Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 21
kerfið, stendur með pálmann í höndunum, því sá sami, t.d. fyr- irtæki eins og Samherji, hefði sterk tök á sölu á vörum sem koma frá framleiðsluverksmiðjunum og einnig tækifæri til að geta selt sitt eigið merki og afurðir. Það er ekk- ert að því að hagnast vel, en að hagnast á kostnað íslenskra lífeyr- isþega, NBI í eigu skattborgaranna og FME er óréttlátt. Norðanáttin úr kjördæmi fjármálaráðherrans er of sterk fyrir okkar litla þjóðfélag. Þáttur NBI í þessari fléttu er al- varlegur og fæ ég ekki annað séð en að sú krafa komi fram að Stein- þóri Pálssyni, bankastjóra NBI, og stjórnarformanninum Gunnari Helga Hálfdánarsyni verði vikið tafarlaust úr starfi og þeir ávítaðir um stórfellda vanrækslu upp á tugi milljarða. Hér er um klækja- viðskipti stjórnenda FSÍ að ræða. Þetta er hrein og klár blekking og í besta falli athyglisbrestur stjórn- enda. Þetta er eins og þingmað- urinn sagði á ÍNN: „Enn einn Sterling-snúningurinn.“ Það sér hver heilvita maður að hér er um að ræða hannaða atburðarás og eigendur NBI, íslenskir skattgreið- endur, hafa verið sviknir um tugi milljarða í þessum viðskiptum. Það verður að gera lýðnum ljóst, að hér á landi þrífst sveit manna sem maka krókinn í eftirhruns- stríðsþokunni inni í lífeyrissjóð- unum og skilanefndum bankanna. Glæpir útrásarvíkinganna, þessara landlausu manna, eru nógu alvar- legir en við skulum jafnframt og ekki síður einbeita okkur að spill- ingunni sem er framkvæmd hér eins og ekkert hafi ískorist. Einu sinni sagði við mig vingjarnlegur grískur ávaxtasali, Socrates að nafni sem var með ávaxtastand á horninu á Columbus Avenue og 72nd Street í New York: „Herra minn, það er hægt að kreista sí- trónu á marga vegu en safinn er alltaf jafn súr.“ Þessi orð ættu að vera einkunnarorð NBI. Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður Hægri grænna. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011 Nýlega hefur kirkjukór lög- manna sagt að við eigum að borga Icesave og gefast upp fyrir ofbeldi Breta og Hollendinga. Borga þótt fræg- ustu og hæfustu lögmenn segi enga lögmæta kröfu hvíla á okkur. Lögfræðin sé alveg með okkur. Við eigum að sleppa alveg við að borga Icesave og taka upp samstarf við Kína um það. Það á að þvinga okkur til ólög- legra greiðslna á Icesave af því við erum fáir og aumir. Á að kúga þetta út úr okkur vegna aumingjaskapar stjórnmálamanna okkar. Þjóðin reis upp og felldi að greiða Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hafði manndóm til þess. Var einhuga í að neita að borga. Nú er sama staðan komin upp aftur. Stjórnmálamenn vilja leka niður og svíkja þjóðina. En ný staða er komin upp í málinu. Við getum væntanlega samið við Kínverja um aðstoð þeirra og ábyrgð á okkur í sambandi við Icesave. Þá erum við komnir með spaðaásinn í spilunum. En áður vorum við aðeins með hunda sem spil og aumir og hrædd- ir. Greinarhöfundur heldur því fram, að hægt sé að semja milli Kínverja og Íslendinga um Icesave þannig að hvorir tveggja hagnist. Ef Kínverj- ar taka alla ábyrgð á okkur í sam- bandi við Icesave þá erum við komnir á sléttan sjó og án tapá- hættu af Icesave. Hægt