Morgunblaðið - 15.01.2011, Page 18

Morgunblaðið - 15.01.2011, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011 Á þriðjudag sl. ákvað 39. heimsþing skáta að halda World Scout Moot 2017 á Íslandi. Þetta er alþjóðlegt mót fyrir 18-25 ára skáta. „Það er mikil viðurkenning og heiður fyrir íslenska skáta að stærstu æskulýðssamtök heims, þ.e. skátahreyfingin, skuli fela Íslend- ingum að halda jafn mikilvægan og stóran viðburð. Mótið mun vonandi laða 5.000 skáta frá öllum heims- hornum til Íslands,“ segir Bragi Björnsson skátahöfðingi, sem staddur er á þinginu. Bragi segir að þetta sé tækifæri til að kynna Ísland fyrir 35 millj- ónum skáta um allan heim og ætla megi að gjaldeyristekjur þjóðar- búsins vegna mótsins verði um 1 milljarður kr. Rover Scout Moot er stærsti við- burður WOSM, alheimsbandalags skáta, sem haldinn er fyrir þennan aldurshóp. Bandalag íslenskra skáta hélt mót sumarið 2009 fyrir skáta frá Evrópu í sama aldurshópi og sóttu það 2500 erlendir skátar. Á Rover Scout Moot munu þátt- takendur raða sér í 40-50 manna fjölþjóðleg teymi sem fara um allt land, vinna sjálfboðavinnu, stunda útivist og kynnast landi og þjóð Búist við 5000 skátum hingað 2017 Gaman Það er alltaf mikið fjör þegar skát- ar úr öllum heimshornum koma saman. Námskeiðin „Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar“ á vegum Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins eru að hefjast á ný. Námskeiðin, sem hafa verið mjög vel sótt undanfarin ár, miða að því að skapa sem best uppeldisskilyrði fyrir börn með því að kenna foreldrum jákvæðar og ár- angursríkar aðferðir. Þannig er lagður grunnur að því að barnið þroski með sér eiginleika og læri færni sem gagnast því til frambúðar. Sömuleiðis er dreg- ið úr líkum á erfðiðleikum í hegðun, líðan og samskiptum hjá barninu til lengri og skemmri tíma. Allir foreldrar eru hvattir til að sækja þessi námskeið, ekki síst þeir sem eiga yngstu börnin. Námskeiðin fara fram hjá heilsugæslunni, Þöngla- bakka 1, Reykjavík. Upplýsingar eru á vefnum heilsugaeslan.is. Námskeið í boði fyrir unga foreldra Inter, í samstarfi við Vidacare, hefur nú gefið beinmergsborvélar í alla sjúkrabíla landsins. Með notkun beinmergsnála er hægt að komast hratt og auðveld- lega að æðakerfi sjúklings og gefa þannig lyf og vökva. Í tilkynningu um gjöfina segir að uppsetning beinmergsnálar geti verið nauðsynleg hjá bráð- veikum og slösuðum þar sem það geti verið erfitt að finna æðar þegar sjúklingur er í losti þar sem æðar verða minni og skreppa saman. Einungis tekur um 10 sekúndur að setja upp beinmergsnál. Það getur sparað mikilvægan tíma þar sem hver mínúta skiptir máli við aðhlynningu veikra og slas- aðra, segir í tilkynningunni. Unnið hefur verið markvisst að því undanfarin misseri að búa sjúkrabíla landsins margvíslegum útbúnaði. Gefa beinmergs- nálar í sjúkrabíla Reykjavíkurborg vinnur að nýrri ferðamálastefnu fyrir árin 2011- 2020. Um það bil 300 manns úr ýms- um geirum þjóðfélagsins hafa nú þegar lagt vinnunni lið með hug- myndum sínum í ólíkum þemahóp- um og lagt drög að nýrri stefnu. Nú er kallað eftir hugmyndum almenn- ings um hvernig Reykjavík getur orðið enn betri áfangastaður fyrir ferðamenn. Fólk er hvatt til að taka þátt með því að fara inn á www.reykjavik.is og smella þar á viðeigandi vefborða. Borgin vill liðsinni almennings Í dag, laugardag, eru 144 milljónir króna í fyrsta vinning fyrir 13 réttar raðir á enska seðlinum. Þetta er stærsti potturinn í sögu Íslenskra getrauna frá því að þær voru endurvaktar á árinu 1969. Á síðasta ári voru gerðar breytingar á útborg- unarhlutfallinu í Getraunum og fór það úr 46% í 65% og hækkaði fyrsti vinningur við það úr um 40 millj- ónum í rúmar 70 milljónir. Um