Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 2
BUGL býður unglingum og fjölskyldum þeirra upp á margs konar að- stoð. Þar á meðal er úrræði fyrir unglinga í yfirþyngd í þeim til- gangi að stuðla að heilbrigðari lífsháttum og meira jafnvægi í matarvenjum. Því er unnið bæði með unglinginn og að- standendur hans. Um 6-8 unglingar eru í hverjum hópi og stendur námskeiðið yfir í tvo tíma á dag í 10 vikur. Að- standendur hittast sex sinnum. Námskeiðinu er fylgt eft- ir og staðan skoðuð eftir þrjá mánuði og svo aftur eftir sex mánuði. Félagsfærni er metin, sjálfstraust, líðan og samskipti við fjölskyldu fyrir utan líffræðilegar mæl- ingar. Næsta námskeið hefst í febrúar með aðstoð nemenda í íþróttafræðum og heilsueflingu. ir séu á sérfræðiþjónustu utan sjúkra- hússins. Hana þurfi að auka og kortleggja betur því það sé sú þjón- usta sem ætti að taka við málunum frá heilsugæslunni og grunnþjónust- unni og hún ætti síðan að vísa mál- unum áfram til BUGL. Guðrún Bryndís áréttar að vandinn hverfi ekki. Vitað sé að 10 til 20% barna eigi einhvern tímann við geð- rænan vanda að stríða og það breytist ekki. Því þurfi að efla þjónustuna og gera það skipulega. Í Noregi hafi það til dæmis verið ákveðið 1998 að það þyrfti að auka þessa þjónustu og í kjölfarið hafi verið gengið í það. Um forvarnir sé að ræða og kostnaður- inn borgi sig eftir nokkur ár auk þess sem skipulögð þjón- usta sé oftar en ekki ódýrari en margir halda. BAKSVIÐ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Í árslok 2010 voru 93 börn og ungling- ar á biðlista eftir meðferð á göngu- deild barna- og unglingageðdeildar Landspítalans, BUGL, og bráðamál- um fjölgaði um rúmlega 100 frá 2009. Meðaltalsbiðtími er fimm og hálfur mánuður og 50 börn hafa beðið lengur en í þrjá mánuði. Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á göngudeild BUGL, segir að vegna aukafjárveitingar í ágúst 2007 hafi verið hægt að fjölga stöðu- gildum og stytta biðlista. Þá hafi 165 mál beðið úrlausna en í árslok 2008 hafi 62 verið á biðlista, 78 í árslok 2009 og 93 um sl. áramót. Undanfarin tvö ár hefur tilvísunum fjölgað mikið á milli ára og er fjölg- unin fyrst og fremst vegna fjölgunar bráðamála. Þau voru 308 af 644 tilvís- unum 2010 en 198 af 533 tilvísunum 2009. Um 400 tilvísanir voru 2008. BUGL ber að sinna sérhæfðustu þjónustunni og bráðaþjónustunni. Guðrún Bryndís segir að bráðamálin fái strax þjónustu, annaðhvort sam- dægurs eða daginn eftir. Undir bráðamál falla til dæmis börn í bráðri sjálfsvígshættu eða börn sem talið er að séu í slíkri hættu, börn sem hafa misst raunveruleikatengsl, börn hald- in miklum kvíða sem gerir þau óstarf- hæf og börn sem hafa sýnt mjög erf- iða og ögrandi hegðun. Forvarnir Engin ein skýring er á fjölgun bráðamála. Ástandið í þjóðfélaginu getur haft áhrif sem og samdráttur í þjónustu annars staðar. Guðrún Bryndís segir að samverkandi þættir hafi þessi áhrif, en gera megi því skóna að fjölgun á biðlistum tengist beint fjölgun bráðamála. Bráð mál fari yfirleitt í forgang á göngudeild- inni og þegar þeim fjölgi lengist bið- listinn. Til að stytta biðlistann þarf að auka grunnþjónustuna. Guðrún Bryndís bendir á að því fyrr sem tekið sé á vandanum þeim mun minni líkur séu á því að börnin komi á BUGL. Skil- greina þurfi þjónustuna betur, búa til þjónustukeðju eða -net þannig að fólk viti hvert það eigi að leita. Grunnþjón- ustan verði stöðugt betri en brotalam- Morgunblaðið/Golli Biðin lengist á BUGL  Bráðamálum fjölgar og biðlistar lengjast á göngudeild barna- og unglinga- geðdeildar Landspítalans  10 til 20% barna glíma við geðrænan vanda 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks í Reykjanesbæ gáfu út sameig- inlega yfirlýsingu í bæjarstjórn í gær þar sem lýst er yfir vilja til að Reykjanesbær bjóði ríkinu að kaupa land og jarðauðlindir sem Reykjanesbær keypti af HS orku til að