Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010
✝ Erla MagnþóraMagnúsdóttir
fæddist í Reykjavík
31. maí 1935. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í Kópa-
vogi 17. ágúst 2010.
Foreldrar hennar
voru Magnús Hörður
Valdimarsson og
Guðrún Jónsdóttir.
Bróðir Erlu er Valdi-
mar J. Magnússon, f.
1937, giftur Bentínu
Sigrúnu Viggósdótt-
ur.
Þann 8. desember 1954 giftist
Erla Hermanni Guðjóni Her-
mannssyni, f. 4.10. 1935. Foreldrar
hans voru Hermann Jónsson og
Kristín Bjarnadóttir.
Börn Erlu og Hermanns eru: 1)
Inga Erna, f. 1954, gift Samúel
Páli Magnússyni, f. 1953. Börn
þeirra eru Magnús Þór, f. 1977, Ari
Páll, f. 1981, sambýliskona Að-
alheiður Ýr Ólafsdóttir, f. 1984,
Kristín, f. 1988. 2) Magnús Hörður,
f. 8 júlí 1955, d. 18.
desember 1955. 3)
Jón Bjarni, f. 1957,
kvæntur Önnu Maríu
Valtýsdóttur, f. 1960.
Dætur þeirra eru:
Erla, f. 1983, sam-
býlismaður Jóhannes
Steinn Jóhannesson,
f. 1980, sonur þeirra
er Jón Frank, f. 2007.
Hafdís, f. 1992, unn-
usti Arnar Páll Ott-
ósson, f. 1991. 4) Her-
mann, f. 1962. 5)
Kristinn Þór, f. 1971,
sambýliskona Íris Kristjánsdóttir,
f. 1972, dóttir þeirra er Emma Dís,
f. 2008, dóttir hans er Jónína
Björk, f. 1999, móðir Telma Matt-
híasdóttir. Börn Írisar eru Kristján
Alexander, f. 1992 og Valgerður
Ýr, f. 1995.
Erla og Hermann bjuggu lengst
af á Garðaflöt 27 í Garðabæ.
Erla verður jarðsungin frá Ví-
dalínskirkju í dag, 27. ágúst 2010,
og hefst athöfnin klukkan 13.
Í dag kveð ég elskulega tengda-
móður mína með virðingu og vænt-
umþykju og þakka fyrir þrjátíu og
sex ára samfylgd. Ég var aðeins fjór-
tán ára fyrst þegar ég kom á Garða-
flötina, en þá var ég orðin hrifin af
Jóni og er enn. Erla tók vel á móti
mér, hlý og glæsileg, við urðum strax
góðar vinkonur. Ég borðaði fyrst
með fjölskyldunni á jóladag en þá
var kalkúnn í hádeginu sem Her-
mann byrjaði að elda um sjöleytið, ég
hafði aldrei borðað kalkún, fannst
þetta mjög spennandi og ég borðaði
með silfurhnífapörum merktum Jóni
sem hann hafði fengið í skírnargjöf.
Frá árinu 1981 höfum við alltaf átt
nokkra daga saman í sumarfríinu,
farið til Vestmannaeyja, Akureyrar,
Egilsstaða og Vestfjarða svo eitt-
hvað sé nefnt. Það hefur verið unun
að vera með Erlu og Hermanni, allt-
af jafn þægileg og þakklát.
Það var árlegt hjá okkur Erlu að
byrja sumarið á því að fara í Grasa-
garðinn og borða, eins fórum við allt-
af í kringum áttunda desember í bæ-
inn, byrjuðum á því að fara í
Guðstein að kaupa jólagjöf handa
Hermanni, síðan á Jómfrúna að
borða og oftast varð rauðspretta fyr-
ir valinu.
Erla á stærsta þáttinn í því hvað
Hermanns family er samhentur og
góður hópur. Jólin, öll gamlárs-
kvöldin, sumarbústaðaferðirnar og
vöfflukaffið á sunnudögum.
Stærsta minningin er þegar við
fórum öll til Mallorka, nýbúið að
flytja af Garðaflötinni í Asparásinn.
Hamingjusamari hjón en Erlu og
Hermann er varla hægt að finna.
Ástin og væntumþykjan einfaldlega
skein af þeim.
Þegar úrskurðurinn um krabba-
meinið kom í byrjun ársins, tók Erla
því af þvílíku æðruleysi og yfirvegun,
hún minntist ekkert á veikindin held-
ur hélt reisn sinni og því var baráttan
léttari fyrir okkur öll.
