Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011
Bergþóra Jónsdóttir
fæddist í Reykjavík
24. september 1958.
Hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 10. janúar
2011.
Foreldrar hennar
eru Jón Hallsson, fv.
framkvæmdastjóri, f.
29. september 1932,
og Kristín Ólafs-
dóttir, fv. píanókenn-
ari, f. 17. júní 1933.
Systur Bergþóru eru:
1) Sigríður, f. 18. jan-
úar 1966. 2) Ólöf, f. 16. nóvember
1967. 3) Íma Þöll, f. 6. nóvember
1970. 4) Þórhildur Halla, f. 13. jan-
úar 1972.
Dóttir Bergþóru og fyrrverandi
sambýlismanns hennar, Flosa Guð-
mundssonar, er Úlfhildur, ís-
lenskunemi, f. 12. apríl 1988.
Bergþóra ólst upp í Vogahverfi í
Reykjavík, gekk í Vogaskóla og
síðar Menntaskólann við Tjörnina
sem seinna varð Menntaskólinn við
Sund. Hún lærði á fiðlu sem barn
og lauk tónmenntakennaraprófi
frá Tónlistarskólanum í Reykjavík.
Að því loknu hélt hún til Banda-
ríkjanna þaðan sem
hún lauk meist-
araprófi í tónlistar-
kennslufræðum auk
þess sem hún stund-
aði meistaranám í
frumtónlist (Ethno-
musicology) við Ill-
inois-háskóla í Ur-
bana. Hún starfaði
sem þáttagerð-
armaður hjá Rík-
isútvarpinu og var
framkvæmdastjóri Ís-
lenskrar tónverka-
miðstöðvar um ára-
bil. Frá árinu 2001 starfaði
Bergþóra sem blaðamaður við
Morgunblaðið en skrifað tónlistar-
gagnrýni fyrir blaðið frá árinu
1998. Hún vann að ritun ævisögu
Eddu Heiðrúnar Backman, leik-
konu og leikstjóra, þegar hún
veiktist. Bergþóra sinnti ýmsum
trúnaðarstörfum á tónlistarsviðinu
og sat m.a. í dagskrárnefnd
Listahátíðar í Reykjavík og dóm-
nefnd Tónlistarverðlauna Norð-
urlandaráðs, svo eitthvað sé nefnt.
Útför Bergþóru verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag, 19. janúar
2011, og hefst athöfnin kl. 15.
Hvernig er hægt að minnast
Beggu systur minnar? Hún elskaði
lífið og elskaði að lifa því.
Að vera návistum við Beggu var
eins og að komast í tæri við æv-
intýralegan gullgröft, spennandi
fjársjóðsleit, leitina miklu að guð-
dómnum. Hún lifði til að upplifa og
uppskar töfra. Þess vegna þráði
maður að vera með henni, til að fá
hlutdeild í þessari innlifun, þessu
stóra hjarta.
Þegar manni barst bréf frá
Beggu bjó maður sig undir heilaga
stund lestrar. Hvar sem Begga
dvaldi var hún í paradís, í töfra-
heimi ævintýra sem engan enda
ætluðu að taka.
Hún kenndi mér að guðdómur-
inn birtist manni snögglega í
raddblæ José van Dam, í andliti
Maríu Callas, í höndum Teresu
Stratas. Hún kenndi mér að leita
að þessu tæra, ófalska andartaki,
því sem er satt.
Þannig birtist guðdómurinn okk-
ur þegar ég keyrði hana heim um
miðja sumarnótt síðasta sumar og
himinninn, fjöllin og sundin tóku af
okkur orðið um stund.
Og einnig birtist guðdómurinn
okkur þegar við sátum saman í óp-
erubíóinu síðasta vetur á Rósa-
riddaranum. Þótt hún hefði verið
með mér í Metrópólitanóperuhús-
inu sjálfu hefði guðdómurinn ekki
verið nær.
Og alltaf var guðdómurinn nærri
þegar hún var með börnunum. Þau
voru henni auðvitað uppspretta
gulls. Meðal þeirra er hennar hvað
sárast saknað.
Og guðdómurinn lifir í dóttur
hennar, henni yndislegu Úlfhildi.
Já, lífið var svo ótrúlegt þegar
maður upplifði það með Beggu.
Hún kastaði á það töfraljóma lífs-
gleði sem kemur langt úr djúpi
hjartans, frá þeim stað þar sem
allt er tært.
Með óendanlegri þökk fyrir líf
Beggu systur minnar.
Sigríður Jónsdóttir.
