Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011 ✝ Guðrún Ö. Steph-ensen fæddist í Hólabrekku í Reykja- vík 30. október 1914. Hún lést á Landakots- spítala 11. janúar 2011. Foreldrar henn- ar voru Ögmundur H. Stephensen, f. 24.4. 1874, bóndi í Hóla- brekku, d. 10.12. 1969, og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, f. 18.4. 1875, húsfreyja í Hólabrekku, d. 19.4. 1943. Systkini Guð- rúnar voru Hans, f. 4.11. 1903, múr- arameistari í Reykjavík og síðar í Neskaupstað, d. 15.1. 1959, Þor- steinn, f. 21.12. 1904, leikari og leiklistarstjóri Ríkisútvarpsins, d. 13.11. 1991, Kristján, f. 10.9. 1906, d. 1906, Sigríður, f. 18.3.1908, hús- freyja í Hólabrekku, d. 26.12. 2007, Stefán, f. 22.7. 1909, prentari, d. 3.4. 1989, Einar, f. 22.10. 1916, fyrrv. formaður Landssambands vörubifreiðastjóra, d. 2.6. 2006. Maður hennar var Jónas Berg- mann Jónsson, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík, frá Torfalæk í Austur-Húnavatnssýslu, f. 8.4. 1908, d. 1.4. 2005. Foreldrar Maríanna Arney, b) Martin Jónas Björn, c) Björn Patrick, maki Guð- rún Óskarsdóttir. Guðmundur á tvær dætur, Þórunni og Jónu Guð- rúnu, og sjö barnabörn. 4) Björn, f. 20.6. 1954, útgefandi, maki Elísabet Guðbjörnsdóttir lögmaður. Börn þeirra eru a) Anna Lísa, maki Ás- mundur Tryggvason, b) Ingibjörg, c) Jónas Bergmann. Guðrún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík, vann ýmis skrifstofustörf að námi loknu, m.a. í prentsmiðju Stefáns bróður síns, Dögun, og síðar í Félags- prentsmiðjunni. Skömmu eftir tví- tugt hélt hún til náms í félags- og uppeldisfræði í Stokkhólmi. Síðar hélt hún til New York, vann þar við uppeldisstofnanir, m.a. New York Foundling Hospital auk þess að sækja tíma í Columbia-háskóla. Í New York var hún til stríðsloka. Hún vann hjá Gjaldeyrisnefnd og uppeldisstofnunum á vegum Sum- argjafar á milli námsdvala erlendis og síðar hjá Viðskiptaráði, þar sem hún starfaði þar til hún stofnaði heimili árið 1947. Hún var alla tíð áhugamaður um uppeldismál, flutti um þau erindi í útvarp, átti sam- starf og samneyti við uppeldisfröm- uði og hafði áhrif á þróun uppeldis- mála hér á landi. Útför Guðrúnar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, 19. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 15. hans voru Jón Guð- mundsson bóndi og Ingibjörg Björns- dóttir húsfreyja. Guð- rún og Jónas eign- uðust fjögur börn. Þau eru: 1) Jón Torfi, f. 9.6. 1947, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, maki Bryndís Ísaksdóttir bókasafnsfræðingur. Börn þeirra eru a) Ragnheiður, b) Guð- rún Anna, maki Har- aldur Haraldsson, c) Kristín Eva, d. 23.9. 2001, d) Stefán Árni. Haraldur á eina dóttur, Ástr- íði. 2) Ögmundur, f. 17.7. 1948, inn- anríkisráðherra, maki Valgerður Andrésdóttir líffræðingur. Börn þeirra eru a) Andrés, b) Guðrún, maki Jón Óskar Hallgrímsson, barn Sigríður Olga, c) Margrét Helga, maki Þorvarður Sveinsson, barn Valgerður. 3) Ingibjörg, f. 12.11. 1950, fyrrv. fræðslustjóri, maki Guðmundur Gíslason, fyrrv. banka- maður. Börn hennar með fyrri manni sínum, James Swift, eru a) Emma Marie, maki Ívar Mey- vantsson, börn Benedikt Aron, Klara Margrét, Sylvía Kristín og Mér er minnisstætt þegar ég hitti Guðrúnu tengdamóður mína í fyrsta sinn. Mér fannst hún hafa svo fallegt bros, og hún lagði höndina yfir mína og hélt henni þannig allan tímann sem við töluðum saman. Það stafaði frá henni mikilli hlýju, sem við sem vorum í nánasta umhverfi hennar fengum óspart að njóta. Hún hafði ung farið til Stokkhólms og New York til náms og starfa. Hana þyrsti í menningu