Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011
AF LISTUM
Inga Rún Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is
Félag íslenskra listdansara(FÍLD) sendi frá sér dans-stefnu undir lok síðasta árs,
sem unnin var að frumkvæði félags-
ins með fullri þátttöku dans-
samfélagsins, þar sem virðist ríkja
samhugur og frumkvöðlaandi.
„Í stefnunni býr baráttuandi
þeirra sem vinna að uppbyggingu
listgreinarinnar til framtíðar. Þar
tala danslistamenn einni röddu, þeir
skilgreina brýnustu málefnin og þau
úrlausnarefni sem mest eru aðkall-
andi. Hún er svar við brýnu kalli
danssamfélagsins eftir átaki í upp-
byggingu á listgreininni,“ segir í
kynningu um stefnuna en með dans-
samfélagi er átt við alla þá aðila sem
lifa og starfa innan greinarinnar,
þ.m.t. fulltrúa dansstofnana, list-
dansskóla og danshátíða, danshöf-
unda og dansara, danskennara,
dansmyndagerðarmenn, dansfræð-
inga, dansnemendur og dansunn-
endur. Umfram allt miðar stefnan
að því að auka gæði og faglega þró-
un listdansins.
Stefnan byggist á þeim þáttumdansins sem nú þegar hafa
sprottið upp og gefið góða raun.
Henni er ætlað að treysta þá þætti
sem á því þurfa að halda auk þess
að skapa grundvöll fyrir nýja
möguleika að spretta upp úr gras-
rótinni. Á undanförnum árum hafa
danslistamenn af sjálfsdáðum náð
miklum árangri í uppbyggingu
greinarinnar. Lögð er áhersla á að
fjármagn, aðstaða og aðbúnaður
þurfi nú að koma til, svo tryggja
megi áframhaldandi vöxt og festu í
greininni. „Til að svo megi verða
þurfum við aðstoð stjórnmála-
manna, embættismanna og ann-
arra lykilaðila í samfélaginu,“ seg-
ir þar en stefnan er því ætluð
danslistamönnunum sjálfum,
stjórnsýslunni, sveitarfélögum,
menningarstofnunum, skólastofn-
unum, útflutningsaðilum, fag-
félögum sem og öðrum hags-
munaaðilum til að vinna eftir og
þar með tryggja dansinum örugga
framtíð á Íslandi.
Stefnan skiptist í fimm meg-inþætti: Aðgengi, uppeldi, fag-
mennsku, þátt í menningarlífi og al-
þjóðasamfélag.
„Íslenskt samfélag býr yfir
kraftmiklum mannauði til þess að
takast á við þau fjölþættu verkefni
sem fyrir liggja og byggja upp dans-
list á Íslandi. Frá upphafi hefur leið
dansins hvorki verið bein né greið,
en danslistamenn hafa sýnt að þeir
geta tekið lítil skref og stór, snún-
inga, dýfur, sveigjur og stökk og
staðið keikir að leikslokum, í hvert
sinn fullir af tilhlökkun yfir því að
draumar dagsins í dag verði að
veruleika morgundagsins,“ segir í
inngangi skýrslunnar.
Aðgengi almennings að list-dansi er eins og lottó, tilvilj-
unum háð og aðeins á færi þeirra
en hefur hvorki fengið eigið hús-
næði til umráða né fjármagn sem
endurspeglar starfsemi flokksins.
Listdans hefur verið hluti af ís-
lenskri menningarflóru í meira en
heila öld og er eina listgreinin sem
hefur aldrei fengið sitt eigið rými í
hinu opinbera borgarrými.
Að minnsta kosti bendir allt til
þess að dans verði meira áberandi
en áður á næstu árum. Eins og Kar-
en María sagði í áðurnefndu viðtali
sér hún fram á að næstu árin út-
skrifist fleiri í danslistinni en síðast-
liðin 15-20 ár samanlagt. Ljóst er að
þessir dansarar munu setja mark
sitt á danssamfélagið og dans-
stefnan nýja mun hjálpa dans-
samfélaginu og ekki síður þjóðfélag-
inu öllu að taka dansspor í rétta átt.