Systrakveðja
Komiði sælar systur góðar
sviphýrar blíðar kinnar rjóðar
hvort sem þið farið um höf eða lönd
fylgi ykkur ávallt gæfa og gleði
góður maður á hreinu beði
ykkar sé jafnan önnur hönd.
Elsku Begga. Á sama tíma og ég
fyllist tómleika og óútskýranlegum
tilfinningum eftir andlát þitt fljúga
dásamlegar minningar í huganum.
Þú að syngja fyrir mig uppá-
haldið mitt, Sóleyjarkvæði.
Við saman í Keflavíkurgöngu
þegar þú áttir að passa mig. Það
kom ekki til greina hjá þér að
hætta við ferðina heldur skelltirðu
Che Guevara-húfunni þinni á koll-
inn á mér, bast á mig trefil og við
skunduðum af stað með nestisbox
og mótmælaspjald að vopni. Mér
fannst ég eiga þátt í því með þér
að bjarga heiminum – við allavega
reyndum.
Þú varst endalaust þolinmóð og
góð við okkur systurnar en nenntir
ekkert alltaf að hafa okkur í eft-
irdragi. Við vildum fá að vera inni í
stofu hjá þér þegar vinir þínir
komu í heimsókn enda fádæma
skemmtilegt fólk. „Gerðu það
Begga, við skulum vera ótrúlega
þægar – við skulum bara sitja á
gólfinu og horfa á ykkur.“ Og auð-
vitað fengum við að vera með ykk-
ur.
Þegar þú varst erlendis bárust
skemmtileg bréf frá þér. Þú varst
frábær húmoristi og góður penni.
Alltaf hlökkuðum við til að fá
næstu sendingu. Þú talaðir inn á
spólur og þeim fylgdu oft teikn-
ingar máli þínu til frekari útskýr-
ingar. Kannski Úlfhildur sæki um
einkarétt á gleraugunum fyrir As-
íubúana sem þú teiknaðir í eitt
skiptið. Þú hafðir svo skemmti-
legan húmor fyrir umhverfi þínu
þar sem þú lýstir asískum túr-
istum í Ameríku sem tóku myndir
af hverju því sem varð á vegi
þeirra. Þú sást fyrir þér eins kon-
ar myndavélagleraugu með spotta
í spönginni til að tosa í þegar við-
komandi vildi taka mynd – hreint
frábær uppfinning! Bréfin og
spólurnar voru í raun eins konar
æfing fyrir þau störf sem þú síðar
réðir þig til starfa við hjá RÚV
sem þáttagerðarmaður og síðar
sem blaðamaður á Morgun-
blaðinu.
Þú kenndir mér að hlusta á tón-
list og meta hvað var gott. Þar
voru engin landamæri hvað varðaði
tónlistarstíla enda hafðir þú ætíð
fjölbreytni í fyrirrúmi. Rokk,
djass, óperur, hljómsveitarverk,
pönk, popp, diskó, þjóðlög, kór-
verk, dægurtónlist, kammertónlist,
einleiksverk, sönglög, blús og
heimstónlist. Ég minnist með mik-
illi gleði huggulegheitadaga okkar
systra þar sem hver og ein átti að
velja tónlist til að spila fyrir hinar.
Oftast varst það þú sem spilaðir
áhugaverða tónlist fyrir okkur og
við hlustuðum á af athygli. Þú
varst einstaklega góð í að radda
lög og þau eru óteljandi minninga-
brotin af okkur systrum sem fljúga
um hugann, þar sem við sitjum
saman við eldhúsborðið og syngj-
um. Ekkert endilega alltaf með
textum heldur jafnvel á sol-fes-
kerfinu sem gat verið ótrúlega
fyndið. Þannig tókum við t.d. for-
leikinn að Rakaranum í Sevilla auk
ýmissa dægurlaga.
Ég er þér óendanlega þakklát
fyrir gott veganesti og allt það sem
þú hefur kennt mér og ætla að
fara vel með það um ókomna daga.
Hvort sem þú munt nú ferðast um
höf eða lönd þá er ég þess fullviss
að þér fylgir bæði gæfa og gleði.
Þín elskandi systir,
Ólöf.
Það flæða yfir mig minningar
frá lífi mínu með elsku bestu stóru
syss. Og þessum minningum fylgir
eintóm gleði, því betri félagsskap
en Beggu var ekki hægt að hugsa
sér. Hún hafði alltaf frá einhverju
skemmtilegu að segja, gaf enda-
laust af sér, elskaði okkur af svo
mikilli ástríðu, hvatti mann til
dáða, og brosið hennar kom frá
einhverri dillandi hlýju sem gerði
lífið alltaf bjartara og betra.
