Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 16
Bresk fágun Lífið gengur sinn vanagang í miðborg London þó svo að verðbólga mælist nú um 3,7%.
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Verðbólga í Bretlandi í desember mældist 3,7% á
ársgrundvelli og hefur ekki verið meiri í átta mán-
uði. Gengi pundsins hefur að sama skapi hækkað
undanfarið en þróun þess ræður miklu um end-
anlegan kostnað ríkisins verði Icesave-samning-
urinn samþykktur.
Um er að ræða verulega hækkun milli mánaða
en verðbólgan mældist 3,3% í nóvember. Verð-
bólgumælingin er hærri en Englandsbanki bjóst
við en hann hafði spáð að verðbólga færi í 3,6%
fyrir árslok.
Ljóst er að verðbólgumælingin eykur enn frek-
ar á þrýsting á Englandsbanka um að hækka
stýrivexti til að koma böndum á verðbólguna.
Stýrivextir hafa verið 0,5% frá því í mars árið
2009. Verðbólga mældist hinsvegar meira en 100
punktum yfir verðbólgumarkmiði bankans allt síð-
asta ár. Væntingar eru um að verðbólgan á Bret-
landi fari í 4% á næstu mánuðum en helsti drif-
kraftur verðlagsþrýstings um þessar mundir eru
verðhækkanir á matvælum og eldsneyti ásamt
áhrifum skattahækkana.
Fram til þessa hefur Englandsbanki haldið að
sér höndum meðal annars vegna þess að búist er
við því að áhrif aðhaldsaðgerða stjórnvalda á hag-
vöxt og eftirspurn komi af fullum þunga fram á
næstunni og hafi hjöðnunaráhrif á verðbólgu.
Gengisþróun erlendis skiptir
sköpum fyrir Icesave
Þrátt fyrir það virðast væntingar um að Eng-
landsbanki bregðist við á næstunni með hækkun
stýrivaxta fara vaxandi. Endurspeglast það meðal
annars í gengisþróun sterlingspundsins að und-
anförnu. Gengi pundsins hefur styrkst verulega að
undanförnu gagnvart helstu gjaldmiðlum vegna
væntinga um vaxtahækkanir.
Eins og fram hefur komið í greinargerðum sér-
fræðihópa til fjárlaganefndar Alþingis um Ice-
save-frumvarpið er gengisáhætta varðandi þróun
punds gagnvart evru og Bandaríkjadal einn af
áhættuliðum samningsins en hún bætist við þá
gengisáhættu sem hlýst af gengislækkun krón-
unnar. Styrking pundsins gagnvart hinum gjald-
miðlunum tveim er eitt af því sem getur haft veru-
leg áhrif á endanlegan kostnað ríkissjóðs vegna
samningsins.
Mun trúverðugleiki verðbólgumarkmiða Evr-
ópska seðlabankans og Englandsbanka ráða
miklu um þá þróun. Í því samhengi er vert að at-
huga að Englandsbanki hefur ekki gripið til að-
gerða þrátt fyrir að verðbólga hafi oftar en ekki
mælst yfir markmiðum bankans. Þvert á móti hef-
ur hann aukið peningamagn í umferð með beinum
skuldabréfakaupum. Ekki er hægt að ganga að því
vísu að Englandsbanki muni hækka vexti. Eins og
bent er á í dálknum Lex á vefsíðu Financial Times
er ekki um að ræða eftirspurnarverðbólgu í
breska hagkerfinu og þar af leiðandi hefði stýri-
vaxtahækkun takmörkuð áhrif. Auk þess bendir
dálkahöfundurinn á að hugsanlega telji stjórnvöld
hóflega verðbólgu gagnlega með hliðsjón af mikl-
um skuldum breska ríkisins. Slíkt gæti til lengri
tíma litið leitt til veikingar pundsins gagnvart
evru.
Veruleg verðbólga í Bretlandi
Verðbólga mælist nú 3,7% Mælist hvergi meiri í þróuðum hagkerfum
Pundið styrkist vegna væntinga um stýrivaxtahækkun á næstunni
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011
STUTTAR FRÉTTIR
● Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði
um 0,2% í gær og nam veltan á skulda-
bréfamarkaðnum 5,3 milljörðum króna
í viðskiptum gærdagsins. Vísitalan hef-
ur lækkað um 0,3% það sem af er ári.
Vísitalan fyrir verðtryggð bréf hækkaði
um 0,3% í viðskiptunum í gær en vísi-
talan fyrir óverðtryggðu bréfin hækk-
aði um 0,1%. Frá áramótum hefur orðið
lítil breyting á vísitölunni fyrir verð-
tryggð bréf en þau hafa lækkað um
0,04%. Mun meiri lækkun hefur hins
vegar orðið á vísitölunni fyrir óverð-
tryggðu bréfin en hún hefur lækkað um
0,84% frá byrjun ársins.
Skuldabréfin hækka
● Samkvæmt tölum
Þjóðskrárinnar lækk-
aði íbúðaverð á höf-
uðborgarsvæðinu um
1,2% í desember frá
mánuðinum á undan.
Vísitala íbúðaverðs
hefur lækkað um
0,4% síðustu þrjá mánuði en lækk-
unin síðasta hálfa ár nemur 1,3%.
Þegar horft er til alls ársins í fyrra
hækkaði vísitalan um 0,2%. Vísitala
íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu
sýnir breytingar á vegnu meðaltali fer-
metraverðs.