er að tryggja Kínverja þannig að þeir hljóta að hagnast á málinu. Þeir hafa í rauninni allt að vinna með að ganga inn í Icesave með okkur. Svo voru Kínverjar að kaupa Grundartanga. Samstarf um Ice- save mun innsigla það samstarf frekar, betur og áfram. LÚÐVÍK GIZURARSON, hæstaréttarlögmaður. Kína komi í Icesave með okkur Frá Lúðvíki Gizurarsyni Lúðvík Gizurarson festing sem kveðið er á um í lög- unum, vottuð einu sinni á ári af starfsmönnum Matvælastofn- unnar. Einn veigamesti þátturinn til að fá gæðastýrða vottun á sauð- fjárbúskap er að hver bóndi sýni fram á sjálfbæra landnýtingu á öllu því landi sem nýtt er til beit- ar, þ.e. það má ekki rýrna við notkunina. Landgræðsla ríkisins annast eftirlit með að svo sé. Skv. tölum frá árinu 2008 uppfylltu 90% þátttakenda í gæðastýringu mat Landgræðslunnar án at- hugasemda, 9,7% höfðu gert land- bótaáætlun en 0,3% stóðust ekki kröfur Landgræðslunnar. Fyrir áhugasama má finna meira ít- arefni um gæðastýringuna s.s. ým- is eyðublöð á vef Bændasamtak- anna (www.bondi.is). Þegar þessar greiðslur hófust árið 2003 lækkuðu líka beinar greiðslur út á greiðslumark í sama hlutfalli, þannig að heildargreiðsla úr ríkissjóði var sú sama og áður. Það var því ekki verið að auka styrki til sauðfjárræktar heldur er forgangsröðuninni breytt og skil- greint betur í hvað fjármunirnir fara. Því stuðlar gæðastýringin að bættri nýtingu sauðfjárframleiðsl- unnar á gæðum landsins til sam- ræmis við alþjóðlegar samþykktir um umhverfisvernd og dýra- velferð. Einnig má á það benda að allir þeir sem hafa atvinnu af sauðfjárrækt geta fengið vottun á gæðastýrða framleiðslu óháð því hvort þeir eiga greiðslumark. Það er von mín að þessi grein- arstúfur útskýri gæðastýringu í sauðfjárrækt það vel að þeir sem ekki vissu hvað í henni fólst, viti nú út á hvað hún gengur. Einnig hef ég fullan skilning á því að ferðaþjónustan þarf aukin fjár- framlög til rannsókna og þróunar því hún er landsbyggðinni mik- ilvæg. Gleymum því hins vegar ekki að bændur halda uppi búsetu í hinum dreifðu byggðum landsins og því væri lítið gaman að ferðast um landið ef enginn byggi þar. Landbúnaður og ferðaþjónusta sem atvinnugreinar styrkja því hvort annað og verður vonandi svo áfram næstu áratugi. Höfundur er í framhaldsnámi við landbúnaðarháskólann í Ási (UMB) í Noregi. Bréf til blaðsins ✝ Gunnar Valur Her-mannsson fæddist í Suðurhúsum í Suð- ursveit 15. nóvember 1942. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu á Höfn í Hornafirði 11. janúar 2011. Foreldrar hans voru Hermann Eyjólfsson frá Hest- gerði í Suðursveit, f. 1916, d. 2003, og Hulda Sigurðardóttir frá Króki í Suðursveit, f. 1915, d. 1989. Gunnar var þriðji í röð fimm systkina, þau eru Sigþór Valdimar, f. 1938, Gísli Eymundur, f. 1941, Erla Sigríður, f. 1945, og Guðni Þór, f. 1954. Gunnar fluttist frá Suðursveit á Höfn 1945 með foreldrum sínum og systkinum ólst þar upp og bjó alla tíð. Hinn 17.6. 1964 kvæntist Gunnar Birnu Þórkötlu Skarphéðinsdóttur, f. 7.9. 1946, frá Reykjavík. Foreldrar hennar voru Skarphéðinn Þorkelsson læknir frá Reykjavík og Lára Sess- elja Björnsdóttir frá Reykjavík. Börn Gunnars og Birnu eru 1) Bragi Her- mann, f. 28.4. 