Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011
fram á síðasta dag af áhuga og
innsæi. Var lifandi þátttakandi í við-
ræðu um hugðarefni sín. Hún var
næm á mannlegar tilfinningar. Eftir
samræðu við Guðrúnu hafði maður
oftast dýpri skilning á viðfangsefn-
inu og það sem ekki var verra, stund-
um örlítinn skilning á sjálfum sér.
Guðrún Ögmundsdóttir Stephen-
sen var heimspekingur, spurði oft
stórra spurninga og leitaði svara.
Hún var kona nálgana frekar en
stóra sannleika, víðsýn og hjartahlý,
brennandi í andanum fyrir betri
heimi.
Kynni mín af Guðrúnu Ö. Steph-
ensen hófust fyrir rúmum þrjátíu ár-
um þegar sonur hennar og systir mín
hófu sambúð. Það hefur reynst mér
gott veganesti að eiga þessa öðlings-
konu að vini. Konu sem hafði í fyr-
irrúmi velferð og líðan samferða-
mannsins.
Móðir mín biður fyrir kveðju og
þakkar vináttu, félagsskap og
tryggð.
Ólafur B. Andrésson.
Hver minning dýrmæt perla,
að liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki er gjöf sem
gleymist eigi
og gæfa var það öllum er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Það var svo sannarlega mín gæfa
þegar Jónas B. föðurbróðir minn
giftist henni Dúnu sinni, en það var
Guðrún mín kölluð af sínum nánustu,
þó að ég kallaði hana alltaf Guðrúnu.
Þessi frábæra kona var mér sem
önnur móðir frá fyrstu kynnum og
með árunum þróaðist einlæg vinátta
okkar og kærleikar, sem urðu mér
dýrmætari með hverju árinu sem
leið.
Guðrún var menntaður uppeldis-
fræðingur en þegar hún og frændi
minn stofnuðu heimili helgaði hún
sig eingöngu heimilinu og uppeldi
barnanna og síðar barnabarna.
Frændi minn fékk frá henni eindreg-
inn stuðning, bæði í sínu starfi sem
kennari og fræðslustjóri og einnig í
sínum félagsstörfum sem skáti,
skátahöfðingi og Oddfellowfélagi.
Þar var hún á hliðarlínunni; hennar
staður var heimilið, börnin og upp-
eldið. Heima voru málin rædd og
voru þau hjón jafningjar á sviði
menntunar og uppeldisfræðslu. Og
hún uppskar eins og hún sáði. Á nán-
ast hverjum degi heimsótti hún eitt-
hvert barna sinna og varði með þeim
kvöldstund og það sýnir samstöðuna
í fjölskyldunni þegar börnin, tengda-
börn og barnabörn komu saman
hvern sunnudag á Fálkagötunni og
borðuðu saman léttan hádegisverð.
Saman nutu þau Jónas margra ferða
til annarra landa og var Svíþjóð þeim
einkar hugleikin og áttu þau marga
vini frá þeim tímum.
Mikil og einlæg vinátta var milli
foreldra minna og Guðrúnar og Jón-
asar og voru þau með í öllum ráðum
og gjörðum hvað mig varðaði frá
upphafi.
Ég fékk að kynnast fjölskyldu
Guðrúnar, Hólabrekkufjölskyldunni,
og þau vöndust því að ég væri viðbót
við frændsystkini mín á Melhagan-
um. Miklir kærleikar voru milli
þeirra Hólabrekkusystkina. Ég hef
átt margar góðar stundir með því
góða fólki í gegnum árin.
Síðustu ár Guðrúnar minnar hafa
verið henni erfið. Hún hefur háð
margar orrustur og unnið, en nú er
stríðinu lokið og hvíldin henni kær-
komin. Hún saknaði Jónasar mikið
og komst aldrei yfir lát hans. „Ó,
hann bóndi minn,“ sagði hún stund-
um við mig þegar við töluðum sam-
an. Það jafnaðist enginn á við hann.
