Morgunblaðið - 15.01.2011, Síða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011
Fátt mun svo þungbært sem að
missa barn og standa eftir á
ströndinni, jafnt þótt það sé orðið
meira en maður sjálfur. Kennd
fylgir um ofurþunga ábyrgðar og
óhreina samvisku. Minningar sækja
á í leitun þess að bæta upp, en
vekja um leið spurningar um allt,
sem gæti hafa farið betur. Þakklæti
vekur og orðlausa gleði að hafa séð
líf kvikna, vaxa og dafna. Gleðin yf-
ir frumburði varð móður til að tjá
sig með nýyrði í hástigi: „vinast-
urinn“, og kjáði framan í hann.
Vonanna fegurð úr vitum skein.
Hann var eina unga yndið í sex ár,
gegnum barning við að festa rætur
í starfi, byggja yfir okkur og frum-
rækta garð sinn. Þá varð þreföldun
lífeignar okkar í börnum. Hann
sparaði hvergi vaxandi krafta að
hjálpa til, gæta systkina, þéna aura,
leggja fyrir og búa í haginn, þótt
vaknandi manneðli leyfði honum
stundum að sparka tuðru í blað-
burðarleið. Var snemmendis bráð-
ger til vinnu í sveit sem ábyrgur
hænsnahirðir og til þorpa, sævar og
borgar í hverju íhlaupastarfi af
öðru.
Ungur braust hann með okkur til
landa og mennta, lærðist að meta
mannvirki, mannvit og menningu
og hlaut brautargengi til æskubúða
og einkaheimsókna á meginlandinu,
áður en við höfðum stigið þar fæti.
Vann skólasund og grét með stjóra
í kveðjuskyni. Varð skólabræðrum í
París afls eggjun og hlóð þeim í
stafla uns friður var tryggður. Var
úti sem heima fengsæll að vönd-
uðum vinum, framtaks- og forystu-
hneigðum sem hann sjálfur. Sótti
fljótt til flestra fremda, þó í jafn-
vægi félagsþroska og frjálsrar sam-
hygðar.
Síðar braust hann eigin afli til
mennta og myndunar fjölskyldu,
ástum unnandi og lífsgæða njótandi
í skjóli hygginda og forsjálni. Var
honum lagið að leggja fyrir, meðan
magnaðist plagsiður landans að
safna námslánum. Auðgaði okkur
að alúð maka og yndi niðja. Heim
kominn breiddi hann vængina til
víðfeðmrar þátttöku í opinberu lífi,
en sá um síðir, að annaði ekki öllu.
Hlaut því að velja forgang æðstu
markmiða á sínu meðfæri, sem
gátu aðeins orðið framþróun vís-
inda til velferðar. Vildi hann síður
„skiljast við ævinnar æðsta verk í
annars hönd“ (E. Ben.).
Hann var þó engin vélgeng vís-
indamaskína, heldur lagði alúð við
andleg og menningarleg gildi.
Munu fáir hafa reynst dyggari
hlustendur Pólýfóníu, og gat hann
líkt og séð tónana gneista og glitra
í kirkjurými, og hlýddi staðfastlega
á Bach og Händel í aðdraganda
kirkjuhátíða. Í trúarlegri þrætulist
tók hann skýra afstöðu, sem mætti
orðast svo, að trú og vísindi boði
innbyrðis óháð sannindi, hvort í
veruleika síns sviðs, og þar með alls
ekki gagnkvæmt útilokandi. Andlát
góðs fólks vekur þrá til endurfunda
við marga brottkvaddra. Flestir eru
þó fjörinu fegnir. Getum við þá tek-
ið undir orð Egils í lok Sona-
torreks: „Skal eg þó glaður með
góðan vilja og óhryggur heljar
bíða“.