Fasteignaverð heldur
áfram að lækka
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Stofnfjáreigendum Sparisjóðs Vest-
mannaeyja bauðst kúlulán til fimm
ára til þess að taka þátt í stofnfjár-
aukningu sjóðsins árið 2007. Þetta
segir Stefán Sigurjónsson, einn 70
stofnfjáreigenda í Sparisjóði Vest-
mannaeyja í samtali við Morgun-
blaðið. Fjöldi sparisjóða á Íslandi jók
stofnfé sitt árið 2007 og var Spari-
sjóður Vestmannaeyja ekki undan-
skilinn. Stofnfjáraukning Eyja-
manna nam um 350 milljónum króna
á árinu 2007. Sparisjóður Vest-
mannaeyja hefur nú gengið í gegn-
um fjárhagslega endurskipulagn-
ingu og nýja stofnfjáraukningu í
tengslum við hana. Upprunalegir
stofnfjáreigendur halda um 15% af
sinni eign, en Vestmannaeyjabær,
Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og
Vinnslustöðin tóku þátt í aukning-
unni og eiga nú samtals um 29% hlut.
Ríkið á síðan það sem út af stendur,
eða um 55% stofnfjár. Sparisjóður
Vestmannaeyja rekur starfsemi í
Hveragerði, á Selfossi, Höfn og við
Djúpavog og á Breiðdalsvík.
Þungur gjalddagi 2012
Stefán tók fimm milljón króna
kúlulán í erlendi mynt hjá Íslands-
banka með gjalddaga árið 2012. „Ég
greiði um 500-600 þúsund krónur í
vexti á ári, en þarf að greiða höf-
uðstólinn, sem er um 11 milljónir, á
næsta ári,“ segir hann og bætir við:
„Við sem tókum þátt í þessu fengum
að heyra að arðgreiðslur sjóðsins
myndu standa undir þessu.“ Víða um
land hafa stofnfjáreigendur hinna
ýmsu sparisjóða stofnað með sér
samtök til að gæta hagsmuna sinna.
Stefán segir engin slík samtök þó
starfandi í Vestmannaeyjum. Að
sögn Stefáns var sama sagan með
sparisjóðinn í Eyjum og víða, þar
sem hagnaður var að nánast öllu
leyti drifinn af gengishagnaði hluta-
bréfaeignar í fjármálafyrirtækjum.
Stofnfjáraukn-
ing fjármögnuð
með kúlulánum
Morgunblaðið/RAX
Bjargsig Stofnfjáreigendur Sparisjóðs Vestmannaeyja tóku margir áhættu
með því að kaupa nýtt stofnfé í árslok 2007 í 350 milljóna stofnfjáraukningu.
Arður af rekstri Sparisjóðs Vest-
mannaeyja átti að duga til greiðslu lána
Stofnfé aukið í Eyjum
» Stofnfé Sparisjóðs Vest-
mannaeyja var aukið í árslok
2007 í lokuðu útboði fyrir þá-
verandi stofnfjáreigendur
sjóðsins. Arðgreiðslur voru
sagðar mundu standa undir
lánunum.
» Stefán Sigurjónsson, einn
stofnfjáreigenda, þarf að
greiða 11 milljónir króna 2012.
Samkvæmt upplýsingum frá slita-
stjórn Glitnis eru lögmenn hennar í
Bandaríkjunum að fara yfir yfirlýs-
ingar sjömenninganna sem var
stefnt fyrir dómstól í New York af
slitastjórninni fyrr í vetur. Þeir
munu síðan á næstu dögum leggja
fram sínar athugasemdir við tillög-
urnar.
Yfirlýsingin var hluti af úrskurði
dómstóls í New York um að vísa
málinu frá dómi í desember. Slita-
stjórnin hafði stefnt Jóni Ásgeiri
Jóhannessyni og sex viðskipta-
félögum hans fyrir dómstóla í New
York og krafist tveggja milljarða
Bandaríkjadala í bætur fyrir að
hafa rænt bankann innan frá að
mati slitastjórnarinnar. Þegar dóm-
ari vísaði málinu frá gerði hann það
að skilyrði að sjömenningarnir
myndu lýsa því yfir að þeir myndu
viðurkenna lögsögu íslenskra dóm-
stóla í málinu og mæta fyrir rétt og
að eignir þeirra vestanhafs yrðu
aðfararhæfar.
Slitastjórnin telur yfirlýsingu
sjömenningana ekki í anda þess
sem dómstóllinn óskaði eftir. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins má búast við því að lögmenn
slitastjórnarinnar komi með sínar
tillögur á næstu dögum og að dóm-
stóllinn taki svo ákvörðun um
endanlega útfærslu.
ornarnar@mbl.is
Skýrist
innan
fárra daga
Tekist á um yfirlýs-
ingu í Glitnismálinu
!"# $% " &'( )* '$*
++,-./
+.0-+,
++.-12
23-/..
23-32,
+0-14
+2+-4.
+-4+1+
+.+-+5
+1,-4
++0-+0
+.0-,+
++.-.0
2+-34/
23-3.1
+0-1/+
+2+-.2
+-4+/2
+.+-,0
+1,-.4
2+5-302
++0-41
+..-3,
++/-22
2+-++
23-+44
+0-,42
+22-+,
+-4255
+.2-2+
+10-2.