auðlindin yrði í samfélags- legri eigu. „Þannig færist hún úr sveitarfélagseign og verði þjóð- areign,“ segir í yfirlýsingunni. Bent er á að með eignarhaldi ríkisins á auðlindinni sem HS orka nýtir, geti ríkið sjálft leitað samn- inga við HS orku m.a. um styttri nýtingartíma. Þegar lög um að skipta upp rekstri orkufyrirtækja voru sett hafi Reykjanesbær tryggt að jarð- auðlindin sem HS orka nýtir í virkjun á Reykjanesi, færi í al- mannaeigu með því að bærinn keypti landið og auðlindirnar af HS orku. Sama gerði Grindavík gagn- vart virkjun HS orku í Svartsengi. „HS orka á því engar auðlindir sem fyrirtækið nýtir en byggir á nýting- arsamningum sem greitt er fyrir með auðlindagjaldi til sveitarfélag- anna. Ríkinu býðst nú að eignast þessar auðlindir og samninga, í stað sveitarfélagsins.“ Bjóða ríkinu að kaupa auðlindirnar Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðs- dóms Reykjavík- ur um að Sig- urjón Þ. Árnason, fyrr- verandi banka- stjóri Lands- bankans, skuli sitja í gæslu- varðhaldi til 25. janúar. Sigurjón kærði úrskurð- inn. Sigurður G. Guðjónsson, lög- fræðingur Sigurjóns, kvaðst hafa fengið upplýsingar um að af þrem- ur hæstaréttardómurum sem fjöll- uðu um gæsluvarðhaldskröfuna hafi Jón Steinar Gunnlaugsson skilað sératkvæði. Sigurður hafði þá ekki fengið úrskurðinn afhent- an og vissi því ekki á hvaða hátt sératkvæðið var frábrugðið nið- urstöðu hinna tveggja dómaranna. Gæsluvarð- hald staðfest Sigurjón Þ. Árnason. Guðrún Bryndís Guðmunds- dóttir Mataræði og hreyfing UNGLINGAR Í YFIRÞYNGD 93 börn og unglingar bíða eftir með- ferð á göngudeild BUGL og hefur þeim fjölgað um 31 á tveimur árum 308 bráðamál voru á BUGL 2010 en 198 árið 2009. 644 tilvísanir bárust BUGL á nýliðnu ári en 533 í fyrra og um 400 árið 2008 ‹ BIÐLISTAR OG BRÁÐAMÁL › » Baldur Arnarson baldura@mbl.is Evrópusambandið hyggst fram- fylgja löndunarbanni á íslenskum makríl í ríkjum sambandsins eins fljótt og auðið er, að því er fram kem- ur í svari Olivers Drewes, talsmanns Mariu Damanki, sjávarútvegsstjóra ESB, við fyrirspurn blaðsins. Möguleiki kynntur á fundi „Formaður Evrópusambandsins í sameiginlegu EES-nefndinni [nefnd Evrópska efnahagssvæðisins] kall- aði eftir sérstökum fundi nefndar- innar föstudaginn 14. janúar síðast- liðinn til að upplýsa samstarfsríki EES í EFTA um mögulegar aðgerð- ir sem Evrópusambandið kann að taka ákvörðun um að framfylgja, í því skyni að banna löndun á íslensk- um makríl í höfnum ríkja Evrópu- sambandsins,“ skrifar Drewes og boðar aðgerðir á næstunni. „Við munum grípa til þessarar ráðstöfunar án tafar en hún er nú í undirbúningi.“ Haft var eftir Össuri Skarphéðins- syni utanríkisráðherra í Morgun- blaðinu á laugardag að honum hefði verið „tjáð að þessi ákvörðun lægi ekki fyrir innan ESB“ og að hana væri „eftir að taka í þar til bærum stofnunum“. Þá sagði Össur fram- burð Drewes um fund nefndarinnar stangast á við það sem þar var rætt. ESB undirbýr bann við löndun á makríl Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bitbein Utanríkisráðherra og ESB túlka stöðuna með ólíkum hætti. Milt veður og frostlaust verður á láglendi um allt land í dag. Veður- stofan spáir ákveðinni sunnanátt og rigningu aðallega á Suður- og Suð- austurlandi í dag. Gert var ráð fyr- ir 2-8°C hita á láglendi. Mestur snjór er nú fyrir norðan en þar er ekki spáð mikilli úrkomu. Næsta víst þykir samt að hann muni láta mikið á sjá næstu daga, ef veðurspár ganga eftir. Búast má við leysingum víða og að sá litli snjór sem er á sunn- anverðu landinu hverfi að mestu. Horfur eru á mildu veðri svo langt sem veðurspár ná fram í næstu viku, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þó má búast við éljagangi víða um land á morg- un, fimmtudag, sérstaklega sunn- an- og vestanlands. Aftur á að hlýna strax á föstudag. Milt veður í kortunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.