Okkur er að lyktum það eitt á
höndum að þakka Jóni Braga af
dýpsta grunni fyrir samfylgdina á
lífsbrautinni og allt sem hann
gjörði okkur öllum til gagns og
gleði, sem og þeim öllum sem veittu
honum brautargengi og glöddu
Jón Bragi Bjarnason
✝ Jón BragiBjarnason, pró-
fessor í lífefnafræði
við efnafræðiskor
raunvísindadeildar
Háskóla Íslands,
fæddist í Reykjavík
15. ágúst 1948. Hann
lést í Maryland í
Bandaríkjunum 3.
janúar 2011.
Jón Bragi var
jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í
Reykjavík 14. janúar
2011.
hann og ástvini hans.
Þínir foreldrar,
Rósa og Bragi.
Í upphafi árs eru
ætíð vonir og vænting-
ar til þess að komandi
ár verði gott og far-
sælt. Þær vonir urðu
að engu þegar sú frétt
barst mér að minn ást-
kæri bróðir væri látinn.
Orð systur minnar
stungust eins og fleyg-
ur inn í sál mína og vit-
und: „Hann Jón Bragi er dáinn.“
Ég var ófær um að bregðast við á
nokkurn hátt, fréttin var lamandi
og kæfandi og ég var alls ófær um
að ná utan um hana, trúa henni.
Jóni Braga, mínum stóra sterka
bróður sem allt gat og alltaf lék á
als oddi, hafði nú skyndilega verið
svipt burt úr þessum heimi.
Jón Bragi var sjö árum eldri og
alltaf mín mikla fyrirmynd í
bernsku og fram á fullorðinsár.
Hann var sá sem gekk á undan og
við yngri systkinin upplifðum í
gegnum hann nýja hluti, það sem
okkar biði. Það er svo ótal margs
að minnast frá þessum árum. Frá
Ameríku kom hann með kúrekahatt
á höfði og bítlaplötur, hann átti leð-
urjakka og vini sem gengu um í bít-
laskóm. Kærustur komu í heimsókn
og við systir mín njósnuðum. Ég
átti það til við þessar kringumstæð-
ur að banka upp á og biðja um pen-
ing fyrir nammi enda vissi ég sem
var að þá átti hann erfitt með að
neita mér.
Mér eru minnisstæðar leiðbein-
ingar varðandi umgengni við hljóm-
plötur. Hann kenndi litla bróður
hvernig taka ætti úr ytra og innra
hulstri án þess að óhreinka dýr-
gripina. Hvernig hægt væri lipur-
lega að lyfta plötunni og snúa á
fóninum og síðan ekki síst hvernig
gerseminni væri aftur komið í innra
og ytra hulstrið klakklaust.
Vegna þess aldursmunar sem á
okkur var kynntist ég bróður mín-
um ekki í raun fyrr en hann kom
utan úr námi. Ég upplifði mikla
vinsemd og áhuga, svona eins og
honum fyndist hann þurfa að passa
svolítið upp á mig. Hann var alltaf
mjög spaugsamur og stríðinn, hafði
gaman af því að stríða „sínum
minnsta bróður“ eins og hann kall-
aði mig oft. Hann gantaðist stund-
um með að ég væri vasabrots-út-
gáfan af honum sjálfum; ég er
viðhafnarútgáfan, þessi leður-
bundna, sagði hann. Þannig var
alltaf stutt í galskap, spaugsemi og
kaldhæðni, svipurinn gjarnan
sposkur og ögrandi.
Jón Bragi var mikill ákafamaður
í öllu sem hann tók sér fyrir hend-
ur eða fékk áhuga á. Oft varð hann
heltekinn af einhverri bók, lista-
manni, kenningu eða lífsstíl og
þurfti að boða öðrum fagnaðarer-
indið. Marga tónlistarmenn, hljóm-
sveitir og bækur kynnti hann fyrir
mér. Minn stóri bróðir var ör og til-
finningaríkur, næmur og undir
niðri viðkvæmur. Mamma þekkti
drenginn sinn þegar hún sagði:
„Jón Bragi er fíll af tilfinningum.“
Jón Bragi var greindur og skipu-
lagður, átti auðvelt með að greina
aðalatriði. Því átti hann gott með
að útskýra flókna hluti og þannig
auðvelda öðrum að skilja. Þessu
kynntist ég bæði sem nemandi
hans og samstarfsmaður.
