Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011
Verðtrygging hús-
næðislána er stór-
merkilegt fyrirbæri.
Einhver athyglisverð-
ustu áhrifin sem verð-
trygging húsnæð-
islána veldur er að
verðbólga verður
meiri og tregari til
breytinga en ella. Hún
viðheldur einnig fjár-
festingar- og atvinnu-
stigi hagkerfisins uns
eigið fé heimila í húseignum er
horfið. Það verður nú útskýrt
hvernig.
Fyrirtæki hafa eitt markmið með
því að hækka verð: að auka tekjur
og þar með, að gjöldum óbreyttum,
hagnað. Verðbólga verður því þegar
fyrirtæki hækka verðlag með hagn-
aðarmarkmið að leiðarljósi. Geta
fyrirtækja til að hækka verð
ákvarðast m.a. af markaðshlutdeild
þeirra (einokun/samkeppni) og getu
neytenda til að borga hærra verð.
Í hagkerfi þar sem peningamála-
yfirvöld starfa eftir verðbólgu-
markmiði munu vextir, til langs
sem skamms tíma, hækka þegar
seðlabanki hækkar stýrivexti í bar-
áttu við hækkun verðlags. Séu lána-
skuldbindingar almennt óverð-
tryggðar hækka bankarnir vexti
sína á útlánum sem þegar hafa ver-
ið veitt (breytilegir nafnvextir). Sú
hækkun eykur greiðslubyrði
(krónutöluna) viðkomandi lántaka
(heimili/fyrirtæki) samstundis í
samræmi við hækkun stýrivaxta.
Lántakinn þarf því að auka heildar
greiðsluinnflæði sitt (laun heimila
og tekjur fyrirtækja) til að standa
undir hinni auknu greiðslubyrði eða
draga úr öðrum gjöldum (einka-
neysla heimila og fjárfesting fyr-
irtækja).
Sé lánaskuldbinding hins vegar
verðtryggð þarf lánveitandi ekki að
hækka útlánavexti á viðkomandi
láni jafn mikið, ef nokkuð, – verð-
tryggingin sér um að halda höf-
uðstól lánsins verðlagsleiðréttum.
Lánveitandi bókar hækkun höf-
uðstólsins sem tekjur og sýnir
þannig fram á bókhaldslegan hagn-
að í hvert skipti sem fyrirtæki
hækka verðlag sinna vara og hækka
þar með höfuðstól verðtryggðra
lána. Lántakinn þarf heldur ekki að
borga hækkun höfuðstólsins alla í
einu heldur dreifist hækkunin yfir
alla eftirstandandi gjalddaga. Lán-
taki verðtryggðs láns heldur þannig
kaupmætti síns tekjustreymis
(krónutala) þar eð aukning
greiðslubyrðarinnar er ekki jafn
mikil og ef lánið væri óverðtryggt
með breytilegum nafnvöxtum.
Heimili með verðtryggð lán geta
því viðhaldið neyslustiginu því verð-
tryggingin, eins og hún er fram-
kvæmd í dag, lánar þeim sjálfkrafa
fyrir þeim kostnaði sem af verð-
bólgunni hlýst.
Þetta er mjög mikilvægt atriði.
Staðreyndin er nefnilega sú að
verðtryggðar skuldir fyrirtækja
eru hlutfallslega minni af þeirra
heildarskuldum (ca 20%) en verð-
tryggðar skuldir heim-
ila eru sem hlutfall af
heildarskuldum þeirra
(ca 75%); skuldir heim-
ila eru mun meira
verðtryggðar en
skuldir fyrirtækja.
Það veldur því að
þegar fyrirtæki hækka
verðlag til að auka
hagnað og Seðlabank-
inn bregst við með
hækkun stýrivaxta,
hækkar greiðslubyrði
(krónutalan) af lánum
fyrirtækja meira og
hraðar en af lánum heimila. Kaup-
geta heimila, eftir lánakostnað, er
nándar nærri óbreytt þrátt fyrir
hækkun stýrivaxta því verðtrygg-
ingin lánar heimilum sjálfkrafa fyr-
ir kostnaði vegna verðbólgu sem
annars birtist í hærri nafnvöxtum
óverðtryggðra lána. Fyrirtæki, með
sínar gengis- og óverðtryggðu lána-
skuldbindingar, finna hins vegar
sterkar fyrir stýrivaxtahækkuninni
og, til að viðhalda hagnaði, hækka
verðlag aftur. Það tekst þeim því
kaupgeta launa heimila er nándar
nærri óbreytt, „þökk“ sé vægi verð-
tryggðra skulda af heildarskuldum
heimila.
