Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011 Stelpur eru stelpum bestar Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Stelpnahátíðin Valkyrjan verður haldin í Hinu húsinu næstkomandi laugardag, 22. janúar. Hátíðin er ætluð ungum konum á aldrinum 16- 25 ára. Markmið hátíðarinnar er að fagna fjölbreytileika kvenna, stuðla að aukinni samstöðu á meðal þeirra og leyfa hverri og einni konu að njóta sín eins og hún er. Boðið verður upp á ókeypis námskeið en auk þess verða veitingar, skemmti- atriði og margt fleira í boði, allt þátttakendum að kostnaðarlausu. Fjölbreytileikanum fagnað „Þetta er allt ókeypis, okkur finnst það mjög mikilvægt. Það er meira að segja ókeypis hádeg- ismatur. Við ætlum að vera með góða súpu og tónlistaratriði í há- deginu. Elín Ey ætlar að koma að spila fyrir okkur,“ segir Anna Katr- ín Þórarinsdóttir, upplýsinga- og kynningarfulltrúi hjá Hinu húsinu. Þetta er í þriðja skiptið sem há- tíðin er haldin en hún var einnig haldin árin 2008 og 2009. „Það sem okkur langar að gera með þessari hátíð er að fagna fjöl- breytileika kvenna og leyfa hverri og einni að njóta sín eins og hún er. Og svo stuðla að auknum skilningi á milli ólíkra týpa stelpna og þann- ig að aukinni samstöðu meðal kvenna. Losna við þessa fordóma sem eru á stundum á milli ólíkra stelpna, stelpur mega vera bæði stelpulegar og harðar,“ segir Anna Katrín en til dæmis snýst ein skemman um það að kenna stelp- unum að gera lífrænar snyrtivörur á meðan í annarri er kennt að skipta um dekk og mæla olíuna á bílnum. Fullt hús af hressum stelpum „Við ætlum að fylla húsið af hressum stelpum,“ segir hún. Nauðsynlegt er að skrá sig í þessar skemmur: Nudd, Kynlíf, ástir og unaður, Flýtitíska, Spuni og leiklist, Dans (hiphop/dancehall/ afró), Gítarglamur, Jóga, Förðun og Sjálfsvörn. Eftirtaldar skemmur eru opnar og þarf ekki að skrá sig á þær: Bíll 101, Lífrænir maskar, Lampa- smiðja, Rauða línan, Prjón 101. Hátíðin hefst kl. 12 á laugardag en nánari upplýsingar og skráning- arform má finna á hitthusid.is.  Valkyrjan haldin í Hinu húsinu í þriðja sinn  Mörg ókeypis námskeið Virkni Unnið er að ýmsum verkefnum. Myndin, sem er frá því í fyrra, sýnir vinnu við lampaverk sem er ætlað að varpa ljósi á fjölbreytileika kvenna. Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Sigurður er líklega flestum kunnugur sem söngvari rokksveitarinnar Deep Jimi & The Zep Creams sem gerir út frá Bítlabænum Keflavík. En Sigurður er þó einn af þessum fjölkunnugu mönnum sem daðra við ýmsa parta listagyðjunnar og nú er komin út sóló- plata undir hinu sérstæða nafni Finger of God (Toes of Paul McCartney). Fikt „Það eru allir semjandi í Deep Jimi og takmarkað sem maður kemur að þar,“ útskýrir Sigurður eða Siggi. „Þannig að ég hef að mestu einbeitt mér að textagerðinni þar. Ég fór svo að fikta við að setja mín eigin lög inn í tölvuna með því að nota garageband- forritið, sem er eins einfalt og það ger- ist. Ég sem á gítar, bassa eða bara það sem hendi er næst. En þetta forrit náði svo að stýra dálítið hljóðheiminum. Ég var að fikta í þessu og fikra mig áfram og ég er dálítið hrifinn af því sem getur komið út úr því þegar menn vita ekki alveg hvaða leiðir liggja kannski beinast við. Þór (gítarleikari Deep Jimi) kom einu sinni til mín og sýndi mér fullt af hlutum sem ég vissi ekki að væru til (hlær). En svo sá Þorvaldur Bjarni um að loka plötunni og fínpússa. Ég vildi fá einhvern svona þúsundþjalasmið til að klára verkið. Þetta vildi þannig til að ég var að hlusta á Perlur og svín, plötu Todmobile, og mér fannst mikið til koma hvað hljóminn þar varðar. Þannig að Þorvaldur var maðurinn.