Ég finn til sársauka og sorgar yf-
ir því að bróðir minn skuli hafa ver-
ið burtkallaður langt fyrir aldur
fram. Ég finn sérstaklega til með
konu hans og börnum sem missa
kærleiksríkan leiðtoga úr sínu lífi.
Ég finn einnig til með foreldrum
mínum sem óvænt þurfa að fylgja
barni sínu til grafar.
Guðmundur Jens Bjarnason.
Ótal svipmyndir fara í gegnum
hug minn. Stór strákur á kosn-
ingaskrifstofu við að stjórna kosn-
ingabaráttu, án þess þó að hafa
kosningarétt sjálfur. Vinna við
færibandið, við apavatnið og í tækj-
unum í Ísfélaginu í Vestmannaeyj-
um. Þar mættust margir ungir
menn, sumir aðkomnir í sumar-
vinnu í boði góðs fólks. Enn eru
mennirnir samankomnir í vinnu, nú
á Raunvísindastofnun í millibils-
ástandi á námsferli.
Þegar báðir höfðu lokið námi
hittust þeir á skrifstofu útibússtjór-
ans í Útvegsbankanum, dreyptu á
viskíi og rifjuðu upp hvað á dagana
hafði drifið frá því þeir stóðu við
færibandið við að mata flökunarvél-
arnar. Svolítið skopast að Jóni
frænda, fæddum 1811, og rætt um
Viggó bankastjóra, sem einnig var
frændi. Svo liðu árin; þá hittust
mennirnir á hlaupum í Vesturbæn-
um, heilbrigði og hreysti að leið-
arljósi; að halda í eilífa æsku.
Alltaf, í öll þessi ár, voru lífs-
gleðin, lífsþrótturinn og hugsjón-
irnar um betra líf í fyrirrúmi. Alltaf
bjartsýni þegar veitt voru klínísk
ráð um notkun á penzim.
Líf og störf okkar Jóns Braga
hafa tvinnast í 40 ár. Fyrir þau ár
þakka ég, því nú hefur lífið glatað
lit.
Ég votta eiginkonu, börnum og
foreldrum samúð þegar góður
drengur er fallinn og Guði falinn.
Megi minningin um Jón Braga
heiðrast í vitund ykkar.
Vilhjálmur Bjarnason.
Kveðja frá Háskóla Íslands
Óvænt er skarð höggvið í raðir
raunvísindamanna við Háskóla Ís-
lands. Jón Bragi Bjarnason, pró-
fessor við Raunvísindadeild Verk-
fræði- og náttúruvísindasviðs, var
háskólamaður af lífi og sál og
brennandi hugsjón. Hann var vin-
sæll kennari og leiðbeinandi og
rannsóknir á ensímum og vinnslu
verðmætra efna úr sjávarlífverum
og hagnýting þeirra voru honum
sannarlega hjartans mál. Honum
var einkar lagið að koma flóknum
vísindum á framfæri við almenning
og lagði sig fram um að kynna við-
fangsefni sín og verkefni bæði hér
heima og erlendis. Að loknu dokt-
orsprófi frá Colorado State Uni-
versity kom Jón Bragi til starfa við
Háskóla Íslands 1978. Hann varð
prófessor í lífefnafræði 1985. Hann
kenndi lífræna efnafræði og lífefna-
fræði og sinnti kennslu nemenda í
raunvísindum og heilbrigðisvísind-
um.