1965, maki Natalja Gunnarsson, f. 1972, barn þeirra hjálpa til við saltfiskverkun hjá KASK, hann var sennilega átta ára gamall þegar hann var að aðstoða verkafólkið við að breiða út saltfisk á Fiskhólnum. Seinna vann hann sum- arstörf hjá mjólkursamlagi KASK á aldrinum 15-16 ára. Gunnar hóf síðan störf hjá frystihúsi KASK um ára- mótin 1957-1958 og vann þar fram í maí 1963 þegar hann tók sér frí frá KASK og vann á Stokksnesi í eitt ár. Eftir það kom hann aftur til starfa í frystihúsið og var þar í nokkra mán- uði, eða þar til hann var færður í pakkhúsið hjá kaupfélaginu í sept- ember árið 1964 og þar vann hann óslitið til ársins 1970 þegar starfsem- in var flutt út í Álaugarey. Hann var í forsvari fyrir skipaafgreiðslu KASK og fóðurvörudeild í Álaugarey og síð- ar í flutningadeild KASK. Hinn 21. október 1982 tók hann við sem deild- arstjóri byggingavörudeildar KASK og starfaði fyrir kaupfélagið fram á mitt ár 2006 þegar Húsasmiðjan tók við rekstri byggingavörudeild- arinnar. Gunnar fylgdi með yfir til Húsasmiðjunnar og starfaði þar sem verlsunarstjóri fram á mitt ár 2008 þegar hann að eigin ósk hætti sem verslunarstjóri en vann áfram hjá Húsamiðjunni við afgreiðslu þar til veikindin gerðu vart við sig seinni hluta árs 2010. Starf Gunnars spann- ar næstum hálfa öld, hann var for- stöðumaður/deildarstjóri í 35 ár. Útför Gunnars fór fram í Hafn- arkirkju 18. janúar 2011. Sonja Francheska, börn Braga Gyða Rós, Gunnþóra Rut, Gígja Rebekka, Gunnar Val- ur, Dimitri Victor. 2) Sæmundur Skarphéð- inn, f. 28.4. 1965, maki Guðrún Halla Ein- arsdóttir, f. 1965. Börn Sæmundar Birna Þór- katla, Gunnar Már, Elí- as Kristinn, fóstursynir Þorsteinn Rúnar, Stefnir, Mjölnir. 3) Ólöf Kristjana, f. 26.11. 1966, maki Benedikt Helgi Sigfússon, f. 1963. Börn Sigfús Gunnar, Stefanía Ósk, Halldóra Sig- ríður, Ásgeir Björn, María Hrönn. 4) Hulda Valdís, f. 25.2. 1974, maki Jón Garðar Bjarnason, f. 1970. Börn Bjarni Friðrik, Elísa Ösp, Daníel Snær 5) Matthildur Birna, f. 2.9. 1984, maki Gunnar Kristófer Kristinsson, f. 1978. Barn þeirra Dagný Kristín, fósturbörn Kristinn Gamalíel, Sig- urður Vigfús, Bryndís Laufey, Jónína Þórunn. Barnabarnabörn Gunnars og Birnu eru níu talsins. Gunnar Hermannsson var ekki hár í loftinu þegar hann byrjaði að Elsku pabbi minn, nú hefur þú kvatt okkur eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Það eru margar minningar sem fljúga um huga manns þegar maður hugsar um þig, pabbi minn. Rúntarn- ir okkar á laugardags- og sunnudags- morgnum þegar ég var barn. Vorum við oftast fyrst á fætur og fengum okkur kaffi og matarkex áður en við fengum okkur bryggjurúntinn. Kvöldstundirnar okkar þegar mamma fór á Lions-fundina og við settumst og spiluðum eða þú sagðir mér grallarasögur af þér þegar þú varst krakki og unglingur. Og þegar við spiluðum fannst mér ekki verra ef þú tapaðir því þá vissi ég að þú mundir spila lengur því þú þoldir ekki vel að tapa í spilum. Allar ferðirnar í fjörðinn að veiða silung í net. Og stundum ef veður var gott drógum við bátinn upp á Arfa- sker til að gera að aflanum. Þetta eru allt yndislegar og ógleymanlegar æskuminningar sem ég á um þig, pabbi minn, og eiga eftir að ylja mér um hjartaræturnar þegar ég hugsa til þín. Núna seinni árin fóru pabbi og mamma að stunda fjárbúskap og voru þau saman í því enda voru þau mjög samrýnd hjón. Tókum við fjöl- skyldan þátt í því með þeim ásamt fjölskyldu Matthildar systur minnar. Og áttum við margar góðar og skemmtilegar stundir í kringum bú- skapinn. Pabbi hafði gaman af barnabörn- unum sínum og þau af honum. Hafði hann gaman af að hrekkja þau og þykjast vera göldróttur og voru sum sem trúðu en önnur ekki. Þá fengu þau oft að fara með honum út á fjörð og fannst þeim ótrúlega mikið æv- intýri að fá að fara með afa að veiða. Pabbi þurfti alltaf að hafa nóg að gera og sat aldrei auðum höndum. Hann hugsaði vel um fjölskylduna sína og var góður faðir. Alltaf tilbú- inn að aðstoða alla í kringum sig hvort sem það voru börnin hans eða einhverjir aðrir. Elsku pabbi minn, það er með trega og mikilli sorg sem ég kveð þig og hefði ég viljað fá að hafa þig svo miklu lengur hér hjá mér, en vegir Guðs eru órannsakanlegir og ég er þakklát fyrir allar góðu minningarn- ar sem við sköpuðum með þér og mun ég nota þær til að hjálpa mér á þessum erfiðu tímum. Þín dóttir, Hulda Valdís Gunnarsdóttir. Mig langar í nokkrum orðum að minnast tengdaföður míns, Gunnars Hermannssonar, sem féll frá eftir snarpa og erfiða baráttu við illvígt mein, hinn 11.1. 2011, á hjúkrunar- heimilinu á Höfn. Kynni okkar Gunnars hófust árið 1990, er ég tæplega tvítugur kynnt- ist dóttur hans, Huldu Valdísi Gunn- arsdóttur, sem síðar varð eiginkona mín. Þau hjón, Gunnar og Birna Þór- katla Skarphéðinsdóttir, tóku vel á móti verðandi tengdasyni, og skap- aðist fljótlega djúp vinátta og traust sem ávallt hefur haldist og eflst með árunum sem á eftir komu. Gunnar var virðulegur og hæglát- ur fjölskyldumaður, en með ríka og oft á tíðum kaldhæðnislega kímni- gáfu sem nýttist honum vel í góðra vina hópi. Gunnar var hafsjór af fróðleik og óspar á að deila sögum og ráðum til þeirra sem leituðu til hans. Hann var með afbrigðum verksæk- inn og iðinn í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, hvort heldur til vinnu eða í tómstundum sínum. Ófáir nutu góðs af silungsveiðum hans í Horna- firði eða afurðum úr fjárhúsinu, og var hann einstaklega laginn við að fá fólk til að taka þátt og deila með sér. Í október í fyrra greindist Gunnar með krabbamein, þá rétt að verða 68 ára gamall. Fréttin kom sem reið- arslag yfir fjölskylduna alla og mitt í storminum stóð Birna sem klettur við hlið manns síns. Það er á slíkum stundum sem reynir á, og fordæmi þeirra hjóna og hugrekki verður mér ávallt minnisstætt. Gunnar, sem hafði þá nýlega að mestu lokið við enduruppbyggingu á húsi þeirra Birnu, bjó svo um hnúta að verkið skyldi klárað og gekk fum- laus fram þrátt fyrir erfiða tíma. Segir það margt um þann mann sem Gunnar hafði að geyma, og er okkur öllum til eftirbreytni. Einbeitti hann sér einnig að því að tryggja að öðrum liði vel og kvartaði sjálfur aldrei. Það er því með sorg í hjarta sem ég kveð hinn mikla sómamann, sem tókst á við sjúkdóm sinn af æðruleysi og styrk sem var svo einkennandi fyrir þennan hógværa og skemmti- lega mann. Ég á eftir að sakna