“ Plata Sigurðar einkennist af stíla- flökti, minnir jafnvel á Beck og Jónas Sigurðsson hinn íslenska t.d. En undir og yfir öllu er einstök nálgun Sigurðar. „Ég setti upp heimasíðu (sjá að neð- an) þar sem ég sé fyrir mér að sóló- listamaðurinn Sigurður Eyberg eigi heimahöfn. Og þaðan geti hann svo átt beinar samræður við hlustendur. Hug- myndin er t.d. að henda inn demóum og fá svo álit þeirra sem skrá sig í klúbb- inn.“ Sólódæmi Siggi segir að þetta sólódæmi og Deep Jimi séu ekkert að þvælast hvert fyrir öðru. Góð stemning sé t.a.m. í bandinu en meðlimir hafa verið saman í sveitinni í árafjöld. „Eins og ég sagði sé ég fyrir mér mikið gott samtal á vefnum á milli lista- manns og neytenda. Það hentar vel undir listsköpun og fólk getur fengið að fylgjast með verkum í vinnslu. Ég vil fá þetta samtal, þennan díalóg, ég vil brúa bilið þarna á milli. Og þetta er æviverk- efni hjá mér, tónlistin, sköpunarþörfin er rík í mér og hún leitar óhjákvæmi- lega út.“ Fjölbreyttur Sólóplata Sigurðar Eyberg fer um völl víðan og hann sýnir á sér ýmsar hliðar, snertir á rokki, eitís poppi, raftónlist og hinu og þessu öðru. Þetta leitar allt út. . .  Sigurður Eyberg gefur út sólóplötu  Vill koma á samtali listamanns og neyt- enda  Samdi lögin á forrit sem hann kunni trauðla á og það ýtti undir töfrana sigurdureyberg.com  Á þrjátíu og fimm ára afmæli Kvennafrísins í haust fluttu fimm reglulega kvenlegar leik- og söng- stelpur plötuna Áfram stelpur í heild sinni á tónleikum í Slipp- salnum og vöktu af værum blundi hjúkkuflugfreyjuna, Þyrnirós, Gunnu og Sigga, ánægðu ömmuna á Grund og síðasta sumarblómið. Fyrr um daginn stjórnuðu þær fimmtíu þúsund kvenna fjöldasöng á Arnarhóli. Vegna fjölda áskorana verða þessir tónleikar endurteknir í Samkomuhúsinu í samstarfi við Leikfélag Akureyrar laugardaginn 22. janúar 2011 kl. 20. Miðaverð er 1.500 krónur og hægt að kaupa miða á miði.is, leik- felag.is, í miðasölu Leikfélags Ak- ureyrar og í Hofi. Áfram stelpur endurflutt á Akureyri  Á sunnudagskvöldið verður sér- stakt Broadcast-kvöld á Bakkusi til minningar um söngkonu hljóm- sveitarinnar, Trish Keenan, sem lést fyrir aldur fram úr veikindum í síðustu viku. Broadcast er ein af merkari raftónlistarsveitum Bret- lands og var á mála hjá Warp Re- cords. Umsjón tónlistarinnar á Bakkusi á sunnudagskvöldið verð- ur í höndum Sævars Markúsar og Two Step Horror og spiluð verður tónlist eftir Broadcast ásamt þeirri tónlist sem hafði sterk áhrif á tón- smíðar hljómsveitarinnar. Broadcast-kvöld Bakkusar hefst á sunnudaginn klukkan 20.00. Fallegt Broad- cast-kvöld á Bakkus Eins og segir í megintexta syngur Sigurður rokksöng mikinn með keflvísku rokkurunum Deep Jimi & The Zep Creams. Gaf sú mjög svo ágæta sveit meira að segja út firnasterka plötu í ár, Better When We’re Dead. Sigurður hefur þá einnig starfað með annarri sveit, Hinir guðdómlegu Neanderdalsmenn, og auk þessa alls er hann sprenglærður leikari en þá list nam hann í Bretlandi. UGLUSPEGILLINN EYBERG Gleði Sigurður með félögum sínum í Deep Jimi á góðri stundu. Guðdómlegur …

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.