Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 19. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Sigurjón Brink bráðkvaddur 2. Ísland – Austurríki, bein lýsing 3. Ekkert annað en sigur 4. Íslensku nöfnin erfið »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Söngspíra Deep Jimi & the Zep Creams, Siggi Eyberg, hefur gefið út sólóplötu. Platan er mjög fjölbreytt í stíl og hyggst hann virkja hlustendur til náinna samskipta við listamann- inn fyrir tilstuðlan netsins. »38 Sigurður Eyberg gefur út sólóplötu  Hljómsveitin Ferlegheit hefur gefið út sína fyrstu plötu, You can be as bad as you can be good. Til að fagna út- gáfu frumraunar þessarar verða haldnir útgáfu- tónleikar í Tjarnarbíói á fimmtudag- inn. Þar verður platan leikin í heild sinni og mun Ferlegheit fá nokkra gesti til aðstoðar við flutninginn. Hljómsveitin Ferleg- heit fagnar útgáfu  Benedict Andrews, leikstjóri leik- ritsins Lér konungur sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu, hlýtur helstu leiklist- arverðlaun Ástralíu annað árið í röð fyrir Líku líkt en það var tilkynnt í vikunni. Sýningin hlaut einnig verðlaunin sem besta leiksýning ársins og fyrir bestu leik- mynd ársins. Leikstjóri Lés leikstjóri ársins Á fimmtudag Suðvestan 10-18 m/s og él, einkum sunnan og vestan til. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost til landsins. Á föstudag Norðlæg eða breytileg átt, slydda eða snjókoma norðanlands, annars suð- vestlæg átt og rigning en úrkomulítið á A-landi. Hiti breytist lítið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 10-18 m/s og vætusamt, einkum suðaustanlands, en suð- vestlægari í kvöld og skúrir eða slydduél um landið vestanvert. Hiti víða 1 til 7 stig. VEÐUR „Ég er frábær og hef sjald- an verið betri hvað líkam- lega þáttinn snertir. Það er nú það skrítna og góða við stöðuna núna. Hitt er annað að ég gerði talsvert af tæknimistökum í leiknum, bæði í sendingum og þegar við vorum manni fleiri. Það er heiður að fá að hjálpa þessu liði og ég vil ekki gera neitt annað,“ sagði Ólafur Stefánsson eftir sigurinn á Austurríki. »1 „Heiður að fá að hjálpa þessu liði“ „Ég ræddi þetta ekkert að ráði við leikmennina en ég talaði aðeins við Gumma. Hann sagðist vilja fá mig til félagsins sama hvað það kostaði,“ sagði Alexander Petersson, lands- liðsmaður í handbolta, við Morg- unblaðið. Hann hefur samið við Rhein-Neckar Löwen, lið Guðmundar Þ. Guðmundssonar, um að ganga til liðs við það frá Füchse Berlín sumarið 2012. »2-3 „Gummi vildi fá mig hvað sem það kostaði“ Toppliðin tvö í NFL-ruðningsdeildinni voru óvænt slegin út á heimavelli í annarri umferð úrslitakeppninnar um síðustu helgi og því ómögulegt að spá hvað muni gerast í undanúrslit- unum. Leikir helgarinnar einkenndust af góðum leik leikstjórnenda sigurlið- anna, en í ruðningnum hefur leik- stjórnandi meiri áhrif á leik liðs síns en í flestum öðrum liðsíþróttum. »4 Toppliðin í ruðnings- deildinni töpuðu óvænt ÍÞRÓTTIR Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Myndin er ágæt og líklega nokkuð vel gerð enda held ég að strákurinn sé frekar vandvirkur og vilji gera vel,“ segir Stella Stefánsdóttir á Ak- ureyri um heimildarmynd, sem fjallar um hana og verður sýnd í Reykjavík í lok mánaðarins. Heimildarmyndin Amma Stella eftir Gunnar Konráðsson verður sýnd í Bíói Paradís á heimildar- og stuttmyndahátíðinni Reykjavík Shorts & Docks dagana 27. til 29. janúar. Hún fjallar um Stellu Stef- ánsdóttur, sem er 87 ára síðan í október, og tók það Gunnar um þrjú ár að gera myndina, en fjölskyldan, nánustu vinir og kunningjar fengu að sjá hana í Borgarbíói á Akureyri 28. desember. 176 afkomendur „Hann vann að þessu undanfarin ár, var eitthvað að safna í þetta. Upphaflega vissi ég ekki að hann ætlaði að gera kvikmynd um mig heldur hélt ég að þetta yrði bara smásamtal á milli okkar, eitthvað sem krakkarnir ættu seinna meir eftir að ég verð farin,“ segir Stella, sem eignaðist 14 börn, 10 stúlkur og fjóra drengi. Innt eftir fjölda afkom- enda segir hún að þeir séu margir. „Þetta er stór fjölskylda, 176 afkomendur. Það liggur við að þetta geti verið eitt þorp.“ Hún bætir við að þrír hafi bæst við í desem- ber en nú hafi brugðið svo við í janúar að ekki hafi verið tilkynnt að von væri á barni. „Það er alveg nýtt að nýbyrjað ár boði ekki eitthvað.“ Áskorun Gunnar segist í raun hafa haft tak- markaða vitneskju um líf ömmu sinnar áður en hann gekk í verkið. „Ég þekkti hana bara sem ömmu sem alltaf gaf mér gott að borða, spilaði við mig og stjanaði við mig,“ segir hann. Því hafi hann byrjað á viðtali en fljótlega séð að hann væri með meira efni í hönd- unum en hann hafi haldið. Hann hafi unnið að verkefninu með fullri vinnu, m.a. farið með ömmu sinni til Dan- merkur, Spánar og Kanada, farið með henni í veislur, boð og á ætt- armót og tekið viðtöl við börnin hennar. „Smám saman fóru svo púsl- in að raðast saman í heildstæða mynd,“ segir hann og vonar að myndin höfði ekki aðeins til fjöl- skyldunnar og vina heldur einnig al- mennings. „En það verður bara að koma í ljós.“ Strákurinn vill gera vel  Heimildarmynd- in Amma Stella sýnd í Reykjavík Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Með ömmu Stella Stefánsdóttir og Gunnar Konráðsson á meðan hann vann að gerð heimildarmyndarinnar. Gunnar Konráðsson kvikmynda- gerðarmaður vinnur nú að verk- efnum með meistaramatreiðslu- manninum Völundi Snæ Völundarsyni á Bahamaeyjum. Matreiðslubókin og verð- launabókin Delicious Ice- land eftir Völla Snæ kom út 2006 og sl. sumar gerðu þeir Gunnar sex sjónvarpsþætti sem byggjast á bókinni. Þættirnir hafa þegar verið seldir til níu landa auk þess sem fleiri hafa sýnt efninu áhuga, en sýnishorn má sjá á netinu (http://vimeo.com). Nú eru þeir að vinna að sambæri- legum bókum og sjónvarpsþáttum á Bahamaeyjum og koma upp upp- skriftasíðu með kennsluefni (www.thebasiccookbook.com). Gunnar gerir ráð fyrir að vera bund- inn ytra við þessi verkefni til loka mars eða fram í byrjun apríl. Gera saman bækur og þætti MEÐ VÖLLA SNÆ Á BAHAMAEYJUM Völundur Snær Völundarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.