og menntun og var brennandi í andanum. Hún naut sín vel í stórborgum, og raunar var hún heimsborgari að upplagi. Hún þráði að víkka sjóndeildar- hringinn og kynna sér uppeldi ungra barna sérstaklega. Hún taldi að upp- eldi ætti að mótast með samræðum og fordæmi en ekki boðum og bönn- um. Hún var mikill jafnréttissinni og sagði að jafnréttið byrjaði heima, í uppeldinu. Hún gaf drengjunum sín- um dúkkur til að leika sér að, og ól þá upp til að taka þátt í heimilisstörf- unum. Ég stend í mikilli þakkarskuld við hana fyrir það hvað hún var ákveðin í að ég þyrfti ekki að hætta námi þótt ég eignaðist barn í náminu miðju. Henni fannst sjálfsagt að faðirinn sæi um uppeldi barnanna til jafns við móðurina. Hún styrkti son sinn í því að vera heima og gæta barnsins á meðan ég var í skólanum og dvaldi þá oft hjá okkur langdvölum. Þetta var fyrir 36 árum og í þá daga var langt frá því að það væri talið sjálf- sagt að feður væru „bara“ heima. En þó að henni væri jafnrétti of- arlega í huga, þá var samt hagur barnanna í fyrirrúmi. Henni fannst þau þurfa athygli og umönnun for- eldra sinna fyrstu árin, en einnig sagði hún að það væri mikilvægt að þau þroskuðust í gegnum leik við önnur börn. Hún vildi styðja og styrkja foreldra (oftast mæður) til að vera heima hjá börnum sínum, en taldi slæmt ef þær einangruðust inni á heimilunum. Hún hafði kynnst opnum leikskóla í Svíþjóð, og hafði hugmyndir um að koma upp aðstöðu hér, þar sem foreldrar kæmu saman með börn sín til uppbyggilegra sam- verustunda, en gætu einnig skotist frá. Hún hélt um þetta erindi og skrifaði greinar, og eftir nokkra eft- irgrennslan stakk hún upp á því að nýtt væri húsnæði í kirkjum og safn- aðarheimilum undir þessa starfsemi. Þetta varð svo kveikjan að svoköll- uðum „mömmumorgnum“ sem eru víða í kirkjum. Hún lagði mikið upp úr hollustu – allt átti að vera úr bestu hráefnum og ekta. Hún ræktaði grænkál og mal- aði sjálf hveiti í grænkálsjafning. Þegar við byrjuðum að búa gaf hún okkur safavél til þess að við gætum gefið börnunum ferskan grænmetis- og ávaxtasafa. Guðrún tengdamóðir mín var mild kona í öllum verkum sínum, en hún var jafnframt viljasterk og sjálfstæð. Hún innrætti börnum sínum að sækjast aldrei eftir vinsældum, held- ur fylgja góðum málstað. Hún talaði oft um hve mikilvægt það væri að láta ekki glepjast af tískustraumum í duttlungagjörnum heimi, heldur hlusta á samvisku sína og ráð þeirra sem maður mæti mikils. Minningin um Guðrúnu Ö. Steph- ensen mun ylja okkur um ókomin ár og verða okkur hvatning til góðra verka. Valgerður Andrésdóttir. Þegar ég velti fyrir mér hver er munurinn á því að hafa völd eða áhrif þá kemur mér fyrst í hug hún, þessi merkilega og sérstaka manneskja sem við kveðjum í dag. Hún var frumleg í hugsun og heimsborgari að eðlisfari. Að vera samferða henni næstum öll mín fullorðinsár auðgaði líf mitt og barna minna. Hún hafði ekki nein formleg völd fremur en margar konur af hennar kynslóð. En hún hafði mikil áhrif á alla sem kom- ust í snertingu við hana. Áhrifin sem hún skilur eftir í huga okkar sem henni kynntumst eru dýrmæt og þeirra áhrifa mun gæta svo lengi sem við lifum. Þau munu einnig skila sér áfram til næstu kynslóða. Þannig lifir andinn þótt efnið hverfi. Mann- eskjur sem hafa áhrif á aðra, marka djúp spor í verund og vitund sam- ferðamanna sinna, lifa áfram. Guð- rún Ö. Stephensen skilur eftir sig andleg verðmæti og það voru þannig verðmæti sem henni voru hugleikin. Hún lagði alltaf gott til málanna þótt hún væri langt í frá skoðana- laus. Alltaf lagði hún áherslu á það góða og jákvæða og kunni