Þegar þú varst orðin nokkuð veik
fórum við saman til Keflavíkur,
eyddum deginum þar í yndislegu
veðri, fórum á veitingahús, sátum
þar fram eftir degi og töluðum mikið
saman, fórum svo í fatabúð og gátum
við báðar keypt okkur flík. Þetta var
góður dagur.
Það er táknrænt fyrir þig að halda
upp á 75 ára afmælið þitt í maí með
því að bjóða okkur öllum í sumarhús
við Apavatn. Þar naust þú þín umvaf-
in Hermanns family. Tveim vikum
seinna fórstu á sjúkrahús og komst
aðeins heim í heimsóknir, en við
fengum góða daga og notuðum þá vel
því þær minningarnar tekur enginn
frá okkur. Það var svo sannarlega
gott að geta verið hjá þér, síðustu
vikurnar haldið í þína hlýju hönd og
þakkað fyrir allt sem liðið er.
Elsku Hermann. Guð gefi þér
styrk í sorginni og söknuðinum. Þú
átt alltaf skjól í Stuðlaberginu.
Þín vinkona og tengdadóttir,
Anna María.
Elsku besta amma mín, ég sit með
tárin í augunum, það er svo sárt fyrir
mig að þurfa að kveðja þig, svona
góða og yndislega ömmu er nauðsyn-
legt að eiga. Ég trúi því ekki að þú
sért ekki lengur heima hjá afa. Það
var mjög erfitt að vita að þú varst
með krabbamein, en ég veit að þú ert
komin á góðan stað þar sem þú hittir
litla strákinn þinn aftur, og þér líður
betur. Það var sorglegt að sjá þig
veika, en þegar ég sat hjá þér uppi á
líknardeild reyndi ég að hugsa um
allt það fallega sem við höfðum gert
saman svo ég færi ekki að gráta. Ég
er svo þakklát fyrir allar sumarbú-
staðaferðirnar okkar, öll fjörugu ára-
mótin og allar skemmtilegu veislurn-
ar sem við erum búnar að vera
saman í í þessi 10 ár. Mér finnst erf-
itt að hugsa til þess að litla systir mín
fái ekki að kynnast þér betur en ég
ætla að tala mikið um þig og segja
henni hversu góð og blíð þú varst og
sýna henni allar myndirnar sem ég á
af okkur.
Rosalega á ég eftir að sakna þín
mikið, amma mín, ég lofa þér því að
hugsa mjög vel um afa og knúsa
hann og kyssa fyrir þig.
Amma, þú munt alltaf vera í hjarta
mínu, ég mun aldrei gleyma þér.
Takk fyrir allt og allt.
Þín ömmustelpa,
Jónína Björk.
Elsku amma, það er svo erfitt að
skilja það að þú sért farin frá okkur
og munir aldrei koma aftur. Þú sem
varst alltaf svo ótrúlega góð og
skemmtileg.
Ég á svo margar frábærar minn-
ingar um þig, eins og af Garðaflötinni
þar sem ég naut þess að liggja á
svörtu púðunum og horfa á Simpsons
í sjónvarpinu og fá svo gult PK-
tyggjó hjá þér og fara í stígvélin þín
sem náðu mér upp að nára. Svo var
alltaf svo gaman þegar ég fór með
þér og mömmu í bæinn og á kaffihús,
við nutum þess svo mikið að vera
saman og gera eitthvað skemmtilegt.
Mér þótti líka svo ótrúlega vænt um
það þegar þú komst að horfa á mig í
fimleikum og að spila á tónleikum.
Ég á eftir að sakna þess að vera með
þér.
Takk fyrir allar góðu stundirnar,
elsku amma. Ég mun aldrei gleyma
þér.
Þín
Hafdís.
Elsku amma okkar. Það er erfitt
að átta sig á að þú sért búin að kveðja
þennan heim. En nú ertu á betri stað
eftir langa baráttu við veikindi þín.
Þú varst svo sannarlega ekki tilbúin
að kveðja okkur strax og barðist eins
og hetja, enda sterk kona með níu líf
og fyrir það erum við þér ævinlega
þakklát að gefa okkur meiri tíma
með þér. Þú varst svo sterk á þessum
erfiða tíma, vildir aldrei segja að þér
liði illa í veikindum þínum heldur
vildir þú frekar njóta hverrar stund-
ar með okkur.
Þú gafst okkur meiri tíma með þér
sem skapaði ómetanlegar minningar
sem munu alltaf geymast í hjörtum
okkar. Grillveislan hjá okkur í Dals-
byggðinni er dagur sem við munum
aldrei gleyma, þar sem við öll fjöl-
skyldan komum saman í blíðskapar-
veðri og nutum okkar hvert í faðmi
annars. Einnig má nefna 75 ára af-
mælið þitt sem haldið var nú í sumar
þar sem við öll fjölskyldan nutum
okkar saman í nokkra daga í sveita-
loftinu, það skemmtilegasta var hvað
þú varst hress og naust þín vel með
okkur. Þessir tímar eru minningar
sem við munum alltaf halda fast í.
