Morgunblaðið - 15.01.2011, Qupperneq 26
FRÉTTASKÝRING
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Umsagnir sérfræðinga GAM Management,
IFS-greiningar og InDefence-hópsins um nýj-
asta Icesave-samninginn vekja áleitnar spurn-
ingar um framkvæmd peningastefnu Seðla-
bankans á næstu árum. Umsagnirnar eru
samhljóða um að nýjasti samningurinn sé
skárri en fyrri samningar og að endanlegur
kostnaður fyrir ríkissjóð kunni að reynast við-
ráðanlegur þótt mikill sé. Sú niðurstaða er hins
vegar háð veigamikilli óvissu um verðmæti
eigna þrotabús Landsbankans og hvenær
greiðslur munu hefjast úr búinu.
Jafnframt er gengisáhættan veruleg og get-
ur gengislækkun krónunnar á samningstíman-
um aukið endanlegan kostnað ríkissjóðs um
tugi eða hundruð milljarða króna. Vert er að
taka fram að að baki þeim útreikningum liggja
ekki óraunhæfar væntingar um gengisþróun
sé litið til hins sögulega samhengis.
Afnám hafta magnað
upp gjaldeyrisáhættuna
Forsendur fyrir útreikningum Seðlabank-
ans á fjárhagslegum þáttum Icesave-samn-
ingsins fela meðal annars í sér að gengi krón-
unnar muni styrkjast á samningstímanum og
jafnframt vera stöðugt. Seðlabankinn spáir því
að gengi krónunnar gagnvart evru verði að
meðaltali 150,37 fram til ársins 2016 og núvirt-
ur kostnaður vegna samningsins verði 67 millj-
arðar. Margir telja þessa forsendu óraunhæfa
ef stefnan er að aflétta gjaldeyrishöftum á
næstu árum og velta má upp þeirri spurningu
hvort afnáminu myndi ekki fylgja ósættanleg
gengisáhætta vegna samningsins fyrir ís-
lenska hagkerfið. Sennilegt er að afnám hafta
leiði til verulegs fjármagnsflæðis frá landinu
þótt það væri ekki vegna annars en að fjár-
magnseigendur myndu í stórum stíl dreifa
áhættu sinni og það myndi svo grafa undan
gengi krónunnar.
Íslandi þröngur stakkur
skorinn í gjaldeyrismálum
Á þetta er bent í umsögnum GAM Manage-
ment og IFS-greiningar. Fram kemur í
skýrslu GAM að Íslandi sé um þessar mundir
mjög þröngur stakkur skorinn í gjaldeyrismál-
um án erlendrar fjárfestingar og aðgengis að
erlendum fjármálamörkuðum á góðum kjör-
um. Að sögn sérfræðinga GAM felur þetta
meðal annars í sér að mjög erfitt er „að afnema
höft á gjaldeyrismarkaði til skemmri tíma
nema því aðeins að fullkomið æðruleysi sé fyrir
hendi gagnvart þeim möguleika að krónan geti
lækkað verulega og síðan flökt töluvert í fram-
haldinu“.
Sökum áðurnefndrar gengisáhættu væri
slíkt afar áhættusamt. Í ljósi þessa bendir
GAM á að Seðlabanki Íslands geti stutt við
krónuna og haldið henni stöðugri með áfram-
haldandi gjaldeyrishöftum. Sérfræðingar IFS
taka í sama streng og benda á að „á meðan
frjálst flæði fjármagns milli Íslands og annarra
landa er ekki til staðar sökum gjaldeyrishaft-
anna teljum við ekki líklegt að gengi íslensku
krónunnar eigi eftir að veikjast mikið á næstu
árum“. Vegna þess hversu miklum sköpum það
skiptir að gengi krónunnar haldist stöðugt er
þeirri spurningu velt upp í umsögn InDefence
hvort samþykkt nýs Icesave-samnings festi
gjaldeyrishöftin í sessi næstu árin.
Ennfremur verður að hafa í huga að veruleg
styrking krónunnar á samningstímanum gæti
einnig komið sér illa á samningstímanum þar
sem hún myndi draga úr afgangi af utanrík-
isviðskiptum og þar með gjaldeyristekjum sem
meðal annars yrðu til að standa straum af er-
lendri skuldsetningu.
Milli steins og sleggju vegna Icesave
Afnám gjaldeyrishafta meðan Icesave-samningur er í gildi myndi magna upp gjaldeyrisáhættu
samkomulagsins Óhagstæð gengisþróun gæti aukið kostnað ríkisins um tugi eða hundruð milljarða
26 FRÉTTIRViðskipti | Athafnalíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011
Bjarni Ólafsson og
Þórður Gunnarsson
Félögin sem sérstakur saksóknari
hefur nefnt í tengslum við rannsókn
sína á markaðsmisnotkun Lands-
bankans ber á góma í skýrslu rann-
sóknarnefndar Alþingis. Sigurjón Þ.
