Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011 FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Mikil óvissa er um þróun eldsneytis- verðs á heimsmarkaði á árinu. Útlit er fyrir að það muni halda áfram að hækka fram á mitt sumar en hvað gerist þá ber spám ekki saman um. Þó er búist við einhverri lækkun und- ir lok ársins en viðmælendur blaðsins segja að það sé meira byggt á vonum og væntingum en vísindalegum stað- reyndum. Á einu ári hefur heimsmarkaðs- verð á eldsneyti hækkað um 20%. Á sama tíma hefur innanlandsverðið hækkað um 13%, ef undan er skilið verðstríðið sem skall á í gær vegna góðs gengis íslenska handboltalands- liðsins á HM. Lækkun á gengi dollars á síðasta ári hefur dregið úr verð- hækkunum hér á landi, auk mikillar samkeppni um mitt árið milli sjálfs- afgreiðslufélaganna. Þannig hefur gengi dollars gagnvart krónu lækkað um nærri 7% á einu ári en þjóð- hagsspá gerir ráð fyrir 2,1% lækkun gengisvísitölunnar á árinu. Því gæti dollarinn átt eftir að hækka á ný. Hluti af skattahækkunum stjórn- valda um áramótin er kominn inn í verðið hér á landi og á næstu vikum má búast við enn meiri hækkunum er hækkað vörugjald leggst á nýjar birgðir. Verðstríðið nú vegna HM er því skammgóður vermir fyrir eigend- ur ökutækja. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, segir ýmsar kenningar uppi um þróun eldsneytisverðs á árinu. Sumir haldi því fram að lands- lagið verði með þeim hætti sem fram kemur á meðfylgjandi línuriti en aðr- ir reikni með áframhaldandi hækk- unum út árið. Miklu ráði hvað OPEC- ríkin geri varðandi framleiðsluna og líklegt að aukin eftirspurn frá lönd- um eins og Kína og Indlandi haldi áfram að hafa áhrif á heimsmarkaðs- verðið. Telur Runólfur líklegast í stöðunni að heimsmarkaðsverð muni ekki lækka í bráð. „Svo hjálpa nú ekki til fyrir okkur þessar auknu álögur stjórnvalda á eldsneyti og bendir fátt til að þær verði lækkað- ar,“ segir Runólfur. Magnús Ásgeirsson, innkaupa- stjóri N1, segist telja meiri líkur en minni á tiltölulega flötu elds- neytisverði á árinu, svipað og er nú á heimsmarkaði, ef ekki bregði til stríðsátaka í heiminum eða að OPEC breyti framleiðslunni. Þá sé áfram óvissa um gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum og veð- urfar geti haft einhver áhrif á verðþróunina. Stutt gaman með „strákunum okkar“  Óvissa um verðþróun eldsneytis en meiri líkur á hækkun Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Ef allt fer að óskum telur Haraldur Briem sóttvarnarlæknir að hefja megi bólusetningar gegn HPV-veir- unni, sem er helsta orsök legháls- krabbameins, í haust eða byrjun næsta árs. Haraldur verður meðal fyrirlesara á hádegisfundi sem Styrktarfélagið LÍF stendur fyrir í dag um fyrirhugaða bólusetningu en nokkur ár eru liðin frá því að fyrst stóð til að hefja bólusetningu gegn veirunni. „Það var unnin heilmikil grein- argerð um þetta á árunum 2007- 2008 og þá var þetta metið kostn- aðarhagkvæmt en svo kom hrunið og þá varð þetta óheyrilega dýrt,“ segir Haraldur. Hann segir það von manna að bóluefnið hafi eitthvað lækkað í verði en það muni koma í ljós eftir útboð hvort kostnaðurinn verði ásættanlegur. Til stendur að bólusetja allar 12 ára stúlkur en Haraldur leggur áherslu á að bólusetningin komi ekki í staðinn fyrir krabbameinsskoðun. „Það verður að hafa í huga að bólu- efnið vinnur ekki gegn öllum stofn- um veirunnar þannig að við verðum að halda áfram krabbameinsleit þó að bólusetningin fari í gang,“ segir hann og bendir á að mikill og góður árangur hafi náðst í leit að legháls- krabbameini hér á landi. Efna til fjársöfnunar Hádegisfundurinn í dag er sá fyrsti af fjórum fyrirlestrafundum sem Styrktarfélagið LÍF efnir til annan hvern miðvikudag næstu vik- ur. Þeir eru liður í að vekja athygli á söfnunarátaki sem félagið hyggst hrinda af stað hinn 16. febrúar næstkomandi en það mun m.a. felast í sölu á bolum og símasöfnunarátaki á Stöð 2 hinn 4. mars. Félagið var stofnað í desember árið 2009 í þeim tilgangi að styrkja og styðja kvennadeild Landspítal- ans. Það verkefni sem sett var í for- gang voru endurbætur á sængur- legudeild 22A. Helmingurinn af deildinni var endurnýjaður með fjármagni frá framkvæmdastjórn spítalans árið 2009 en ekki náðist að ljúka við verkefnið. Ingrid Kuhlman situr í stjórn LÍF og segir kostnað við þær framkvæmdir