Stýrivextir virka m.ö.o. illa því
ekki tekst að hækka greiðslubyrði
lána heimila nægilega til að þau
dragi úr eftirspurn sinni eftir
neysluvörum. Fyrirtæki geta velt
hærri vaxtagreiðslum af sínum lán-
um yfir á heimili með hærra verð-
lagi neysluvara.
Verðbólga, sem byggist á neyslu-
verðsvísitölu, verður því hærri og
tregbreytanlegri en ef skuldir
heimila væru óverðtryggðar. En að
sama skapi verður atvinnuleysi
minna og hagvöxtur meiri þar eð
fyrirtæki halda áfram fjárfest-
ingum með það að leiðarljósi að
auka framleiðslu neysluvara. Kaup-
geta launa heimila er jú alltaf til
staðar, þrátt fyrir að höfuðstóll
verðtryggðra lána þeirra hækki og
eigið féð í húseigninni dragist sam-
an.
Þetta ferli heldur áfram meðan
greiðsluvilji og -geta heimila á verð-
tryggðum lánum er til staðar.
Greiðsluvilji er m.a. ákvarðaður af
því að höfuðstóll lána verði ekki
hærri en húsnæðið sem lánið hvílir
á; fólk berst ekki við að borga af
verðtryggðu láni með veði í hús-
næði nema það eigi eitthvað í hús-
næðinu eða sjái fram á að svo verði.
Þeim greiðsluvilja er verulega
ógnað í dag; eilífðarvél fjárfest-
ingar og hagnaðar fyrirtækja hefur
runnið sitt skeið á enda því eigið fé
heimila í húseignum hefur þurrkast
upp og því taka þau ekki lengur
þátt í leiknum; hraðbanki fyr-
irtækja, þ.e. eigið fé heimila í hús-
eignum, er tómur.
Til að endurlífga efnahagslífið
verður að gefa heimilum möguleika
á því að byggja upp eigið fé í hús-
eignum. Það verður ekki gert nema
með endurskipulagningu lífeyr-
iskerfisins, sem er ábyrgt fyrir
háum vöxtum á íslensku fjármagni,
og uppstokkun á verðtryggingu
sem étur upp eigið fé heimila í
þeirra húseignum. Ef ekkert er að
gert er framtíð íslenska hagkerf-
isins einfaldlega lágt fjárfestingar-
og atvinnustig ásamt almennri
stöðnun, engum til heilla.
Verðtrygging:
eilífðarvélin
sem brást
Eftir Ólaf
Margeirsson
» Verðtrygging hús-
næðislána hefur
virkað sem hraðbanki
fyrir fyrirtæki og við-
haldið verðbólgu. Þetta
ferli er nú á enda.
Ólafur
Margeirsson
Höfundur er doktorsnemi í hagfræði.
Í lok nóvember
2010 var gengið frá
eignatilfærslum Nýja
Landsbankans (NBI)
á eignarhaldsfélaginu
Vestia til Framtaks-
sjóðs Íslands (FSÍ).
Þetta smaug í gegnum
spilverkið án at-
hugasemda frá eft-
irlitsstofnunum. Stærð
eignatilfærslunnar var
metin á 15,5 milljarða af NBI og
FSÍ og fékk NBI 25% hlutafé í
FSÍ í skiptum. NBI braut sínar
eigin verklagsreglur og Bankasýslu
ríkisins með þessum gjörningi, því
ekki var um opið og gegnsætt ferli
að ræða eins og lög gera ráð fyrir.
Fyrirtækin sem fylgdu með í
„pakkanum“ eru Icelandic Group,
Plastprent, Húsasmiðjan, Teymi,
Vodafone, Skýrr, EJS og Hug-
urAx.
Eftir áramótin komu svo fréttir
af því að viðræður
væru í gangi um að
selja lungann úr Ice-
landic Group (IG) til
vogunarsjóðsins Tri-
ton á 40 milljarða.
Stuttu seinna fáum við
svo fréttir af því að
eitt stærsta fyrirtæki
heims í sölu og fram-
leiðslu á sjávaraf-
urðum, High Liner
Foods (HLF), hafi
áhuga á að kaupa
fyrirtækið á 52,4 millj-
arða. HLF hét áður Fisheries Pro-
ducts International og var vel
þekkt meðal Íslendinga í um hálfr-
ar aldar skeið. Stjórn FSÍ, Finn-
bogi Jónsson ásamt frænda hans,
Samherjamanninum Finnboga
Baldvinssyni, forstjóra IG, vill hins
vegar ekki tala við HLF, þar sem
búið er að skrifa undir „Exclusivity
Agreement“ (EA) (einkaréttur á
viðræðum um sölu) við Triton.