Hann var hvatamaður að því að
sett var á stofn námsbraut í líf-
efnafræði við Raunvísindadeild Há-
skóla Íslands. Auk vísindastarfa og
kennslu Jóns Braga naut Háskóli
Íslands og íslenskt vísindasamfélag
áhuga Jóns á uppbyggingu og efl-
ingu skólans og vísindastarfsemi í
landinu. Hann sat í háskólaráði, var
formaður stjórnar Raunvísinda-
stofnunar, sat í Rannsóknaráði og
nú síðast sem fulltrúi í Vísindaráði
Íslands. Störf Jóns Braga voru ekki
einskorðuð við Háskóla Íslands.
Hann var einnig gestaprófessor við
lífefnafræðideild Háskólans í Colo-
rado og við Virginia Medical Scho-
ol, og dvaldi við rannsóknir í Münc-
hen sem styrkþegi Alexander von
Humbolt-stofnunarinnar. Það skipt-
ir Háskóla Íslands miklu máli að
rækta slík vísindatengsl við alþjóð-
legar rannsóknarstofnanir. Það
eykur veg skólans og skapar mik-
ilvæg tengsl og aðgang að þekkingu
og tækni.
Jón Bragi Bjarnason er afar
minnisstæður okkur starfsfólki Há-
skóla Íslands sem vorum svo lán-
söm að kynnast honum. Við leið-
arlok kveð ég Jón Braga fyrir hönd
Háskóla Íslands með þakklæti fyrir
farsæl störf. Ég sendi Ágústu, for-
eldrum Jóns Braga og öllum að-
standendum hugheilar samúðar-
kveðjur.
Kristín Ingólfsdóttir.
Kær samstarfsmaður og félagi,
Jón Bragi Bjarnason prófessor í líf-
efnafræði við Háskóla Íslands, er
fallinn frá langt fyrir aldur fram.
Ég kynntist Jóni Braga þegar ég
kom til starfa sem kennari við efna-
fræðiskor fyrir um aldarfjórðungi,
en þá hafði hann starfað við skorina
um nokkurra ára skeið. Hann var
annar tveggja nemenda sem fyrstir
brautskráðust með BS-gráðu í
efnafræði frá HÍ 1973 og lauk síðan
doktorsprófi í lífefnafræði frá rík-
isháskólanum í Colorado í Banda-
ríkjunum 1978. Jón Bragi gegndi
margvíslegum trúnaðarstörfum fyr-
ir HÍ, m.a. sem forstöðumaður
Raunvísindastofnunar Háskólans
og formaður efnafræðiskorar. Hann
var einn helsti hvatamaður að því
að koma á laggirnar sérstakri
námslínu til BS-prófs í lífefnafræði
við skorina.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að starfa með Jóni Braga sem vara-
formaður efnafræðiskorar um
tveggja ára skeið þegar hann
gegndi formennsku. Þá eins og nú
voru fjármálin og rekstur skorar-
innar erfitt viðfangsefni, einkum er
varðaði hina kostnaðarsömu verk-
kennslu og rekstur á verkkennslu-
húsnæði skorarinnar. Jón Bragi
studdi mig ávallt með ráðum og dáð
þegar ég síðan tók við formennsku
skorarinnar og fylgdi ætíð hugur
máli af hans hálfu. Það var mér
alltaf mikill styrkur að hafa álit
Jóns Braga því hann fylgdi sinni
sannfæringu, var afar skarpur og
skynsamur maður sem talaði tæpi-
tungulaust mannamál. Ég naut
þess einnig síðar þegar ég gerðist
forseti Raunvísindadeildar að hafa
Jón Braga í baklandinu. Hann sá
t.d. sérstaka ástæðu til að senda
mér árnaðaróskir þegar ég tók það
starf að mér og með slíkan stuðn-
ing veitist manni starfið auðveldara
og vandamálin viðráðanlegri. Fyrir
allt þetta verð ég Jóni Braga æv-
inlega þakklátur.