Við eigum svo margar góðar minn-
ingar um þig, þú varst alltaf svo ró-
leg og yfirveguð og það var alltaf svo
gott að vera í návist þinni. Það var
alltaf svo gaman að fá að fara með
þér og afa í sveitina í hjólhýsið ykkar,
þar sem við fórum alltaf í búðina áð-
ur en við lögðum af stað, þú fórst allt-
af með okkur inn og keyptir handa
okkur uppáhaldsnammið okkar, svo
við gætum haft það gott á leiðinni í
sveitina. Svo var alltaf svo ljúft að
labba heim úr skólanum og koma við
hjá ömmu á Garðaflötinni áður en
heim var haldið því við vissum að
alltaf var til eitthvað gott heima hjá
ömmu, hvort sem það voru kökur,
sælgæti eða góður matur að hætti
ömmu, það var alltaf tekið svo vel á
móti manni.
Alltaf var svo gott að geta hlaupið í
fangið til ömmu til að láta hugga sig
ef eitthvað gerðist eftir mikinn has-
arleik og hamagang á Garðaflötinni
þegar við vorum bara litlu barna-
börnin þín. Við erum svo þakklát fyr-
ir allan þennan tíma sem við höfum
átt með þér og allar góðu minning-
arnar sem við höfum skapað saman.
Ég veit að þú munt sitja yfir okkur
og fylgjast með okkur að ofan. Við
munum alltaf geyma þig í hjörtum
okkar. Megi Guðs englar vaka yfir
þér, elsku amma okkar.
Söknum þín. Elskum þig.
Þín barnabörn,
Magnús Þór, Ari Páll
og Kristín.
Elskuleg systir og mágkona hefur
nú lotið í lægra haldi fyrir illvígum
sjúkdómi eftir hetjulega baráttu og
æðruleysi. Það er ekki fyrr en að
leikslokum þegar litið er yfir farinn
veg sem maður áttar sig á því hvað líf
okkar var samofið. Fyrst sem börn
og unglingar og síðan þegar við
stofnuðum heimili með þriggja ára
millibili. Við mágarnir og þær mág-
konurnar smullu svo saman í lífi og
leik. Þegar fjölskyldur okkar stækk-
uðu stefndum við að því að eignast
eigið húsnæði. Á þessum árum var
geymdur eyrir glatað fé. Ungu fólki
stóð aðeins til boða að kaupa fok-
helda íbúð í fjölbýlishúsum. Við sem
vorum innfædd og uppalin í Reykja-
vík höfðum hug á að búa áfram í
Reykjavík, en einbýlishúsalóðir voru
ekki í boði eftir að byggingu Smá-
íbúðahverfis lauk. Það mega heita öf-
ugmæli að eignalítið fólk stefndi að
byggingu einbýlishúss, en markmið-
ið var að geta byrjað með haka og
skóflu og byggt eftir efnum og
ástæðum. Við vorum svo lánsöm að
fá úthlutaðar lóðir svo til hlið við hlið
á Garðaflöt í Garðabæ en eitt hús
skildi okkur að. Við fengum lóðirnar
1961, og 1962-64 byggðum við hús
okkar með samhjálp og þrotlausri
vinnu um kvöld og helgar. Við flutt-
um í Garðahrepp 1964, og Erla og
Hermann ári síðar. Eftir að við flutt-
um í Garðahrepp myndaðist enn
meiri samheldni, þar sem börnin
gengu á milli húsa og samhjálp var
sjálfsögð. Jól og áramót voru haldin
saman á meðan börnin voru að vaxa
úr grasi.
Á árinu 1955 tók Erla mágkonu
sína með í saumaklúbb ásamt fimm
öðrum vinkonum. Myndaðist mjög
góð vinátta milli þessara vinkvenna
og eiginmanna. Hélt þessi hópur
saman ásamt börnum. Farið var í
útilegur, sumarbústaðaferðir og
gerður dagamunur nokkrum sinnum
á ári utan saumaklúbbsins. Við frá-
fall Erlu erum við nú einu eftirlifandi
hjónin.
