Morgunblaðið - 15.01.2011, Síða 31

Morgunblaðið - 15.01.2011, Síða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011 Margt verður skrif- að um hvað var helst í fréttum í samfélaginu á liðnu ári. Eflaust verður efnahags- ástandið efst á baugi hjá fólki sem er ósköp eðlilegt. Sumir vilja þó gjarnan leyfa sér að fara yfir hvað gert var á árinu er varðar rétt- indi og líðan þeirra sem eru aðfluttir þar sem þetta er fólk sem oft er raddlaust. Þjóðin fór í nokkurra daga sjokk þegar fregnir bárust af feðgum sem þurftu að flýja af landi brott vegna ofsóknar af hálfu ofbeldisfullra ein- staklinga eða einstaklings. Menn deildu um það sín á milli hver ástæðan væri fyrir þessu. Margir voru sannfærðir um að þarna væru nokkurs konar kynþáttaofsóknir í gangi. Kannski er það rétt, en þó kannski ekki, en eitt er víst, að þetta kom öllum í opna skjöldu. Þetta á bara ekki að gerast. En það er tvennt ólíkt að vilja eitthvað ekki og svo að berjast bókstaflega á móti því sem maður er á móti. Alþingi tók mikilvægt skref þeg- ar það var gert að lög- um að veita útlendingi sem grunur leikur á að sé fórnarlamb mannsals dvalarleyfi í sex mánuði þótt ekki sé öllum skilyrðum fullnægt. Í málum sem varða umsóknir um hæli er stjórnvöldum skylt að hafa sam- vinnu við Flótta- mannastofnun Samein- uðu þjóðanna og leita upplýsinga hjá stofn- uninni þegar það á við en það þýðir að leitendur verða ekki lengur sendir til annars lands þar sem þeir verða fyrir mismunun og mannréttindabrotum. Við þurfum einnig að íhuga hvernig líðan sé hjá því flóttafólki sem nú þegar er á meðal okkar. Fréttir af Skaganum um palest- ínsku konurnar eru ekki mjög góð- ar. Það þarf greinilega að endur- skoða aðlögunarferli þessara kvenna og allra annarra í sömu sporum til að hjálpa þeim að aðlag- ast eins vel og hægt er. Annars er- um við að búa til mál sem hægt er að forðast. Það þarf ekki alltaf pen- inga til að laga hlutina.Við þurfum að læra að skipuleggja vel. Að sögn Hagstofu Íslands voru 26.171 innflytjendur á Íslandi árið 2010 eða 8,2% mannfjöldans. Það er fækkun frá árinu 2009, þegar innflytjendur voru 9,0% lands- manna eða 28.644 alls. Nokkuð hef- ur fjölgað í annarri kynslóð inn- flytjenda á milli áranna 2009 og 2010 eða úr 1.898 í 2.254. Sam- anlagt var fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda 8,9% af mannfjöld- anum 1. janúar 2010, en var 9,6% árið 2009. Önnur kynslóð innflytj- enda eru einstaklingar sem eru fæddir á Íslandi af foreldrum sem eru báðir innflytjendur. Fólk með erlendan bakgrunn er þeir sem eru fæddir erlendis af íslensku foreldri eða fæddir á Íslandi og annað for- eldrið er útlent. Eins og síðustu ár voru Pólverjar langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi árið 2010.Alls eru 10.058 einstaklingar upprunnir frá Póllandi eða 38,4% allra innflytj- enda. Næstfjölmennasti hópur inn- flytjenda fæddist í Litháen eða 5,5% en 5,0% innflytjenda fæddust á Filippseyjum. Þetta þýðir að nú eru innflytjendur alveg hluti af ís- lensku samfélagi. Það er því verk- efni ríkisstjórnarinnar og sam- félagsins að sjá til þess að fólkið verði ekki íþyngjandi fyrir sam- félagið heldur virkir þátttakendur. Fyrir 5 árum skipaði þáverandi ráðherra starfshóp sem ætlað var að sjá um tvær tilskipanir sem