Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011
Í gær var bók Þórarins Leifssonar,
rithöfundar og myndskreytis,
Bókasafn ömmu Huldar, tilnefnd af
Íslands hálfu til Norrænu barna-
bókaverðlaunanna. Verðlaunin eru
heiðursverðlaun sem samtök nor-
rænu skólasafnanna, Nordisk
skolebibliotekarforening, og for-
stöðumenn þeirra hafa staðið að
allt frá 1985. Félag fagfólks á
skólasöfnum tilnefnir bókina.
Þar sem verðlaunin eru sam-
norræn er það síðan undir nor-
rænni dómnefnd komið, sem hittist
í mars, hver hlýtur verðlaunin.
Fulltrúi Íslands í þeirri nefnd er
Þóra Jónsdóttir frá Öldutúnsskóla.
Verðlaunin verða síðan veitt í vor, á
ráðstefnu Nordisk skolebibliotek-
arforening í Svíþjóð.
Fjórum sinnum hafa verðlaunin
fallið íslenskum rithöfundum í
skaut. Þeir eru: Guðrún Helgadótt-
ir 1992, Kristín Steinsdóttir 2003,
Ragnheiður Gestsdóttir 2005 og
Brynhildur Þórarinsdóttir 2007.
Þau eru veitt annað hvert ár.
Morgunblaðið/Golli
Höfundurinn Bókasafn ömmu Huld-
ar er eftir Þórarin Leifsson.
Þórarinn
tilnefndur
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Á þriðja tug innlendra og erlendra myndlist-
armanna eiga verk á sýningunni Án áfangastaðar
sem verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafn-
arhúsi, á morgun, fimmtudag, klukkan 17. Í verk-
unum er varpaði ljósi á ferðaþrána og upplifun
ferðalangsins. Sýningarstjóri er Markús Þór
Andrésson.
Markús segir að þessi sýning, Án áfangastaðar,
sé annar hluti tvíþætts verkefnis sem hann hefur
unnið að í samstarfi við landfræðinginn Gunnþóru
Ólafsdóttur. Hennar þáttur verkefnisins er viða-
mikil ráðstefna sem verður haldin í tengslum við
sýninguna í Hafnarhúsinu fyrstu helgina í febr-
úar. Undirrót verkefnisins er ört vaxandi straum-
ur ferðamanna um Ísland og áleitnar spurningar
sem sú staðreynd vekur.
„Á sýningunni eru verk listamanna sem fást við
spurningar um það hvernig maðurinn tengist um-
hverfi sínu; hvernig hann staðsetur sig, upplifir
staði, og að hversu miklu eða litlu leyti hann stýrir
því sjálfur hvernig upplifunin af tilteknum stað
er,“ segir Markús Þór. Hann segist einnig skoða
hvernig menn skilgreina staði fyrir sjálfum sér.
„Þetta er hugmyndin um að staður sé ekki hlut-
laus landfræðileg staðsetning, heldur sé alltaf um
að ræða samspil einstaklings og umhverfis.“
Plakataverk um hálendisferð
Á sýningunni eru allra handa verk eftir fjöl-
breytilegan hóp listamanna.
„Þetta eru verk eftir listamenn sem hafa fengist
við áðurnefndar spurningar, fólk eins og Kristinn
E. Hrafnsson, Einar Garibaldi, Katrín Sigurð-
ardóttir og Húbert Nói,“ segir Markús Þór.
„Af erlendum listamönnum má til dæmis nefna
Roni Horn og Hamish Fulton, fólk sem hefur
meira og minna allan sinn listferil verið að velta
þessum spurningum fyrir sér.“
Meðal annarra listamanna sem eiga verk í
Hafnarhúsinu má nefna Ólaf Elíasson, Unnar Örn
Jónasson Auðarson, Harald Jónsson, Ingu Þór-
eyju Jóhannsdóttur, Walter Niedermayr, Þor-
gerði Ólafsdóttur, John Bock, Friðrik Þór Frið-
riksson, Ragnheiði Gestsdóttur og Ghostigital
ásamt Finnboga Péturssyni og Skúla Sverrissyni.
Markús segist skipta sýningunni í fjóra hluta.
„Sá fyrsti kallast Wanderlust eða ferðahugur.
Þar er skoðuð þessi þrá sem við höfum til að
ferðast á nýjar slóðir. Næsti salur kallast Staður,
þar snúast verkin um ólíka staði hér og nú eða
annars staðar. Þriðja sýningarrýmið er Ferða-
saga, þar eru kvikmyndir og hljóðverk í gangi all-
an daginn, ólík verk frá einum tíma til annars.
Loks er fjórði hlutinn, Slóð, en það er plakatasýn-
ing Institut für Raumexperimente í Berlín, sem
Ólafur Elíasson stýrir. Það er sýning hóps sem
gekk um hálendi Íslands undir leiðsögn Óskar Vil-
hjálmsdóttur. Þau melta og túlka ferðalagið í
plakötum.“
Ferðaþrá og upplifun ferðalanga
Sýningin Án áfangastaðar opnuð í Hafnarhúsinu á morgun Fjölbreytilegur
hópur listamanna sem vinnur út frá spurningum um tengsl manns og umhverfis
Morgunblaðið/Kristinn
Sýningarstjórinn Markús Þór hefur skipt sýningunni í fernt og skoðar m.a. ferðahug og ferðasögur.
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Áheyrnarprufur Oz, skráning í dag kl 16:15
Ofviðrið (Stóra sviðið)
Mið 19/1 kl. 20:00 Sun 30/1 kl. 20:00 8.k Fim 3/3 kl. 20:00
Fös 21/1 kl. 20:00 7.k Fim 3/2 kl. 20:00 9.k Fim 10/3 kl. 20:00
Þri 25/1 kl. 20:00 Fim 10/2 kl. 20:00 10.k
Mið 26/1 kl. 20:00 Sun 20/2 kl. 20:00
Ástir, átök og leiftrandi húmor
Fjölskyldan (Stóra svið)
Sun 23/1 kl. 19:00 Lau 5/2 kl. 19:00 aukas Sun 27/2 kl. 19:00 aukas
Lau 29/1 kl. 19:00 Fös 11/2 kl. 19:00 aukas
Fös 4/2 kl. 19:00 auka Lau 19/2 kl. 19:00 aukas
"Stjörnuleikur sem endar með flugeldasýningu", BS, pressan.is
Jesús litli - leikferð (Hof - Hamraborg)
Mið 19/1 kl. 19:00 Fim 20/1 kl. 19:00
Mið 19/1 kl. 21:00 Fim 20/1 kl. 21:00
Sýnt í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í samstarfi við LA
Faust (Stóra svið)
Fim 20/1 kl. 20:00 Fös 28/1 kl. 20:00 aukas Sun 13/2 kl. 20:00 aukas
Lau 22/1 kl. 20:00 Sun 6/2 kl. 20:00 aukas Fös 18/2 kl. 20:00 aukas
Fim 27/1 kl. 20:00 aukas Lau 12/2 kl. 20:00 aukas
Aukasýningar vegna fjölda áskorana
Elsku Barn (Nýja Sviðið)
Fös 21/1 kl. 20:00 3.k Sun 30/1 kl. 20:00 6.k Mið 9/2 kl. 20:00
Þri 25/1 kl. 20:00 4.k Mið 2/2 kl. 20:00 Fim 10/2 kl. 20:00
Mið 26/1 kl. 20:00 5.k Fim 3/2 kl. 20:00
Nístandi saga um sannleika og lygi
Afinn (Litla sviðið)
Mið 19/1 kl. 20:00 4.k Lau 22/1 kl. 22:00 aukas Fös 28/1 kl. 22:00 aukas
Fim 20/1 kl. 20:00 5.k Sun 23/1 kl. 20:00 8.k Lau 29/1 kl. 19:00
Fös 21/1 kl. 19:00 6.k Mið 26/1 kl. 20:00 9.k Lau 29/1 kl. 22:00
Fös 21/1 kl. 22:00 aukas Fim 27/1 kl. 20:00 10.k Sun 30/1 kl. 20:00
Lau 22/1 kl. 19:00 7.k Fös 28/1 kl. 19:00 11.k
Óumflýjanlegt framhald Pabbans
Nýdönsk í nánd (Litla svið)
Mið 9/2 kl. 20:00 frums Mið 16/2 kl. 20:00 3.k Fim 24/2 kl. 20:00 5.k
Fim 10/2 kl. 20:00 2.k Mið 23/2 kl. 20:00 4.k Fös 25/2 kl. 20:00 6.k
Sáldrandi brjáli sem aldrei fyrr
Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið)
Lau 22/1 kl. 14:00 Sun 30/1 kl. 14:00
Sun 23/1 kl. 14:00 Lau 5/2 kl. 14:00
Bestu vinkonur allra barna
Ath. Sýningar hefjast kl. 19:00
Nánar á leikhusid.is
Sími miðasölu 551 1200
Mbl, GSP
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
KVIKMYNDATÓNLISTARVEISLA
Nú, annað árið í röð, gefst unnendum góðrar
tónlistar tækifæri til að hlýða á fræg kvikmynda-
tónverk leikin af fullskipaðri sinfóníuhljómsveit,
en tónleikarnir í fyrra voru gríðarlega vinsælir.
Að þessu sinni verður meðal annars flutt hljóm-
sveitarsvíta úr Psycho ásamt þáttum úr Cinema
Paradiso og Guðföðurnum. Þá mun hljómsveitin
einnig leika tónverk eftir Jonny Greenwood í
Radiohead, úr óskarsverðlaunamyndinni There
Will Be Blood frá árinu 2007.
Miðasala á www.sinfonia.is og 545 2500
„Við verðum öll svolítið brjáluð
af og til, ekki satt?“
Norman Bates
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111