Á þessum árum sem við fluttum í
Garðahrepp voru Erla og Hermann
komin með þrjú börn og við fjögur
börn. Síðan bættist við eitt barn í
hvora fjölskyldu. Þetta var fyrir tíma
leikskóla, þær mágkonur höfðu því
ærinn starfa að sinna heimili og
barnauppeldi og í þessu nábýli sem
heimavinnandi húsmæður óx vinátta
sem aldrei bar skugga á. Samband
Erlu og Hermanns var einstakt og
voru þau sem eitt í öllu sem þau tóku
sér fyrir hendur. Þau voru sérstak-
lega samhent við að hlúa að börnum
sínum og síðan tengda- og barna-
börnum, enda hafa þau virkilega
uppskorið ræktarsemi þeirra allra,
svo unun hefur verið að fylgjast með.
Eftir 20 ára búsetu á Garðaflöt flutt-
um við okkur um set innan Garða-
bæjar og breyttist sambandið meira
í símasamband í stað daglegra sam-
gangna.
Síðustu 12 ár höfum við Sigrún
verið búsett meira og minna erlend-
is. Þrátt fyrir breyttar aðstæður var
haldið sambandi bæði símleiðis og
með heimsóknum. Þegar við lítum til
baka við leiðarlok, þá kemur okkur
helst í huga þakklæti fyrir samfylgd-
ina í gegnum lífið með Erlu og fjöl-
skyldu hennar allri.
Við sendum Hermanni, börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
hugheilar samúðarkveðjur og biðj-
um góðan guð að styrkja ykkur í sorg
ykkar.
Valdimar, Sigrún og
fjölskyldur.
Mín samleið með Erlu var ekki
löng og í raun allt of stutt. Ég kynnt-
ist henni ásamt fjölskyldu Kidda um
jólin 2006 þegar við höfðum verið að
hittast um skeið og tími til kominn að
kynna hvert annað fyrir fjölskyldum
okkar. Frá fyrstu stundu var mér og
börnunum mínum tekið opnum örm-
um af allri fjölskyldunni. Ég tók svo
vel eftir því að Erla lagði mikið upp
úr því að jafnt væri skipt á milli allra,
hvort sem það voru hennar eigin
barnabörn eða börnin mín og mér
þótt alltaf svo vænt um það. Þetta
var Erla í hnotskurn eins og ég
kynntist henni, með sterka réttlæt-
iskennd og vildi öllum vel.
Aldrei heyrði ég styggðaryrði
koma frá hennar vörum. Enda var
þægilegt að vera í kringum hana og
hægt að spjalla við hana um allt milli
himins og jarðar því Erla fylgdist vel
með þjóðmálunum. Erla og Her-
mann og börn þeirra, tengdabörn og
barnabörn eru samhent fjölskylda
sem notar hvert tækifæri til að hitt-
ast og borða saman eða eyða saman
helgum í sumarbústöðum og ég hef
alltaf dáðst að og haft gaman af þess-
ari samheldni. Erla var höfuð þeirrar
fjölskyldu og það er stórt skarð skilið
eftir þar sem hún var. Ég veit þó að
fjölskyldan mun áfram standa þétt
saman og styrkja hvert annað í sorg
sinni og ég mun gera mitt besta til að
styðja þau öll og standa við hlið
Kidda sem ég veit að upplifir núna
mikinn missi og söknuð enda var
mamma hans alltaf stór hluti af hans
daglega lífi. Ég veit að þegar fram í
sækir verða það minningarnar sem
munu veita okkur styrk og þakklæti
fyrir að hafa átt Erlu að.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Íris.
Með nokkrum orðum langar mig
að minnast vinkonu minnar, Erlu
Magnúsdóttur, sem kvaddi eftir erf-
ið veikindi.
Við vorum á fermingaraldri þegar
kynni okkar hófust en yfirleitt vor-
um við þrjár saman, sú þriðja var Ás-
dís Konráðsdóttir. Seinna stækkaði
vinkvennahópurinn og vorum við sjö
saman í saumklúbb frá unglingsár-
um en þrjár af okkur eru nú fallnar
frá. Þær voru margar ánægjulegar
stundirnar sem við áttum saman með
eiginmönnum okkar á ferðalögum,
bæði innanlands og erlendis. For-
eldrar Erlu áttu sumarhús við Þing-
vallavatn og fengum við Ásdís stund-
um að fara með í helgarferðir. Þar
áttum við margar af okkar bestu
samverustundum en foreldrar Erlu
reyndust mér alltaf ákaflega vel.
Þegar við Erla gengum báðar með
okkar fyrstu börn dvöldum við viku-
langt í bústaðnum og styrkti sá tími
samband okkar enn frekar.
