Morgunblaðið - 15.01.2011, Page 10

Morgunblaðið - 15.01.2011, Page 10
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Hjálp Bangsinn Bjútí handleggsbrotnaði árið 2009 og fór á Bangsaspítala. Allir sem eiga lasna bangsa ættu hik- laust að skunda með þá á Bangsa- spítala í dag því einn slíkur verður opinn á Háskólatorgi, neðri hæð kl. 11-14. Þar munu læknanemar hlúa að böngsunum, gera að brotum og öðru sem þarf. Lýðheilsufélag læknanema hefur á undanförnum árum staðið fyrir bangsaspítala en tilgangurinn er annars vegar að fyrirbyggja hræðslu hjá börnum við lækna, heilbrigðis- starfsfólk og spítalaumhverfið og hins vegar að gefa læknanemum á yngri árum tækifæri til að æfa sam- skipti við börn. Hvert barn kemur með sinn eigin bangsa. Gott er að ræða fyrirfram við barnið um það hvernig bangsinn er veikur (hvort hann sé t.d. með hálsbólgu, maga- pest eða brotinn fót). Þegar á spít- alann er komið fær barnið að innrita bangsann og að því loknu kemur bangsalæknir og vísar barninu inn á læknastofu þar sem læknirinn skoðar bangsann og veitir honum þá að- hlynningu sem hann þarf á að halda. Endilega... ...farið með bangsann til læknis 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011 Morgunblaðið/Árni Sæberg Flinkur Andri Ómarsson kann réttu handtökin í brjóstsykursgerð og sýnir þau hér. Í dag starfar Andri í félagsmiðstöð fyrir unglinga og hefur útbreitt brjóstsykurs-boðskapinn meðal þeirra. Eldheit sykurblanda Andri byrjar á því að gefa hópn- um uppskrift að ca ½ kg af brjóst- sykri en til þarf 1dl vatn 1 og ½ dl þrúgusykur 4 dl sykur Þetta er síðan sett í pott og er mikilvægt að setja hráefnin í réttri röð út í pottinn, vatnið fyrst og síðan sykurinn. Blandan er hituð upp í 165 gráðu hita og fylgst vel með hitanum með sykurhitamæli. Mikilvægt er að PRUFUTÍMINN María Ólafsdóttir maria@mbl.is Ég hef aldrei prófað aðbúa til brjóstsykur þó éghafi borðað ófáa slíkamola í gegnum tíðina. Því er ég nokkuð spennt að sjá hvernig mér tekst upp við slíka gerð þegar ég mæti á fyrsta handverkskaffi ársins í Gerðubergi. Það liggur fyrir við- stöddum að búa til brjóstsykur undir leiðsögn Andra Ómarssonar. Hann er tómstundafræðingur og lærði listina af dönskum vinnufélaga sínum á frístundaheimili í Kaupmannahöfn. setja mælinn í volgt vatn á milli þess sem mælt er svo hann festist ekki á borðinu og brotni. Þegar sykur- blandan er tilbúin hellir Andri henni á silikondúk sem hann hefur smurt með dálítilli olíu. Þá er næst að nota spaða tvo til þess að móta blönduna og láta hana kólna. Mikilvægt er að lyfta spöðunum beint upp og vera ekki að krossa hendurnar því þannig aukast líkurnar á að eldheit sykur- blandan sullist á mann. Áður en þetta áhættuatriði hefst setur Andri út í blönduna bæði lit, bragðefni og sí- trónusýru sem sett er í allan brjóst- sykur nema sterkan. Hópurinn fellst á að byrja á grænum jarðaberja- og hindberjabrjóstsykri. Þetta er ein- mitt dálítið skemmtilegt við brjóst- Litríkt og sykursætt handverkskaffi Á handverkskaffi í Gerðubergi lærði blaðamaður að búa til bæði góðan og fallegan brjóstsykur. Gekk það ágætlega fyrir utan smá byrjunarklúður og hyggur hann nú jafnvel á opnun nammibúðar í nánustu framtíð. Íslenska þjóðin hefur ævinlega verið sérlega áhugasöm um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og margir eiga góðar minningar úr Evróvisjón- partíum. Því má gera ráð fyrir að margir séu farnir að hlakka til keppn- innar þetta árið sem fram fer í Þýska- landi í maí. Í kvöld fáum við að heyra og sjá í beinni útsendingu fyrstu fimm lögin af þeim fimmtán sem val- in hafa verið til að keppa um það hvert verður framlag Íslendinga í Þýskalandi. Til að hita sig upp og kynna sér lögin er tilvalið að fara inn á vef RÚV (ruv.is/songvakeppni) og hlusta og sjá þau fyrstu fimm lög sem keppa í kvöld, taka afstöðu og kjósa lag. Á vef RÚV eru einnig skemmtileg myndbönd af kepp- endum þar sem þeir fara í bún- ingasafn sjónvarpsins og gramsa í gömlum Evróvisjónbúningum og giska á hvaða lag tilheyrir hvaða föt- um. Allur gangur er á því hversu vel fólk man eftir búningunum en kepp- endur fá að velja sér eina flík til að klæðast. Böddi smokrar sér til dæmis í latexgallann hans Páls Óskars. Vefsíðan www.ruv.is/songvakeppnin Söngkona Erna Hrönn Ólafsdóttir féll fyrir hvíta jakkanum hans Kristjáns. Hitað upp fyrir Evróvisjón „Ég ætla að byrja daginn á því að fara í body balance í líkamsræktar- stöðinni Bjargi klukkan 10:30. Síðan ætla ég eftir hádegi meðal annars í Listagilið og kíkja á opnanirnar allar saman, en í dag er Gildagur í Lista- gilinu á Akureyri. Þá samræma gall- eríin í Gilinu opnanir sínar og mynd- ast skemmtileg stemning þegar gestir Gilsins rölta á milli sýninga og njóta listar og menningar. Síðan ætla ég líka að sjá leikritið Jesú litla sem er sýnt í Hofi. Nú, um kvöldið ætla ég svo líklegast að elda kjúk- ling heima – nema maður fái sér sushi, en hér eru núna tveir góðir sushistaðir. Eftir matinn ætla ég síðan á Græna hattinn þar sem Hannes Örn Blandon flytur tónlist Corneliusar Vreeswijk ásamt góðu fólki. Þetta verður því góður dagur hreyfingar, menningar og lista og svo fer maður líklegast beint í fjallið á sunnudaginn. Það er kostur að hafa slíka aðstöðu svo nálægt sér og geta farið á skíði beint upp í fjall að loknum vinnudegi,“ segir Hulda Sif Hermannsdóttir, verkefnisstjóri viðburða og menningarmála Akur- eyrarstofu. Hvað ætlar þú að gera í dag? Mæðgur Hulda Sif ásamt dóttur sinni, Bergþóru Lísu Björnsdóttur. Líkamsrækt og menning Baðherbergis áhöld Fáanleg í gylltu, krómuðu, burstuðu stáli og smíðajárni Opið virka daga frá 9.00-18.00 og lau. frá 10.00-16.00 Laugavegi 29 - Sími 552 4320 www.brynja.is - brynja@brynja.is Einnig: baðhengi, baðvogir, baðmottusett, öryggismottur í böð og sturtubotna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.