Fjölskyldan öll var ætíð vakin og sof-
in yfir henni og síðustu erfiðu vik-
urnar á spítalanum viku þau ekki frá
henni. Skiptust á að vera hjá henni
allan sólarhringinn.
Þessi ótrúlega og sterka kona náði
96 ára aldri og áður en síðustu
hremmingar dundu yfir var eins og
að tala við jafnaldra sinn, svo skýr
var hún og minnug. Og aldrei þreytt-
ist hún á að brýna fyrir okkur gildi
samstöðu fjölskyldunnar.
Guðmundur bróðir minn, Vilborg
og þeirra fjölskylda, mín börn og
fjölskyldur senda fjölskyldunni allri
innilegar samúðarkveðjur.
Ég kveð með söknuði yndislega
konu sem haft hefur mikil áhrif á mig
í mínu lífi. Frændsystkini mín kær
og ykkar fjölskyldur: Leyfið góðum
minningum að flæða og yljið ykkur
við þær. Hún var óendanlega stolt af
ykkur öllum.
Vertu kært kvödd, elsku Guðrún
mín.
Ingibjörg Björnsdóttir.
Elskuleg föðursystir okkar Þor-
steinsbarna hefur nú kvatt þennan
heim í hárri elli, síðust þeirra systk-
ina frá Hólabrekku.
Á slíkum tímamótum hrannast
upp minningabrotin frá löngu liðnum
tíma. Mér er það í barnsminni þegar
þær systur, Sigga og Dúna, komu í
heimsókn á Laufásveginn, þá var
öldin önnur þegar fólk heimsótti
hvert annað vel og lengi og er mörg-
um eftirsjá að því.
Þegar Dúna var ung kona brá hún
undir sig betri fætinum og fór til
Ameríku til að víkka sjóndeildar-
hringinn og naut hún þess mjög. Lík-
legt er að í þeirri ferð hafi kviknað
áhugi hennar á barnauppeldi sem
vakti með henni æ síðan og lagði hún
sitt af mörkum til framfara í þeim
efnum oftsinnis. Síðar átti hún eftir
að ferðast víða um heim með manni
og börnum.
Ég varð ósegjanlega stolt og glöð
þegar frænka mín og nafna trúlof-
aðist Jónasi B. Jónssyni, miklum
uppáhaldskennara mínum úr Laug-
arnesskóla. Er ekki að orðlengja það
að þau Dúna giftust og eignuðust
fjögur mannvænleg börn.
Fjölskyldur okkar áttu margar
góðar stundir enda kært með þeim
systkinum og mamma Thea og Dúna
urðu einnig mjög góðar vinkonur.
Þegar á ævina leið má segja að við
frænkur höfum bundist nánari vin-
áttuböndum. Þá ræddum við oft
saman í síma og fórum í gönguferðir
um Ægisíðuna. Enda var það hennar
líf og yndi að ganga um og njóta úti-
loftsins. Á þessum samverustundum
okkar kynntumst við mjög vel og
báðar höfðum við gagn og gaman af.
Læt ég svo hér staðar numið og
þakka fyrir mig og sendi hlýjar
kveðjur frá okkur systkinum, Stef-
áni, Kristjáni og Helgu og bið Guð að
blessa frænku mína og allt hennar
fólk.
Guðrún Þ. Stephensen.
Yndisleg kona er látin 96 ára að
aldri. Guðrún, eða Dúna eins og hún
var kölluð, var einstök kona sem
fylgdist með öllu og var lifandi í and-
anum fram á síðustu daga. Þegar ég
kom til hennar á spítalann nokkrum
dögum fyrir andlátið fagnaði hún
mér innilega, spurði um börnin okk-
ar, hélt fast um hendur mínar og bað
að heilsa Ásgeiri og okkar fólki. Það
var kveðjustund og henni líkt að
bera umhyggju fyrir okkur og börn-
unum en minnast ekki á sín erfiðu
veikindi.