Jón Bragi Bjarnason var einkar
farsæll háskólakennari, afar öflug-
ur í rannsóknum, góður og vinsæll
kennari og mjög ötull við að koma
niðurstöðum rannsókna sinna og
þekkingu á sínu sérsviði á framfæri
við almenning í ræðu og riti. Hann
gerði sér ríka grein fyrir því afar
mikilvæga hlutverki öflugs háskóla
að hafa innan sinna vébanda kenn-
ara og fræðimenn sem geta hagnýtt
rannsóknir sínar í þágu samfélags-
ins og stuðla þannig m.a. að há-
tæknivæðingu þess, fjölbreyttara
atvinnulífi og meiri velmegun.
Þarna lét hann svo sannarlega ekki
sitt eftir liggja því hann var einn af
brautryðjendum hér á landi á sviði
líftækni og stofnaði nokkur sprota-
fyrirtæki í tengslum við rannsók-
naumsvif sín á því sviði við Raun-
vísindastofnun. Einn slíkur sproti
varð síðan líftæknifyrirtæki Jóns
Braga, Ensímtækni ehf., sem hann
var vakinn og sofinn yfir í mörg
undanfarin ár.
Mér er mikil eftirsjá að vini mín-
um og kollega, Jóni Braga Bjarna-
syni. Raunvísindadeild og Háskóli
Íslands sjá eftir afar dugmiklum
starfsmanni, kennara og vísinda-
manni. Ég sendi eiginkonu Jóns
Braga, Ágústu Guðmundsdóttur,
börnum hans, foreldrum og öðrum
ástvinum innilegar samúðarkveðjur
vegna hins ótímabæra fráfalls hans.
Loks vil ég fyrir hönd Raunvís-
indadeildar þakka Jóni Braga af al-
hug hans farsælu störf í þágu deild-
arinnar í áratugi.
Guðmundur G. Haraldsson,
forseti Raunvísindadeildar
HÍ.
Jón Bragi Bjarnason var engum
líkur. Aðeins bestu mannlýsingarn-
ar úr Íslendingasögunum myndu
hæfa honum. Mikill á velli, fríður
sýnum og fimur. Rammur að afli.
Ef á hefði þurft að halda hefði hann
stokkið hæð sína í öllum herklæð-
um. Strax í æsku lagðist Jón Bragi
í víking. Þegar við skólasystkin
hans í barnaskóla höfðum fæst
komist lengra frá heimahögunum
en austur á Þingvöll í sunnudags-
bíltúr eða norður í Eyjafjörð í sveit,
hafði hann verið heilan vetur með
foreldrum sínum í Cambridge og
gengið um vinstri bakkann í París.
Og á menntaskólaárunum fylgdi
hann þeim vetrarpart til Kaliforníu.
Hann fór líka í sumarferð einsamall
á vespu allt suður til Rómar. Þetta
segir okkur margt um Jón Braga,
sjálfstæði hans og öryggi. Og þetta
lýsir ekki síður Rósu og Bjarna
Braga, víðsýni þeirra og athafna-
semi og því örvandi umhverfi sem
þau bjuggu börnum sínum. Og Jón
Bragi var meir en mikill á velli.
Nútímalegri mannlýsing myndi
draga fram önnur einkenni hans.
Hann var mikill fyrir sér í besta
skilningi orðanna. Hann var kapp-
samur og stefnufastur, og gerði
miklar kröfur til sjálfs sín í námi og
starfi. Hann var brautryðjandi í
hagnýtum rannsóknum. Hann var
vinsæll og hann var leiðtogi. Hann
var umhyggjusamur fjölskyldufað-
ir. Hann var hafsjór af öllu mögu-
legu. Af fróðleik auðvitað, víðlesinn
og leitandi vísindamaðurinn. En
ekki síður fullur af tilfinningum og
skoðunum, almennri skynsemi og
réttsýni. Hann var tryggur vinum
sínum og skemmtilegur. Raunar
einkar tryggur vinum sínum og af-
burða skemmtilegur.
