Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is Fyrsti dagur aðalmeðferðar af þremur í máli ákæruvaldsins gegn níu einstaklingum sem m.a. eru ákærðir fyrir árás á Alþingi fór fram í sal 101 í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Eftir nokkuð tíðinda- lausan morgun, þar sem sakborn- ingar neituðu að svara flestum spurningum skipaðs saksóknara, færðist fjör í leikinn þegar líða tók á dag, en þá var tekin skýrsla af þing- vörðum. Upplifun sakborninga og þing- varða á deginum örlagaríka, 8. des- ember 2008, er eins og gefur að skilja gjörólík. Þó eiga allir það sameiginlegt að tala um mikla ringulreið auk þess sem enginn gat gert sér í hugarlund hversu langan tíma atburðurinn tók, þ.e. frá því að fyrsti maður kom inn í þinghúsið þar til síðasti maður var farinn út. Burtséð frá ringulreiðinni innan dyra virtist sem Láru V. Júlíusdótt- ur, skipuðum saksóknara, væri mik- ið í mun að reyna að draga upp úr sakborningum að um þaulskipu- lagðan atburð væri að ræða. Af spurningum hennar mátti ráða að sú ályktun hennar væri að ein- hverju leyti dregin af dreifingu miða tveimur dögum fyrir atburð- inn, en á miðunum var fólk víst hvatt til að slást í för inn í þinghúsið. Miðanna var getið í skýrslutöku hjá lögreglu yfir einum sakborninga, en enginn þeirra kannaðist við slíkar miðasendingar fyrir dómi. Enginn í forystu Lára spurði einnig alla sakborn- inga út í hvort þeir hefðu fundað áð- ur en farið var inn í húsið, hvort fólki hefðu verið fundin hlutverk og hverjir hefðu verið í forystu. Þeir sem ekki neituðu að svara töldu spurningarnar fráleitar, enda hefði ákvörðunin um fara inn í þinghúsið ekki verið tekin í hóp né nokkur haft forystu. Enginn sakborninga kannaðist við að hafa beitt ofbeldi eða séð ein- hvern annan beita ofbeldi. Þá hefði ekki nokkur maður verið með vopn innanklæða. Hins vegar bar meira á ásökunum um harðræði lögreglu sem kölluð var til og fjölmennti inn í þinghúsið. Í framburði þingvarðar sem var á vakt í þinghúsinu kom fram að hann fékk meldingu í talstöð frá yfir- manni þingvarða um að „þetta fólk“ mætti ekki fara upp á þingpalla. Brást hann við og meinaði fólki að- gang ásamt lögreglumanni á vakt í húsinu. Lýsingar þeirra á ástandinu voru um margt ólíkar. Lögreglu- maðurinn sagði að um slagsmál hefði verið að ræða, sparkað hefði verið í hann og þingverði, snúið upp á hendur þeirra og reynt að klifra yfir þá. „Þetta voru slagsmál allan tímann,“ sagði hann. Þingvörðurinn minntist hins vegar aðallega fúkyr- ðaflaums og mikils hávaða í fólkinu. Yfirmaður þingvarða sagði að ástand þeirra hefði ekki verið gott eftir daginn, margir hefðu verið sár- ir, og ekki hefðu allir enn jafnað sig. Hann og allir þingverðir sem komu fyrir dóminn töldu að öryggi Al- þingis hefði verið ógnað þennan dag. Tímalaus ringulreið í Alþingishúsinu  Frásagnir sakborninga og þingvarða af atburðunum í húsinu um margt ólíkar 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011 Jóhanna Sigurðardóttir ítrekaði á Alþingi á mánudag að engin ákvörðun hefði verið tekin um að fara í eignarnám en ýjaði að því að sú leið kynni að verða farin að samningaleiðinni fullreyndri. Viljugir til viðræðna við ríkið Ásgeir segir að ýmsar þreifingar hafi verið um það annars vegar að breyta leigusamn- ingum um afnot af auðlindum og hins vegar um að Magma veiti ríkinu hugsanlega for- kaupsrétt að HS Orku. „Við erum sem sagt mjög viljugir til viðræðna við ríkið.“ Eignarnám gæti orðið dýrt  Forsætis- og fjármálaráðherra útiloka ekki eignarnám í HS Orku  Almannahagsmunir eru skilyrði fyrir eignarnámi samkvæmt stjórnarskrá  Bótaskylda ríkisins gæti numið meira en 33 milljörðum Hitaveita Magma Energy keypti 98,5% eignarhlut í HS Orku í fyrra. Aðrir hluthafar eru Garður, Grindavík, Reykjanesbær og Vogar með 1,47%. Morgunblaðið/Golli Athygli vakti við þinghald í gær- morgun þegar Snorri Páll Jónsson, einn sakborninga, benti dómurum málsins á að áhugavert væri að upptakan úr öryggismyndavélum í gögnum málsins stoppaði þegar lögreglumenn mættu á svæðið og ekki sæist hvað gerðist í framhald- inu, en hjá sakborningum kom fram að lögregla beitti harðræði. Einn verjenda spurði Guðlaug Ágústsson, yfirmann þingvarða, út í málið. Kom í ljós að Guðlaugur valdi sjálfur fjögurra mínútna bút af upp- tökunni til að sýna forsætisnefnd. Um er að ræða sama bút og er í gögnum málsins. Spurður hvers vegna ekki hefði öll upptakan verið spiluð sagði Guðlaugur að um það hefði ekki verið beðið. Eftir viku til tíu daga hefði svo verið