Sem lítil stelpa var ég örugglega
óþolandi lítil systir, því Begga
mátti ekki fá vini sína í heimsókn
án þess að ég grátbæði um að fá að
pota mér inn í herbergið til þeirra.
Þá fannst mér ekkert meira spenn-
andi en að fá að vera fluga á vegg
og fylgjast með stóru krökkunum
tala og syngja, og þá var Begga oft
með gítar í hendi. Eins var ekkert
fallegra og notalegra en þegar
Begga svæfði okkur systurnar með
gítar og söng, og voru Sóleyjar-
kvæði og Joan Baez-lög efst á
óskalistanum, enda söng Begga
þetta með mikilli innlifun.
Þegar ég var 13 ára fékk ég að
dvelja í tvo mánuði hjá Beggu í
Bandaríkjunum þar sem hún var
við framhaldsnám í Urbana í Ill-
inois. Þetta sumar sáði Begga
fræjum hjá mér sem mótuðu líf
mitt að svo mörgu leyti. Minn-
isstæð eru kvöldin sem hún eyddi í
að kenna mér að spila og syngja
grísk lög, með meðfylgjandi dansi,
en við ætluðum að taka þetta upp
á spólu til að senda ömmu Berg-
þóru heima á Íslandi. Ég fann það
aldrei hjá Beggu að henni þætti
leiðinlegt að þurfa að hanga með
litlu syss í heila tvo mánuði, en það
eru 12 ár á milli okkar. Þvert á
móti leið mér alltaf eins og við
værum bestu vinkonur, fórum
saman á kaffihúsin, í matarboð, á
tónleika, í partí, heimsóttum tölvu-
leikjasalina, spiluðum ólsen ólsen
og veiðimann og fórum á „strönd-
ina“ í Chicago, en Begga var mesti
sóldýrkandi sem ég þekkti. Og ég
man hvað hún var óspör á allt hól,
sem 13 ára stúlka þjáð af slæmri
unglingaveiki þurfti mikið á að
halda. Ef Beggu fannst eitthvað
flott þá hlaut það að vera flott, og
ég blómstraði hjá henni þetta sum-
ar.
Síðasta sumar fylgdu Begga og
Úlfhildur mér og minni fjölskyldu
á Þjóðlagahátíðina á Sigló þar sem
ég fékk að spila og kenna þá tón-
list sem Begga sáði fræjum fyrir
hjá mér. Það var ómetanlegt að
hafa hana með í för, hún sat alls
staðar á fremsta bekk með sitt
endalausa fallega bros, stuðnings-
maður númer eitt. Hún tók meira
að segja fiðluna sína með norður
til að spila með í skoskum slög-
urum í hóptíma hjá mér, en þá
hafði hún ekki spilað neitt að ráði í
20 ár. Við sátum síðan fram á næt-
ur við flatkökuát og spjall um allt
og ekkert. Þar fyrir utan var hún
uppfull af fróðleik um landið okk-
ar, og á hálftíma fresti á milli
Reykjavíkur og Siglufjarðar var
hringt úr hennar bíl, sem þær
mæðgur keyrðu á undan okkar bíl,
og við Ameríkanarnir fengum
hennar skemmtilegu innsýn inn í
menningu og staði sem við keyrð-
um í gegnum, nytsamar upplýs-
ingar með góðum skammti af
hennar einstöku kímnigáfu, amer-
ískum eiginmanni mínum til mik-
illar gleði og hláturs.
Þvílík gæfa að vera litla systir
hennar Beggu. Ást hennar og hlýja
fylgja mér um alla tíð.
Íma Þöll Jónsdóttir.
