Morgunblaðið - 15.01.2011, Síða 1

Morgunblaðið - 15.01.2011, Síða 1
L A U G A R D A G U R 1 5. J A N Ú A R 2 0 1 1  Stofnað 1913  12. tölublað  99. árgangur  létt&laggott KENNT AÐ BÚA TIL FALLEGAN BRJÓSTSYKUR GENGST VIÐ ÞVÍ AÐ VERA SEINÞROSKA SKAMMALAUS SKEMMTIFRÆÐSLA OG UPPISTAND SUNNUDAGSMOGGINN HVAÐ EF?50HANDVERKSKAFFI 10 Forseti Túnis, Zine al-Abidine Ben Ali, hrökklaðist frá völdum í gær eft- ir nokkurra vikna götumótmæli sem hófust vegna óánægju með efna- hagsstefnu forsetans og hafa valdið upplausn í Túnisborg. Áður höfðu stjórnvöld lýst yfir neyðarástandi í höfuðborginni, sett útgöngubann og heimilað öryggissveitum að skjóta á þá sem virða bannið að vettugi. Mannréttindasamtök segja að tugir manna hafi beðið bana í átök- um öryggissveita og mótmælenda síðustu vikur. Viðskipta- og atvinnu- lífið hefur lamast, til að mynda hafa bankar verið lokaðir. Ben Ali hafði verið við völd í 23 ár. Óstaðfestar fregnir hermdu í gær- kvöldi að hann hefði flúið land og óskað eftir hæli sem pólitískur flóttamaður í Frakklandi. Forsætis- ráðherra Túnis, Mohammed Ghannouchi, tilkynnti að hann hefði tekið við forsetaembættinu. Upplausn í Túnisborg  Forseti Túnis hrökklaðist frá völdum eftir götumótmæli sem hafa kostað tugi manna lífið  Sagður hafa flúið land Reuters Óeirðir Lögreglumenn verja innan- ríkisráðuneytið í Túnisborg. Arnór Atlason og félagar hans í íslenska landsliðinu hófu keppni á heims- meistaramótinu í handknattleik í gær með öruggum sex marka sigri á Ung- verjum, 32:26. Ísland mætir Brasilíu á mótinu klukkan 20 í kvöld. » Íþróttir Byrjað með sigri á HM Reuters Hugrún Halldórsdóttir Skúli Á. Sigurðsson Fari sem horfir verða 448 börn í Reykjavík án leikskólapláss í haust. Þá vantar pláss hjá dagforeldrum fyrir um það bil sama fjölda barna en áttatíu dagforeldra þarf til viðbótar í borginni til að mæta þessu. Þetta segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í mennta- ráði. Kveður hún algerlega óljóst hvernig málið verður leyst. Hún tel- ur að erfitt verði að fjölga dagfor- eldrum eins mikið og þarf fyrir haustið en starfshópur sem ætlað er að athuga endurskipulagningu rekstrar leikskóla meðal annars hef- ur tekið til starfa. „Það er unnið á fullu að því að sjá til þess að næsta haust verði leik- skólapláss fyrir þau börn sem þurfa að komast að,“ segir Óttarr Ólafur Proppé, annar tveggja fulltrúa Besta flokksins í menntaráði. Að auki segir Óttarr að vinna við að leita leiða til að fjölga dagforeldrum í borginni sé að hefjast. Ekki liggi fyrir hvernig það verði gert en meðal þess sem komið hefur til tals er að leyfa dagforeldrum að hafa fleiri börn skráð í vist en nú er heimilt. Óttarr segir þó að ekkert sé fast í hendi hvað þetta varðar. Dag- foreldrar mega nú hafa fimm börn á skrá hið mesta. Þjónustutryggingin notuð til að fjármagna þjónustu við börnin Ákveðið hefur verið að afnema svokallaða þjónustutryggingu sem felur í sér greiðslur til foreldra barna sem ekki fá vist strax við lok fæðing- arorlofs. Að sögn Óttars er ætlunin að því fé sem sparast við þetta verði varið í að tryggja þjónustu leikskóla og dagforeldra. Þorbjörg Helga segir tímasetn- ingu þessarar ákvörðunar slæma vegna þess fjölda sem þurfa mun á vistun að halda. MFjölga þarf dagforeldrum »14 448 börn án leikskólapláss fari sem horfir  Áttatíu dagforeldra til viðbótar þarf til að anna þörf fyrir slíka dagvistun  Landsvirkjun og RARIK hafa samið við eigendur tveggja þriðju hluta vatnsréttinda í Hólmsá í Skaftártungu vegna virkjunar- áforma, þrátt fyrir að ekki hafi ver- ið gengið frá nauðsynlegum breyt- ingum á aðalskipulagi. Áætla má að leiguverðið sé í heild um 300 millj- ónir króna. Ragna Sara Jónsdóttir, yfirmað- ur samskiptasviðs Landsvirkjunar, segir að samkeppni ríki á orku- markaðnum og að Landsvirkjun þurfi því að tryggja réttindi sín fyrr í ferlinu en áður var. Tillaga að breytingum á skipulaginu er nú til umfjöllunar í sveitarstjórn Skaft- árhrepps. »2 Semja um greiðslur þótt skipulag hafi ekki verið samþykkt  Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi Landsbankastjóri, og Ívar Guð- jónsson, fyrrverandi forstöðumað- ur eigin viðskipta bankans, voru yf- irheyrðir hjá sérstökum sak- sóknara í gær. Þeir voru báðir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir rannsókn málsins ganga vel. Segir hann að vegna þess hve viðamikið málið er sé ein- sýnt að fleiri verði kallaðir í yfir- heyrslur vegna þess. Hann vill þó ekki gefa upp hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir fleirum að sinni. Kveður hann of snemmt að segja til um hvort ákærur verði gefnar út í málinu. Verjandi Ívars situr einnig í skilanefnd Kaupþings en kveður það ekki hafa áhrif á verjandastörf sín í málinu. Báðir gæsluvarðhalds- úrskurðirnir hafa verið kærðir til Hæstaréttar. »26 Einsýnt að fleiri verði yfirheyrðir Í gæsluvarðhaldi Á leið út úr héraðsdómi. Þorbjörg Helga segir ástandið varðandi dagfor- eldra einna verst í Vesturbæ Reykjavíkur og kveð- ur hún að fasteignaverð þar hafi sitt að segja. Í ljósi þess hve hátt það er eigi fólk erfitt með að réttlæta að nýta það undir starfsemi eins og dag- vistun sem ekki er mjög ábatasöm. Hún kveður að ekki hafi komið til tals að greiða meira með börnum til dagforeldra. Hjón sem reka daggæslu í miðbænum segja ástandið í miðbænum skelfi- legt. „Foreldrar hafa bara engin ráð hér í bæn- um.“ Ástandið verst í Vesturbænum STAÐAN ER MISJAFNLEGA SLÆM EFTIR SVÆÐUM Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.