tekið yfir upptökuna. Málið vakti einnig athygli Arn- gríms Ísbergs, meðdómara í mál- inu. Arngrímur spurði hvort það væri þá tilviljun að til væri mynd- efni frá atburðunum, þar eð Guð- laugur hefði tekið það upp hjá sjálf- um sér að velja bút úr upptökunni. Guðlaugur sagði að ef sú ákvörðun hefði ekki verið tekin væri hætt við því að engin upptaka væri til. Spurði þá verjandi að nýju hvers vegna upptakan í heild sinni hefði ekki verið sýnd forsætisnefnd og sagðist Guðlaugur ekki muna það. Vantar mikið upp á upptöku VALDI SJÁLFUR HVAÐA HLUTA UPPTÖKUNNAR MÆTTI SJÁ Karl Axelsson segir að setja þyrfti sérstök lög um eignarnám í HS Orku ef til þess kæmi þar sem engin almenn heimild sé fyrir því í lögum, líkt og er í tilfelli Vegagerðarinnar þegar kemur að eignarnámi lands til vega- lagningar. „Tæknilega séð sé ég ekki annað en að þetta væri allt hægt, en ekki án þess að setja þá sérstök lög um eignarnám í þessum eignarhlut,“ segir Karl. Sjaldgæft er að sögn Karls að sett séu sérstök lög af þinginu um að taka eigi ákveðin verðmæti eignarnámi, en þess séu þó dæmi og má þar meðal ann- ars nefna þegar hluti jarðarinnar í Deildar- tungu í Borgarfirði var tekinn eignarnámi ár- ið 1979 ásamt jarðhitaréttindum í Deildar- tunguhver. Ríkissjóði var þá gert heimilt samkvæmt lögum að taka verðmætin eignarnámi og af- henda Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar þau til afnota eftir því sem almenningsþörf krefði. Sérstök lög sett um Deildartunguhver FORDÆMI ERU TIL UM EIGNARNÁM VEGNA ALMENNINGSÞARFAR Ásgeir Margeirsson Karl Axelsson FRÉTTASKÝRING Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Ekki er útilokað að ríkið taki 98,53% hlut Magma Energy í HS Orku eignarnámi. Ríkis- stjórnin rær að því öllum árum að „endur- heimta forræðið“ yfir HS Orku eins og Stein- grímur J. Sigfússon fjármálaráðherra orðaði það í viðtali við Mbl.is í gær og ein af þeim leiðum sem ræddar hafa verið er eignarnám. Slík aðgerð gæti hins vegar reynst ríkis- kassanum dýr enda sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir á Alþingi á mánudag að þótt hún útilok- aði ekki eignarnám þá væri „skynsamlegra í alla staði, varðandi þá skaðabótakröfu sem gæti komið í kjölfarið, að menn reyni samn- ingaleiðina áður við forustumenn Magma“. Ber að greiða fjárhagslegt tjón Eignarrétturinn er friðhelgur á Íslandi samkvæmt stjórnarskránni en engu að síður er möguleikinn á eignarnámi fyrir hendi að þremur skilyrðum uppfylltum. Þau eru í fyrsta lagi að hagsmunir almennings séu í húfi, í öðru lagi að lagaheimild sé til staðar fyr- ir eignarnáminu og í þriðja lagi að fullt verð sé greitt fyrir það. Heildarfjárfesting Magma Energy í HS Orku var 33 milljarðar að sögn Ásgeirs Mar- geirssonar, forstjóra Magma, og yrði bóta- skylda ríkisins vegna eignarnámsins því vænt- anlega aldrei lægri en það, en líklega hærri. Samkvæmt meginreglu um ákvörðun bóta við eignarnám er bætt fyrir fjárhagslegt tjón, bæði vegna missis eignaréttinda og einnig fyr- ir það óhagræði sem leiðir til fjárhagslegs tjóns. Karl Axelsson, hrl. og dósent, segir að fleira myndi því hanga á spýtunni en aðeins kaupverðið þegar greiða þyrfti bætur fyrir eignarnámið. „Það þarf að borga til fulls sem og annan kostnað sem eignarnámsþolinn, þ.e. Magma, verður fyrir.“ Varði ekki almannaheill Víkur þá að því skilyrði sem sett er í stjórn- arskrá að engan megi þvinga til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Ásgeir Margeirsson er þeirrar skoðunar að eignarhald Magma Energy varði ekki al- mannaheill. „HS Orka framleiðir um það bil 9% af orku á markaðnum, hitt er í eigu ríkis og sveitarfélaga, þannig að opinberir aðilar hafa tögl og hagldir á orkumarkaði frá a til ö. Þann- ig að við teljum að þau rök standist ekki að al- mannahagsmunir séu undir. Hins vegar tel ég að það muni hafa gríðarlega fælandi áhrif á fjárfestingu í þessu landi ef þessu yrði beitt og ég veit dæmi þess.“ Steingrímur J. Sigfússon gaf þó lítið fyrir þessi rök í gær og sagði það ekki rétta túlkun að erlendar fjárfestingar væru eina forsenda hagvaxtar. Almenningsþörfin er ekki skilgreind nánar í lögum og að sögn Karls Axelssonar hafa dóm- stólar viðurkennt að löggjafinn hafi nokkuð rúmt mat á því. „Þannig að þau rök kynnu nú að ganga, en það þarf að vera einhver mál- efnaleg skírskotun sem væntanlega yrði þá sú að það séu einhverjir almannahagsmunir fólgnir í því að þessi staða komi ekki upp varð- andi eignarhald erlendra aðila.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.