síðustu helgi voru það margir með 10 rétta að útborgun í þeim vinn- ingsflokki náði ekki lágmarksútborgun og leggst því sú upphæð, 42 milljónir króna, við fyrsta vinning í dag. Ennfremur ákváðu Íslenskar getraunir og Svenska spel að bæta 34 milljónum króna við fyrsta vinning þannig að potturinn verður yfir 144 milljónir króna svo það er til verulega mikils að vinna. Þess má geta að Íslenskar getraunir og sænska getraunafyrirtækið Svenska spel vinna saman í sölu getraunaseðla. Einnig var gerð sú breyting á síðasta ári að ef einn tippari er stakur með eina röð með alla 13 leikina rétta á Enska seðlinum, fær hann tryggðar 10 milljónir sænskra króna í vinning eða um 160 milljónir íslenskra króna. Þetta gildir þó ekki á Evrópuseðlinum. Stærsti getraunapottur Íslandssögunnar Laugardaginn 15. janúar bjóða nemendur á heilbrigðisvísindasviði gestum og gangandi í opið hús á Háskólatorgi þar sem fólki gefst kostur á að fræðast um sykurmagn í ýmsum þekktum fæðutegundum, skoða sýni í smásjá, fræðast um starfsemi Ástráðs og margt fleira. Forvarnafélag hjúkrunarfræði- nema, Skjöldur, kynnir starfsemi sína. Þá verður Bangsaspítalinn á staðnum og býður öllum börnum á aldrinum 3-6 ára að koma með dúkkurnar sínar eða bangsana til læknis. Meistaranemar í lyfjafræði munu flytja stutta fyrirlestra kl. 12. Fræðast um sykur- magn í fæðunni ÚR BÆJARLÍFINU Jón Sigurðsson Blönduós Vetur fer að verða hálfnaður og aðeins vika í fyrstu þorrablótin. Kvenfélagið Vaka á Blönduósi hef- ur oftast riðið á þorrablótavaðið í sýslunni og svo taka hin ýmsu þorrablót við koll af kolli víða um hérað hverja helgi þar til góa gengur í garð.    Lífið hér við botn Húnafjarðar markast ef til vill svolítið af því að jólin eru nýgengin um garð og naprir vindar með snjó og ófærð hafa sett svolítinn svip á hið nýja ár. Hótelið, sem er lokað yfir vet- urinn, hefur þurft að opna dyr sín- ar fyrir ferðalöngum sem ekki hafa átt í nein hús að venda þegar veð- ur gerast válynd.    Þessi árstími er yfirleitt not- aður til að átta sig á hlutunum eft- ir annasaman tíma. Eins og allir vita þá er aðventan erilsöm hjá öll- um og gildir það jafnt um sauðfé og mannfólk. Fengitíminn er um garð genginn, framhalds- skólakrakkarnir farnir aftur í skól- ann, mismunandi langt frá heima- byggð.    Björn Þór Kristjánsson at- hafnamaður er um þessar mundir á fullu að byggja upp Eyvindar- stofu við veitingahús sitt við Norð- urlandsveg og er hugmyndin að opna hana í júní. Nafnið og hönnun Eyvind- arstofu tengist útilegumanninum kunna Fjalla-Eyvindi og sagði Björn Þór að hugmyndin væri að framleiða algjörlega nýjan rétt úr lambakjöti og silungi, hráefnum sem tengjast útilegumönnum og hefur Nýsköpunarsjóður lagt því máli lið.    Hestamenn eru búnir að taka hross á hús og Blönduósbær farinn að huga að því hvernig 100 tonna fiskveiðibyggðakvóta verði best út- hlutað samfélaginu til hagsbóta. Hafa bæjaryfirvöld boðað hags- munaaðila til fundar um þessi mál. Fulltrúar knattspyrnudeilda Tindastóls og Hvatar hittust í byrjun árs miðja vegu milli knatt- spyrnuvalla félagsins, nánar til- tekið á Þverárfjallsvegi, og skrif- uðu undir samning um samstarf félaganna í 2. deild karla og 2. flokki karla næsta sumar. Hugmyndin er að skipta heimaleikjunum á milli Blönduóss og Sauðárkróks í sumar.    Síðast en ekki síst þá er ekki að heyra neinn uppgjafartón eða væl í iðnaðarmönnum á Blönduósi og hafa flestir þeirra næg verkefni næstu mánuðina. Blönduós og Sauðárkrókur skipta með sér heimaleikjum Morgunblaðið/ Jón Sigurðsson Blómlegt félagslíf Félagsstarf aldraðra er blómlegt á Blönduósi og það lá vel á þeim Margréti Ásmundsdóttur og Filippíu Helgadóttur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.