Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011 Það var þungbært að meðtaka það að afi væri farinn frá okkur eftir skammvinn veik- indi. Margar góðar minningar hafa flogið í gegnum hugann að undan- förnu og mikið er ég þakklátur fyrir að hafa haft hann að í rúm 40 ár. Afi var elstur þriggja bræðra og var Reykvíkingur í húð og hár. Ég var ekki hár í loftinu er ég bjó á heimili hans og ömmu að Silfurteigi í Reykjavík með mömmu. Heimili afa og ömmu að Silfurteigi hefur haft sérstaka þýðingu fyrir mig alla tíð og þangað hefur ávallt verið gott að koma. Ég bjó hjá þeim í tvo vet- ur er ég sótti framhaldsskóla í Reykjavík og naut gestrisni þeirra og hjálpsemi á allan hátt. Afi átti sérstaklega gott með að umgangast fólk, var hvers manns hugljúfi alla tíð, sýndi af sér fá- dæma snyrtimennsku og skipulag. Hann sýndi mér ungum manninum alltaf fullan skilning og var áhuga- samur um það sem ég var að fást við og læra. Afi upplifði hreint ótrúlegt tíma- bil framfara og tækni á Íslandi. Hann hafði ásamt ömmu sérstakt dálæti og áhuga á trjárækt og helsti vitnisburður þess er sum- arbústaðaland þeirra, „Landið“, í hlíðum Úlfarsfells. Þar reistu þau sér lítið sumarhús á berangri og ræktuðu fjölbreyttan trjágróður hátt í hálfa öld. Margar ferðirnar voru farnar til að hlúa að gróðri og hirða landið sem var þeim ávallt svo kært. Afi hafði gott vald á íslenskri tungu, bjó yfir miklum orðaforða og varði miklum tíma í bóklestur. Hann átti mikið bókasafn sem gam- an var að glugga í og verður ánægjulegt okkur sem eftir lifa að hafa aðgang að. Afi kom sér upp að- stöðu til bókbands, hann handbatt inn tímarit, gömul blöð og annað efni sem honum þótti fróðlegt við- Helgi Markús Kristófersson ✝ Helgi MarkúsKristófersson fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1918. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 31. desem- ber 2010. Útför Helga fór fram frá Laugar- neskirkju 18. janúar 2011. fangsefni hvers tíma. Einnig var áhugasvið afa á ljósmyndun og ráða krossgátur. Ef einhvers staðar var krossgáta þá var afi búinn að ráða hana af sinni kunnu snilld. Afi vann öll mín uppvaxtarár hjá Sveini Egilssyni hf. sem flutti inn og seldi Ford bifreiðar. Hann var mjög tryggur Ford bifreiðum. Það kom sér líka vel þar sem mamma, pabbi og við systkinin bjuggum í Vík í Mýrdal og Hulda frænka á Ísafirði og um vegleysur að fara. Mér eru einnig minnisstæð nokkur ferðalög með þeim um Ís- land. Afi tók þátt ásamt ömmu í starfi eldri borgara í Reykjavík eftir að þau fóru á eftirlaun og áttu þar ánægjulegar stundir. Eftir að við Ólöf fórum að búa og eignast börn sýndu afi og amma okkur mikla hlýju og tryggð sem aldrei bar skugga á. Afkomendur afa og ömmu eru 33 og þeim fjölgar stöð- ugt. Afi reyndist ömmu ákaflega vel þau tæp 70 ár sem þau áttu saman. Hann var mikill náttúruunnandi og sannur íslendingur. Er ég kveð þig, kæri afi minn, minni hinstu kveðju, kemur upp í huga mér ljóð Jónasar Hallgrímssonar, fyrsta eiginlega náttúrufræðings okkar Íslendinga. Hörðum höndum vinnur hölda kind ár og eindaga; siglir særokinn, sólbitinn slær, stjörnuskininn stritar. Traustir skulu hornsteinar hárra sala; í kili skal kjörviður; bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, því skal hann virður vel. --- Blessuð sé minning afa. Helgi Már Karlsson. Kær vinur og frændi er hér kvaddur hinstu kveðju. Við Helgi vorum bræðrasynir og ræktuðum frændsemina vel. Hvar sem ég leita í sjóði minninga liðinna daga um þennan frænda minn, eru þær allar á jákvæðu nótunum. Fyrir utan að vera góður frændi, var hann einn besti símavinur sem ég hef eignast. Þær voru margar ánægjustund- irnar sem við áttum í símaspjalli og þá einkum eftir að báðir voru komnir frá önnum ævistarfsins. Helgi helgaði sig bókbandi til fjölda ára, það hafði hann lært á unga aldri en það legið niðri að mestu á meðan brauðstritið var í fullum gangi. Það var hrein unun að koma í kjallarann hjá honum og líta augum allan þann fjölda bóka, blaða og tímarita, sem hann hafði bundið inn, allt með sama snilldarhand- bragðinu. Og nokkrir eru þeir Fréttabúarnir sem hann batt inn fyrir okkur og prýða hillur mínar. Ég minnist þeirra tíma á sjötta og sjöunda áratugnum, þegar ég var með vörubíl undir höndum og átti marga ferðina til Reykjavíkur. Þá var alltaf komið við á Silfur- teignum, en þar bjó frændfólk mitt. Þetta var ef svo mætti segja, eins konar smáríki, þ.e. föðursystkini mín, Kristófer ásamt eiginkonu og þremur sonum, auk Helga, Björg- vin, sem er látinn, Haukur og þeirra fjölskyldur og Auðbjörg föð- ursystir mín, synir hennar tveir, og systkini hennar, Markús og Grím- heiður, þetta voru fimm fjölskyld- ur. Mér fannst alltaf Kristófer og Auðbjörg vera eins og kóngur og drottning í þessu litla samfélagi, allt í sama húsinu, sem þeir allir byggðu í sameiningu. Og þessi stóri barnahópur sem var í húsinu, það nánast heyrði til undantekninga ef þar var einhver misklíð í gangi. Það var svo einstök samheldni og góð- vild sem einkenndi þetta samfélag. Það má segja að á Silfurteigi 4 hafi ég átt mitt athvarf og griðastað í mínum ferðum í höfuðborgina, sem voru æði margar á þessum tíma. Ef ég lenti í einhverjum vandamálum var Helgi tilbúinn að aðstoða mig. Þegar fyrsti bíllinn kom hér á bæ aðstoðaði hann Tryggva bróður minn við kaupin og eins við að fá lagfæringar á honum. Síðan kom hann með bílinn austur. Svona var Helgi, alltaf tilbúinn að gera frændum sínum greiða og eins var með hans ágætu konu. Að lokum vil ég færa mínum kæra frænda alúðarþökk fyrir öll notalegheitin og greiðasemina gegnum tíðina um leið og við Sæ- unn vottum Önnu, börnum og öðr- um vandamönnum dýpstu samúð. Eins biður Tryggvi bróðir minn fyrir samúðarkveðjur og þakkar fyrir alla greiðasemi og góðan hug í gegnum tíðina. Blessuð sé minning Helga Kristóferssonar. Eyþór Ólafsson. Þegar ég frétti andlát Einars Björg- vinssonar varð mér hugsað til þess spak- mælis að geyma sér aldrei fólk. Tveim vikum áður töluðum við saman í síma og Einar eins og allt- af er við heyrðumst, heilsaði með ávarpinu: Komdu margblessaður, nú þurfum við að fara að hittast. Kynni okkar Einars hófust fyrir um áratug, er ég hóf störf hjá IAV á Keflavíkurflugvelli. Tókst strax með okkur ágætis kunningskapur sem varð með árunum að góðri vináttu. Einar var ekki allra, en vinur vina sinna. Í rúmlega 6 ár dvöldumst við saman í húsnæði sem verktakarnir lögðu starfs- mönnum lengra að komnum til, en fórum heim á helgum. Starfsvettvangar okkar Einars voru á sitthvoru svæðinu, en við hittumst á hverjum degi kvölds og Einar Björgvinsson ✝ Einar Björg-vinsson fæddist í Krossgerði á Beru- fjarðarströnd 31. ágúst árið 1949. Hann lést 29. nóvember síð- astliðinn. Útför Einars fór fram frá Laugarnes- kirkju 10. desember 2010. morgna. Urðu kvöld- in okkur eðlilega skrafdrýgst og var þá fátt heilagt, en Einar hafði starfað lengi hjá fyrirtækinu og kunni frá mörgu að segja, ýmsum sér- stökum persónum eins og gefur að skilja hjá jafn mann- mörgu fyrirtæki. Einar var skemmti- legur í frásögn, góð- ur íslenskumaður og kjarnyrtur og húm- orinn allsráðandi. Eftir að Einar lauk prófi frá Samvinnuskólanum réðst hann sem blaðamaður á Tímann, og minntist gjarnan á mörg spaugileg atvik sem þar áttu sér stað. Þegar hann hætti hjá Tímanum dvaldist hann um nokkurra ára skeið er- lendis, í Svíþjóð en lengst í Kaup- mannahöfn, og var honum sú borg hugstæð. Áhugamál Einars voru bókmenntir og tónlist og seinni ár- in ferðalög sem hann fór í ásamt einkadóttur sinni Þóreyju Rósu og kvaðst ekki geta hugsað sér betri ferðafélaga. Núna seinni árin hittumst við sjaldan, en vorum þeim mun meira í símasambandi, en alltaf stóð til að bæta úr og hittast. Því minnist ég þess spakmælis sem ég hóf skrif þessi á, að geyma sér ekki fólk. Við vorum búnir að heita okkur því að fara saman í ferð austur í Berufjörð og æskuslóðir Einars. Hann spurði mig ein- hverju sinni sem oftar sem við vorum að ræða um áhugaverðar bækur, hvort ég hefði lesið bók Stefáns Jónssonar fréttamanns: Að breyta fjalli. Ég sagði svo vera. Og hvernig fannst þér hún? – og leit eldsnöggt á mig. Góð, svaraði ég, Góð? sagði þá Einar, hún er heimsklassabók líkt og Veröld sem var, eftir Stefan Zweig. Einar þekkti til æskustöðva Stefáns og atburða sem hann lýsir svo listi- lega í bókinni, þannig að bókin varð mér enn áhugaverðari. Í „planinu“ var heimsækja ýmsa þá staði sem lýst er í bókinni, en það er með þá ferð eins og margar aðrar ferðir að hún var ekki farin, en við förum hana nú samt þegar þar að kemur, og ef til vill slæst Stefán með í ferðina. Að lokum þakka ég þér trygg- lyndi og vinarþel sem þú ávallt sýndir mér, og segi eins og þú sagðir eftir kvöldfundina: Sjáumst. Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. (Steinn Steinarr) Aðstandendum votta ég samúð. Kveðja, Vigfús Helgason. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HANS GUNNAR HINZ, andaðist föstudaginn 7. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 20. janúar kl. 13.00. Gunnar Björn Hinz, Laima Hinz, Elís Örn Hinz, Sigrún Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HREINN DALMANN ÞORGILSSON, Túngötu 10, Hofsósi, lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki mánudaginn 3. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fjölskyldan vill þakka starfsfólki Heilbrigðis- stofnunarinnar fyrir hlýhug og góða umönnun sem og öðrum fyrir auðsýnda samúð og vináttu. Brynhildur Dröfn Bjarkadóttir, Rúnar Páll Dalmann Hreinsson, Auður Björk Birgisdóttir, Kristín Anna Hreinsdóttir, Freyr Ingólfsson, Margrét Björk Arnardóttir, Ragnar Þór Einarsson, Bjarki Arnarson, Lina Lee og afabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ANNA SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR, Klömbum, Aðaldal, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík, þriðjudaginn 11. janúar. Jarðarförin fer fram frá Grenjaðarstaðarkirkju föstu- daginn 21. janúar kl. 14.00. Hildur Jónsdóttir, Arnar Gunnar Hjálmtýsson, Gunnar Jónsson, Haraldur Jónsson, Sigurbjörg Einarsdóttir, Einar Jónsson, Kolbrún Ívarsdóttir, Davíð Jónsson, Helga Dóra Helgadóttir, Ester Sveinbjarnardóttir, Magnús Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐMUNDA Þ. GUÐMUNDSDÓTTIR frá Núpi í Fljótshlíð, Kleppsvegi 52, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 17. janúar. Útför hennar fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 27. janúar kl. 15.00. Katrín Guðmannsdóttir, Steingrímur Guðjónsson, Matthildur Guðmannsdóttir, Þórir S. Magnússon, Olga Steingrímsdóttir, Guðmann Þórisson, Birgir Þórisson, Katrín Steina Olgudóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, LÁRA JÓNSDÓTTIR frá Meiri-Hattardal, sem lést föstudaginn 7. janúar, verður jarðsungin frá Súðarvíkurkirkju laugardaginn 22. janúar kl. 14.00. Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.