fyrir, en þeg-
ar ég spurði hvernig honum liði var
svarið yfirleitt það sama: „Ég er bara
svona svipaður.“ Hann tók veikind-
unum eins og hverju öðru verkefni
sem hann þurfti að vinna og tók eitt
skref í einu, og þakkaði fyrir tímann
sem hann fékk eftir hverja meðferð.
Þegar lokin nálguðust og hann
vissi að aðeins voru klukkustundir
eftir var hann sáttur og fullkomlega
rólegur og gaf okkur síðustu heilræð-
in. Karen stóð með honum í gegnum
súrt og sætt og mikið þakka ég þér
fyrir að gera pabba kleift að vera
heima til hins síðasta og hugsa um
hann.
Karitas heimahjúkrun annaðist
hann af einskærri natni í gegnum
veikindi hans og honum varð tíðrætt
um hvað heilbrigðiskerfið á Íslandi
væri gott, hans hlutur í lyfja- og
læknakostnaði væri lítill og öll
umönnun góð. Honum fannst hann
heppinn að búa á Íslandi.
Elsku pabbi minn takk fyrir allt og
allt. Nú ertu laus við allar þrautirnar
og kominn á betri stað.
Ástarkveðjur
Sólrún.
Elsku afi minn, það kom okkur öll-
um á óvart er þú kvaddir okkur, og
það var sárt að missa þig frá okkur
svona snögglega.
En ég þakka þó Guði fyrir þann
tíma sem ég hef átt með þér í gegn-
um árin, og þá sérstaklega kveðju-
stundina sem við áttum saman síð-
ustu nóttina þína og þegar þú skildir
við.
Ég fékk að kynnast þér mun betur
síðustu fimm árin í gegnum vinnuna
og þakka fyrir það á hverjum degi.
Þú varst ávallt góður í viðskiptum
og þau skiptu þig miklu máli. Þú
varst mér frábær yfirmaður og
ennþá betri afi. Ég vissi alltaf að ég
gæti leitað til þín ef eitthvað kæmi
upp á. Þau voru líka ófá skiptin sem
ég kom til þín, eða þú hringdir sér-
staklega upp í vinnu til að tilkynna
mér úrslitin í hinum og þessum leikj-
um. Íþróttir voru þér kærar í hjarta
og styttu þér stundir og þú vildir
deila ást þinni á þeim með okkur sem
vorum þér sem kærust.
Ég mun elska þig og sakna þín að
eilífu, afi minn. Hugur og hjarta okk-
ar allra liggur hjá þér.
Þín,
Guðný.
Mágur minn kvaddi þennan heim
mánudagsmorgun í síðustu viku. Það
bar allbrátt að þótt hann hefði háð
harðvítuga baráttu við erfitt krabba-
mein um margra ára skeið.
Sævar var alltof oft misskilinn og
vanmetinn eins og aðrir gæddir hans
sérstæðu og sjaldgæfu eiginleikum.
Hann bar tilfinningasemina ekki ut-
an á sér en var í raun bæði gull af
manni og eðalsteinn í senn. Hann er
síðastur til að kveðja af fjórum börn-
um Valgerðar og Guðlaugs. Í lok
jarðvistar hafa þau öll þolað erfið
veikindi, mislangvinn. Það hefur
reynt mikið á manndóm þeirra
sjálfra og fjölskyldnanna.
Lífið reyndi snemma harkalega á í
fjölskyldum okkar beggja við missi
annars foreldris, slíkt kennir það sem
ekki verður lært af bókum og á þeim
tíma var fátt til hjálpar og stuðnings
annað en eðlislæg umhyggja ætt-
ingja og samborgara. Þar reyndist
best stuðningur til sjálfshjálpar og
gagnkvæmrar aðstoðar. Að þrauka í
það óendanlega á hverju sem gengur.
Slíkt setur mark sitt til frambúðar.
Við Hilli, yngsti bróðirinn, felldum
ung hugi saman, giftum okkur og fór-
um til Danmerkur, hann til fram-
haldsnáms, ég til hjúkrunarstarfa.
Fjárhagurinn var ekki rúmur. Sævar
var mjög áhugasamur um velgengni
okkar sem og annarra í fjölskyldunni
og studdi okkur beint og óbeint, ekki
síst með hvatningu og tiltrú. Hann
var alla tíð stoltur af námi og störfum
bróður síns. Hann var sjálfur skarp-
greindur með mjög góðar námsgáf-
ur, valdi sér sjómennsku og skip-
stjórn að ævistarfi. Hagkvæmni og
þarfir fjölskyldunnar fyrst. Það tók
okkur tíma að borga til baka og aldrei
var rukkað, þvert á móti. Þegar Sæv-
ar kom löngu síðar að máli við Hilla
og bað hann fyrir fósturson sinn í iðn-
nám með örlitlum efa, þá var ekkert
sjálfsagðara en að taka strákinn til
prufu. Í honum gæti leynst dugur.
Þar voru þeir sem oftar sammála,
bræðurnir. Aldrei sá Hilli eftir því.
Drengurinn reyndist afbragðsvel og
er í dag og hefur lengi verið einn fær-
asti fagmaður á landinu í sinni grein
með orðspor út fyrir landsteinana.
Síðar þegar Hilli háði harðvítuga
baráttu við krabbamein sem lagði
hann að velli og farið var að syrta í ál-
inn, sýndi Sævar að hann bar þvílíka
tryggð, hlýju og vináttu til bróður
síns. Í hverri viku kom hann með
plastpoka fullan af myndbandsspól-
um með hnyttilegu afþreyingarefni,
sambland léttmetis, spaugs og
spennuefnis. Settist síðan í makind-
um og skrafaði um þjóðmálin og ann-
að það sem var efst á baugi þá stund-
ina, tjáði sínar skoðanir að vanda, var
aldrei á hraðferð. Hann hélt réttum,
léttum tóni eðlilegra samskipta
þeirra á milli til þess er yfir lauk.
Ómetanlegt framlag, flestu öðru
verðmætara við þær erfiðu kringum-
stæður.
Með þessum fáu, fátæklegu orðum
vil ég undirstrika þakklæti mitt og
virðingu fyrir þessum viðkvæma,
dula manni, þakka alla hans velgjörð
og umhyggju. Aðstandendum öllum
bið ég velfarnaðar á erfiðum tímum
sem og er frá líður. Megi hann hvíla í
friði og sátt.
Jóna V. Höskuldsdóttir.
Sævar E. Guðlaugsson
✝
Við þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls okkar
ástkæru,
LAURU BERGS.
Sérstakar þakkir færum við heimahlynningu og
krabbameinsdeild Landspítalans.
Björn Baarregaard Alfreðsson,
Björn Gauti Björnsson,
Gyða Elín Björnsdóttir,
Kristín Björg Björnsdóttir,
Gyða Bergs,
Jón H. Bergs.
✝
Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem
auðsýndu samúð og vináttu við andlát og útför,
HJALTA BJARNASONAR,
Litlagerði 7,
Hvolsvelli.
Guðrún Sigurðardóttir,
Arnbjörg Hjaltadóttir, Ámundi H. Þorsteinsson,
Arnar Hjaltason, Arna Ragnarsdóttir,
Guðríður Brynja Hjaltadóttir, Friðrik Gunnarsson,
Anna Steinþórsdóttir
og fjölskyldur.
Elsku mamma,
amma og tengda-
mamma. Nú þegar
við verðum að kveðja
þig langar okkur til
að skrifa nokkrar lín-
ur til þín með þakk-
læti fyrir liðna tíð.
Egill: Ég man þegar þú kenndir
mér að borða hafragraut og mér
fannst hann betri en hjá mömmu
Kristjana Margrét
Sigurpálsdóttir
✝ Kristjana Mar-grét Sigurpáls-
dóttir fæddist 16. maí
1921. Hún lést 22. júlí
2010.
Útför Kristjönu fór
fram 28. júlí 2010.
því þú gafst mér syk-
ur út á hann og þeg-
ar við spiluðum
lönguvitleysu þá
leyfðir þú mér að
vinna.
Elsa Hlín: Ég man
eftir peysunni sem
þú prjónaðir og lést
mig máta og sagðir
mér að hún ætti að
vera á aðra stelpu en
svo fékk ég peysuna
og varð svo glöð. Ég
man líka þegar þú
baðst mig að vera
með hjálm í markinu í fótboltanum
því þú varst svo hrædd um að ég
myndi slasast.
Einar Sigurgeir: Ég man þegar
þú dast á eldhúsgólfinu og gast
ekki staðið upp. Ég gat ekki lyft
þér upp og þurfti að hringja í
pabba. Ég man líka að þú varst
alltaf að bjóða mér eitthvað að
borða og hvað þú hlóst mikið.
Indíana: Ég man hvað þú sagðir
mér oft að fara í sokka því ég var
alltaf berfætt og þú vildir ekki að
mér væri kalt. Ég man líka þegar
ég kom á neðri hæðina og kyssti
þig og afa góða nótt og sagði við
þig: „Guð veri með þér.“
Við þökkum þér öll fyrir árin
okkar saman, fyrir hjartagæskuna,
vináttuna, hláturinn og húmorinn.
Það var svo auðvelt að hlæja með
þér. Þú hlóst með fólki en ekki að
fólki. Það er fallegur eiginleiki.
Elsku mamma, amma og
tengdamamma, þú ert og verður
alltaf verndarengillinn okkar.
Einar, Lovísa María, Egill,
Elsa Hlín, Einar Sigurgeir og
Indíana.