Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011 ÞORRINN 2 011 Þorrahlaðborð – fyrir 10 eða fleiri – 1.990 kr. á mann www.noatun.is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Undirritaður hefur verið samningur um úthlutun lóðar og staðsetningu hússins Sólfells í Suðurbugt Gömlu hafnarinnar í Reykjavík. Undirbún- ingur hefur staðið yfir síðustu mán- uði m.a. með auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi og endurbyggingu hússins. Minjavernd hf. er eigandi hússins og er nú unnið að endur- byggingunni á Slippasvæðinu. Úthlutun lóðarinnar er framhald þeirra breytinga sem hafa átt sér stað í Suðurbugtinni með breyting- um á Geirsgötuverbúðunum í að- stöðu veitingahúsa, aðstöðu hand- verksfólks og fleira. „Á síðasta sumri iðaði Suðurbugt- in af lífi enda valið fólk í hverju rúmi verbúðanna. Vonin er sú að Sólfellið muni bæta enn í þá fjölskrúðugu flóru sem fyrir er og verða sem flest- um til yndisauka sem svæðið heim- sækja,“ segir í frétt á heimasíðu Faxaflóahafna. Sólfellið er saltfiskverkunarhús sem reist var á Kirkjusandi árið 1921. Margir muna eflaust eftir hús- inu hin seinni ár, þar sem það stóð niðurnítt á athafnasvæði Strætó. Húsið fór á eilítið flakk fyrir nokkr- um árum þegar Glitnir heitinn áformaði að byggja á lóðum við Kirkjusand, en Minjavernd tók húsið í fóstur og í samstarfi við Faxaflóa- hafnir sf. er húsinu nú fundinn sama- staður á lóð við Suðurbugtina. Um næstu mánaðamót mun Minjavernd hf. hefja framkvæmdir á framtíðarlóð hússins við Ægisgarð 2 og verður húsið væntanlega flutt á nýjan grunn á vordögum. Húsið verður samkvæmt áætlun fullklárað innandyra þegar líður að hausti. Akstur bifreiða verður bannaður um Suðurbugt Samþykkt hefur verið í stjórn Faxaflóahafna sf. að tryggja gang- andi vegfarendum forgang með því að banna akstur bifreiða um Suður- bugtina, norðanmegin við verbúðirn- ar. Beiðni Faxaflóahafna sf. bíður af- greiðslu hjá umhverfisnefnd Reykjavíkurborgar en niðurstaða er væntanleg fljótlega. „Það eru því góðar líkur á því að Suðurbugtin muni draga til sín enn fleiri vel- komna gesti á komandi sumri og misserum,“ segir á heimasíðunni. Sólfellið fær samastað við Suðurbugtina Tölvumynd Þarna verður Sólfellið staðsett, við hlið Hamborgarabúllunnar.  Ásýnd gömlu hafnarinnar mun breytast Lifandi hafnarsvæði » Sólfellið fær framtíðarstað við Suðurbugt eftir nokkra hrakninga á undanförnum ár- um. » Það mun lífga upp á gömlu höfnina í Reykjavík, sem vakn- að hefur til lífsins. Sjávarútvegsráðuneytið áformar að banna veiðar í dragnót fyrir Norður-Ströndum. Drög að reglu- gerð hafa verið send hagsmuna- aðilum og hafa þeir frest til 7. febr- úar til að gera athugasemdir. Ráð- gert er að bannið taki gildi 1. mars. Dragnótaveiðar verða sam- kvæmt drögum að reglugerð bann- aðar allt árið á svæði innan línu, sem dregin verður frá Rana í Horn- bjargi, í Selsker og þaðan í Gjögur- vita. Bannið byggist á því að fylgja áfram þeirri stefnu Jóns Bjarnason- ar sjávarútvegsráðherra að vernda grunnslóð, víkur og firði fyrir tog- veiðum. Árin 2004-2009 var með- alafli á þessu svæði 63 tonn. Mest veiddist árið 2008, samtals 124 tonn. Þessi sex ár veiddust 333 tonn af bolfiski, mest af ýsu, og 44 tonn af flatfiski. Árin 2008 og 2009 veiddist skötuselur á svæðinu, 29 kíló fyrra árið og 73 kíló það seinna. aij@mbl.is Dragnóta- bann úti fyr- ir Ströndum Bann við dragnótaveiðum Rani Gjögurviti Selsker Drangajökull Jökulfirðir Lóndjúp Reykjarfjörður Hornvík Bannsvæði Samtök atvinnulífsins og Alþýðu- samband Íslands bíða nú eftir því að ríkisstjórnin svari því hvort og þá með hvaða hætti hún er tilbúin að koma að gerð nýrra kjarasamninga. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir kjarasamningamálin hafa verið rædd á ríkisstjórnarfundi í gær- morgun og átti hann von á því að fá fund með fulltrúum ríkisstjórn- arinnar í dag. „Markmið okkar er svo að reyna að safna þessu saman svo við getum, öðrum hvorum megin við helgina, tekið ákvörðun um það hvort hægt sé að þroska lausn eða hvort málið verður áfram í þeim far- vegi sem það er í,“ segir Gylfi. SA og ASÍ hafa undirritað viðræðuáætlun um sameiginleg mál, en með því er átt við almenn hags- munamál vinnuveitenda og viðsemj- enda þeirra. Samkvæmt áætluninni skal ríkissáttasemjari taka að sér stjórn viðræðna vísi eitthvert aðild- arsamtaka ASÍ kjaradeilu