Það er ólýsanlega erfitt að
kveðja hana Beggu mágkonu. Líf-
legri og litríkari persónu var erfitt
að finna. Begga var hún sjálf, laus
við grímur og tilgerð. Allt sem hún
gerði einkenndist af stakri lífs-
gleði. Fjölskyldan okkar verður
aldrei söm. Mér munu aldrei líða
úr minni samverustundirnar hjá
tengdó í Hæðargarðinum. Þegar
við fjölskyldan kíktum í kaffi þá
gall strax í ömmu: „Jonni minn,
hringdu nú í Beggu og Úlfhildi“
því það var vitað mál að enginn
kaffisopi var drukkinn án blað-
skellandi Beggu því að alltaf hafði
hún frá einhverju skemmtilegu að
segja. Þessi fjölskylda sem ég
kynntist fyrir 15 árum elskar ein-
faldlega að vera saman og nú er
skarð fyrir skildi. Neistinn sem
fylgdi Beggu var smitandi. Hún
elskaði börnin okkar og börnin
okkar elskuðu hana. Hún átti sér-
lega einlægt samband við dóttur
okkar Kristínu Grétu og kenndi
henni bæði að prjóna og syngja
vísur. Ef rifja þurfti upp söngtexta
var hringt í Beggu því allir vissu
að Begga frænka kunni jú öll lög
enda brast hún einfaldlega í söng
við ólíklegustu tækifæri. Hún var
barnslega einlæg og var fundvís á
allt tært og einlægt í kringum sig
og eitt það síðasta sem hún brýndi
fyrir konunni minni var að vernda
barnslega hjartað í henni Kristínu.
Líklega vissi hún vel að kaldr-
analegur heimurinn hefur lag á að
herða mannshjartað og spilla því
sem er fagurt og hreint. Hún virt-
ist alltaf meðvituð um að fegurð og
list byggist fyrst og fremst á heið-
arlegri og einlægri framsetningu
og var einstaklega lagin við að
koma auga á hæfileika fólks. Hún
hvatti okkur óspart og lagði
áherslu á að hlúa að hæfileikum
barnanna hvort sem um var að
ræða tónlist eða teikningu. Hversu
oft heyrðist ekki: „Ólafur minn, þú
verður að vera duglegur að æfa
þig á básúnuna, þú ert svo hæfi-
leikaríkur“ eða „Ó Kristín Gréta,
þú verður leikkona“ og lá svo í
hláturskasti yfir leikrænum til-
burðum dóttur okkar. Við munum
gera okkar besta til að halda
kyndli menningarinnar á lofti í
hennar minningu og erum óend-
anlega þakklát fyrir dýrmætar
stundir og allt sem hún gaf börn-
unum okkar.
Við hjónin og hún vorum á önd-
verðum meiði í trúmálum en bár-
um að mínu mati gagnkvæma virð-
ingu fyrir skoðunum hvert annars.
Við erum trúuð en hún var það
ekki. Hún átti alla mína virðingu
vegna þess að hún var heiðarleg og
sönn í afstöðu sinni. Hún gerði
aldrei tilraun til að sveipa áning-
arstað sinn í eilífðinni trúarlegum
helgiljóma eða koma með heima-
tilbúnar hugmyndir um hvernig er
umhorfs hinum megin við móðuna
miklu. Sú afstaða fannst mér frísk-
andi og lýsa auðmýkt á þessum
tíma nýaldar og sjálfshyggju.
Begga var listakona á leiksviði lífs-
ins. Hún naut þess sem lífið hafði
upp á að bjóða. Það sem hún
kenndi mér líklega mest er að lífið
er stutt og það þarf að nálgast það
með kímnigáfu í bland við alvör-
una. Hver líðandi stund er dýr-
mæt. Við kveðjum hana Beggu
með djúpri sorg, tínum upp minn-
ingabrotin og tökum hikandi næstu
skref.
Jóhann Eggert Matthíasson.
Í nokkrum línum langar okkur
að minnast systurdóttur og tví-
mennings, Bergþóru Jónsdóttur,
sem nú hefur kvatt okkur.
Minningarnar eru margar enda
ná þær allt aftur til þess að þær
systur, Stína og Magga, báru sam-
an bumbur sínar fyrir hartnær 53
árum, en þær voru samferða í því
eins og svo mörgu öðru á þeim
tíma.
Frumburðirnir komu í heiminn
með fimm mánaða millibili – fyrst
Begga sem var alnafna ömmu og
svo Ólafur Guðmundsson, alnafni
afa. Systurnar nutu barnaláns svo
ekki leið á löngu þar til stórfjöl-
skyldan bar nafn með rentu. Sam-
verustundirnar voru margar enda
bjuggu systurnar fyrstu árin í
sama húsi við Snorrabraut og svo
hafði sumó þeirra ömmu og afa sitt
aðdráttarafl á sumrin.
Lítið bréf með undurfallegri
handskrift níu ára snótar sent frá
Siglufirði til „yngissveinsins“ Óla
ber ræktarsemi Beggu vitni – þar
er tíundað hvað Guðrún og Anna
Margrét og Helga og Indriði eru
að bardúsa og með þeim góða hópi
fór Begga bæði í „teijutvist“ og
stundum var farið „niður á íþrótta-
völl að stökkva hástökk“. Svo held-
ur hún áfram: „Ég er búin að fara
margt og sjá margt og segi þér frá
því þegar ég kem heim.“ Ekki al-
veg viðburðasnautt líf það.