fjalla um bann við mismunun gagn- vart tilteknum hópum. Fyrri til- skipunin fjallar um innleiðingu meginreglna um jafnrétti án tillits til kynþáttar eða uppruna (Racial Equality Directive) en sú síðari fjallar um innleiðingu meginreglna um jafnrétti (Employment Equality Directive). Hópurinn átti að ljúka störfum fyrir 5 árum en ennþá hef- ur ekkert heyrst frá honum. Núverandi ríkisstjórn kemur til með að taka mikilvægt skref í mál- efnum innflytjenda ef hún getur gert þessar tilskipanir að lögum á Íslandi. Fyrri tilskipunin gerir það að verkum að bannað verður sam- kvæmt lögum að mismuna fólki á öllum sviðum vegna kynþáttar eða uppruna (ethnic origin). Fórn- arlömb geta sótt réttindi sín í gegnum dómskerfi landsins eða jafnvel stundum í gegnum sérskip- aðar dómnefndir þar sem gerendur eru bótaskyldir. Jafnframt er mælt með að stofnuð verði sérstök stofa sem væri óháð ríkisstjórninni til að aðstoða fórnarlömb kynþátta- fordóma og mismunun. Það þarf að breyta lögum svo innflytjendur sem giftir eru Íslendingum þurfi ekki að lenda í því að vera vísað úr landi þegar þeir skilja. Málið um bras- ilísku konuna sem missti atvinnu- leyfið við að skilja við íslenskan mann sinn er ennþá ofarlega í huga margra en hún hafði starfað á frí- stundaheimili í tvö ár og sér sér nú farborða með tónleikahaldi þar sem hún getur ekki hugsað sér að snúa aftur til Brasilíu þótt hún hafi misst atvinnuleyfið. Maður spyr sig hvað forsætisráðherra, mannrétt- indamálaráðherra og félagsmála- ráðherra hugsi þegar þau heyra eitthvað svona. Kannski segja þau yfir kaffibolla „Hvað er nú þetta“ og svo er málið gleymt vegna þess að þetta reddast bara. Staðreyndin er sú að þetta redd- ast ekki bara sjálfkrafa. Við mun- um lenda í alls konar óþægindum ef við hugsum þannig og gerum ekki nauðsynlegar ráðstafanir eða breytingar. Efnahagsmálin mega ekki vera það eina sem við ein- blínum á árið 2011. Ísland er svo sannarlega ekki að farast vegna efnahagsástandsins en í sumum löndum lifir fólk við kreppu alla sína ævi og það kvartar ekki neitt. Eftir Akeem Cujo Oppong » Það er oft ekki hægt að stöðva jarð- skjálfta en það er hægt að forðast manntjón ef menn taka viðvaranir al- varlega. Akeem Cujo Oppong Höfundur er framkvæmdastjóri Ísland Panorama Samtakanna. Áður en jarðskjálfti verður Undirstaða árang- urs í þessu blessaða jarðlífi okkar sem við seint ætlum að ná að höndla er farsæld í mannlegum sam- skiptum. Það er fé- lagsfærni. Gildir þá einu á hvaða sviði við eigum samskipti við fólk eða leggjum fram krafta okkar. Hversu handlagin við erum, menntuð eða hvaða prófgráður við höfum, titla við berum eða embætti við gegnum. Lykillinn að eigin farsæld er auð- mýkt. Hvernig við komum fram við samferðamenn okkar, samstarfs- fólk, viðskiptavini, skjólstæðinga, yfir- eða undirmenn og síðast en ekki síst fjölskyldu og vini. Jafnvel þótt við vinnum með tölur eða tölvur eða annarskonar tól og tæki þá er það engu að síður hvern- ig okkur tekst til í mannlegum sam- skiptum sem ræður úrslitum um líðan okkar og árangur. Það með hvaða hugarfari við mætum fólki og þeim daglegu verkefnum sem við stöndum frammi fyrir. Að sjá fólk með hjartanu Til að ná framförum í hugarfari og líferni skiptir innri friður, jafn- vægi og vellíðan nánast öllu máli. Leiðin að því markmiði er að vera uppörvandi og hvetjandi, þakklátur og kurteis, sýna skilning á að- stæðum fólks og síðast en ekki síst að tileinka sér listina að hlusta. Þá er einnig afar mikilvægt að telja sig ekki ætíð vita allt best og þurfa ekki alltaf að eiga síðasta orðið. Mikilvægast af öllu í vegferð að eigin vellíðan og annarra er síðan kúnstin að fyrirgefa. Og það jafnvel án skilyrða, þó það sé nú reyndar ekki í tísku í dag og geti að sjálf- sögðu verið bæði erfitt og flókið mál. Þá er einnig lykilatriði að baktala ekki náungann og dæma hann ekki. Að vera sáttfús og bera virðingu fyrir fólki og skoðunum þess. Vera nærgætinn, umhyggjusamur og umburðarlyndur og sýna ábyrgð í hegðun og samskiptum. Því að líðan þín og náunga þíns felst í því sem þú segir og gerir. Því er svo mikilvægt að tileinka sér að leitast við að sjá fólk með hjartanu. Í stuttu máli er málið að koma fram við samferðamenn okkar eins og okkur dreymir um að komið sé fram við okkur. Þakklæti, lykillinn að vellíðan Til að koma auga á eigin styrkleika og öðl- ast nauðsynlegt sjálfs- traust er mikilvægt að vera í jafnvægi. Leit- ast stöðugt við að laða fram það besta í eigin fari svo það leiði okkur jafnframt til að laða fram það besta í fari þeirra sem við eigum samskipti við. En það er þjálfunaratriði sem getur vissulega kostað bæði þolinmæði, úthald og sjálfsaga. Þakklæti er gjöf. Og mundu að þakklæti er lykillinn að vellíðan. Því er svo mikilvægt að lifa í þakklæti og gefa þá góðu gjöf óspart áfram. Fegraðu umhverfi þitt með gjöf- um. Stráðum fræjum kærleika og umhyggju. Og þín verður minnst sem þess sem elskaði, þess sem bar raunverulega umhyggju fyrir fólki. Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Lykillinn að vellíðan er að lifa í þakklæti og sjá fólk með hjart- anu. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur og sinnir nú m.a. tímabundnum verkefnum sem ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun. Undirstaða árangurs Átt þú góða hugmynd í fórum þínum? Rekur þú fyrirtæki og vilt þróa nýja vöru eða þjónustu? Vinnumálastofnun/Velferðarráðuneyti auglýsir styrki til atvinnumála kvenna vegna ársins 2011 lausa til umsóknar. Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi skilyrðum. • Verkefnið sé í eigu konu/kvenna og stjórnað af konu • Verkefnið feli í sér nýnæmi eða nýsköpun • Verkefnið feli í sér atvinnusköpun til frambúðar • Viðskiptahugmynd sé vel útfærð • Veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetingar og gerðar markaðsáætlunar, þróunar vöru eða þjónustu, hönnunar og efniskostnaðar. • Ennfremur geta konur sem hafa fullmótaða viðskiptaáætlun og hafa hug á því að stofna fyrirtæki á næstunni eða hafa stofnað fyrirtæki en ekki hafið rekstur, sótt um styrk til að koma henni í framkvæmd. Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 30.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 2.000.000 en ekki eru veittir lægri styrkir en kr. 300.000. Umsóknarfrestur er til og með 07.02.2011 og skal sækja um rafrænt á heimasíðu verkefnisins www.atvinnumalkvenna.is til að láta drauminn rætast Það þarf áræðni, kraft og þor - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ...þú leitar og finnur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.