Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 40
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Sýning á tillögum sem bárust í hönn-
unarsamkeppni um húsgögn í Hörpu
var opnuð síðastliðinn föstudag í
Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi
í Garðabæ. Síðastliðið sumar var efnt
til hönnunarsamkeppni um tillögur
að húsgögnum í almenningsrými í
Hörpu, Tónlistar- og ráðstefnuhúsi í
Reykjavík.
Samkeppnin var opin íslenskum
hönnuðum og arkitektum og var
haldin í samstarfi við Hönnunar-
miðstöð. Eitt af meginmarkmiðum
samkeppninnar var að efla vitund um
íslenska hönnun og stuðla að auknum
sýnileika hennar.
Höfundar að verðlaunatillögunni
eru þær Helga Sigurbjarnadóttir og
Kristín Aldan Guðmundsdóttir, inn-
anhússarkitektar FHI. Samstarfs-
aðilar þeirra um framleiðslu hús-
gagnanna eru GÁ húsgögn,
Stjörnustál, Pelco og Pólýhúðun, en
skilyrði í samkeppninni var að hús-
gögnin yrðu framleidd hér á landi.
Naumhyggja
„Við ákváðum að taka mið af
húsinu eins og það liggur fyrir, þ.e.
stíla inn á arkitektúrinn og það er
glerhjúpurinn sem er hvað mest
einkennandi,“ segir Kristín Aldan.
„Inni í húsinu, það er anddyrinu
þar sem húsgögnin verða, er frem-
ur lágstemmt rými og við spiluðum
inn á það, erum með gráa og hvíta
tóna og erum að elta þær for-
sendur sem eru fyrir hendi.“
Hún segir útgangspunktinn hafa
verið þann að hafa þetta einfalt og
tímalaust og nokkurs konar naum-
hyggja hafi ráðið för.
„Einnig mátti þetta ekki vera
dýrt í framleiðslu og við urðum að
taka mið af því. Þannig að hönn-
unin þarf að vera hagstæð, svo ein-
falt sé að smíða úr stáli og áli.
Þetta eru einfaldlega þær að-
stæður og þær áskoranir sem ís-
lenskir hönnuðir standa frammi
fyrir í dag. Við settum svo gulan lit
í barnakollana til að hafa smá leik
og lit með líka.“
Hönnunin taki mið af arkitektúrnum
Rætt við hönnuði húsgagnanna í
Hörpu Einfalt og tímalaust
Fríðar Margrét, Margrét og Arnheiður létu sig ekki vanta.Fallegar Kristín Gunnarsdóttir og Hlín Guðlaugsdóttir.
Sigurvegarar Helga og Kristín stilla sér upp framan við vinningstillöguna.
Reffilegir Reynir Syrusson og Eyjólfur Pálsson.
KAbear – I Used to be athletic
bbmnn
Ræflarokk,
bílskúrsrokk,
jafnvel Mús-
íktilraunarokk
eru stimplar sem
gætu hæglega
átt við þennan
frumburð KAbe-
ar. Hér er talið í og trukkað í gegn-
um þriggja gripa gruggskotið rokk
eins og enginn sé morgundagurinn.
Ég fíla rifinn gítarhljóminn nokkuð
vel en söngurinn er býsna þreytandi.
Hér er ekki verið að finna upp hjólið
en það rúllar sæmilega áfram í
gruggugri rokkforinni.
Silfur – Ekkert vesen
bbnnn
Að hlusta á
þessa plötu Silf-
urs er eins og að
ferðast tíu ár aft-
ur í tímann, er
reffilegar popp-
sveitir eins og
Sóldögg, Land og synir, Írafár og
Buttercup réðu ríkjum. Bæði um-
slag og tónlist eru í þeim gírnum,
lagasmíðarnar óttalegt klastur
svona heilt yfir þó að vissulega séu
sprettir („Stefnum fram á við“ og „Í
faðmi þér“). Skelfileg tökulög hefðu
þá mátt missa sín en mikil útgeislun
söngkonunnar Thelmu bjargar því
sem bjargað verður. Silfur starfar
fyrst og fremst sem ballsveit og þar
er hennar styrkur, fremur en í frum-
sömdu deildinni, en það er vel skilj-
anlegt að fólk þurfi að hleypa
skáldklárunum á skeið með þessum
hætti.
Ýmsir – Sönglagakeppni Vestfjarða
bbbnn
Slagæð ís-
lenskrar al-
þýðumenn-
ingar liggur
m.a. í gegnum
hljómdiska
eins og þessa
og það er mik-
ilvægt að efni eins og því sem hér
lúrir sé komið út. Svona plötur munu
enda halda áfram að koma út á með-
an sól gyllir haf, enda þægilega laus-
ar við tiktúrur tískunnar.
Áhugalagasmiðir, ef svo mætti
kalla, eiga flest lögin hér og eðli
málsins samkvæmt eru lögin jafn-
mismunandi og þau eru mörg. Sum
hver óeftirtektarverðar stemmur
sem maður hefur heyrt þúsund sinn-
um áður á meðan önnur ná í gegn,
sökum lunkinnar melódíusamsetn-
ingar eða áhrifaríks flutnings (og
standa þar Heiða Ólafs og Hreindís
Ylva fremstar á meðal jafningja).
Textarnir eru þá sérkapítuli, allir
sem einn lofsyngja þeir fegurð Vest-
fjarðanna og virkar platan því eins
og nokkurs konar baráttuplata. Er
það vel.
Attilla – Attilla
bbbbn
Attilla er
listamannsnafn
Sveins Hauks-
sonar rafvirkja
sem hefur unn-
ið að verkinu í
ein ellefu ár.
Skemmst er frá því að segja að
margt er glúrið og gott hérna. Þetta
er nokkurs konar bræðingstónlist,
með nokkuð dökkum keim. Munka-
söngur og dulúðugt kvenmannshvísl
sjá m.a. til þess. Alla jafna nær
Sveinn flugi og heldur eyrunum
sperrtum, hann er t.a.m. með frá-
bæra spilara með sér; Jóhann Hjör-
leifsson, Jóhann Ásmundsson, Stein-
grímur Guðmundsson, Hilmar
Jensson og Óskar Guðjónsson koma
m.a. við sögu og Arnar Guðjónsson
sér um upptökur. Á köflum kann
þetta að hljóma eins og hippasýra,
tónlistarlegur steingervingur, en
það er einhver óræður kraftur sem
hefur yfirhöndina og heldur manni
spenntum við hlustir.
South River Band – Um jólin
bbbmn
Þessi sveit
ættingja og
vina frá
Syðri-Á, Kleif-
um í Ólafsfirði
er mikil perla í
íslensku tón-
listarlífi, þótt
ekki væri nema bara fyrir þær sakir
að hér stýrir hrein ástríða fyrir
sjálfri tónlistinni framkomu- og út-
gáfumálum. Hér er að finna vel
þekkt jólalög frá Íslandi og Norð-
urlöndum í bland við tónsmíðar með-
lima. Það er nettur Ríó-fílingur í
gangi, enda Ólafur Þórðarson einn
meðlima. Annars er tónlistin þjóð-
lagatónlist þar sem öllu ægir saman;
vísnatónlist, balkantöktum og ýmsu
fleiru. Allt er þetta framreitt bæði af
gáska og fagmennsku og platan fín-
asta viðbót í íslenska jólaplatnaflóru.
Góðglöð South River Band sendi frá sér fínustu jólaplötu á síðasta ári.
Úr staflanum
Arnar Eggert Thoroddssen
arnart@mbl.is
Nýútkomnar íslenskar
hljómplötur
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011