Morgunblaðið - 15.01.2011, Síða 46

Morgunblaðið - 15.01.2011, Síða 46
46 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2011 Orð dagsins: Þegar þú leggst til hvíld- ar, þarft þú ekki að hræðast, og hvílist þú mun svefninn verða vær. (Ok. 3, 24.) Tæknifréttir í sjónvarpi eru í sér-stöku uppáhaldi hjá Víkverja, ekki vegna þess að hann sé áhuga- samari en meðalmaðurinn um nýj- ustu tækni og vísindi, heldur vegna þess hve skemmtilegt það er að horfa á fréttir um framfarir í tækniþróun með augum framtíðarsjálfs síns. Eðli tækninnar er að henni fleygir stöðugt fram á ótrúlegum hraða og þess vegna eru tæknifréttir, umfram aðr- ar, dæmdar til þess að vera orðnar skoplegar eftir nokkur ár. x x x Víkverji gat því ekki annað enbrosað í kampinn þegar RÚV sagði á fimmtudagskvöld frá fyrstu íslensku rafbókasíðunni með þeim orðum að verk ýmissa íslenskra skálda væru „nú aðgengileg í raftölv- um hvar sem er í heiminum“. Fréttin var góðra gjalda verð enda rafbækur enn framandi tækni í augum margra en Víkverja segir svo hugur að þess sé ekki langt að bíða að sú staðreynd að nálgast megi íslenskar bækur raf- rænt hvar sem er í heiminum þyki álíka markverð eins og að hægt sé að tala við fólk í gegnum færanlega síma hvar sem er í heiminum. x x x Fyrir rúmum 15 árum birtist fréttí Morgunblaðinu um vafasamar hliðar hins nýja alnets, undir fyr- irsögninni „Klám á netinu?“ Rætt var við alnetsfræðing sem ekki hafði orð- ið var við slíkt efni en játti því þó að ekki væri hægt að hindra notendur í að nálgast það væri það til staðar. x x x Ári áður birtust „Spurningar ogsvör um Internet“ á síðum Morgunblaðsins, byggt á grein í Sunday Times. Þar mátti m.a. lesa vangaveltur um hvort netið gæti ein- hvern tíma orðið risavaxið, eða hvort það yrði kannski í mesta lagi vett- vangur opinberra stofnana og fyr- irtækja þegar nýjabrumið færi af því. Að endingu er sagt frá nýju bresku tímariti sem sérhæfi sig í upplýs- ingum um hvað sé að finna á netinu og hvernig sé hægt að nálgast það. Ætli þetta tímarit sé ennþá gefið út? víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 vitskertar, 8 vænt- ir, 9 lækka, 10 mánuður, 11 þróunarstig skordýra, 13 öngla saman, 15 svalls, 18 sanka saman, 21 kjöt, 22 suða, 23 í vafa, 24 himin- glaða. Lóðrétt | 2 stendur við, 3 freka menn, 4 blóðsugan, 5 hryggð, 6 helmingur heil- ans, 7 betrunar, 12 fantur, 14 dveljast, 15 harm, 16 blóm, 17 háð, 18 fjárrétt, 19 holdugt, 20 kvenfugl. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hugga, 4 múgur, 7 grund, 8 næpan, 9 att, 11 lygn, 13 erti, 14 ennið, 15 krús, 17 Asía, 20 ála, 22 aspir, 23 gamli, 24 tóman, 25 arðan. Lóðrétt: 1 hugul, 2 grugg, 3 alda, 4 mont, 5 gapar, 6 rengi, 10 tungl, 12 nes, 13 eða, 15 kjaft, 16 úlpum, 18 samið 19 alinn, 20 árin, 21 agða. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 15. janúar 1809 Jörgen Jörgensen kom til Ís- lands á skipinu Clarence og dvaldi hér í tæpa tvo mán- uði. Hann kom aftur í júní, eins og frægt er orðið. 15. janúar 1942 Mesta vindhviða sem vitað er um í Reykjavík mældist þennan dag. Vindhraðinn var 214 kíló- metrar á klukkustund (59 metrar á sekúndu). 15. janúar 1961 Steinsteypt íbúðarhús á Neðra- Hóli í Staðarsveit eyðilagðist þegar eldingu sló niður. Fimm kýr drápust. 