Dúna og Jónas, sem var föður-
bróðir Ásgeirs, en hann lést fyrir
nokkrum árum, voru okkur hjónum
afar kær frá okkar fyrstu kynnum.
Var það einkum áhugi okkar allra og
störf að skóla- og uppeldismálum
sem tengdi okkur saman, og ekki síð-
ur börnin okkar og velferð þeirra, en
elsta dóttir okkar og yngsti sonur
þeirra voru jafnaldrar og gengu í
sama skóla í Vesturbænum.
Það voru margar ánægjustundirn-
ar sem við hjónin áttum með þeim
Jónasi og Dúnu er við ræddum
skóla- og uppeldismál á þeim árum
er börnin voru að vaxa úr grasi og
þau að laga sig að nýjum siðum og
reglum skólanna. Dúna hafði ríka til-
finningu fyrir því að komið væri fram
við ungviðið af virðingu og réttlæti
og að börn og ungmenni fengju að
njóta hæfileika sinna. Um mismun-
andi siði og reglur sem giltu í hinum
ýmsu skólum gátu orðið hinar lífleg-
ustu umræður og augljóst að Dúna
var ekki ætíð sátt við fyrirkomulagið
þegar það stríddi á móti réttlætis-
kennd hennar. Dúna var mjög vel að
sér í uppeldis- og menntamálum, las
mikið og lagði alltaf fram vel ígrund-
aðar skoðanir. Einkum var henni
umhugað um starfið í leikskólum
borgarinnar enda hafði hún góða
þekkingu á því sviði.
Síðustu árin á Grímsstaðaholtinu
voru þau Jónas og Dúna í mikilli ná-
lægð við börnin sín og nutu ástríkis
þeirra og umhyggju. Við brottför
Dúnu er gott að ylja sér við góðar
minningar og það vitum við að börn-
in þeirra og afkomendur allir gera í
ríkum mæli. Innilegar samúðar-
kveðjur til þeirra allra.
Blessuð sé minning hennar.
Ásgeir og Sigríður.
Látin er heiðurskona og uppeld-
isfrömuður, Guðrún Ö. Stephensen,
kær frænka mín og föðursystir, sú
síðasta af Hólabrekkusystkinunum.
Dúna var menntuð í uppeldisfræð-
um, austan hafs og vestan, og naut
þess alla ævi að sinna þeim málum – í
þröngum hópi sem víðum – ekki sízt
með manni sínum Jónasi B. Jónssyni
fræðslustjóra. Hún átti margt sam-
band við gamla vini og félaga í
menntamálum og þau hjónin mynd-
uðu sterk tengsl við samstarfsfólk á
þeim vettvangi.
Dúna var einlægur sósíalisti og
þar átti hún drjúga samleið með for-
eldrum mínum. Hún aðhylltist mjög
hina gömlu sænsku sósíaldemókrata.
Það var unun að hlusta á hana ræða
um velferðarpólitíkina í Skandinavíu
á Palme-tímanum. Hugmyndafræði
folkhemmets var henni kær. Í Hóla-
brekkufjölskyldunni nutum við
starfsvettvangs þeirra hjóna. Það
bárust þroskaleikföng áður en það
var búið að finna upp orðið, barna-
húsgögn sem voru óþekkt fyrirbrigði
um miðja síðustu öld, uppeldisfræði
Benjamin Spock o.fl., o.fl. Það skorti
heldur ekki á hrósið þegar Dúna
hafði hitt kennarana okkar og góð
orð höfðu fallið.
Fjölskyldutengslin, sósíalisminn,
virðingin og hlýjan gerðu það að
verkum að ýmsir sérstakir hlutir
voru gerðir. Eitt sinn í flenzufaraldri
fékk ég að vera í Melhaganum þar
sem móðir mín var erlendis. Ég átti
að láta Dúnu vita ef Jón Torfi fengi
óráð. Hún kom og spurði hvernig
gengi en mér fannst bara bullið svo
skemmtilegt að mér datt ekki í hug
að það væri óráð. Ögmundur var ris-
inn úr pestinni, hafði farið út í búð og
sýndi okkur á rúmstokknum hina
stórmerku uppfinningu mjólkur-
hyrnuna. Svona mætti lengi telja og
það fer aldrei á milli mála hversu
sterk tengslin eru í Hólabrekkufjöl-
skyldunni.
Upp úr standa hjá mér minningar
frá árunum þegar ég flutti til Sví-
þjóðar með tvö börn og eitt á leiðinni.
Þá voru Jónas og Dúna í afa- og
ömmuhlutverki fyrir börnin mín.
Sunnudagsmatur á Lugnet með
löngum stundum yfir fréttum, um-
ræður um skólagöngu barnanna –
t.d. hvort þau ættu að fara í Waldorf-
skóla. Per Albin Hansson og Tage
Erlander komu líka við sögu. Fyrir
allt þetta og miklu fleira er ég þakk-
lát.
Sigríður Stefánsdóttir.
„Kynslóðir koma, kynslóðir fara,
allar sömu ævigöng. Gleymist þó
aldrei eilífa lagið við pílagrímsins
gleðisöng.“
Svo segir í fögrum sálmi sem vísar
á himneskan lofgjörðarsöng er
hljómaði á Betlehemsvöllum og end-
urómar í hjörtum sem leiðarstef að
komanda ríki Guðs. Fráfall góðrar
vinkonu í byrjun árs minnir á tímans
straum og nið en líka trúarstef því að
jól lýsa fram á veginn.
Guðrún Ö. Stephensen lifði langa
ævi, dýrmæt ástvinum og samferða-
mönnum. Hún óx upp af traustum
ættarstofni í Hólabrekku á Gríms-
staðaholtinu og bar með sér holla
mótun og menningararf, þar sem
þjóðhollusta og réttlætisþrá, listir og
lífsvirðing áttu sér skjól.
Guðrún skildi þörf þess að hlúa vel
að vaxandi lífi enda menntuð í upp-
eldisfræðum á Norðurlöndum og í
Vesturheimi. Dýrmætt var að kynn-
ast þeim hjónum, Guðrúnu og Jónasi
B. Jónssyni, fræðslustjóra og skáta-
höfðingja, á Melhaga 3, þegar við
vorum bekkjarbræður Ögmundar
sonar þeirra í menntaskóla. Við átt-
um þar athvarf á viðkvæmu þroska-
skeiði og kynntumst systkinum
Ömma, Jóni Torfa, Ingibjörgu og
Birni. Þau hjón sýndu okkur skilning
og hlýju og urðu trúnaðarvinir. Guð-
rún leiðbeindi af nærfærni, vakti
traust og tiltrú, var uppörvandi og
þóttist sjá í okkur ómótaða hæfi-
leika. Hún hvatti til skoðanaskipta
en minnti á að virðing yrði að ríkja í
samræðum og samskiptum. Heimilið
á Melhaganum var fagurt en lát-
laust, lýsti fágun og smekkvísi. Blátt
sófasett og píanó í stofu, málverk af
Snæfellsjökli og fleiri listaverk og
bókaskápar með úrvalssafni ís-
lenskra og erlendra bókmennta.
Þótt leiðir okkar lægju í ýmsar
áttir í framhaldsnámi lágu þær enn á
Melhagann til að rækta vináttu og
leita ráða. Guðrún var fórnfús og
sjálfgleymin og gladdist að sjá lífið
dafna umhverfis sig. Hún hefur haft
áhrif á hve eiginmaður hennar Jónas
B. varð farsæll menntafrömuður
sem innleiddi merkar nýjungar í
skólastarfi. Börn þeirra hjóna bera
uppruna sínum og ræktarsemi for-
eldra sinna fagurt vitni og yngstu
lífssprotarnir eru gróskumiklir.
Ánægjulegt var að skíra barnabörn
Guðrúnar og sjá þau þroskast og
mannast. Gefandi var að líta til
þeirra hjóna er þau öldruð höfðu
fært sig af Melhaganum yfir á Fálka-
götu sem var nærri Hólabrekku, sjá
þar enn tignarlega jökulmyndina og
hve þau hlúðu vel hvort að öðru. Guð-
rún hélt þar heimili að Jónasi látn-
um. Gott var að hitta hana með ást-
vinum hennar, sem komu þar saman
um helgar, og ræða við hana um listir
og ljóð og Guðstrúna sem leiðarljós
og stefnumið á lífsleiðinni.
Guðrún var söm og fyrr þótt af
henni væri dregið þegar hún lá yfir
hátíðarnar á sjúkrahúsi. Jólaljóð og
sálmar fengu góðar viðtökur og
hljómgrunn í hjarta hennar, því að
þar ómaði unaðssöngur trúar, vonar
og elsku.
„Fjárhirðum fluttu fyrst þann
söng Guðs englar, unaðssöng, er
aldrei þver.“
Margs er að minnast og þakka við
brottför Guðrúnar á Drottins fund.
Guð blessi minningu hennar og fullni
líf hennar í himinljósi og lýsi ástvin-
um veginn fram.
Gunnþór, Gunnar og Loftur.
Kveðja frá skátum
Látin er í hárri elli Guðrún Ö.
Stephensen. Við skátar þekkjum
hana sem eiginkonu skátahöfðingj-
ans Jónasar B. Jónssonar. Óhætt er
að fullyrða að félagsmálamenn eins
og Jónas B. var fá ekki áorkað öllu
því sem raun ber vitni, samhliða fullu
krefjandi starfi, án þess að njóta til
þess stuðnings sinna nánustu. Við
skátar þökkum Guðrúnu fyrir henn-
ar stuðning og sendum fjölskyldunni
samúðarkveðjur með þessu ljóði
Hrefnu Tynes, sem starfaði með
Jónasi B. í stjórn Bandalags ís-
lenskra skáta um árabil.
Sofnar drótt, nálgast nótt,
sveipast kvöldroða himinn og sær.
Allt er hljótt, hvíldu rótt.
Guð er nær.
(Kvöldsöngur skáta)
F.h. stjórnar Bandalags íslenskra
skáta,
Bragi Björnsson,
skátahöfðingi.
✝
Okkar ástkæri
HAUKUR MÁR SIGURÐSSON,
Krosseyrarvegi 1,
Hafnarfirði,
lést miðvikudaginn 12. janúar.
Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði,
föstudaginn 21. janúar kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnar-
félag Íslands.
Ágústa Hera Birgisdóttir,
Hjördís Hera Hauksdóttir, Stefán Breiðfjörð Gunnlaugsson,
Sigurður Birgir Magnússon, Hjördís Hentze,
Ólafur Sigurðsson, Winnie Bertholdsen,
Björn Bragi Sigurðsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir,
Freyja Margrét Sigurðardóttir, Helgi Jón Harðarson,
Erla Gísladóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GYÐA JÓNSDÓTTIR,
Miðleiti 5,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti
mánudaginn 17. janúar.
Óttar Ottósson,
Helga Ottósdóttir, Stefán S. Guðjónsson,
Geirlaug Ottósdóttir, Grímur Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ERLINGUR BJÖRNSSON,
Hraunbæ 95,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu-
daginn 16. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Sigríður Magnea Óskarsdóttir,
Jóhanna Guðlaug Erlingsdóttir, Sigmundur Sigurðsson,
Óskar Erlingsson, Guðbjörg Sigrún Gunnarsdóttir,
Björn Erlingsson, Jóna Björg Jónsdóttir,
Margrét Erlingsdóttir, Þórður Gíslason,
barnabörn og barnabarnabörn.