Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011 Í frétt Morgunblaðsins um óvenju- marga gæsluvarðhaldsfanga sem birtist í gær var greint frá því að Fangelsismálastofnun hefði ekki teljandi áhyggjur af því að geta ekki vistað fleiri fanga, ef þörf krefur. Af því tilefni skal áréttað að Fangelsismálastofnun hefur miklar áhyggjur af stöðunni í fangels- ismálum og af því að geta ekki vist- að fleiri fanga. Hins vegar kemur slæm staðan ekki í veg fyrir að fleiri sakborningar verði látnir sæta gæsluvarðhaldi. Árétting Stjórn Lögreglufélags Vesturlands hefur miklar áhyggur af því að ör- yggi íbúa og lögreglumanna á Vest- urlandi verði ógnað með meiri nið- urskurði í löggæslumálum. Í tilkynningu frá stjórninni segir að sparnaður hafi þegar veikt löggæsl- una á Vesturlandi og lengra megi ekki ganga. Lögregla hafi stórfellt minni tækifæri til að sinna frum- kvæðismálum eins og umferðarlaga- brotum, akstri undir áhrifum, fíkni- efnalagabrotum og öðru sem krefst þess að lögregluþjónar fari út og leiti uppi málin. Öll lögregluembættin á Vestur- landi hafa þurft að skera niður í sín- um rekstri með því að draga úr yfir- vinnu, draga úr akstri lögreglubíla, skila lögreglubílum til bílamiðstöðv- ar ríkislögreglustjóra ásamt því að dregið hefur verið úr afleysingum þegar lögreglumenn eru í fríi eða veikir. Á árinu 2011 sé enn farið fram á sparnað þrátt fyrir að glögglega megi sjá að sparnaður hefur þegar haft mjög neikvæð áhrif á löggæslu á Vesturlandi. Þá er bent á að lög- reglumenn í Borgarnesi og í Dölum hafi notið aðstoðar frá Akranesi en væntanlega verði svigrúm til slíks minna. Í janúar 2012 stendur til að sameina lögregluembættin þrjú á Vesturlandi og lögregluna á Vest- fjörðum þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á hagkvæmni þess. Miklar áhyggjur af öryggi  Lögreglufélag Vesturlands bendir á varhugaverða þróun löggæslumála á Vesturlandi  Þola ekki frekari niðurskurð Hæstiréttur staðfesti í gær gæslu- varðhaldsúrskurð yfir manni, sem hefur verið í haldi lögreglu frá 14. janúar vegna gruns um nauðgun á skemmtistað í Reykjavík um síðustu helgi. Maðurinn verður í gæslu- varðhaldi til 11. febrúar. Maðurinn er talinn hafa fylgt konu sem var ofurölvi inn á salerni veitingastaðar og haft þar kynmök við hana án þess að hún hefði mögu- leika á að sporna við verknaðinum. Í úrskurðinum kemur fram að skoðaðar hafi verið upptökur af skemmtistaðnum og á upptöku hafi kærði og konan sést ganga inn gang- inn og sé hún áberandi ölvuð. Við yfirheyrslu neitaði kærði sök og kvaðst ekki þekkja konuna og hefði ekki haft við hana samræði eða önnur kynferðisleg samskipti. Kærði þekkti þó sjálfan sig á upp- tökunni frá skemmtistaðnum en gat engar skýringar gefið á því hvers vegna hann hefði sést þar með kon- unni. Lífsýni hafa verið send á rann- sóknarstofu í Svíþjóð til DNA- rannsóknar. Í varðhaldi til 11. febr- úar vegna nauðgunar Tillögu sjálfstæðismanna um að borgarstjórn leggist gegn hug- myndum ríkisstjórnarinnar um að leggja á veggjöld til og frá höfuð- borginni var vísað til umhverfis- og samgönguráðs af meirihluta Sam- fylkingar og Besta flokksins á borg- arstjórnarfundi í gær. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, segist telja að með því sé meirihlutinn að reyna að drepa málinu á dreif. Ljóst sé að um- rætt veggjald muni fyrst og fremst leggjast á íbúa höfuðborgarsvæð- isins. Í tillögunni segir að borg- arstjórn skori á ríkisstjórn og Al- þingi að láta ekki verða af hugmyndum um að leggja á veggjald til viðbótar við þá skatta og gjöld sem íbúar greiða nú þegar. „Skipting eða öllu heldur mis- skipting vegafjár milli landshluta hefur oft verið rædd í borgarstjórn. Oftast áður hafa borgarfulltrúar borið gæfu til að samþykkja álykt- anir þar sem þess er krafist að Al- þingi úthluti vegafé með réttlátari hætti en verið hefur. Þrátt fyrir að langstærsti hluti af vegsköttum verði til á höfuðborgarsvæðinu, rennur stærstur hluti þeirra til verk- efna úti á landi,“ segir Kjartan. Sigurður Björn Blöndal, aðstoðar- maður borgarstjóra, segir að ekki hafi verið búið að hafa samráð við meirihlutann um tillöguna og því hafi verið eðlilegast að umhverfis- og samgönguráð fjallaði um hana. „Við töldum að það væri rétt að umhverf- is- og samgönguráð fjallaði um þessa vegtolla í víðu samhengi og tæki af- stöðu til þess hvort þeir eiga rétt á sér eða ekki.“ ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Ernir Borgarstjórn Málinu var vísað til umhverfis- og samgönguráðs. Minnihlut- inn vildi mótmæla Veggjöld leggjast aðallega á borgarbúa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.