sem eftir eru vera metinn á 80 milljónir. „Þetta eru nokkuð miklar fram- kvæmdir. Þetta er stórt rými, um 110 fermetrar, sem er vannýt í dag, enda vantar þar alla loftræstingu og það þarf að skipta um allar raf- og skólplagnir. Einnig þarf að útbúa einstaklingsherbergi til að menn geti verið hjá konunum sínum í sængurlegunni og það þarf líka að breikka dyrnar að ganginum en í dag er ekki hægt að rúlla rúmunum þar í gegn,“ segir Ingrid. Hún segir LÍF leggja mikla áherslu á að á kvennadeildinni verði miðstöð kven- lækninga og fæðingaþjónustu, enda liggi ljóst fyrir að ekki sé gert ráð fyrir að deildin flytji á nýtt sjúkra- hús. Bólusetning gegn HPV-veir- unni boðin út  LÍF safnar fyrir kvennadeild LSH Morgunblaðið/RAX LÍF Félagið vill byggja öfluga mið- stöð kvenlækninga á LSH. HPV-veiran » HPV er algengasta kyn- smitið og getur valdið legháls- krabbameini. » Allt að 80% kvenna smitast af veirunni en flestar eru ein- kennalausar. » Stofnarnir HPV 16 og 18 eru algengastir illkynja stofna HPV en bóluefnin Gardasil og Cerv- arix verja gegn þessum stofn- um. Bann við notkun fjölfosfata í salt- fiskverkun verður rætt við fulltrúa Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og ESB á morgun, fimmtudag. Fimm manna sendinefnd fer til Brussel í dag vegna málsins. Atli Gíslason, formaður sjávarútvegs- og landbún- aðarnefndar Alþingis, sagði að ferð- in væri farin í framhaldi af komu fulltrúa saltfiskframleiðenda á fund sjávarútvegsnefndar. „Við ætlum að athuga hvort það eru einhver úrræði í þessu,“ sagði Atli. Hann hefur kannað bannið í samvinnu við sjávarútvegsráðu- neytið. Atli kvaðst vona að hægt yrði að opna málið og leiða það til far- sællar lausnar. „Þetta eru milljarða hagsmunir og stórir markaðir,“ sagði Atli. Auk hans eru í sendinefndinni Ingimar Jóhannsson, skrifstofustjóri í sjáv- arútvegsráðuneytinu, Guðbergur Rúnarsson, frá Íslenskum saltfisk- framleiðendum, Elvira Mendez, sér- fræðingur í Evrópurétti og lög- fræðilegur ráðunautur saltfiskframleiðenda, og Jón Þór Hallgrímsson frá saltfiskframleið- andanum DSFU í Þýskalandi. ESA skrifaði íslenskum stjórn- völdum 1. desember sl. og ítrekaði að bannað væri að nota fjölfosföt við framleiðslu saltfisks og léttsaltfisks. Matvælastofnun tilkynnti þá að notkun efnanna í þessu skyni væri bönnuð hér. Fjölfosföt voru notuð við framleiðslu á tandurfiski til að koma í veg fyrir gulnun. Bent hefur verið á að efnin skolist úr við útvötn- un. Þá má nota þau við framleiðslu á frystum fiski. gudni@mbl.is Ræða fjölfosfatabann í saltfiski við ESA og ESB Morgunblaðið/Jim Smart Saltfiskur Bann við notkun fjölfos- fata snertir mikla hagsmuni.  Reynt að opna málið að nýju Gott gengi landsliðsins í hand- bolta á HM í Svíþjóð er farið að skila sér í vasa bíleigenda. ÓB reið á vaðið með því að bjóða lykilhöfum afslátt út frá marka- mun í sigurleikjum liðsins. Í gær var afslátturinn því 14 krónur eftir stórsigurinn á Japan. Hin sjálfsafgreiðslufélögin, Orkan og Atlantsolía, fylgdu svo í kjöl- farið og loks N1. Ljóst er að milljónir króna hafa sparast hjá bíleigendum. Eldsneytissala er að jafnaði um 1 milljón lítrar á dag þannig að sparn- aðurinn er minnst 14 milljónir króna, ef ekki meira. Talsmaður ÓB sagði félagið hafa mikla trú á lands- liðinu en tekinn væri einn leikur í einu, spurður hvað þessir afslættir gengju lengi. Viðtökur hefðu ver- ið mjög góðar til þessa. Milljónir sparast GOTT GENGI Á HM Þórir Ólafsson hefur farið á kostum. Bensínverð og gengi dollars (ISK) 220 200 180 160 140 120 100 900 850 800 750 700 650 600 Spá fyrir 2011 Spá fyrir 2011Jan. 2010 14. jan. 2011 Jan. 2010 14. jan. 2011 Heimsmarkaðsverð (USD) $ 718,61 $ 873,0 95 okt bensín (algengt verð í sjálfsafgreiðslu) 95 okt bensín (USD hvert tonn) Gengi USD í ISK125,15 kr. 116,51 kr. 188,2 kr. 212,9 kr. *Lauslega byggt á spám um heimsmarkaðsverð og gengi USD $ 850 210 kr.* 119 kr. 198,4 kr. Einsdags lækkun vegnagóðsgengis Íslands áHM í handbolta í gær KONUNGUR ÞORRANS Í 48 ÁR GÓÐIR LANDSMENN, ÞORRINN NÁLGAST! Hann hefst 21. janúar – Munið að panta tímanlega Sími 553 7737 I www.mulakaffi.is ÚTVEGUM VEISLUSA LI FYRIR ÞOR RABLÓT Vid blótum enn og aftur! OKKAR LANDSFRÆGU HJÓNABAKKAR OG ÞORRATROG HENTA VEL FYRIR STÓRA OG SMÁA HÓPA A N T O N & B E R G U R

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.