Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 1
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Engin áform eru um að breyta íslenskum lögum eða
reglugerðum til að stofna greiðslustofnun í land-
búnaði eða taka upp byggðaáætlun að hætti Evr-
ópusambandsins (ESB), fyrr en aðild að samband-
inu hefur verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu
og formlega staðfest af Íslandi og ESB.
Þetta kemur fram í svörum sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytisins við spurningum ESB í
kafla 11 um landbúnað og byggðamál. Svörin hafa
verið send samninganefnd Íslands gagnvart ESB,
samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. ESB spyr
m.a. hvernig og hvenær Ísland hyggist aðlaga laga-
umhverfið sitt hvað varðar stofnun greiðslustofn-
unar og fleiri breytingar varðandi stjórn- og eft-
irlitskerfi landbúnaðarins.
Í svari ráðuneytisins segir m.a. að verulegur
munur sé á lögum og stjórnkerfi landbúnaðar á Ís-
landi og í ESB. Ísland þyrfti að grípa til veigamik-
illa lagabreytinga auk breytinga í stjórnsýslu og
stækkunar stofnanakerfis til að laga sig að landbún-
aðarkerfi ESB. Ráðuneytið telur enga þörf á því til
að framfylgja núverandi landbúnaðarstefnu. Þá
segir ráðuneytið að stefna íslensku ríkisstjórnar-
innar sé skýr: Engin aðlögun verði að lagaverki
ESB fyrr en aðildarsamningur Íslands að sam-
bandinu hafi verið staðfestur. Þá sé það skoðun rík-
isstjórnarinnar að vegna stærðar landsins sé óþarft
að taka upp stofnanakerfi ESB.
Einnig er spurt hvernig Ísland hyggist leggja
drög að byggðaáætlun að hætti ESB.
Ráðuneytið segir engin áform um að undirbúa
breytingar á lögum eða reglugerðum hvað þetta
varðar vegna aðlögunarviðræðna við ESB. Til að
svo verði þurfi að liggja fyrir samningur milli Ís-
lands og ESB sem staðfestur hafi verið í þjóðarat-
kvæðagreiðslu hér og af viðsemjendum Íslands.
Engu breytt vegna ESB
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið segir í svari til ESB að engin áform
séu um að laga lög og stofnanir að ESB nema Ísland samþykki formlega aðild
M I Ð V I K U D A G U R 1 9. J A N Ú A R 2 0 1 1
Stofnað 1913 15. tölublað 99. árgangur
KVENLEIKI OG
NÚTÍMINN HÆTTU-
LEG BLANDA?
EIGNARNÁM
GÆTI ORÐIÐ DÝRT
AÐGENGI AÐ
LISTDANSI
EINS OG LOTTÓ
HS ORKA 14 DANSSTEFNA 39KVENFRELSISBARÁTTAN 10
Fréttaskýring eftir Unu
Sighvatsdóttur
Agnes Bragadóttir
Guðni Einarsson
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, var á fundi
með oddvitum ríkisstjórnarinnar,
þeim Jóhönnu
Sigurðardóttur
forsætisráðherra
og Steingrími J.
Sigfússyni fjár-
málaráðherra
upplýstur um það
í gærmorgun, að
ferlið um samein-
ingu sjávar-
útvegs-, landbún-
aðar- og
iðnaðarráðu-
neytis í einu at-
vinnuvegaráðu-
neyti væri komið
á fulla ferð.
Samkvæmt
upplýsingum
Morgunblaðsins
greindu þau Jó-
hanna og Stein-
grímur Jóni frá
því að sérstakur kynningarfundur
um ferlið og sameiningaráformin
yrði haldinn á föstudag, 21. janúar.
Morgunblaðið hefur upplýsingar
um að hér sé um sérstakan þrýsting
frá Samfylkingunni að ræða í þessu
máli, þar sem forystumenn flokksins
telji að Jón Bjarnason hafi mjög
þvælst fyrir ESB-aðildarumsókn Ís-
lands og því aðildarferli, sem hann
og mjög margir VG-félagar telja að
hafið sé.
Steingrímur sagði í gærkvöldi að
þau hefðu hist á stuttum fundi þar
sem rætt var um undirbúning næstu
áfanga í endurskipulagningu
stjórnarráðsins. Engin tímasetning
liggi fyrir.
Samein-
ingarferli
hafið
Jón Bjarnason upp-
lýstur um stöðuna
Steingrímur J.
Sigfússon
Jón Bjarnason
að hjúfra sig hvor upp að öðrum
til að halda á sér hita í nístings-
kuldanum. Það var þá sem Pétur
tók eftir að hann fann ekki fyrir
fótunum.
Pétur segist einbeita sér að því
sem hann geti gert. Hann er mik-
ill áhugamaður um kvikmyndun
og er þegar kominn með verkefni
sem hann stefnir á að vinna í
sumar.
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Pétur Kristján Guðmundsson,
ungi maðurinn sem lamaðist fyrir
neðan mitti í slysi á nýársnótt í
Austurríki, lærir nú að lifa í
hjólastól á endurhæfingardeild
Landspítalans á Grensási.
Læknar hans úti gáfu honum
ekki mikla von um að geta
nokkru sinni gengið aftur. Um
99,9% líkur gegn því. Pétur lætur
þó ekki bugast. „Ég ætla mér að
veðja á þetta 0,1 prósent,“ segir
hann.
Rúllaði niður kletta
Á gamlárskvöld ákvað Pétur
ásamt vini sínum að ganga til
baka í bæinn eftir að hafa horft á
flugeldana á miðnætti frá skíða-
svæði fyrir ofan borgina Inns-
bruck. „Þetta er mest skógur og
tún á leiðinni og smábratt en
samt allt í lagi. Ég rann eitthvað
til, ég var náttúrlega svolítið ölv-
aður því að þetta var gamlárs-
kvöld og ég byrjaði að rúlla niður
brattann. Það endaði með að ég
féll niður kletta og lenti á mal-
arvegi fyrir neðan,“ segir Pétur.
Fallið var talið um níu metrar
og klifraði vinur hans niður til
hans í myrkrinu og hringdi á
neyðaraðstoð. Hún barst þó ekki
fyrr en tveimur tímum síðar enda
erfitt að finna þá félagana í
myrkrinu í skóginum. Þurftu þeir
„Ég ætla mér að veðja á
þetta núll komma eina prósent“
Lamaðist fyrir neðan mitti við fall niður kletta í Austurríki á nýársnótt
MÆtlar sér að nota fæturna »6
Morgunblaðið/RAX
Endurhæfing Pétur Kristján liggur í rúmi sínu á endurhæfingardeild en móðir hans, Eva Ulrike Schmidhuber, fylgist með syni sínum.
Ísland gulltryggði sér sæti í milli-
riðli heimsmeistarakeppninnar í
handbolta í Svíþjóð í gærkvöld með
því að sigra Austurríki, 26:23, í Lin-
köping. Liðið lék frábærlega í síð-
ari hálfleik eftir að hafa verið fimm
mörkum undir og tryggði sér sig-
urinn á sannfærandi hátt. Ísland
hefur þar með unnið alla fjóra leiki
sína og mætir Norðmönnum í loka-
leik riðlakeppninnar annað kvöld.
» Íþróttir
Sneru blaðinu við
í seinni hálfleik