Næstum sex áratugir í návist
Jóns Braga skilja eftir sterkar
minningar. Það er eins og hann hafi
allaf verið viðstaddur þegar eitt-
hvað skemmtilegt gerðist. Líklega
vegna þess að þegar hann var við-
staddur, gerðist alltaf eitthvað
skemmtilegt. Saga eða lítill leik-
þáttur. Persóna og leikandi: Jón
Bragi. Eða tilsvörin. Oft ögrandi.
Reynt að skora á línu. En enginn
skoraði hjá honum sjálfum á góðri
stund og boltinn kom aldrei við
gólfið. Það eru deilur um það í
mannheimum um hvort til sé eilíft
líf. En hvað með minningarnar?
Hvernig er hægt að verða eilífari?
Við Dröfn sendum kveðjur til
Ágústu og foreldra hans svo og
allra ástvina þeirra.
Guðmundur Einarsson.
Vinur minn Jón Bragi Bjarnason
er látinn langt um aldur fram.
Hann var einn minna bestu vina.
Leiðir okkar lágu fyrst saman í
þriðja bekk í Menntaskólanum í
Reykjavík haustið 1965. Í bekk sem
annars samanstóð af ungum sveita-
piltum voru tveir heimsmenn úr
höfuðborginni, þeir Ragnar Kvaran
og Jón Bragi. Þeir tóku strax við
forystustörfum í bekknum, Ragnar
varð umsjónarmaður og Jón Bragi
bekkjarráðsmaður. Þeir hafa nú
báðir yfirgefið þetta jarðlíf og er
sárlega saknað. Jón Bragi var
einkar vel til forystu fallinn, hár á
velli og fríður sýnum, með lipran
talanda og ríkulega réttlætiskennd.
Ekki spillti fyrir að hann hafði
dvalið langdvölum í útlöndum og
hafði yfir sér blæ þess sem víða
hefur ratað. Okkur vinunum fannst
hann skemmtilegri en aðrir menn
og stelpurnar sögðu að hann væri
sætur og rómantískur. Maður
prýddur slíkum kostum hlaut að ná
langt.
Jón Bragi var líka maður æv-
intýranna. Eitt sumarið á mennta-
skólaárunum þvældist hann um
meginland Evrópu á lítilli vespu og
rataði þar í ógöngur og ævintýri.
Sögurnar sem hann sagði okkur af
þeirri ferð voru óborganlegar og
urðu betri eftir því sem árin liðu og
aldrei datt okkur annað í hug en að
þær væru allar dagsannar.
Margar góðar sögur bættust síð-
ar í sarpinn, því það var aldrei
lognmolla í kringum Jón Braga.
Á menntaskólaárunum gekk Jón
Bragi í lið með Vilmundi Gylfasyni
og tóku þeir saman völdin í skóla-
félaginu. Vilmundur sem inspector
og Jón Bragi sem scriba. Þótti mér
þá einsýnt að þeir myndu báðir láta
til sín taka í þjóðmálabaráttunni og
sá ég Jón Braga fyrir mér sem
framámann í hugvísindum, jafnvel
sem trúarleiðtoga. Slík var andagift
hans og sannfæringarkraftur. En
vinur minn reyndist vera með hug-
ann á öðrum brautum. Hann lagði
fyrir sig lífefnafræði, gekk í ára-
tuga langa sambúð með ensímum,
efnahvötum náttúrunnar og varð
meðal fremstu vísindamanna á því
sviði í heiminum – eftirsóttur há-
skólakennari hér á landi og erlend-
is og frumkvöðull við framleiðslu á
húðáburðinum Penzim. Ekki sá ég
það fyrir.
Nú er skyndilega komið að leið-
arlokum og tími til að þakka fyrir
samfylgdina. Það var sannarlega
heiður og ánægja að fá að ganga