Árnason, fyrrverandi bankastjóri
Landsbankans, sem í gær var úr-
skurðaður í gæsluvarðhald til 25. jan-
úar vegna rannsóknarinnar, sagði í
skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Al-
þingis að nokkur fjöldi viðskiptavina
Landsbankans hefði falast eftir því að
fá lán hjá bankanum í gegnum dótt-
urfélagið í Lúxemborg. Ástæðan var
sú að viðskiptavinirnir sem um ræðir
litu svo á að bankaleynd væri í Lúx-
emborg, „en á það væri ekki hægt að
treysta á Íslandi,“ segir orðrétt í
skýrslu rannsóknarnefndarinnar.
Lánin í Lúxemborg voru þó veitt með
ábyrgð móðurfélags Landsbankans á
Íslandi. Einnig giltu aðrar reglur um
áhættuskuldbindingar dótturfélags
gagnvart móðurfélagi í Lúxemborg,
en til að mynda í Bretlandi.
Keyptu lánasafnið frá Lúx
Í aðdraganda bankahrunsins í
október 2008 var farið fram á að stór-
ar áhættuskuldbindingar yrðu fluttar
frá dótturfélagi Landsbankans í Lúx-
emborg og heim til Íslands. Sú beiðni
kom frá forsvarsmönnum dóttur-
félagsins í Lúxemborg, að því er kom
fram í máli Sigurjóns í skýrslutöku
rannsóknarnefndarinnar.
Í kjölfarið voru flutt lán upp á sam-
tals 784 milljónir evra, eða tæplega
120 milljarða króna miðað við geng-
isskráningu Seðlabanka Íslands í
gær. Í fréttatilkynningu frá sérstök-
um saksóknara sem send var fjölmiðl-
um í gær var meðal annars nefnt að til
rannsóknar væru lán til félaganna
Hunslow S.A., Pro-Invest Partners,
Sigurðar Bollasonar ehf. og Bruce
Assets Limited. Lán tveggja fyrst-
nefndu félaganna eru meðal þeirra
sem voru færð frá dótturfélagi bank-
ans í Lúxemborg til Íslands í aðdrag-
anda hrunsins.
Fram kemur í rannsóknarskýrsl-
unni að lán til Hunslow hafi numið alls
13 milljónum evra og lán til Pro-In-
vest Partners hafi verið tæplega 41
milljón evra. Ekki er hægt að fullyrða
út frá upplýsingum hvort lánin til Sig-
urðar Bollasonar ehf. hafi verið í Lúx-
emborg eða á Íslandi. Samkvæmt
ársreikningi þess félags, sem heitir í
dag BSU ehf., fyrir 2008 kemur fram
að eigið fé félagsins er neikvætt um
tæplega 4,5 milljarða króna. Enda var
eina eign félagsins hlutabréf í Lands-
bankanum.
Eins og áður sagði var Sigurjón
Árnason úrskurðaður í gæsluvarð-
hald til 25. janúar. Lögmaður banka-
stjórans fyrrverandi, Sigurður G.
Guðjónsson, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að þær sakir sem á Sig-
urjón væru bornar sneru að hluta að
meintum brotum í gegnum aflandsfé-
lög sem stofnuð voru utan um kaup-
rétti starfsmanna Landsbankans.
„Það vill svo til að höfundur þessa
kerfis heitir Gunnar Andersen og sit-
ur hann nú í Fjármálaeftirlitinu og
kærir bankastjórann fyrrverandi fyr-
ir þetta brot,“ sagði Sigurður G. í gær.
Gunnar Andersen vísaði þessum
ásökunum á bug í þegar Morgunblað-
ið ræddi við hann í gær.
Sigurður segir einnig að forsendur
fyrir kröfu um gæsluvarðhald yfir
Sigurjóni séu mjög hæpnar. „Sigur-
jón var kallaður til yfirheyrslu í júní
2009 vegna rannsóknar á þessum
meintu brotum og er svo úrskurðaður
í gæsluvarðhald núna svo hann geti
ekki spillt sönnunargögnum.“ Sigurð-
ur segir að líta megi svo á að verið sé
að nota gæsluvarðhald sem refsingu
áður en dómur er fallinn í málinu, því
erfitt sé að fullyrða að verið sé að
verja rannsóknarhagsmuni í málinu.