Gunn- ars og hugsa til hans af miklum hlý- hug, en er jafnframt þakklátur fyrir þann tíma sem við fjölskyldan áttum með honum. Elsku Birna mín og ástvinir, sorg okkar og missir er sárari en orðum taki en eftir stendur minning um góðan mann sem mun lifa í hjörtum okkar allra. Jón Garðar Bjarnason. Hann var fallegur Hornafjörður- inn að morgni 11. janúar sl. Örlítil snjóhula yfir öllu og hvítalogn þegar þú kvaddir þennan heim, og fórst frá okkur yfir á annað tilverustig. Ég er ekki sátt frekar en margir aðrir. Þetta er furðulegur heimur sem við lifum í og skiljum ekki. Kannski er það bara gott – ég veit það ekki. Minningarnar fara í gegnum hug- ann, þær eru svo margar um góða og gengna daga. Þú varst hjartahlýr og góður, þol- inmóður, prakkari, þrjóskur og allt þar á milli. Hafðir ákveðnar skoðanir á lífinu og tilverunni og sagðir um- búðalaust þinn hug. Við vorum ekki alltaf sammála um hlutina – en það er líka bara gott. Þegar við systurnar fengum leigt herbergi á heimili ykkar Birnu í Garðsbrúninni höfðum við fengið vinnu í frystihúsi. Við fluttum inn með nokkra persónulega muni og þau ummæli frá mömmu að vera kurteisar við fólkið sem við yrðum hjá og góðar við litlu krakkana. Þarna leið okkur vel og vorum heimakærar. Kannski einum of – ég veit það ekki. Því þú skammaðir okk- ur fyrir að fara ekki út á lífið, en baðst okkur jafnframt um að gæta „villinganna“ þinna, svo þið gætuð farið í bíó eða í heimsókn til vina að kvöldi. Þú gast líka verið hinn mesti prakkari því það var stutt í grínið. Ég held að það gleymist seint þegar þú og besti vinur þinn hleyptuð loft- inu úr dekkum lögreglubílsins „þeg- ar laganna verðir voru við embætt- isstörf“ í félagsheimilinu á nýársnótt. Svo komuð þið á sprett- inum heim en voruð farnir að sjá eft- ir þessu áður en þangað var komið. Sama – aðeins að prakkarast. Gott ef það var ekki mágur þinn sem varð fyrir barðinu á ykkur. Árin liðu, og heima hjá ykkur eignaðist ég elsta barnið mitt „í mínu herbergi“, í þá daga ólu konur börn sín í heimahúsum. Sambúð okkar allra í Garðsbrún 1 gekk svo ótrúlega vel. Við vorum átta í heimili – nóg pláss og hjarta- rúm. Hjá okkur var líka oft mannmargt, því læknastofa var í húsinu á móti og fólk mætti snemma dags til læknis, jafnvel áður en stofan var opnuð. Þá kom ótrúlegasta fólk og fékk að bíða við eldhúsgluggann og fylgjast með þegar læknirinn opnaði stofuna. Minningarnar gætu haldið hér áfram endalaust. Hjá þér sem verslunarstjóra hefur margt ungmennið fengið vinnu. Þar sýndir þú að þú áttir ómælda þol- inmæði við tilsögn, sumt mælt með svo mikilli festu að þau gleyma orð- unum aldrei, á leið sinni út í lífið. Dóttursonur minn er þar á meðal margra annarra. Þú varst Hornfirðingur fyrst og fremst og á báti úti á firði voru þínar bestu frístundir. „Það jafnast ekkert á við að vera úti á firði í glampandi sól, með jökl- ana og fjöllin á aðra hönd, fjöruna og hafið á hina að veiða silung.“ Hvað skyldi svo vera í matinn? Gunni minn, uppeldisfaðir ung- lingsáranna. Takk fyrir samfylgdina. Minning þín lifir sem ljós í hjarta. Hólmfríður Traustadóttir. Gunnar Valur Hermannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.