Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2010 Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Staðan er í raun bara svipuð og gert var ráð fyrir í upphafi. Það er verið að vinna að undirbúningi þessa dag- ana eftir að framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins samþykkti að hefja viðræður við Ísland,“ segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkis- málanefndar Alþingis. Nefndin sat á fundi í gær þar sem farið var yfir stöðu umsóknarinnar um inngöngu í Evrópusambandið. Meðal þess sem rætt var um var hvort það ferli sem hófst með um- sókninni kallaði á aðlögun Íslands að stofnanakerfi og löggjöf sambands- ins. Sagðist Árni telja að engar kröf- ur um slíkt yrðu gerðar fyrr en inn- ganga hefði verið samþykkt. Áhyggjur af íhlutun „Fyrir það fyrsta tel ég að ríkis- stjórnin sé komin með þetta mál langt út í skurð. Það sem mér fannst annars athyglisverðast frá þessum fundi er að nú ætlar Evrópusam- bandið að koma hingað til lands og hafa beina íhlutun í mjög umdeilt pólitískt deilumál,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, sem sat fund utan- ríkismálanefndar. „Þetta ætla þeir að gera með því að veita hingað stór- kostlega fjármuni til uppbyggingar í stjórnkerfinu og greiða kostnað vegna alls kyns sérfræðiráðgjafar vegna innleiðingar löggjafar sam- bandsins.“ Þá segir Sigurður að til standi að verja háum fjárhæðum til upplýs- ingagjafar um málið hér á landi. Til- gangur þessa sé sá einn að hafa bein og óbein áhrif á umræðuna í þjóð- félaginu. „Þetta veldur manni áhyggjum af því hvernig lýðræðisleg umræða um málið verður hér.“ Deilt um stöðu Evrópumálanna  Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði í gær um stöðu umsóknarinnar um inngöngu í Evrópusam- bandið  Ríkisstjórnin komin með málið langt út í skurð, segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins Evrópumálin » Formaður utanríkismála- nefndar Alþingis segir Evrópu- málin í svipuðum farvegi og gert var ráð fyrir. » Þingmaður Sjálfstæð- isflokksins segir ljóst að Evr- ópusambandið ætli sér að hafa bein og óbein áhrif á um- ræðuna í krafti fjármagns. Sigurður Kári Kristjánsson Árni Þór Sigurðsson FRÉTTASKÝRING Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Andrúmsloftið var þrungið spennu í kjallara höfuðstöðva Landsvirkjunar við Háaleitisbraut í gærdag þegar til- boð sem Landsvirkjun bárust í bygg- ingarvinnu við Búðarhálsvirkjun voru opnuð klukkan 14:00. Fyrirfram var búist við því að mögulega myndi lægsta boðið berast frá kínversku fyrirtæki. Annað kom hins vegar á daginn. Athöfnin var mjög formleg og hvert og eitt af tilboðunum sjö var tekið upp úr pakkningum og lesið upp fyrir viðstadda verktaka sem á víxl mauluðu kleinur og dreyptu var- lega á kaffi í algerri þögn meðan þeir skrifuðu niður hjá sér tölurnar og reiknuðu út áhrifamátt þeirra. Sérkennilega slæm boð Verkinu er skipt í þrjá hluta og hægt var að bjóða í einn þeirra, tvo eða alla. Jafnframt mátti bæði bjóða í íslenskum krónum og erlendri mynt. Búðarafl sf., sem er samvinnuverk- efni Íslenskra aðalverktaka og sviss- neska verktakafyrirtækisins Marti, átti lægsta boð í fyrsta hlutann, Sporðöldustíflu, sem hljóðaði upp á 2,3 milljarða króna. Það er 91,3% af kostnaðaráætlun. Ístak hf. bauð 2,4 milljarða og Suð- urverk hf. 2,5 milljarða. Kínverska fyrirtækið China International Wa- ter & Electric (CWE) bauð hins veg- ar rétt rúmlega 2 milljarða í íslensk- um krónum plús rúmlega 81 milljón bandarískra dollara. Það eru samtals tæplega 12 milljarðar króna sem er 471,6% hærra en kostnaðaráætlun. Ístak átti lægsta boð í annan verk- hluta, aðrennslisgöngin, og það hljóð- aði upp á rúmlega 4,1 milljarð króna, eða 74% af kostnaðaráætlun. Þýska fyrirtækið DYWIDAG (DSI) bauð 4,3 milljarða í íslenskum krónum plús 58 milljónir dollara. Það gerir sam- tals rúmlega 11 milljarða króna og er 202,5% hærra en kostnaðaráætlun. Búðarafl bauð 4,7 milljarða. CWE bauð 3,6 milljarða í íslenskum krón- um plús 107 milljónir dollara sem samtals eru um 16,5 milljarðar króna og tæplega 300% hærra en upphæðin í kostnaðaráætlun. Búðarafl átti aftur lægsta til- boð í þriðja og síðasta verkhlut- ann, stöðvarhúsið, og það hljóðaði upp á 78,7% af kostnaðar- áætlun eða 3,6 milljarða. Ístak bauð örlítið hærra. Önnur tilboð frá Eykt ehf. og Já- verki ehf. voru nokkru hærri en aftur voru Kínverjarnir víðsfjarri; þeir buðu 2,3 milljarða króna plús 69 milljónir dollara sem eru samtals tæpir 11 milljarðar króna – 235,5% hærra en kostnaðaráætlun. Í þessum tölum er ekki gert ráð fyrir mögulegum afslætti sem býðst ef gengið er til samninga við sama fyrirtæki um fleiri en einn verkþátt. Því er ljóst að lægsta boð segir ekki alla söguna í þessum efnum. Þegar tilboðin höfðu verið lesin upp var furðusvipur á mörgum gestum og verktakar hófu að stinga saman nefj- um yfir kaffibollunum enda þótti mörgum erlendu tilboðin sérkenni- lega há. Þær raddir heyrðust að jafn- vel væri um mistök að ræða og upp- hæðirnar í erlendu tilboðunum sem boðnar voru í erlendri mynt væru rangar. Tilboð CWE í fyrsta verk- hlutann einan og sér var til dæmis hærra en heildarupphæð kostnaðar- áætlunar fyrir Búðarhálsvirkjun. Nú mun Landsvirkjun fara yfir og bera saman tilboðin sem bárust. Í þessu ferli verður jafnframt farið yfir hvort upphæðirnar sem nefndar eru í tilboðunum eru réttar. Þetta ferli getur tekið um sex vikur. Þó verður að taka fram að viðstöddum í gær bauðst að gera athugasemdir við upplestur tilboðanna en það var ekki gert. Ekki náðist í talsmenn CWE í gær. Lægstu tilboðin íslensk  Tilboð í byggingarvinnu við Búðarhálsvirkjun voru opnuð í gær  Tilboð kín- verska fyrirtækisins CWE var svo hátt að grunur er um að um mistök sé að ræða Matvælastofnun hefur opnað aft- ur ræktunar- svæði kræklings í Eyjafirði sem lokaðist þann 16. ágúst síðastlið- inn, en PSP löm- unareitur mæld- ist þá yfir viðmiðunarmörkum í kræklingi úr firðinum, segir á heimasíðu Mat- vælastofnunar. Nýjar niðurstöður þörungaeit- ursrmælinga sýna að þörungaeitrið er horfið úr kræklingnum og því er hættuástandi hér með aflýst. Sam- kvæmt niðurstöðum Hafrannsókn- arstofnunarinnar hvarf þörung- urinn sem olli eitruninni af ræktunarsvæðinu fljótlega eftir að eitrunin kom upp og hefur lítið sést til hans síðan. Ræktunarsvæði kræklings í Breiðafirði eru einnig opin til fram- leiðslu á krækling eða bláskel eins og hún er gjarnan kölluð í dag. Þörungaeitur horfið úr kræklingi Richard Loch- head, sjáv- arútvegs- ráðherra Skotlands, segir að háttsettir fulltrúar fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins (ESB) hafi fullvissað sig um að framganga Íslendinga við makrílveiðar verði höfð í huga þegar tekin verði af- staða til aðildarumsóknar þeirra í ESB. Þetta kom fram á fréttavef Daily Telegraph í gær. Þá segir Lochhead að ákvörðun Færeyinga og Íslendinga um að auka veiðar á makríl muni skemma fyrir fisk- veiðum Skota. Hann sakar þjóð- irnar um að „ryksuga“ stofninn og ræna arðinum af verndunar- aðgerðum fiskveiðistjórnunar ESB. Lochhead kvaðst hafa verið full- vissaður um að stækkunarstjóri ESB ætli að hafa stöðu makrílmál- anna í huga í aðildarviðræðunum við ESB. Makríll hefur áhrif á aðildarumsókn Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segist vera ánægður með útboð Landsvirkj- unar um byggingarvinnu við Búðarhálsvirkjun. Tilboðin voru opnuð í gær. „Þetta eru öflug fyrirtæki sem lögðu inn tilboð og við erum ánægð með það. Við þurfum núna að bera til- boðin saman.“ Að sögn Harðar getur tekið sex vikur að fara yfir tilboðin og þá geti samningar hafist. Hörður segir jafnframt að unnið sé að fjármögnun virkjunarinnar. „Það er verið að vinna að því núna samhliða tilboðunum. Við erum í viðræðum við er- lenda banka um fjár- mögnunina. Við bindum vonir við að klára hana sem fyrst en það er ekkert öruggt í þessum efnum enn.“ Unnið að fjármögnun HÖRÐUR ARNARSON Hörður Arnarson Morgunblaðið/Eggert Tilboð Mikil spenna var í höfuðstöðvum Landsvirkjunar þegar tilboðin í byggingarvinnu við Búðarhálsvirkjun voru opnuð í gær. Íslendingar eiga rétt á að veiða makríl í sinni lögsögu en þeir vilja komast að samkomulagi við aðrar þjóðir um veiðarnar, að því er Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, sagði í samtali við Channel 4 í Bretlandi í gær. Hann benti á að Ísland ætti rétt á veiðunum sem strandríki. Jón hefur rætt við fjölmiðla í Bretlandi síðustu daga um makríl- veiðar Íslendinga. Jón sagði í sam- tali við Channel 4 að hann teldi að hlýnun sjávar í kringum Ísland ætti sinn þátt í auknum makrílgöngum. Erum í fullum rétti til makrílveiða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.