einstak- lega vel að ná fram því besta sem býr í hverri manneskju. Sérhver mann- eskja var sérstök í hennar augum og hvert barn einstaklingur sem átti rétt á að fá sérsniðna umhyggju og athygli allt eftir sínum þörfum og persónuleika. Þessa athygli gaf Dúna öllum sem hana umgengust. Það eina sem allir þyrftu í jöfnum mæli væri kærleikur. Hún var þeirr- ar skoðunar að ekkert væri til sem héti of mikill kærleikur. Besta vega- nestið væri ástúðlegt uppeldi, því all- ir ættu rétt á að njóta hamingju. Og öllum börnum væri hollt að eiga góð- ar minningar úr bernsku. Guðrún var mikill heimsborgari, ferðaðist til Evrópu og Ameríku á unga aldri og af eigin rammleik, stundaði nám í uppeldisfræði, talaði Norðurlandamál og ensku með mikl- um ágætum og eignaðist vini beggja vegna Atlantsála, sem hún hélt tryggð við ævilangt. Henni var afar hugleikið hvernig hægt væri að styrkja ungar mæður og efla tengsl þeirra á milli og voru mömmumorgn- ar á vegum kirkjunnar að verulegu leyti byggðir á hugmyndum hennar. Þannig hafði hún áhrif þótt hún hefði engin völd, bæði með kærleiksboð- skap sínum og hugmyndum, eins og merkar konur hafa gert um aldir alda. Blessuð sé minning hennar. Elísabet Guðbjörnsdóttir. Amma okkar. Stolt, lífsglöð, ákveðin og hrífandi. Eins og góður maður sagði, hún var brennandi í andanum. Brennandi í áhuga sínum á uppeldi, menntun, réttlæti og þjóð- málum. Hún fylgdist vel með því sem var að gerast í samfélaginu. Tvö út- vörp og eitt sjónvarp í gangi og blöð- in lesin upp til agna. Amma Guðrún fylgdist líka vel með því hvar hvert og eitt okkar barnabarnanna var statt í lífinu og gaf okkur góð ráð samkvæmt því. Hún hafði fádæma gott innsæi sem alltaf mátti treysta. Hún benti okkur á að leita hins góða; í sjálfum okkur, samferðamönnun- um og alheiminum. Hennar ósk okk- ur til handa var að við værum ham- ingjusöm og að fást við eitthvað sem okkur fyndist skemmtilegt og gef- andi. Sú hvatning sem hún veitti okkur með áhuga sínum og tiltrú var ómetanleg. Í minningunni er mynd af ömmu þar sem hún situr hnarreist og horfir út í sólina, bláu augun leiftrandi og einbeitt. Augnablikin eru mörg og þau búa í eilífðinni. Við þökkum elsku ömmu Guðrúnu fyrir samveruna. Ragnheiður, Guðrún Anna og Stefán Árni. Þegar við systkinin fórum fyrst að heiman og fórum utan til náms, hvert um sig, þá studdi amma Guðrún þær fyrirætlanir heils hugar. Amma fór sjálf ung til útlanda og þurfti talsvert á sig að leggja til að láta drauma sína rætast. Hún hafði mikinn áhuga á menningu og menntun og taldi mik- ilvægt að víkka sjóndeildarhringinn og leita þekkingar sem víðast. Amma sá líka til þess að við færum vel búin að heiman, með hlýtt teppi, vandaða sæng og síðast en ekki síst góða bók. Úr landsuðri eftir Jón Helgason fylgdi okkur fyrstu skrefin í útlöndum. Amma hafði alltaf mikinn áhuga á hvað við barnabörnin vorum að gera og framtíðaráformum okkar. Þetta sátum við oft og ræddum í eldhúsinu hjá henni. Þá sagði hún okkur sögur af fólki sem hafði orðið á leið hennar í gegnum tíðina, bæði frá Bandaríkj- unum og Svíþjóð svo og af Íslend- ingum sem henni þóttu markverðir. Hún hafði áhuga á viðhorfi fólks til lífsins og hvernig mætti draga lær- dóma af reynslu og viðhorfi annarra. Amma Guðrún var flott kona. Hjá henni fékk maður holla næringu, bæði fyrir sál og líkama. Hún hugs- aði mikið um hollustu í mataræði og var langt á undan sinni samtíð í þeim efnum. Maður fékk hirsi hjá ömmu og grænkál og ýmiss konar baunir. Hún átti það til að halda samkvæmi þar sem boðið var upp á baunabuff og ýmsa grænmetisrétti. Þetta