15. janúar 1967 Bergfylla féll úr Innstahaus við Þórsmörk. Hún var um 15 milljón rúmmetrar, lenti á Steinsholtsjökli og skvetti milljónum rúmmetra af vatni úr lóni við jökulinn. Rennsli Markarfljóts margfaldaðist í stuttan tíma. 15. janúar 1991 Stöð 2 hóf beinar útsendingar frá gervihnattastöðinni CNN, einkum vegna Persaflóastríðs- ins. Þremur dögum síðar sýndi Sjónvarpið beint frá Sky. Sent var út að lokinni venjulegri dagskrá. 15. janúar 1999 Ein dýpsta lægð aldarinnar, 925 millibör, gekk yfir landið þennan dag og fram á þann næsta. Þak fauk um þrjátíu metra á Hornafirði og maður með. Hann slasaðist ekki mikið. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Hermann Sigtryggsson, íþrótta- og æskulýðs- fulltrúi á Akureyri í 33 ár og síðan forstöðumaður Vetraríþróttamiðstöðvarinnar í fimm ár áður en hann fór á eftirlaun fyrir áratug, er 80 ára í dag. Frá 1946 hefur Hermann unnið við skíðamót og til stendur að hann ræsi Skíðastaðagönguna, sem er liður í Íslandsgöngunni sem hann átti þátt í að stofna, í Hlíðarfjalli í dag. „Ég fer í fjallið og hitti fé- lagana,“ segir margverðlaunaður íþróttafrömuður- inn og félagsmálatröllið, sem sinnir enn nefnd- arstörfum fyrir ÍSÍ og skíðaráðið á Akureyri en gerir lítið úr skíðaiðkuninni. „Ég er enginn skíða- maður sjálfur en ég hef ekki tölu á því hvað mörgum skíðamótum ég hef stjórnað.“ Á sínum yngri árum keppti Hermann í mörgum greinum íþrótta og hann hefur haldið sér í æfingu á göngu- og svigskíðum. „Það hefur bara verið til gamans gert að fara á skíði,“ segir hann og bætir við að eitt helsta áhugamálið nú sé að smíða, en þess vegna komist bíllinn ekki fyr- ir í bílskúrnum. Eiginkonan, Rebekka H. Guðmann, og dætur þeirra ætla að fara með hann í óvissuferð eftir hádegið í tilefni dagsins og svo borðar fjölskyldan saman í kvöld. „Ég bíð spenntur.“ steinthor@mbl.is Hermann Sigtryggsson 80 ára Félagsmálatröll í óvissuferð (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er bráðnauðsynlegt að lesa vel allt smáa letrið á þeim skjölum sem þú skrif- ar undir. Ekki láta aðra notfæra sér góðsemi þína og láta þig fá samviskubit. (20. apríl - 20. maí)  Naut Tölvuvandræði, vélarbilun eða galli í tækjabúnaði getur valdið töfum. Blandaðu þér ekki í vandamál annarra að óþörfu. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú þarft að stinga við fótum og standa fast á þínu máli þótt að þér sé sótt úr öllum áttum. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ert kominn út á ystu nöf vegna útgjalda í félagslífinu eða vegna óskalista smáfólksins. Láttu fólk um að leysa vanda- mál sín sjálft og sinntu sjálf/ur eigin málum. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Atburðarásin mun taka öll völd úr höndum þér ef þú ekki stingur við fótum og nærð stjórn á hlutunum. Taktu þér tíma því að flas er ekki til fagnaðar. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Óvenjulegar persónur gætu komið róti á huga þinn í dag og vinir þínir munu sýna á sér nýja hlið. Ekki er ósennilegt að meiri tilfinningasemi en ella geri vart við sig. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú finnur til óvenjumikils örlætis í garð vinar eða einhvers í fjölskyldunni í dag. Gefðu þér tíma til að spjalla því þú hittir ekki skemmtilegt fólk á hverjum degi. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Nú verður ekki lengur undan því vikist að taka ákvörðun varðandi starfsvett- vang. Mundu að hver er sinnar gæfu smiður. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú sinnir hlutverki þínu, hvort sem það er sem foreldri, maki eða vinur. Gríptu tækifæri til að koma þér áfram. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Notaðu daginn til þess að fara í saumana í lífi þínu og skoða markmið þín. Notaðu kímnigáfuna. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Óljósar aðdróttanir fara framhjá þér. Þú ættir að skella þér út í göngutúr eða í sund á næstunni. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú skammast þín ekki fyrir tilfinn- ingar þínar og uppskerð heilbrigði fyrir vikið. Ummælin geta verið umdeild eða á skjön við skoðanir annarra. Stjörnuspá Sudoku Frumstig 2 9 6 4 7 5 6 5 8 2 3 6 2 5 3 9 7 8 9 4 3 2 4 3 7 6 4 5 1 2 7 6 9 2 8 1 4 5 9 7 4 9 8 4 9 6 8 2 1 7 4 2 8 7 4 2 3 6 8 2 4 4 9 1 7 7 5 1 6 1 2 3 5 9 6 5 1 5 2 7 3 9 6 1 4 8 4 1 3 8 7 2 9 5 6 9 6 8 5 4 1 2 3 7 6 4 2 1 3 7 8 9 5 7 9 1 2 5 8 4 6 3 8 3 5 4 6 9 7 2 1 3 5 9 7 8 4 6 1 2 1 8 6 9 2 3 5 7 4 2 7 4 6 1 5 3 8 9 3 1 8 4 7 2 5 6 9 6 9 2 1 5 3 4 7 8 7 4 5 9 8 6 3 2 1 1 5 7 6 2 8 9 3 4 8 3 9 7 4 5 2 1 6 2 6 4 3 9 1 7 8 5 9 8 3 5 1 7 6 4 2 4 2 6 8 3 9 1 5 7 5 7 1 2 6 4 8 9 3 4 3 9 5 6 7 8 2 1 2 5 8 4 1 3 9 7 6 1 7 6 2 8 9 4 5 3 9 8 1 3 7 4 5 6 2 5 6 7 9 2 1 3 4 8 3 2 4 8 5 6 1 9 7 7 4 2 1 3 5 6 8 9 8 1 5 6 9 2 7 3 4 6 9 3 7 4 8 2 1 5 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 15. janúar, 15. dagur ársins 2011 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 e5 5. Rb5 d6 6. R1c3 a6 7. Ra3 Be6 8. Bc4 b5 9. Bd5 Dd7 10. Re2 Rf6 11. Bg5 Bxd5 12. exd5 Re7 13. c4 Re4 14. Bxe7 Bxe7 15. cxb5 O-O 16. O-O f5 17. b6 Bd8 18. Rc4 Hb8 19. f3 Rf6 20. Db3 Bxb6+ 21. Kh1 Bc5 22. Dd1 Db7 23. a3 Hbd8 24. b4 Ba7 25. Ra5 Dxd5 26. Dxd5+ Rxd5 27. Rc6 Hd7 28. Hfd1 Re3 29. Hd3 e4 30. Hb3 Bb6 31. a4 Hc7 32. b5 axb5 33. axb5 He8 34. f4 Rg4 35. h3 Rf2+ 36. Kh2 Rd3 37. Hd1 Hb7 38. g4 fxg4 39. hxg4 Ha8 40. Rc3 Rxf4 41. Kg3 Hf7 42. Hxd6 Staðan kom upp í fyrstu deild Íslands- móts skákfélaga, fyrri hluti mótsins fór fram í Rimaskóla sl. okt. Stórmeistarinn Igor-Aleksandre Nataf (2541) hafði svart gegn Stefáni Bergssyni (2102). 42… Re2+! 43. Kh4 hvítur hefði haft tapað tafl eftir 43. Rxe2 Bc7. 43… Bf2+ 44. Kh3 Hf3+ 45. Kg2 Rf4+ 46. Kf1 Bc5+ og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Ekki-rök Hammans. S-Enginn. Norður ♠D5 ♥Á10932 ♦84 ♣10632 Vestur Austur ♠G6 ♠1098 ♥K54 ♥DG87 ♦ÁG109632 ♦K7 ♣K ♣G975 Suður ♠ÁK7432 ♥6 ♦D5 ♣ÁD84 Suður spilar 4♠. Bob Hamman opnaði í suður á 1♠ og vestur kom inn á 2♦. Pass og pass til Hammans, sem sagði 2♠. Norður lyfti í 3♠ og Hamman í fjóra. Útspil: ♥4. Hamman hugsaði sem svo: Vestur kom ekki út með tígul og á því varla ♦Á-K. Austur studdi tígulinn ekki og á því varla þrílit. Ergó: tígullinn er 7-2 og austur á háspil. Spaðinn verður að liggja 3-2 og hjartaútspilið virðist vera þriðja hæsta frá hónór. Ef þetta er rétt reiknað lítur út fyrir að vestur sé með einspil í laufi. En af hverju kom hann ekki þar út? Auð- vitað – einspilið er kóngurinn! Að svo hugsuðu drap Hamman á ♥Á og spilaði laufi á ás. Tók ♠Á og ♠D, spilaði síðan litlu laufi úr borði að áttunni heima. Brids er einfalt spil. Brúðkaup  Katla Þorsteins- dóttir og Benedikt Sveinsson gengu í hjónaband 30. desem- ber 2010. Flóðogfjara 15. janúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 2.25 3,0 8.51 1,6 14.54 2,9 21.10 1,4 10.56 16.20 Ísafjörður 4.41 1,6 11.07 0,8 17.03 1,5 23.23 0,6 11.28 15.57 Siglufjörður 0.29 0,5 7.04 1,0 13.25 0,4 19.47 0,9 11.12 15.39 Djúpivogur 5.53 0,7 11.52 1,2 18.01 0,6 10.32 15.42 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.