Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Page 40

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Page 40
34 NÝJAR KVÖLDVÖKUR inn, því að jeg hefi soltið heilu hungri síðan snemma í morgun«. »Þó það nú væri«, — og svo flýtti hún sjer fram. Sigvaldi settist á legubekkinn og Páll á stól rjett hjá honum. »Hvernig líst þjer á þetta brask mitt?« spurði Sigvaldi. »Ef þú ert líkur honum föður þínum, þá held jeg að þjer taldst það. Þú varst ekki hár í loftinu, þegar þú fórst um ár- ið nýfermdur, en þú hefir þroskast svo á þessum árum, að þó að jeg sjái ekki kraftana þína eða áræðið, þá get jeg vel trúað að hvorttveggja sje til. En hvar hefir þú hestana?« »í girðingunni hjá Pjetri bróður þín- um og þar get jeg gengið að þeim hvenær sem er, á degi eða nóttu«. »Það er ágætt. — Jeg skrifaði þjer suður, eins og þú manst og svo símaði jeg í gær; en þú skilur, að jeg gat ekki sagt neitt í símanum nema á huldu, svo að nú verð jeg að skýra þjer betur frá ástæð- unum eins og þær eru. — Sjáðu nú til: Það er rjett að líða að lokunum og jeg býst við að Einar borgi út bæði síldina, fiskinn og vinnukaupið um miðja næstu viku og peningarnir frá útibúinu komu með strandferðaskipinu í fyrra kvöld; hann sótti þá sjálfur hingað til mín í póstinn í gærmorgun; þess vegna símaði jeg til þín í gær«. Páll stóð upp og benti út um gluggann þvert yfir voginn. »Einar býr í ljósbleika húsinu þarna upp af bryggjunni fyrir handan, og nú er hann einn heima með gömlu Stínu eins og vant er um þetta leyti sumars. Frúnni fellur alt af margmennið og síldardaunn- inn svo illa, að hún fer með dótturina til gamla pabba í Felli og dvelur þar, þang- að til sjómannaskrýllinn, sem hún kallar, er farinn og tunnurnar komnar út í skip. Einar er þess vegna aleinn í húsinu með kerlingunni og er vanalega að vinna á skrifstofunni fram undir miðnætti«. »En sýslumaðurinn ?« »Hann er heima, en skrifarinn er við heyskap frammi í hólmum og kemur ekki heim fyr en annað kvöld. f dag er föstu- dagur og í kvöld verður þetta að gerast, því að nú er einna fámennast hjer í Vog- inurn, en um helgina má búast við að ýmsir komi heim til sín og þá getur alt orðið erfiðara viðfangs. — Segðu mjer nú í einlægni, treystir þú þjer til að framkvæma þetta einn þíns liðs? Einar er karlmenni, og er stundum laus hönd- in«. »Jeg á ekkert á hættu, satt að segja, og ekki renn jeg fyrir einum og ekki fyr- ir tveimur og ekki fyrir þremur. Jeg vil ekki að neinn annar leggi hjer hönd að verki mín vegna og gættu þess líka sjálf- ur að hætta þjer ekki neitt. — Hvernig er hann annars þessi sýslumaður?« »Hann er svona eins og fólk er flest, sagður dável lærður og kemur sjer frem ur vel. Þeim kom ekki sem best saman í fyrra sumar, Einari og honum, það var eitthvað út af bryggjum og síldarsöltun, en nú er alt fallið í Ijúfa löð og þeir farn- ir að spila l’hombre öðru hvoru hvor hjá öðrum«. , »En hvernig kemur Einar sjer? Er hann vinsæll?« »ónei, það er hann ekki; hann þykir 1 alt af líta nokkuð stórt á sig og verka- fólki er fremur kalt til hans, en ekki ber á öðru en hann sje áreiðanlegur í við- skiftum. Frúin þykir drembin og stórlát og heim til þeirra koma því fáir nema Fellsfólkið og þá helst sýslumannsfólkið. Svo leikur dálítið orð á því að Einar sje kvenhollur, en sje það satt, þá fer hann furðanlega vel með það, — mætti líka búast við ónotalegum hvelli af frúarinnar hendi, ef nokkuð kæmi fyrir, sem hneyksl- anlegt þætti. Þú manst eftir sjera Jóni, L J

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.