var löngu áður en grænmetisstaðirnir voru opnaðir í Reykjavík. En fyrst og fremst leið manni alltaf vel með ömmu Guðrúnu. Hún var svo róleg, yfirveguð, lífsreynd en umfram allt bjartsýn manneskja. Hún sá alltaf það jákvæða í fari fólks. Það er ómetanlegt að hafa átt ömmu Guðrúnu að, og hennar nálg- un á hlutina og smitandi áhugi er okkur dýrmætt veganesti um ókom- in ár. Andrés, Guðrún og Margrét Helga. Sem krakki gekk ég ekki í hefð- bundinn leikskóla heldur átti kost á því að vera hjá ömmu og afa. Við kölluðum það að fara í Ömmuskóla og var það réttnefni, þetta var ekki bara pössun heldur hinn besti skóli. Ótal minningar streyma fram þeg- ar hugsað er um Ömmuskóla. Ég minnist þess að búa til listaverk úr kertavaxi og að stelast í mysuostinn. Að fylgjast með ruslabílnum keyra inn Melhagann á meðan amma hlust- aði á lestur frétta í útvarpi og að skoða pollana fyrir ömmu ef við vor- um á leiðinni út. Ef á þeim voru hringir setti amma plast yfir höfuðið til að verja hárgreiðsluna. Ofarlega í huga er eplakökubakst- ur ömmu í Ömmuskóla. Væri von á gestum átti amma nefnilega til að skella í eplaköku. Hún var í miklu uppáhaldi þeirra sem hana smökk- uðu. En þá var ekki sagt: „Jæja Björn minn, nú ætla ég að baka – reyndu að hafa ofan af fyrir þér á meðan.“ Því fór fjarri, allir fengu hlutverk og voru hvattir til þátttöku. Til voru tvö form; formið hennar ömmu og formið mitt. Við hrærðum deig í bæði formin og svo fengu gest- irnir að velja af hvorri kökunni þeir fengu sér sneið. Sumir tóku af minni köku, og þá brostum við amma. Amma og afi höfðu bæði þennan merkilega hæfileika til að virkja þá sem í kringum þau voru. Allir tóku þátt og höfðu gaman af. Í þessu sam- hengi minnist ég einnig matvinnslu- vélarinnar hennar ömmu. Í henni var gerður ferskur gulrótasafi, og það var ætíð mikið ævintýri þeirra sem að komu. Allt skyldi vera hollt. Amma var trúuð, trúði á það góða í heiminum. Hún trúði á kærleikann og sýndi í verki hvað er að vera góð- ur við náungann. Ég minnist þess ekki að hafa rætt trúarbrögð við ömmu, en frá blautu barnsbeini minnist ég ömmu ræða um mikil- vægi kærleikans og gildi þess að trúa á það góða. Líklega hef ég ekki skilið þetta í fyrstu, en nú síðustu ár hef ég lært að meta sannleikann í þessum orðum. Ég útskrifaðist aldrei úr Ömmu- skóla, ekki frekar en hin barnabörn- in. Við vorum öll nemendur fram að síðustu stundu. Hinstu samtöl okkar ömmu fjölluðu um framtíðarplön og ferðalög, vonir og væntingar. Þá, sem endranær, var hægt að treysta á ömmu til að hlusta og gefa ráðlegg- ingar. Henni var geysilega umhugað um gang okkar allra og hún hafði yndi af því að fylgjast með hverju skrefi barna- og barnabarna sinna. Það verður skrítið að hittast ekki lengur í sunnudagskaffi hjá ömmu. Elsku amma. Takk fyrir allt sem þú hefur veitt mér, ég mun búa að því alla tíð og vona að ég geti gefið það áfram. Ég hugsa til þín, og bið að heilsa afa. Björn Patrick Swift. Amma var hlý, góð og skilnings- rík. Hún var vitur og óendanlega rík af sögum sem bæði leiðbeindu mér í gegnum frumskóg bernskunnar sem og unglingsár. Amma átti það til að vera eina manneskjan í heiminum sem skildi hvað ég var að ganga í gegnum og það að geta hlaupið yfir á Melhagann í frímínútum og hádeginu var stund- um það eina sem kom til greina, og þá hafði hún alltaf tíma til þess að fara yfir málin og styrkja barnssál- ina sem hafði orðið fyrir hnjaski. Til hennar var hægt að leita með spurningar um allt milli himins og jarðar og hún hafði einstakt lag á að koma manni í skilning um það hvað var mikilvægast í lífinu, að elska og vera fjölskyldurækinn. Þegar full- orðinsárin komu var hún alltaf reiðubúin að takast á við umræður um ástina og lífið. Amma hafði mikla trú á að fallegar hugsanir kæmust á leiðarenda og nú hugsa ég fallega til hennar. Anna Lísa Björnsdóttir. Þar sem ég sit hér og skrifa þetta get ég varla trúað því að hún sé farin. Mér finnst ég hljóti að geta tekið upp símann og hringt í hana, en svo er ekki. Eitt bjartasta ljósið í lífi mínu er farið, en heldur áfram að skína í hjarta mínu. Hún amma Dúna var bæði vernd- ari minn og vinur sem hlustaði á mig án fordóma. Hún var ávallt tilbúin til að hugga mig og hughreysta. Hún skilur eftir margar góðar minningar, í gegnum árin hefur hún umvafið mig hlýju og veitt mér leiðsögn. Hún var heiðarlegasta og hlýjasta manneskja sem ég hef nokkurn tímann kynnst og með umburðarlyndi á við dýrling. Hún amma mín var líka rosalega klár, mjög sjarmerandi og alltaf með hlýtt bros á vör. Hún gat líka verið rosalega fyndin eins og þegar hún sagði manni sögur, hvort sem það var frá ferðum hennar erlendis eða ævintýrum sem lítið barn í Hóla- brekku, hafði hún þann einstaka eig- inleika að draga mann inn í söguna og lék oft persónur úr sögunum eins og leikari. Í gegnum árin hef ég sagt vinum mínum þessar sögur með miklu stolti en aldrei hefur mér tek- ist að segja þær eins og hún gerði. Hún kenndi mér að láta hjartað ráða för og mikilvægi þess að standa við loforð sín og prinsíp, ásamt því að ávallt vera tilbúinn til þess að hjálpa öðrum. Hún kenndi mér mikilvægi karakters og heiðarleika. Amma og afi eru ástæðan fyrir því að ég bý að því að eiga hlýja og nána fjölskyldu sem hefur verið mér styrk stoð allt mitt líf. Hún amma bjó yfir þeim töfrum að láta manni alltaf líða eins og maður væri miðpunktur al- heimsins og hafði alltaf áhuga á því sem maður var að gera. Ég mun sakna þess að borða hádegismat með henni í eldhúsinu með útvarpið í botni og spjalla um heima og geima og svo að hádegisverði loknum að fá sér lúr á bláa sófanum í stofunni. Hvergi hef ég verið eins öruggur og elskaður og hjá henni ömmu. Ég gæti fyllt Morgunblaðið með minningum og lýsingum af ömmu Dúnu, en ég er hræddur um að það sé ekki nægilegt pláss, því verð ég að hætta hér. Ávallt þegar við kvödd- umst tók amma í höndina á mér og sagði: „Hamingjan ávallt fylgi þér ástin mín.“ Ég veit svo lengi sem ég hef þig í hjarta mér mun hún gera það og megi friður vera með þér elsku amma mín. Jónas Bergmann Björnsson. Andartakið, heiðskír heimur trúar vonar og kærleika, trú manna á breyttan og bættan heim, umbylting í anda og sannleika, vendipunktur, frelsun. Hún var á Timestorgi við stríðslok. Ung kona við nám og störf á barnaspítala í New York. Guðrún Ö. Stephensen átti sér draum um að menntast og starfa með ungum börnum. Styðja og styrkja börn til þroska. Hún hafði hugrekki til að láta þennan draum sinn rætast þrátt fyrir mótbárur margra í hennar samtíma. Áður en leiðin lá til Bandaríkjanna hafði hún verið við nám í Svíþjóð með styrk frá Jónasi frá Hriflu, sem var eins og hún, framsýnn maður. Börn og uppeldismál skipuðu alla tíð öndvegi í huga Guðrúnar. Allir áttu að fá að njóta sín. Hún var fulltrúi margbreytileikans. Jafnrétti var afdráttarlaust í huga hennar og átti ekki að geta leitt til mismununar á nokkru sviði. Í uppeldi gaf hún barninu orðið og fékk það til að segja hug sinn. Leiðbeindi með samræðu frekar en skipunum. Guðrún var menntakona í besta skilningi þess orðs. Hún var vel lesin og íhugul, fylgdist með samtímanum Guðrún Ö. Stephensen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.