Þegar unglingaveikin fór að hrjá
Beggu og frændur hennar voru
þau iðulega afsökuð frá árlegu kór-
starfi í jólaboðunum þar sem
yngra fjölskyldufólki var stillt upp
í fallegar raðir til að syngja jóla-
lögin. Eftir að mesta gelgjan var
runnin af þeim söng Begga hins
vegar manna hæst og elskaði að
radda.
Begga var enda aðaltónlistar-
frænkan – og var þó af mörgum
slíkum að taka – og hún var svo
forfrömuð og huguð að hún fór til
annarrar heimsálfu til að spreng-
mennta sig á því sviði. Hún var
líka róttæka frænkan okkar sem
fór í mótmælagöngur gegn hernum
og NATÓ, hún var grúskarinn sem
vissi allt um ættina okkar og for-
feður, hún var uppfull af húmor yf-
ir sjálfri sér og lífinu en umfram
allt hjartahlý og yndisleg.
Þær eru ófáar minningarnar um
Beggu ofan úr sumó þar sem hún
var fastagestur hjá alnöfnu sinni.
Þar átum við ótal pönnsur saman
og sleiktum sólina úti í grasskeif-
unni fyrir framan bústaðinn. Síðar
tók hún netið í notkun til að deila
ábendingum um tónlistarupptökur
og -myndbönd þar sem frænkur og
frændur voru óspör á „like“-takk-
ann, enda hittu ábendingarnar oft-
ar en ekki í mark.
Á síðustu árunum gerði Begga
sér iðulega ferð í Espigerði í
„eyrnalokkabúðina hennar
Möggu“, eins og hún kallaði það.
Þær heimsóknir glöddu móður-
systur hennar mikið enda fylgdi
þeim meira en grúsk í dollum og
dósum til að skoða eyrnalokka og
hálsfestar. Eftir sitja fjölmargir
kaffibollar og spjall um nýjustu
fréttirnar úr fjölskyldunni og dag-
inn og veginn – stundir sem reynd-
ust svo óendanlega dýrmætar þeg-
ar upp er staðið.
Beggunnar okkar eigum við öll
eftir að sakna en yljum okkur við
þessar og fjölmargar fleiri minn-
ingar um frábæra frænku sem fór
allt of snemma. Hugur okkar er
hjá Úlfhildi, Stínu, Jóni, frænkum
okkar og fjölskyldum þeirra.
Margrét og Guðmundur,
frændsystkinin úr Akurgerð-
inu og fjölskyldur.
Er hnígur sól að hafsins djúpi
og hulin sorg á brjóstin knýr,
vér minnumst þeirra, er dóu í
draumi
um djarft og voldugt ævintýr.
(Jóhannes úr Kötlum)
Hún Begga mín er farin og það
er svo sárt og svo tómlegt án
hennar og erfitt að þurfa að horf-
ast í augu við að lífið heldur áfram
sinn vanagang. Við eigum að baki
hátt í fjörutíu ára vináttu og það
breytir manni að missa vin þótt
veröldin velkist og veltist áfram.
Við kynntumst í fyrsta bekk í
menntaskóla og höfum hlegið sam-
an í gegnum lífið síðan.
Begga hafði stórt hjarta sem
rúmaði mikla væntumþykju og
hlýju og hún átti auðvelt með að
sýna tilfinningar sínar og segja
manni að henni þætti vænt um
mann. Hýra brosið hennar gaf fyr-
irheit um orðheppni og yfirvegun
og geislandi augun umvöfðu alla þá
sem henni þótti vænt um. En vei
þeim sem gerðu á hlut hennar eða
annarra henni náinna, þeim gat
hún sent ískalt augnaráð og þótta-
fullan svip sem engu leyndi um
hug hennar. Þrátt fyrir hlýju gat
Begga stundum verið fjarræn og
dulúðug og hún naut þess að eiga
alls kyns leyndarmál sem henni
fannst okkur vinkonunum ekkert
koma við.
Begga var tónlist. Hún var sí-
syngjandi, trallandi, hummandi og
raddandi, hlustaði á allt, kunni allt
og vissi allt og líklega var hún
fróðari um tónlist en nokkur annar
hér á landi. En hún var líka kona
Bergþóra Jónsdóttir