Það var dálítið ævintýri fyrir mig
að koma á æskuheimili Erlu. Það var
ekki algengt að börn ættu á þeim
tíma svefnherbergi út af fyrir sig og
oft voru framandi ávextir á boðstól-
um. Erla naut þeirra forréttinda að
fá að læra á píanó, nokkuð sem fáir
fengu á þeim árum. Áhugamál henn-
ar lágu hins vegar á öðrum sviðum og
átti hún það til að laumast í heimsókn
til mín í stað þess að sækja píanó-
tíma. Æskuheimili hennar á Njáls-
götunni var ríkmannlegt en hlýlegt
og þangað var gott að koma.
Erla var eftirtektarverð og glæsi-
leg kona. Hún var ákaflega þægileg í
samskiptum, hógvær og hæglát. Ég
minnist hennar með þakklæti fyrir
vináttuna og allar okkar samveru-
stundir. Guð geymi og veiti fjöl-
skyldu hennar styrk.
Olga Þorsteinsdóttir.
Fyrstu kynni mín af Erlu voru á
bernskuárunum þegar ég bar út
Morgunblaðið heim til hennar á
Njálsgötuna í Reykjavík. Síðar urð-
um við Erla vinkonur þegar hún tók
að venja komur sínar upp á Berg-
þórugötu til að taka þátt í leikjum
okkar krakkanna. Á bernskuárunum
buðu foreldrar Erlu mér oft með fjöl-
skyldunni í sumarbústað sinn á Þing-
völlum, þær ferðir eru mér ógleym-
anlegar. Vinátta okkar hefur varað í
meira en sextíu ár, bernsku-, ung-
lings- sem fullorðinsáranna höfum
við notið saman í gleði okkar sem
sorgum. Við eignuðumst frumburð
okkar sama árið sem og Olga vin-
kona okkar, þá giftum við okkur allar
á svipuðum tíma og Erla og Her-
mann áttu auk þess sama brúð-
kaupsdag og við Kristján. Eigin-
menn okkar urðu góðir vinir sem
áttu í daglegum samskiptum eftir að
þeir létu af störfum og gerðust „karl-
arnir á bekknum“.
Við vorum rétt um tvítugt þegar
við vinkonurnar stofnuðum sauma-
klúbb sem hittist vikulega fyrstu ár-
in. Tengslin í saumaklúbbnum voru
náin þar sem í klúbbnum voru Erla
og Sigrún mágkona hennar, sem og
Kristín systir Sigrúnar, systurnar
Olga, Ólína og Pálína og svo ég. Við
ólumst allar upp í miðbæ Reykjavík-
ur sem og makar okkar flestra,
þannig að það var margt sem styrkti
tengslin. Á blómatíma saumaklúbbs-
ins gerðum við margt skemmtilegt
saman, fórum í ferðalög innanlands
með mökum okkar og börnum, minn-
ingarnar frá þeim ferðum sem utan-
landsferðum okkar eru dýrmætar.
Hún var einnig ógleymanleg kvenna-
ferðin sem við Erla fórum saman í til
Parísar þar sem við nutum franskrar
menningar í hvívetna.
Fyrir 10-15 árum fóru Erla og
Hermann að venja komur sínar í
kaffi til okkar Kristjáns á föstudög-
um klukkan þrjú sem síðar varð að
hefð. Stöðugt fjölgaði í föstudags-
kaffinu. Börn mín, tengdabörn og
barnabörn, bróðir minn og mágkona
sem og saumaklúbburinn fóru að
koma á sama tíma og þau, enda aldr-
ei dauflegt þar sem Erla og Her-
mann voru á ferð. Í föstudagskaffinu
eru iðulega fjörugar samræður þar
sem rökrætt er um samfélagsmál
sem pólitík, sum hver okkar höfðum
öllu hærra en Erla sem hafði engu að
síður gaman af öllu fjörinu og marg-
menninu. Þessa föstudagshefð á ég
þeim Erlu og Hermanni að þakka og
fyrir bragðið hafa börn mín og fjöl-
skyldur þeirra kynnst bernskuvinum
mínum og frændfólki sínu betur.
Ég þakka Erlu fyrir áratuga vin-
áttu sem aldrei bar skugga á, okkur
varð aldrei sundurorða þótt við vær-
um ólíkar um margt.
Fjölskylda Erlu stóð þétt við hlið
hennar í baráttunni við erfiðan sjúk-
dóm sem að lokum bar hana ofurliði.
Elsku Hermanna, Inga, Jón, Her-
mann og Kiddi, ég votta ykkur og
fjölskyldum ykkar mína dýpstu sam-
úð. Megi allar góðar vættir styrkja
ykkur í sorg ykkar og söknuði.
Með samúðarkveðju,
Ásdís (Dísa vinkona).
Erla Magnþóra
Magnúsdóttir