Venjulega gera fjármálafyrirtæki
„EA“ við vænlega kaupendur eftir
að hafa sigtað hismið frá kjarn-
anum. Af hverju er ekki óháður
fjárfestingarbanki fenginn í verkið?
Verðmatið á IG gæti verið mun
hærra en 52,4 milljarðar. Hvað
segir innra eftirlit NBI og endur-
skoðendur bankans? Umhugs-
unarvert er hversu kaldrifjaðir líf-
eyrissjóðirnir og FSÍ eru gagnvart
þúsundum starfsmanna IG að selja
IG til vogunarsjóðs. Vogunarsjóðir
eru ekki þekktir fyrir linkind held-
ur hámörkun hagnaðar. Athygl-
isvert er að dreifingar- og sölukerf-
ið fylgir ekki með. Sá sem kaupir
þann part, þ.e. dreifingar- og sölu-
Sítrónan kreist á annan hátt
Eftir Guðmund F.
Jónsson »Hér er um klækja-
viðskipti stjórnenda
FSÍ að ræða. Þetta er
hrein og klár blekking
og í besta falli athyglis-
brestur stjórnenda.
Guðmundur F. Jónsson
„Fáðu einhvern úr
landbúnaðarráðuneyt-
inu til að útskýra út á
hvað það gengur“
sagði Unnur Hall-
dórsdóttir, hótelstjóri
á Hótel Hamri, við
þáttarstjórnanda í
morgunútvarpi Rásar
2 nýlega. Dró hún
enga dul á að henni
fannst gæðastýringin
fá of mikið á fjár-
lögum ríkisins samanborið við
ferðaþjónustugeirann sem hún
starfar í. Þó ég sé ekki starfs-
maður ríkisins vil ég gera tilraun
til að útskýra gæðastýringuna fyr-
ir Unni og öllum hinum sem ekki
þekkja til hennar, því mig grunar
að þeir séu nokkuð margir.
Eftir heimsráðstefnuna í Ríó
1992 þar sem áætlunin „Dagskrá
21“ var samþykkt og margar þjóð-
ir vinna nú eftir fór mikil umræða
af stað um umhverfisvernd í land-
búnaði um allan heim. Ísland var
þar ekki undanskilið og árið 1996
var í fyrsta sinn sett
reglugerð hérlendis
um sértæka gæða-
stýringu í íslenskum
landbúnaði. Í þeirri
reglugerð voru afurð-
ir gæðastýringar skil-
greindar sem misjafn-
lega vistvænt og
sjálfbært millistig
milli lífræns og hefð-
bundins landbúnaðar.
Árið 2000 er síðan
skrifað undir nýjan
samning um starfs-
skilyrði sauðfjárrækt-
arinnar þar sem gæðastýring í
sauðfjárrækt er fyrst nefnd á nafn
og hluti af stuðningi ríkisins
greiddur út á slíka framleiðslu.
Þessar greiðslur hófust árið 2003
og var fram haldið í nýjum samn-
ingi sem gildir til ársins 2015. En
hvað felst í gæðastýringu? Í 41.
gr. laga nr. 99/1993 um fram-
leiðslu, verðlagningu og sölu á bú-
vörum er eftirfarandi skilgreining
á gæðastýringu: „Með gæðastýrðri
sauðfjárframleiðslu er átt við
framleiðslu á dilkakjöti samkvæmt
kröfum um velferð búfjár, sjálf-
bæra landnýtingu og hollustu af-
urða. Gæðastýrð sauðfjárfram-
leiðsla skal m.a. ná til landnota,
aðbúnaðar og umhverfis, sauðfjár-
skýrsluhalds, jarðræktar, fóðr-
unar, heilsufars og lyfjanotkunar.
Framleiðsluaðferðir og fram-
leiðsluaðstæður skulu skjalfestar.“
Þeir fjármunir sem varið er til
gæðastýringar á fjárlögum greið-
ast síðan út á hvert framleitt kíló
dilkakjöts sem sannarlega fellur
undir þessa lýsingu skv. staðfest-
ingu Matvælastofnunnar sem ber
ábyrgð á framkvæmdinni skv.
reglugerð sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðuneytis um gæðastýr-
ingu. Gæðahandbók þar sem hver
og einn sauðfjárbóndi skráir fram-
angreind atriði er í dag sú skjal-
Gæðastýring í sauðfjárrækt
Eftir Eyjólf Ingva
Bjarnason » Landbúnaður og
ferðaþjónusta sem
atvinnugreinar styrkja
því hvort annað og verð-
ur vonandi svo áfram
næstu áratugi.