Aðgengi að listdansi eins og lottó
Morgunblaðið/Golli
Æfing Stúlkur á ballettæfingu í
Klassíska listdansskólanum.
sem búa nærri sölustað hverju
sinni,“ segir í stefnunni en dans-
samfélagið vill tryggja almennt og
stöðugt aðgengi almennings að list-
dansi og skapa rými fyrir dansinn
þar sem hann er í forgrunni. Hug-
myndin er að gera þetta með til-
komu Danshúss í höfuðborginni.
Eins og kom fram í viðtali við Karen
Maríu Jónsdóttur, sem er fagstjóri
dansnáms við Listaháskóla Íslands
og formaður FÍLD, í síðasta Sunnu-
dagsmogga hefur verið komið á fót
Dansverkstæði við Skúlagötu, sem
sinnir einhverjum af hlutverkum
Danshúss að sinni.
Í skýrslunni er einnig lögð
áhersla á að tryggja öllum börnum
greiðan aðgang að listdansi í gegn-
um almenna menntun, danssýningar
og aðra fræðslu. Þar segir að fjölga
þurfi leiðum fyrir börn að upplifa og
taka þátt í dansi í skólastarfinu, og
skrifað er að leggja þurfi áherslu á
skapandi dans.
Einn mikilvægur punktur ídansstefnunni er að nauðsyn-
legt sé að breyta því að oftar en ekki
sé litið á dansinn sem undirgrein
leiklistar og gert ráð fyrir því að
stuðningur við leiklistarstarfsemi
mæti einnig þörfum dansins. Dans
er nefnilega sjálfstæð listgrein og
það þarf að líta á hann þannig.
Til dæmis varð Íslenski dans-
flokkurinn sjálfstæð stofnun árið
1991 eftir að hafa lotið yfirumsjón
þjóðleikhússtjóra í tæp tuttugu ár
» Oft er litið ádansinn sem und-
irgrein leiklistar og
gert ráð fyrir því að
stuðningur við leik-
listarstarfsemi mæti
einnig þörfum dans-
ins. Dans er sjálfstæð
listgrein og það þarf
að líta á hann þannig.
Morgunblaðið/Golli
Sjónarspil Sýning Íslenska dansflokksins Transaquania - Into Thin Air vakti mikla athygli á síðasta ári.
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
SAW 3D Sýnd kl. 8 og 10
THE TOURIST Sýnd kl. 8 og 10:10
ALFA OG ÓMEGA Í 3D Sýnd kl. 6 ísl. tal
GULLIVER’S TRAVELS 3D Sýnd kl. 6
LITTLE FOCKERS Sýnd kl. 6 og 8
DEVIL Sýnd kl. 10
HROTTALEG SPENNA Í ÞVÍVÍDD
3D GLERAUGU
SELD SÉR
3D GLERAUGU
SELD SÉR
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú
greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Í 3-D OG 2-D
MEÐ ÍSLENSKU TALI Í 3-D
-H.S, MBL-K.G, FBL
SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is
Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ
BURLESQUE kl. 8 - 10.10
ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 6
THE TOURIST kl. 10
GULLIVER´S TRAVELS 3D kl. 8
LITTLE FOCKERS kl. 6
L
L
12
L
12
Nánar á Miði.is
BURLESQUE kl. 5.20 - 8 - 10.35
BURLESQUE LÚXUS kl. 8 - 10.35
ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 3.30
THE TOURIST kl. 5.40 - 8 - 10.20
GULLIVER´S TRAVELS 3D kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10
LITTLE FOCKERS Kl. 8 - 10.20
GAURAGANGUR KL. 5.50
MEGAMIND 3D ÍSL. TAL KL. 3.40
NARNIA 3 3D KL. 3.30
L
L
L
12
L
12
7
L
7
BURLESQUE kl. 10.30
ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 6
THE TOURIST KL. 5.40 - 8 - 10.20
DEVIL KL. 10.20
GAURAGANGUR KL. 5.50 - 8 - 10.10
NARNIA 3 2D KL. 5.30 - 8
L
L
12
16
7
7
HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR