Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 6
VIÐTAL Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Það er skemmtilegra að vera þar um vetur heldur en hér. Það er meira að gera þar,“ segir hinn 24 ára gamli Pétur Kristján Guðmunds- son um borgina Innsbruck í Austurríki en hann hafði lagt stund á snjóbretti um þrettán ára skeið og því mikill áhugamaður um vetr- aríþróttir. Þar hafði hann dvalið í rúmlega mánuð ásamt unnustu sinni og var ætlun þeirra að búa þar í vetur. Á nýársnótt skárust örlögin hins vegar í leikinn þegar Pétur féll niður af klettum með þeim afleiðingum að hann hryggbrotnaði og lamaðist fyrir neðan mitti. Hann segir það hafa verið hörmung þegar læknirinn sagði honum frá ástandi hans í kjölfar slyssins. „Það var það fyrsta sem ég fékk að heyra frá lækninum sem skar mig upp eftir tveggja daga dá. Hann sagði við mig að ég myndi ekki labba aftur. Ég spurði hann hvort að það væri 100%. Hann svaraði 99,9%,“ segir Pétur. Hann lætur þó ekki deigan síga enda segir hann læknana verða að segja slíkt til að byggja ekki upp von- ir að óþörfu hjá fólki. „Ég veðja á þetta 0,1%.“ Rann fram af klettum í myrkrinu Slysið sem breytti lífi Péturs átti sér stað á nýársnótt en hann hafði gert sér ferð upp að skíðasvæði til þess að horfa á flugeldana á mið- nætti. Skíðasvæðið er beint fyrir ofan bæinn og því gott útsýni þaðan yfir flugeldasýn- inguna. Að henni lokinni segir Pétur að hann og vinur hans hafi ákveðið að ganga heim. Eftir að Pétur féll niður klettana klifraði vinur hans niður til hans sem Pétur segir tölu- vert afrek þar sem algert myrkur hafi verið á staðnum. Hann hafi þegar hringt á neyð- araðstoð en þeir hafi þurft að bíða í tvo tíma eftir að leitarmenn fyndu þá í myrkrinu í mikl- um kulda. „Við lágum þarna þétt saman í tvo tíma. Það var ekkert annað að gera,“ segir Pétur en læknarnir sögðu honum að líkamshiti hans hefði verið kominn niður í 34 gráður þeg- ar hjálp loks barst. Fyrir utan mænuskaðann blæddi inn á heila Péturs, annað lungað féll saman að hluta til og rifbein brotnuðu. Þurftu læknar að pumpa þremur lítrum af blóði úr lungunum vegna áverkanna. Það segir hann þó hafa jafnað sig á sjúkrahúsinu úti og sárið sem hann fékk eftir aðgerðina á bakinu grói vel. Fjölskyldan hefur staðið þétt við bakið á Pétri eftir slysið en hann á tvo bræður. „Mamma býr í Þýskalandi og eldri bróðir minn í Danmörku en þau komu öll út til mín. Fyrir utan pabba sem kom fljótlega voru þau öll komin þegar ég vaknaði á spítalanum,“ segir Pétur en honum var haldið sofandi í tvo sólar- hringa. Unnusta hans, Anna Ósk Stef- ánsdóttir, hefur einnig reynst honum styrk stoð á þessum vikum. „Ég gæti þetta ekki án hennar.“ Ætlar að nota fæturna aftur Á fimmtudag kom Pétur svo heim en flugvél Landhelgisgæslunnar var send eftir honum og er það lengsta sjúkraflug sem Gæslan hefur flogið frá upphafi. Síðan þá hefur hann dvalið á endurhæfingardeild Landspítalans á Grensási þar sem hann er byrjaður í stífri endurhæfing- ardagskrá. Pétur segir erfitt að segja til um framhaldið hjá sér enda stutt síðan slysið varð. „Ég veit í rauninni ekki neitt. Ég held bara fast í það sem ég get gert. Svo ætla ég jú að rústa þessari endurhæfingu svo að ég nái sjálfstæði.“ Hann segist búast við að dveljast inni á Grensásdeild eitthvað fram á vor þar sem ver- ið er að kenna honum að lifa í hjólastól svo hann verði engum háður. „Ég lít samt á þenn- an hjólastól sem tímabundna lausn. Ég ætla að nota þessa fætur aftur,“ segir Pétur ákveðinn að lokum. Ætlar að nota fæturna aftur  Læknar í Austurríki gáfu honum litla sem enga von um að hann gæti nokkru sinni gengið aftur  Pétur Kristján segist líta á hjólastólinn, sem verið er að kenna honum á, sem tímabundna lausn Morgunblaðið/RAX Grensás Pétur er nú í stífri endurhæfingu á Grensásdeild. Eva móðir hans var þar í gær honum til stuðnings þegar blaðamann bar að garði. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011 Pétur er mikill áhugamaður um kvikmyndagerð en hana hefur hann lært sjálfur. Vakti Canon 5D-myndavél Ragnars Axelssonar, ljósmyndara Morgunblaðsins, mikinn áhuga hans en hana segir Pétur hafa gjörbylt kvikmyndagerð og hefur hug á að eignast slíka sjálfur. Hingað til hefur hann meðal annars gert snjóbrettamynd og fjölda stuttmynda en mestan áhuga hefur hann á náttúrumyndum. Hann er þegar kominn með markmið fyrir sumarið. „Ég er með sumarið planað. Ég ætla að vera með tjaldvagn og bíl og vera úti í nátt- úrunni. Ég ætla að filma Ísland og sýna það eins og það hefur aldrei verið sýnt áður.“ Segir hann nauðsynlegt fyrir sig að hafa verkefni í hausnum. „Ég þarf að hafa eitthvað til að stefna að, annars kemur vonleysið,“ segir hann. Hægt verður að fylgjast með verkefninu á heimasíðu hans, www.trailerparkstudios.net, en þar má einnig finna hugleiðingar hans um kvikmyndagerð og öll verk hans á sviði kvikmyndagerðar hingað til. Einbeitir sér að kvikmyndagerð ÁHUGAMAÐUR UM KVIKMYNDAGERÐ ódýrt alla daga Grillaður kjúklingur og Pepsi eða Pepsi Max, 2 l 1198kr.tvennan Það var nóg vatn að blessa í Nauthólsvík í gærkvöldi þegar prestur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, Timor Zolotutskyi, blessaði vatnið að fornum sið kirkj- unnar sem hér á landi felst í blessun sjávar. Athöfnin var hluti af sameiginlegri bænaviku þjóð- kirkjunnar sem nú stendur yfir. Meðal þess sem gerist í vikunni eru bænastundir hjá ýmsum trúfélögum, sam- komur ungs fólks og kyrrðarstundir. Þá verður sam- kirkjuleg bænaganga á Úlfarsfell á laugardaginn, ef veður leyfir. Morgunblaðið/Golli Blessaði vatnið að fornum sið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.