Eyjólfur Ingvi
Bjarnason
Í 2. bindi Þjóðsagna-
bókarinnar, sýnisbók
íslenskra þjóðsagna-
safna, sem Sigurður
Nordal tók saman, er
skráð stórmerk saga:
„Fjandinn og þrír djöfl-
ar hans“. Einu sinni
sendi fjandinn burt þrjá
djöfla þess erindis að
skemma mannkynið.
Þeir voru u.þ.b. ár í
burtu og komu til baka vetrardaginn
fyrsta. Fjandi fagnaði þeim vel og
spurði tíðinda. Varð fyrst fyrir svörum
sá er mestur þóttist og sagðist hafa
kennt alþýðu að ljúga. Annar, sem
taldi sig næstan hinum, sagði frá að
hann hefði kennt mönnum að stela.
„Miklu góðu hafið þið til leiðar komið,“
sagði skratti. „En hvað gjörðir þú,
ómyndin þín?“ sagði hann við hinn
þriðja sem var minnstur talinn. „Það
var nú ekki mikið. Ég kom öllum
heldri mönnum til að trúa að þú værir
ekki til.“ „Það var vel gjört og betur
en hinir gjörðu og skaltu hér eftir
næstur mér teljast.“
Í Biblíunni, í bréfi Páls postula til
Efesusmanna í 6. kapítula 10.-20.
versi, bréfi sem hann skrifar í fangelsi
í Róm, segir: „Styrkist
nú í Drottni og í krafti
máttar hans. Klæðist al-
væpni Guðs, til þess að
þér getið staðist véla-
brögð djöfulsins. Því að
baráttan, sem vér eigum
í, er ekki við menn af
holdi og blóði, heldur við
tignirnar og völdin, við
heimsdrottna þessa
myrkurs, við andaverur
vonskunnar í him-
ingeimnum. Takið því al-
væpni Guðs, til þess að þér getið veit
mótstöðu á hinum vonda degi og hald-
ið velli, þegar þér hafið sigrað allt.“ Al-
væpni Guðs lýsir Páll á innblásinn hátt
frá 14. versi: Við eigum að ástunda
sannleikann, réttlætið og vera fús til
að flytja fagnaðarboðskap friðarins
Trúin er okkur skjöldur, sem við get-
um slökkt með öll hin eldlegu skeyti
hins vonda. Við eigum að taka við
hjálmi hjálpræðisins og sverði andans,
sem er Guðs orð. Við eigum að vera
árvakrir og staðfastir í bænum okkar
fyrir öllum. Páll biður einnig um fyr-
irbænir fyrir sér til að kunngjöra með
djörfung leyndardóm fagnaðarerind-
isins i fjötrum sínum. Í sálmi Lúthers,
sem Helgi Hálfdánarson þýddi svo
snilldarlega, lýsir Lúther eins og Páll
postuli hinni stöðugu baráttu milli
góðs og ills í heiminum, baráttunni um
mannkynið og um val þess.
Biblían er innblásin bók, þótt hún sé
rituð af mönnum. Hún er að mínu mati
gull- og demantsnáma, sem við ættum
að lesa með leiðsögn Heilags anda,
trúa eins og stendur, gera eins og
stendur og þá fáum við eftir þörfum
okkar: Von, vissu, vörn gegn efa, ang-
ist og ótta, örvæntingu og kvíða.
Huggun og styrk í sorg og stríði, síð-
ast en ekki síst fyrirgefningu og frið
og sigur fyrir náð Jesú til eilífs lífs.
Lokaorð mín og stöðug bæn fyrir
þjóð okkar og fósturjörð er vers úr 35.
passíusálmi séra Hallgríms Péturs-
sonar:
Gefðu, að móðurmálið mitt,
minn Jesús, þess ég beiði,
frá allri villlu klárt og kvitt,
krossins orð þitt útbreiði
um landið hér, til heiðurs þér,
helst mun það blessun valda,
meðan þín náð, lætur vort láð
lýði og byggðum halda.
Alvæpni Guðs
Eftir Guðrúnu
Jónsdóttur
Guðrún Jónsdóttir
» Biblían er innblásin
bók þótt hún sé rituð
af mönnum. Hún er að
mínu mati gull- og dem-
antsnáma sem við ætt-
um að lesa.
Höfundur er geðlæknir.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is