sinni til hans. Starfsgreinasambandið, utan svokallaðs Flóabandalags, hefur nú vísað kjaradeilu sinni til sáttasemj- ara og færast því viðræður um sam- eiginleg mál undir stjórn hans. SA hafa lagt áherslu á að koma fjárfestingum af stað sérstaklega í útflutningsgreinum, afnám gjald- eyrishafta, breytingu á skattalögum og fleiri aðgerðir til að auka hagvöxt, fjölga störfum og bæta lífskjör fólks. Í síðustu viku lögðu SA fram meg- inmarkmið sín þar sem m.a. er að finna ofangreind mál og kynntu þau leiðtogum ríkisstjórnarflokkanna. Það sama gerði ASÍ en báðir aðilar bíða nú svars. Beðið eftir svari ríkisstjórnarinnar Morgunblaðið/Kristinn Málin rædd Frá fundi Samtaka atvinnulífsins og ASÍ hjá sáttasemjara. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Þingkosningar 2009 setja mark sitt á ársreikninga flokkanna það ár, miðað við þá reikninga sem birtir hafa verið á vef Ríkisendurskoðunar. Þannig tapaði Sjálfstæðisflokkurinn um 46 milljónum króna og Vinstrihreyfingin – grænt framboð (VG) tapaði rúmum 38 milljónum. Óveruleg umsvif voru vegna þingmanna Hreyfingarinnar þetta árið, er klufu sig frá Borgara- hreyfingunni sem stofnuð var fyrir kosningarnar. Eigið fé VG var í árslok 2009 nei- kvætt um nærri 53 milljónir og skuld- irnar komnar í 123 milljónir, voru 78 milljónir árið áður. Framlög til flokksins námu 97 millj. árið 2009, þar af komu 64 millj. frá ríkinu. Rekstr- argjöld VG jukust úr 57 milljónum ár- ið 2008 í nærri 130 milljónir 2009. Auður Lilja Erlingsdóttir, fram- kvæmdastýra VG, segir afkomu flokksins árið 2009 einkennast af þingkosningum það ár og skuldir hafi komið til vegna tíðra kosninga þar á undan, 2006 og 2007. Um tíma hafi VG heldur ekki tekið við neinum styrkjum frá fyrirtækjum. Einnig hafi flokkurinn styrkt starfsemina með því að kaupa húsnæði á Akureyri og í Kópavogi og þær fjárfestingar hafi haft áhrif á skuldastöðuna. Stór hluti skuldanna sé fasteignaskuldir sem greitt sé reglulega af. Spurð hvernig tekist hafi að greiða úr skuldunum og bæta eiginfjárstöð- una segir Auður Lilja að vonandi tak- ist að helminga þá stöðu á þessu ári og stefnt sé að því að jafna hana út á næsta ári, svo fremi sem ekki komi til óvæntra útgjalda eins og kosninga. VG hafi reynt að spara útgjöld eins og kostur sé og þannig sé hún aðeins ein starfandi á skrifstofu flokksins í dag. Skuldir Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2009 námu um 78 milljónum króna, borið saman við 42 milljónir árið áður, ein eiginfjárstaðan var sterk, um 630 milljónir króna. Af 242 milljóna króna framlögum til flokks- ins komu nærri 160 milljónir frá rík- inu. Tap ársins sem fyrr greinir var um 46 milljónir króna. Jónmundur Guðmarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segir rekstrarhallann fyrst og fremst fólginn í auknum kostnaði vegna landsfundar og þingkosninga þetta árið. Skýringuna á skuldum flokksins sé aðeins að finna í ýmsum skamm- tímaskuldum samstæðunnar. Jónmundur segir tekjur flokksins á síðasta ári hafa dregist verulega sam- an vegna niðurstöðu kosninganna árið áð- ur. „Því var mætt með ýmsu móti og í heild- ina batnaði rekstrar- hlutfallið nokkuð á árinu.“ Afkoman 2009 mark- ast af þingkosningum  Tap hjá VG og Sjálfstæðisflokki Úr ársreikningum flokkanna 2009 * Alls úr reikningum Félags þinghóps Hreyfingarinnar 15.maí - 9. okt og Þinghóps Hreyfingarinnar 9. okt-31. des Heimild: Ríkisendurskoðun Sjálfstæðisflokkur VG Hreyfingin* Framlög 242.441.664 97.454.937 2.425.493 Aðrar tekjur 63.391.569 4.068.414 0 Rekstrargjöld 357.742.304 129.272.934 2.079.538 Afkoma ársins -45.997.447 -38.631.936 297.994 Eigið fé 626.694.528 -52.586.209 26.475 Skuldir 77.740.165 122.765.600 474.240 Ársreikningar Samfylkingar og Framsóknarflokksins eru sam- kvæmt upplýsingum frá Ríkis- endurskoðun væntanlegir til birtingar en flokkarnir áttu að hafa skilað um áramót. Samtök fullveldissinna skil- uðu hins vegar inn reikningi á réttum tíma. Í samanburði við aðra flokka er hann ekki burð- ugur, sýnir 34.000 krónur í tekjur gegnum félagsgjöld og tæp 29.000 í gjöld. Hagnaður ársins er rúmar 5.000 krónur. Engin framlög eru skráð til samtakanna þetta árið en þau starfa enn og halda m.a. úti bloggsíðunni www.full- valda.blog.is. Hagnaður 5.000 krónur SAMTÖK FULLVELDISSINNA Kosningar kosta sitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.