Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011 VM Stórhöfða 25 110 Reykjavík sími 575 9800 www.vm.is DAGSKRÁ Staðan í kjaramálum Kröfur VM Eftir hverju er verið að bíða? María Ólafsdóttir maria@mbl.is Þessar nútímans konur eruekki kvenmenn,“ ritarBríet Bjarnhéðinsdóttir íKvennablaðið hinn 13. ágúst 1906 og vitnar þar í almennt álit karlmanna í samfélaginu. Lýsir þetta ágætlega því almenna viðhorfi í samfélagi þess tíma að nútíminn og konur væru hættuleg blanda. Þann- ig er hið kvenlega og kvenleiki lykil- hugtak í umræðunni um menntun og samfélagslegt hlutverk kvenna á síð- ari hluta 19. aldar. Óttast var að kon- ur töpuðu kvenleika sínum þegar þær færu að trana sér meira fram og sækja sér menntun í auknum mæli. Hins vegar virðist skilgreining á hugtakinu kvenleiki vera óljós og hugtakið ókvenlegt meira áberandi en kvenlegt. Í fyrirlestri sínum um kjör og réttindi kvenna hinn 30. des- ember 1887 kallar Bríet Bjarnhéð- insdóttir nútímakonuna paríu. Er það þýðing á enska orðinu pariah en orðið er í raun mjög víðtækt og er sama hugtak notað um þá sem eru á jaðrinum eða stéttleysingja í ind- verskri stéttaskiptingu. Í dag er far- ið að nota orðið í kenningasmíð í kynjafræði. Paría var nefnd sú kona sem tók sér karllegt vald og ein- kenni en henni mátti einnig lýsa með hugtakinu úrhraks-kvenleiki eða ómynd. Mótun kyngervis á Íslandi Að þessu víkur Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur í væntanlegri doktorsritgerð í sagn- fræði við Háskóla Íslands þar sem viðfangsefnið er mótun kyngervis á Íslandi á síðari hluta 19. aldar. Kynnti Erla Hulda þetta efni á há- degisfyrirlestri í Þjóðminjasafninu á dögunum og sagði þar meðal annars að kvenleiki hefði verið notaður til að halda konum niðri. Deila mætti um hvað væri kvenlegt en almennt félli þar undir umhyggja, auðmýkt, undirgefni og fleira sem konum væri eðlislægt. Karlmennska hefði for- ræði gagnvart kvenleika og í raun væri ekki til ráðandi kvenleiki. Þannig voru konur sem höfðu áhuga á pólitík til að mynda kallaðar rauð- ur pólitíkus. Þverstæður í málflutningi „Það hefur mikið verið fjallað um þverstæður kvennahreyfingar- innar sem skapaðist af þessum við- horfum. Konur vildu fá full réttindi og vera álitnar fullgildar mann- eskjur. En til þess að gera það þurftu þær að hafna kvenleika því hann er fullur af takmarkandi eigin- leikum. Kvenleiki er kjarninn í því að vera kona svo hvernig getur þú hafnað honum en samt verið kona? Þannig verða til þessar þverstæður í málflutningi en kvenfrelsiskonur vildu halda því fram að við gætum haldið áfram að vera konur og kven- leiki hamlaði okkur ekki. Að sama skapi gerði hærra siðferðisstig og umhyggja kvenna, það sem kallað er mæðrahyggja, konur færari um að sinna ýmsum opinberum málum. Þær höfðu siðferðilega yfirburði yfir karla og áttu að taka þátt í opinbera lífinu og bæta stjórnmálin. Þetta væru rökin fyrir því að þær ættu að taka þátt en bæði hluti karlmanna og kvenna höfðu áhyggjur af því að þær myndu með því glata þessum eiginleikum. Konur voru mærðar fyrir stórkostlega eiginleika sem um leið gerði þær óhæfar,“ segir Erla hulda. Á þröskuldi nýrra tíma Um þetta hefur verið heilmikið skrifað bæði af Sigríði Matthías- Ókvenlegar nútímans konur Kvenfrelsisbaráttan á Íslandi í lok 19. aldar einkenndist af þverstæðum og mark- aðist af hugmyndum um kvenleika. Í væntanlegri doktorsritgerð sinni í sagnfræði fjallar Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur um úrhraks-kvenleika. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Barátta Útifundur kvenna á Lækjartorgi árið 1975. Grafíski hönnuðurinn Jen hefur hald- ið úti bloggi frá árinu 2006 undir nafninu madebygirl.blogspot.com. Þar bloggar hún um innanhúss- hönnun, list, mat, tísku og ýmislegt sem tengist hennar persónulega lífi. Jen er dugleg að blogga en hún upp- færir síðuna næstum því á hverjum degi. Á vefsíðunni segist Jen fá inn- blástur úr ýmsum þáttum, litum, let- urgerðum, sköpunargleði og fleiru sem hún vill deila með lesendum sín- um. Skemmtilegast finnst henni að blogga um heimili hönnuða og höf- unda annarra lífsstílsvefsíðna. Made- ByGirl bloggið er litríkt og skemmti- legt og ætti að gleðja auga fagurkera. Þar má líka finna ýmiss konar góðar hugmyndir fyrir heimilið. Nú í vikunni bloggaði Jen til að mynda um það hvernig henni hefði tekist upp við að breyta grámyglulegum geymsluskáp í æðislegt fataherbergi. Allt saman með innréttingum úr IKEA. Hún setur myndir með sem sýna skápinn fyrir og eftir breytingar. Á vefsíðunni má líka finna tengla á önnur svipuð blogg svo að áhugasamir ættu að hafa nóg að skoða renni þeir yfir þann lista. Vefsíðan www.madebygirl.blogspot.com Kósí Bloggarinn Jen skrifar um falleg og notaleg heimili. Litríkt hönnunarblogg Nú er hafið nýtt ár og þá er ágætt að halda góðu skipulagi utan um það sem framundan er. Verra er að hafa hlutina algjörlega í lausu lofti því þá vill oft eitthvað gleymast eða fólk tví- bókar sig og endar í hinu mesta stressi. Margir fá skipulagsdagbók í skóla eða vinnu en það má líka víða kaupa sér litríkar og skemmtilegar bækur fyrir þá sem vilja eitthvað öðruvísi. Inn í þær er svo gott að skrifa allt það sem tengist skóla, vinnu, félagslífi og jafnvel afmælis- daga líka. Sjálfsagt eru margir búnir að þessu nú þegar en fyrir ykkur hin er best að drífa í þessu! Endilega … … skipuleggið ykkur vel Skipulag Gott er að skrifa hjá sér. Þetta verður unaðslega væmiðog mun vafalítið gleðja fólkí skammdeginu,“ segir Pét- ur Húni Björnsson tenór, en hann ætlar ásamt Jóni Svavari Jósefs- syni bassbarítón að syngja þrettán sykursæta dúetta í kvöld á Cafè Rósenberg við píanóundirleik Lilju Eggertsdóttur. „Allt sem við syngjum er með ís- lenskum texta og þó að lögin séu mörg þýsk er þetta allt staðfært yf- ir í íslenska sveitarómantík. Þetta eru lög sem sungin voru í gamla daga, lög sem til dæmis MA kvart- ettinn söng, Geysiskvartettinn og Smárakvartettinn. Dæmi um lög sem við ætlum að flytja eru Björt nótt eftir Jón Björnsson, Sólset- ursljóð eftir Bjarna Þorsteinsson, Ég sé þig eftir Áskel Jónsson, Á vegamótum eftir Eyþór Stefánsson og Rauðasta rósin eftir Schröder, auk fleiri laga.“ Dans á milli þeirra þriggja Pétur segir kveikjuna að þessum tónleikum vera tónleika sem haldn- ir voru á Dalvík 2. janúar á þessu ári í tilefni af útgáfu safndisks með upptökum af söng Jóhanns Daní- elssonar tónlistarkennara og söngvara. „Á þeim tónleikum sung- um við Jón Svavar nokkra dúetta til heiðurs Jóhanni. Ég var í hlutverki Jóhanns en Jón Svavar í hlutverki Eiríks Stefánssonar bassa frá Ak- ureyri. Þar sem þetta small svona líka vel saman hjá okkur og okkur fannst þessi tónlist líka skemmtileg, þá fannst okkur ekki annað hægt en halda líka tónleika hér fyrir sunnan.“ Sjö af lögunum í kvöld eru þau sömu og þeir fluttu fyrir norð- an en tíu lög eru ný. „Eftir að við komumst á bragðið fyrir norðan fundum við fleiri dúetta og aldrei að vita nema við æfum saman fleiri og blásum aftur til tónleika. Við þrjú vinnum mjög vel saman, Lilja er mjög fær píanóleikari og undir- leikari svo þetta er dans á milli okk- ar þriggja.“ Tónleikar á Rósenberg í kvöld Dísætir söngdúettar Þríeyki Pétur, Lilja og Jón Svavar eru öflug saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.