Ívar Guðjónsson, fyrrverandi for-
stöðumaður eigin viðskipta hjá
Landsbankanum, var einnig úrskurð-
aður í gæsluvarðhald í gær, til 21. jan-
úar. Lögmaður Ívars er Jóhannes
Rúnar Jóhannsson. Svo vill til að Jó-
hannes Rúnar situr einnig í skila-
nefnd Kaupþings. Í Morgunblaðinu í
gær var vitnað til RÚV sem greindi
frá því að Steinþór Gunnarsson hefði
verið færður fyrir dómara og gæslu-
varðhalds krafist yfir honum. Það
reyndist rangt.
Halldór kemur á sunnudag
Sérstakur saksóknari handtók sjö
manns í fyrradag og færði til yfir-
heyrslu. Halldór J. Kristjánsson, sem
var bankastjóri Landsbankans við
hlið Sigurjóns, var ekki einn þeirra.
Friðjón R. Friðjónsson, lögmaður
Halldórs, sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að stefnt væri að því að
Halldór kæmi til landsins á morgun,
sunnudag: „Það hefur verið í hans
anda frá upphafi að upplýsa málið
eins vel og hægt er.“ Halldór vildi
sjálfur ekki tjá sig um málið þegar
eftir því var leitað í gær.
Fluttu mörg hundruð millj-
arða eignir frá Lúxemborg
Bankaleynd var eini hvatinn fyrir því að veita lán utan Íslands samkvæmt RNA
Morgunblaðið/RAX
Fyrir dómara Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi banka-
stjóri Landsbankans var í gær, í Héraðsdómi Reykja-
víkur, úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. janúar.
Skuldbindingar
sem óskað var eftir að fluttar yrðu
frá Landsbankanum í Lúxemborg
til Landsbanka Íslands
Lántakandi Upphæð (m. evra)
Björgólfur T. Björgólfsson 225,14
Erna Kristjánsdóttir 146,53
Magnús Þorsteinsson 134,08
Páll Þór Magnússon/Sund 65,06
Hafnarhóll ehf. 45,51
Pro-Invest Partners Corp. 40,75
Róbert Wessman 37,21
Sigurður Bollason 33,76
Inmo Alova S.I. 24,59
Björgólfur Guðmundsson 18,51
Hunslow S.A. 13,03
Samtals: 784,14
Heimild: Rannsóknarskýrsla Alþingis
Morgunblaðið/RAX
Gæsluvarðhald Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðu-
maður eigin viðskipta hjá Landsbankanum var úrskurð-
aður í gæsluvarðhald til 21. janúar.
STUTTAR FRÉTTIR
● Skuldabréfavísitala GAMMA hækk-
aði um 0,06 prósent í viðskiptum gær-
dagsins og var lokagildi vísitölunnar
200,2 stig. Verðtryggði hluti vísitöl-
unnar hækkaði um 0,23 prósent en sá
óverðtryggði lækkaði aftur á móti um
0,32 prósent. Velta á skuldabréfamark-
aði í gær nam 13,27 milljörðum króna.
bjarni@mbl.is
Skuldabréf hækkuðu
lítillega í gær
● Greining Ís-
landsbanka spáir
því, að vísitala
neysluverðs muni
lækka í janúar um
0,7% frá desem-
bermánuði. Gangi
spáin eftir verður
verðbólgan 2,1% í
mánuðinum og
lækkar úr 2,5% í desember. Yrði það
minnsta verðbólga frá árinu 2003.
Íslandsbanki segir að lækkunin muni
stafa af útsölum og því, að Hagstofan
ætli nú að meta útvarpsgjald sem bein-
an skatt fremur en notendagjöld.
Spá minnstu verðbólgu
frá árinu 2003
● Um það bil 70%
sparisjóðakerf-
isins er í eigu ís-
lenska ríkisins.
Þetta kom fram í
svörum gesta við-
skiptanefndar Al-
þingis sem
fundaði í gærmorg-
un. Guðlaugur Þór
Þórðarson situr í
nefndinni. Hann
segir að fulltrúar Bankasýslu ríkisins
hafi sagt að ódýrara hefði verið að
bjarga sparisjóðakerfinu eins og gert
var, í stað þess að láta það rúlla. Er það
einkum vegna innlánatryggingar rík-
isins, sem hefur verið í gildi allt frá
hruni bankanna haustið 2008.
70% sparisjóðakerf-
isins í eigu ríkisins
Sparisjóðirnir
Komnir til ríksins.
!"# $% " &'( )* '$*
++,-.,
+/0-1/
++1-0/
23-/+4
+.-1.2
+5-2+,
+23-30
+-0.//
+5.-05
+,,-35
++1-20
+/4-+0
++1-52
23-/5,
+.-5,
+5-21,
+3-05
+-432.
+5.-.
+,,-,
2+3-121/
++1-,+
+/4-,/
++5-31
23-.01
+.-/3/
+5-0+,
+23-5+
+-435
+/3-40
+,,-.0